Okey… Vona að þetta sé ekkert of-langt ;)… Er ekkert viss um að þið nennið að eyða hálfum deginum í það að lesa sögur eftir mig eða aðra :)… Skemmtið ykkur!

2.kafli - Skólinn -> loksins friður.

Walda steig út úr Hogsmode-lestinni - andaði að sér fersku lofti, tók upp farangurinn sinn og gekk með hann að risa stórum manni sem öskraði ákaft að fyrsta árs nemum.
“Fyrsta árs nemar fylgjið mér!”
Þau gegnu stuttan spöl, að stóru spegilsléttu vatni.
“Parið ykkur saman fjögur og fjögur í hvern bát.”
Walda tvístég þarna á vatnsbakkanum. Hún vissi að ef hún ætlaði að ná takmarki sínu þá þyrfti hún að velja sér vandfundnann vin. Allir voru komnir í bát nema hún.
“Hérna þú, stelpa!” kallaði ljóshærð stelpa, “Hérna…” hún brosti, “Viltu nokkuð vera með okkur?”
“Ehh…” Þessi ljóska fór ekki vel í hana, hún hefði séð hana í lestinni á leiðinni hingað. Hún var alltaf umkringd vinum, henni heyrðist þær stundum tala um Harry, ansans Potter! “Já, já, alveg eins”.

Þegar krakkarnir komu inn í skólann göptu sum þeirra af undrun. Þau staðnæmdust við stóra hurð. Þar voru þau beðin um að bíða þar til kennari kæmi til þeirra
Walda tók strax eftir að “ljóskan” og þjónustukonurnar hennar skástrik aðdáunarhópurinn byrjuðu að hvíslast og benda í allar áttir. Nokkrar horfðu á hana, sneru sér síðan að hinum og pískruðu.
Walda hætti að fylgjast með þeim og leit í kringum sig. Þarna alveg í horninu vinstra megin við stóru hurðina stóð strákur. Hann var líka umkringdur vinum, en samt ekki á alveg eins brjálæðislegan hátt og sú ljóshærða. Hún starði á hann í smá stund, þangað til hann tók eftir því. Hún leit undan og roðnaði. En þegar hún leit aftur á hann sá hún að hann gaf sér merki um að koma. Hún stóð hugsi í smá stund en gekk af stað.
“Hæ, ég heiti Sunna, en þú?”
Wöldu brá svo að hún datt aftur fyrir sig. Ljóshærða stelpan hafði gengið í veg fyrir hana.
“Hmm… já.. ég heiti.. hérna, ég heiti Walda” stamaði hún upp. Nokkrir krakkar hlógu að óförum hennar.
“Þú ert ekki sem verst…” sagði Sunna, sjálfumglöð, brosandi á svip, “Þá er ég sko að tala um í útliti, það eru ekki allir eins heppnir!”, og hún benti með augunum á stelpu í 3oghálfsskrefa fjarlægð. Hún var vel klædd, í nýrri skikkju, með ljóst, fallegt hár. Hinsvegar var hálft andlit hennar í ólagi. Eins og hún hefði brunnið.
“Ehh… takk.. Ég hérna… þú ert fín líka” Walda brosti óstirku brosi, ætlaði að ganga fram hjá Sunnu, en hún spurði aftur.
“Hvað hérna… Hvar vonar þú að þú lendir?” spurði hún óákveðin, eins og hún vildi ekki að Walda færi.
“Ha?”
“Inná hvaða heimavist? Griffindor, Hufflepuff, Ravenclaw eð..?
”Já, einmitt… Mamma var í Hufflepuff og pabbi í Slytherin, svo að ég vonast bara eftir öðru hvoru.“
”Nú var pabbi þinn í Slytherin! En fyndið. Og var hann, hvað á ég að segja, á valdi myrku aflanna?“ Hún hló að sjálfum sér. En Wöldu fanns þetta ekkert fyndið.
”Ég ætla að fara núna.“ Og svo gekk hún framhjá Sunnu og í áttina að stráknum. Hann sá hana og gekk á móti henni. Í sömu mund opnaðist lítil hurð skáhallt fyrir aftann hópinn og kennari gekk inn.
”Góðann daginn, öllsömul. Ég er Knickel Poff prófersor. Ég vil bjóða ykkur velkomin, og vona að þið eigið eftir að eiga ánægjulegt ár hérna í Hogwarts. Fylgið mér inn í samkomusalinn“ Hún gekk á undan þeim, og krakkarnir flyktust á eftir henni ”Núna verður flokkunarathöfnin og síðan borðum við“.
Krakkarnir fylgdu henni inn í risa stórann sal. Loftið í salnum var líka risa stórt, og það sýndi nákvæmlega himininn úti, ekkert ský á himni, bara spegilsléttur himininn!
Krakkarnir stóðu í röð á milli borðanna eftir að verða flokkuð. Walda stóð framarlega. Knickel sagði fáein orð, kom með hrörlegan hatt, setti á lítinn koll og útskýrði málið, en Walda heyrði ekkert. Hún starði fram fyrir sig. Á strákinn sem hún hafði starað á rétt áðan. Bara ef þessi Knickel hefði komið tveimur mínútum seinna.
Þegar komið var að Wöldu skyldi hún alvöru málsins. Hvað ef hún lenti með leiðinlegum krökkum í heimavist? Eða ennþá verra! Hvað ef hún lenti ekki með sæta stráknum?!!
”Willer Walda“ kallaði Knickel Poff prófersor.
Walda gekk í átt að stólnum, kingdi, sestist og setti upp hattinn.
”Hmm… Já…! Hér eru margar skemmtilegar hugsanir“ hvíslaði hatturinn í eyrun á henni, ”Þú ert bitur, ekki hefur enn reynt á hugrekki þitt. Hvar ætti ég að láta þig, hvar…?“
”Ehhh… ég hérna, mér er eiginlega alveg sama.“ sagði hún óstirk, en soldið hátt, því allir krakkarnir hlógu að henni. Reiðin gaus upp í henni.
”Stilltu þig unga dama..hmmm… þú ERT uppstökk og ÞOLIR heldur illa mótlæti. Þú átt í rauninni ekki heima hér.“
Walda kipptist til, ekki heima hér. Hún vildi ekki fara aftur heim!
”…En þar sem ég get sjálfur ekki hent þér út…“ hann hugsaði sig um í smá stund, en öskraði svo yfir allt ”GRIFFINDOR!!“
Walda þreif hattinn af sér, Griffindor? Hún bjóst aldrei við því, hún vildi ekki vera þar! Sæti strákurinn hefði farið í Hufflepuff. Ljóskan, hún Sunna hefði farið í Griffindor líka. ”Alveg vissi ég þetta“ sagði hún hljótt við sjálfa sig.
Einnig hafði lamskraða stelpan farið í Griffindor, rauðhærðir tvíburar og laglegur dökkur strákur. Öðrum tók hún ekki eftir.

Þegar allir voru búnir að borða nægju sína af þessum dýrindis mat sem borin hefði verið á borð, stóð skólastjórinn, Dumbledor, upp. Hann bauð krakkana velkomna og bað þau nú um að fara upp í heimavistirnar sínar. Hver hópur átti að fylgja sínum flokkstjóra. Walda stóð upp, pakksödd og elti hina krakkana.

Walda vaknaði útsofin í Griffindor turninum. Í kringum hana sváfu nokkrar aðrar stelpur. Lamskraða stelpan, Sunna, Danny og Camilla. Þær voru allar vaknaðar nema sú með lamskraða andlitið.
”Ætlar einhver að vekja hana?“ spurði Walda.
”Ojjj… ekki ég“ sagði Sunna. Hinar litu á hvor aðra og hrisstu hausinn, til þess að sýna Sunnu að hún skipaði heiðurssess hjá þeim.
”Guð hvað þið getið verið smábarnalegar“ hvæssti Sunna lágt, gekk að rúmminu og potaði í svefnpurkuna.
”Nei mamma, ég vil ekki spínat á brauðið“ kallaði hún uppyfir sig, þegar hún loksins vaknaði. Stelpurnar hlógu, Walda líka.
”Hæ, ég heiti Walda“ sagði hún til að segja eitthvað, ”en þú?“
Stelpan starði forvirða á hana, ”Ég?“ spurði hún svo ”eru að tala við mig?“ Walda kinkaði kolli.
”Ég heiti Palstrenia, en frændi minn kallar mig Pale“ sagði hún hratt, og brosti.

Stelpurnar fimm gengu niður stigann, niður í setustofu Griffindors-nema. Þar settust þær niður og reindu að kynnast Jordan, þessum dökka. Sunna og fylgismeyjar hennar voru sammála um að hann væri lang sætasti strákurinn sem þær höfðu séð hérna á vistinni. En rétt eftir það komu George og Fred niður stigann úr stráka-álmunni.
”Sælt verið fólki“ sagði George.
”Allir hressir?“ spurði Fred
”Guð -Minn -Góður“ hvíslaði Sunna að Camillu, ”Þeir eru rauðhærðir!“
”Gott þú tókst eftir því“ sagði Fred skyndilega. Sunnu brá svo að hún hoppaði upp úr stólnum sem hún hafði setið í.
”Vá…“ hún brosti óstyrku brosi, ”ég, hérna, tók ekki eftir þér“.
”Það er ekki nema von“ sagði Goerge ”Hann er heldur ekki með neitt typpi!“ Stelpurnar hlógu, aðallega Walda.
”Þegiðu asnakjálkinn þinn! Ég er víst með typpi. Mitt er bara stærra og því færð þú minnimáttarkennd“

Þremur dögum seinna, þegar Weasley tvíburarnir voru búnir að fá sig fullsadda við það að reyna við Sunnu (sem tókst í 102% tilvika ekki) tóku þeir upp á því að tala við Wöldu. Wöldu gekk vel í náminu, gekk best í Vörnum gegn myrku öflunum, Knickel Poff prófersor kenndi það. Hún var fín. Svart, liðað sítt hár, brún augu, há og grönn. Knickel hrósaði henni oft. En það besta var, og þess vegna lagði Walda sig svona fram, var að Hufflepuff var með þeim í tímum þar.
”Hæ, ég heiti George! og spegilinn fyrir aftan mig heitir Fred.“
”Hæ. Ég veit alveg hvað þú heitir“ sagði Walda og brosti ”…og hvað bróðir þinn heitir!“
”ÓÓ… Fyrirgefðu, við vorum bara þarna“ sagði hann og benti á Sunnu. Sunna leit á hann, ”og vorum að tala við þessa skessu þarna, svo komum við auga á þig, og þú ert bara svo lagleg“. Þessu bunaði hann útúr sér, og brosti.
Þegar Sunna tók eftir því að athyggli strákanna var farin af sér, strunsaði hún til þeirra.
”Hei, strákar, ég var bara að djóka með að þið væruð rauðhærð fyrirbæri sem allir eiga eftir að hata!“ sagði hún og brosti til þeirra. Walda stóð upp og gekk í burtu, til Pale, sem sat þarna rétt hjá. Í sömu andrá gekk Sunna í burtu.
Walda og Pale voru orðnar ágætar vinkonur. Töluðu eiginlega aldrei saman, bara voru saman. Walda settist í stólinn fyrir framan Pale.
”Afhverju færðu ekki mixtúru á þetta?“
”Á hvað?“
”Á andlitið á þér!“
”Það er ekki hægt, þetta er bölvun, óbrjótanleg“
”Varstu að kássast upp á einhverja snjókarla“…hún brosti
”Nei. Þegar ég var lítil kom Þú-veist-hver og réðst inná heimili mitt. Mamma og pabbi báðu hann um að hlífa mér, en hann vildi það ekki. Hann drap bæði pabba og mömmu og ætlaði að drepa mig, en einhvernmegin lifði ég af.“
”Hmm… Ef ég væri að tala við þig á netinu þá héldi ég að þú værir Harry Potter sjálfur!“
”Netinu??“
”Æjj… ekkert".
Walda var ekki með hugann við námsefnið þar á eftir. Hugsaði bara með sér hvernig Harry Potter, hinn mikli, gæti lifað skaðlaust (reindar með ör) af eftir árás frá þú-veist-hverjum og í þokkabót drepið hann, en greyjið Pale lifði af með hálft andlitið. En hún átti eftir að útskýra margt fyrir henni. Harry, fjandans, Potter.


En á ný, ég veit að ég geri margar stafsettningarvillur, en reinið að láta það ekki fara í taugarnar á ykkur :)…
kv. ég :D