September var kominn á ystu nöf. Vikan hafði liðið hratt og vinnuálagið á fyrsta árs nemana jókst jafnt og þétt eftir því sem skólaárið leið. Hailie og Donna voru komnar með uppnefnið “Súpernördarnir” þar sem þær gerðu alltaf það sem átti að gera, en þær tóku því bara sem hrósi. Josh var nú ekkert skárri, þegar þau hittust á göngunum gerði hann annaðhvort grín að henni eða reyndi að koma álögum á hana. Það hafði nú ekki gengið vel! Donnu tókst alltaf að leggja bölvanir á hann áður. Voðalega var það gaman þegar hún hæfði hann með brauðfótagaldrinum um daginn!

Ginny hafði á meðan dregið sig svolítið frá stelpunum tveimur, hún var orðin frekar hvít eins og lak og guggin, með stóra bauga undir augunum. Stelpurnar höfðu áhyggjur af henni en hún svaraði þeim ekki þegar þær spurðu og dró sig í hlé þangað til annað umræðuefni bar á góma.

Donnu hafði haldið áfram að dreyma um manninn og hafkonuna sem henni fannst líkjast Meljerín mikið, alveg frábært að henni skildi dreyma um uppáhalds bókaflokkinn sinn fannst henni.

Þriðjudagur rann upp, bjartur en kaldur. Hailie stökk á fætur um klukkan 6. Algjör morgunhani. Það var Donna akkúrat ekki. Hailie fór að greiða sér og klæða sig. Um klukkan hálf 7 ýtti hún við Donnu sem rumskaði varla og sneri sér við. Klukkan var orðin kortér í 7 þegar Hailie ýtti aftur við henni. Donna henti sænginni yfir höfuð og hélt áfram að sofa. Hailie ýtti við henni og reif af henni sængina. Þá var Donnu sko nóg boðið! Hún greip koddann sinn og þrumaði honum í hausinn á Hailie sem datt á rassinn á gólfið. Það eina sem skrapp upp úr Hailie var “Ó!” En þá gat Donna heldur ekki verið í fýlu svo hún sprakk úr hlátri og togaði Hailie á fætur. Saman fóru þær niður í stóra sal.

“…góðann daginn…” Muldraði Amelia, greinilega ennþá í fýlu. Miranda var uppi í sjúkrahúsálmu eins og hún gerði í hverjum einasta degi, hún var að fá morgunlyfin sín útaf handleggnum. Donna fann aftur fyrir brennandi skömm og hún varð eins og eplið sem Hailie hélt á í framan. “djösst ígnore hör!” Hvíslaði Hailie hróðug.

Þær voru í óða önn að smyrja sér brauð og fá sér súpu þegar allt í einu Dumbledore reis upp. Allir snarþögnuðu og litu á hann, hann sagði :

“Ég ætla ekki að trufla ykkur, en ég vil biðja Donnu Doumbman og Hailie Magnusen að koma upp á kennarastofu eftir matinn.” Hann settist aftur niður.

“Hvað gerðum við?” Spurði Hailie taugaóstyrk. “Hef ekki hugmynd…” Svaraði Donna. Eftir að hafa klárað morgunmatinn gengu Hailie og Donna saman upp að kennarastofunni. Donna bankaði á dyrnar og allt í einu svippti Gilderoy upp hurðinni með bleikt krullujárn í hendinni og nýkrullað hár. “Ehh, afsakið stúlkur…Muggakrullujárn eru bara miklu betri en galdrar!” Sagði hann glaðlega og valsaði framhjá þeim. Þær horfðu furðulostnar á hann.

“komið endilega inn, stúlkur” Heyrðist innan úr herberginu. Þær gengu inn og hurðin lokaðist að baki þeim. Dumbledore sat við skrifborð og fléttaði saman fingur og mcGonnagall stóð við hlið hans. donna kyngdi.

“Ég ætla að segja ykkur það hér og nú, að við erum ekki að fara að skamma ykkur fyrir eitt né neitt” Sagði hann og brosti. Hailie fjúffaði.

“..Nei…Ég ætlaði bara að segja ykkur frá því að þið verðið teknar í tíma til að læra hvernig á að nota orku ykkar sem best, semsagt, þið farið í tíma á eftir og sleppið venjulegum skóladegi. Ekki það að þið þurfið á honum að halda..” Bætti hann við og brosti hlýlega. Stelpurnar glottu.

McGonnagall leiddi þær út úr kennarastofunni og upp marga stiga. “þið fáið sérstakan kennara sem er fær í efninu þar sem hann er sjálfur horfandi, og allir kennarar sem kunnar eitthvað í efninu eru hvort eð er að kennar á þessum tíma.” Hún leiddi þær upp fleiri tröppur og svo komu þær að stórum eikardyrum. “Gjöriði svo vel, stúlkur.”

Hún opnaði dyrnar og stelpurnar gengu inn. Fyrir innan stóð, já viti menn, vála!
“Þær eru þínar Ramandi” sagði mcgonnagall og lokaði hurðinni. Stelpurnar störðu á váluna sem færði sig nær og nær.
“Góðan dag, ‘stúlkur, ég ‘er Ramandilianinny Rodcromondes, en þið megið bara kalla ´mig Ramandi.” Hún brosti.

“Jæja…Förum í gegnúm grunnatríðin..”

Dagurinn var að kvöldi kominn, stelpurnar náðu loks að rata aftur niður í Setustofu Gryffindor. Donna hlammaði sér niður í stól og hailie í á borðið á móti henni.
“Fjúff, þetta var strembinn tími!” Sagði Donna. “Já…það er satt!” Svaraði Hailie “En Ramandi er samt skemmtileg manneskja, ég hélt hún væri rosa dularfull og svoleiðis, en svo er hún bara fínasta válukerling!” Hún blikkaði Donnu. “hey…manstu skrítnu bókina sem við fundum í göngunum?” Donna kinkaði kolli. “Má ég sjá hana? Af því að ég er eiginlega ekkert búin að fá að skoða hana, þú veist.”

“Já, já,” Svaraði Donna “En það gerir ekkert gagn…það stendur ekkert í henni!” hún seildist ofan í töskuna sína og náði í bókina sem var óvenju heit viðkomu, eins og hún hefði legið lengi í sól. “Hérna..”

Hailie skoðaði bókina lengi. Hún sat og starði á hverja einustu auðu blaðsíðu og renndi fingrinum eftir blaðsíðubrúnunum. Alveg eins og Donna hafði gert. Henni fannst það skrítið. Donna var farin að glápa út í loftið og óska þess að Jeff birtist, þau voru orðnir mjög góðir vinir núna. hún var farin að skoða á sér neglurnar þegar allt í einu eitthvað gerðist fyrir Hailie, allt í einu var eins og ljós lýstist um andlitið á henni og augun á henni lokuðust, svo allt í einu opnuðust þau aftur og þá voru þau kolsvört. Donna öskraði af hryllingi. Svo hætti þetta jafn skjótt og þetta hafði byrjað.


Hailie leit á hana og sagði :
“vá, ég hlýt að vera orðin svo þreytt núna! Mér sortnaði alveg fyrir augum…Það var samt svolítið skrítið..” Donna starði á hana með augun á stilkum. “Veistu, ég held ég leggi mig núna bara. Góða nótt.” Svo skellti hún bókinni á borðið og stökk upp í stelpnasvefnsal.

Donna sat og starði út í loftið. “Sortna fyrir augum…Sortna, eins og gerðist fyrir mig! Þetta var ekki tilviljun, hvað er að gerast með mig, hvað er að gerast með okkur? Hvað er þessi bók að gera?!” hugsaði hún örvæntingarfull. augun fylltust af tárum. Inni var enginn til að hugga hana. Hún var svo hrædd við þetta kukl. Þessa bók.
Í því opnaðist málverksopið og inn gekk enginn annar en Jeff. Aleinn.
“Ó, Jeff!” Hrópaði Donna og henti sér í fangið á honum.
“hva, hvað er að, Donna?” Spurði Jeff ráðvilltur og huggaði hana.

Jeff hafði setið allt kvöldið að hugga donnu og hún hafði sagt honum allt frá bókinni. Hún hélt samt að hann trúði henni ekki. Donna er orðin brjáluð, myndi hann segja við vini sína. Fari hann þá fjandans til! Hugsaði Donna reið og sparkaði í neðstu tröppuna á stiganum að svefnsalnum. Hún sá eftir því þegar ólýsanlegur verkur breyddist út um tánna á henni og upp kálfann að hnénu. hún hlakkaði til að henda sér upp í rúm og spjalla í hálfum hljóðum við Hailie, bestustu bestu vinkonu sína.

Hailie sat á rúminu þeirra Donnu þegar Donna kom inn. Hailie sat með hendurnar utan um fæturna og starði út um gluggann. Hún var rjóð og virtist eins og hún hefði verið að gráta. “H…Hvað?” Spurði Donna gætilega. “Er allt í lagi?” Ginny, sem hafði komið inn rétt á eftir Donnu greip litla bók úr koddaverinu sínu og fór fram. Þær voru nú einar í svefnsalnum. “Er allt í lagi með þig?” spurði hún aftur og gekk nær. Hailie dró djúpt að sér andann og starði áfram út um gluggann. Svo sagði hún : “Donna, ég sofnaði áðan…ég var að vakna núna fyrir svona hálftíma, en…hérna…manstu eftir draumunum þínum? um hafmeyjuna og manninn sem var tekinn höndum?”

“Já, Meljérín og haf-fólkið draumarnir mínir? Ég verð að halda áfram að dreyma þá, þeir eru svo spennandi!” Svaraði Donna brosandi. Hún varð að lyfta Hailie upp, hvernig sem var. Hailie virtist ekki finnast þessi athugasemd fyndin. Hún horfði bara stutt á Donnu en leit á ný út um gluggann aftur. Eftir stutta stund tók hún til máls aftur.

“Já…ég sofnaði semsagt áðan. Mig dreymdi sama drauminn…um hafmeyju með blátt hár og dökkhærðann mann sem var tekinn af ógnvænlegum hafmönnum. Sama drauminn! Og…og…ég…ég Held að ég hafi þekkt manninn sem var tekinn. Ég…ég held að hann…hmm..það getur samt ekki verið!”

“Hvað, hver!?” Spurði Donna forvitin og settist hjá henni.

“Ég held…að það hafi verið…pabbi minn.”


“…pabbi minn…”

————————————————

Já, ég verð að fara að vera fljótari að senda inn kaflana! Ég var með svolitla ritstíflu svo þessi kafli er ekkert rosalega góður, en eiginlega það mikilvægasta var að koma fram núna :) So..Stay tuned ;)

- Nimrodel