Jæja hér er kominn kafli 12. Hann er tileinkaður Lyras sem er snillingur að nenna að fara yfir þetta rugl hjá mér.

12.kafli Jólin

Næsta morgun vaknaði Harry eldsnemma og leit í kringum sig. Gólfið við rúmið hans var þakið gjöfum. Hann leit á Ron sem var einnig að vakna og leit á pakkahrúguna við hans rúm. Hún var með færri pökkum en Harrys en mun stærri.
“Gleðileg jól,” sagði Harry og brosti.
“Sömuleiðis,” svaraði Ron og stökk fram úr rúminu og lenti á milli tveggja pakka og byrjaði að skoða þá. “Harry, eru þetta mistök eða gafstu mér galdrakúst?”
“Þetta eru ekki mistök, þetta er Nimbus 2000,” svaraði Harry.
“Ég gaf þér bara pakka af fjöldabragðabaunum,” sagði Ron skömmustulegur og skoðaði tærnar á sér.
“Það skiptir ekki máli, ég ætla byrja að opna gjafirnar, og skiptu um svip, þetta er verra en að horfa á Herm fúla,” sagði Harry, labbaði að Rons hrúgu og tók 1. pakkan hans upp og henti í hann. Svo fór han aftur að sinni hrúgu og fann lítin pakka með kunnulegri skrift á kortinu.
Á kortinu stóð. Frá: Horni, Þófa og Lily. Kveðja Lupin. Pakkinn innhélt myndir af mömmu hans, pabba hans og Siriusi þegar þau voru ung.
Hann hló og greip næsta pakka. Á honum stóð Gleðileg jól, Molly og Arthur Weasley. Hann innihélt Waesley peysu númer 6.
Harry brosti og leit á hrúguna. Það voru 5 pakkar eftir. Hann vissi að 1 innihélt fjöldabragðabaunir frá Ron, annar var frá Hermione, en frá hverjum gátu hinir þrír verið. Hann lokaði augunum og tók einhvern pakka upp. Han var frá Amöndu.
Á honum stóð: Ég veit ekkert hvað þú vilt svo að ég gef þér 3 galleon, Amanda Granger. Harry leit á Ron sem var að leita að pakka til að opna og sagði honum að opna pakkann frá Amöndu næst. Svo greip hann pakka sem hann var viss um að væri Quidditch-sett. Hann hafði rétt fyrir sér,
næsti pakki var frá Reglunni og hann innihélt Quidditch-sett, kassa með tromlu, tveimur roturum og gullnu eldingunni. Harry brosti með sjálfum sér og opnaði næsta pakka.
Á kortinu stóð: Þetta kemur sér vel seinna, Kv. Herm. Pakkinn innihélt Stóru ummyndunarbókina. Nú voru að eins eftir 2 pakkar, annar frá Ron, en hverjum var hinn frá. Hann var ekki lengi að komast að því, því að Ron sagði
“Ég fékk líka svona, þetta er knútur frá Frú
Figg.”
“Frú Figg?”
“Já, hún heldur að hún eigi að gefa öllum nemendum skólans jólagjöf,” sagði Ron og gretti sig.
“Þá veit ég hvað allir innihalda, Quidditch-sett frá Reglunni, knút frá Frú Figg, 3 galleon frá Amöndu, bók frá Herm, Weasley peysa frá mömmu þinni og pabba, fjöldabragða baunir frá þér og myndir frá mömmu, pabba og Þófa,” sagði Harry.
“Ertu ruglaður, Þófi og foreldrar þínir eru dánir.”
“Ég veit en lestu kortið,” sagði Harry og rétti Ron kortið.
“Frá: Horni, Þófa og Lily. Kveðja Lupin,” sagði Ron og fór svo að hlæja. “Snilld.”
“Hvað er snilld,” spurði Neville sem var að vakna.
“Kortið,” sagði Ron og henti til hans kortinu.
“Cool, eruð þið búnir að opna ykkar pakka,” spurði Neville og leit á þá.
“Já,” sagði Harry.
“Jæja, þá ætla ég að drífa í því,” sagði Neville og leit á hrúguna og vonbrigðin leyndu sér ekki í svip hans, þarna voru 2 pakkar, amma hans hafði venjulega sent líka fyrir foreldra hans en nú var hún dáin.
“Opnaðu þá,” sagði Ron.
Neville leit á pakkana og tók svo upp fyrsta, hann var frá Frú Figg og inni hélt knút.
Neville brosti lítillega og greip svo hinn. Hann var stór og utan á hann var skrifað: Við syrgjum með þér, Hermione, Amanda, Ron og Harry. Neville leit á þá og sagði
“Ég gaf ykkur ekkert.”
“Við misstum heldur ekkert,” sagði Harry, “en opnaðu hann.”
Neville leit á pakkann og reif utan af honum pappírinn. Undir gylltum, glansandi pappírnum var Myndabók með myndum af Hermione, Amöndu, Harry, Ron og Neville frá Hermione. 3 galleon og 4 sikkur frá Amöndu. Fjöldabragðabaunapakki frá Ron, og miði frá Harry sem á stóð, hún er geymd hjá Dumbldore, hugsaðu vel um hana, Harry.
Neville leit á Harry og spurði
“Hvað er þetta?”
“Komum til Dumbldores og komumst að því,” sagði Harry og brosti leyndardómsfullu brosi. Svo gengu þeir af stað. Þegar þeir komu til Dumbledores stóð hann fyrir utan og sagði
“Ertu kominn til að sækja gjöfina, Neville?” Hann beið ekki eftir svari heldur hleypti þeim inn. Á skrifborðinu hans var Snæugluungi í búri sem stóð á Neville. Neville táraðist og spurði
“Er þetta gabb?”
“Nei, þetta er jólagjöfin sem ég gef þér,” sagði Harry og brosti.
“Ertu viss?” spurði Neville “Ég meina þið hafið aldrei gefið mér jólagjöf fyrr.”
“Amma þín hefur aldrei dáið áður heldur,” svaraði Ron og glotti “en Harry er eitthvað klikkaður í gjöfunum, hann gaf mér Nimbus 2000.”
“Takk, ég mun muna eftir þessu,” sagði Neville og faðmaði Harry.
“Verði þér að góðu,” sagði Harry og faðmaði hann á móti.
“Vá, þið eruð að verða eins og Hermione og Amanda þegar tilkynnt var að Amanda yrði í Gryffindor,” sagði Ron og vék sér hlæjandi undan hendinni á Harry, “ég er feginn að þið kyssist ekki.”
“Þegiðu,” sagði Harry og gerði sig reiðilegan á svipinn.
“Nú er bara eitt eftir,” sagði Ron og “Vildensdíen.” Það kom reykur út úr eyrunum á Harry sem varð svo reiður að það hefðu alveg einas getað komið eldglæringar úr nefinu á honum.
———————-
“Komum í morgunmat ég er svangur,” heyrðist allt í einu fyrir utan.
“Rólegur Crabbe, þú ert búinn með heilan pakka af súkkulaðifroskum og ert enn svangur,” heyrðist drafandi rödd Draco segja. Harry sprakk úr hlátri og dró hina tvo með sér í matsalinn. Þegar þeir komu þangað var enginn annar kominn, en stuttu síðar fór að streyma inn Slytherin-nemar. Harry leit á Slytherin-borðið og sá að enginn úr Slytherin hafði farið heim, en hins vegar fóru allir úr Huffelpuff og Ravenclaw. Harry benti Ron á þetta, en honum fannst þetta ekkert athugavert. Í miðjum matartímanum stóð Dumbledore upp og sagði
“Ég var að komast að því að ég get ekki verið hér frá 30.apríl-19.maí,” allir í Gryffindor göptu, “en McGonagall verður þá við stjórn.” Harry hnippti í Ron og Neville og benti á Draco. Svo sagði hann
“Hagrid, strax eftir mat,” svo hljóp hann af stað.
Ron horfði á eftir honum og hristi hausinn, en Neville greip í hann og dröslaði honum á eftir sér út í kofann hjá Hagrid. Þegar þeir komu þangað var Hagrid úti í dyrum að tala við Harry.
“Hvað er málið Neville, ég var að borða,” sagði Ron reiðilega. Neville sleppti takinu og leit svo á Harry og sagði
“Heldurðu að þetta hafi verið hann.”
“Komið inn, ekki standa úti, ykkur verður kalt,” sagði Hagrid. Þegar þeir voru komnir inn sagði Harry
“Þetta var Draco Malfoy, hann losnar við Dumbledore þennan tíma og nær í fjársjóðinn á meðan, við verðum að stoppa þetta.”
“Varstu þú búinn að fatta það á undan mér?” spurði Ron Neville. Neville kinkaði kolli ánægður.
“Strákar, það skiptir ekki máli við verðum að stoppa Draco, ég er viss um að hann bað mömmu sína um að redda þessu,” sagði Harry og horfði reiðilega á þá.
“En þetta er ólöglegt,” sagði Ron, “ég meina það er ólöglegt að víkja skólastjóra úr skóla án ástæðu.”
“Síðan hvenær virðir Draco reglur?” spurði Harry.
“ÖÖ, hann hefur aldrei gert það,” sagði Ron og horfði á tærnar á sér.
“Einmitt, við verðum að vakta skrifstofuna hjá Dumbledore á hverjum degi meðan hann er í burtu,” sagði Harry, “Við búum til áætlun.”
“En mundi Herm ekki vilja vera með í því,” skaut Hagrid inn í.
“Við höfum það lítinn tíma nema um helgar, en nú höfum við tíma og við notum hann,” svaraði Harry.
“Þennan tíma erum við á kafi í prófum og tökum 1-2 próf á dag. Það taka ekki allir próf á sama tíma svo að vakt hjá hverjum og einum er í 1-2 klukkutíma. Við ákveðum tímana betur þegar við erum komin með próftöflurnar. Við verðum að redda okkur eintak af próftöflunni hans Dracos svo við vitum hvenær hann er í prófi svo við séum ekki að standa vörð þá,” sagði Harry, “Ég redda því að hann missi hana í slagsmálum, jafnvel þó að það kosti mig eftirsetu hjá Snape.”
“Ég get nú reddað því að þú sitji ekki eftir hjá Snape,” sagði Hagrid, “ég læt þig sitja eftir hjá mér.”
“Fínt, hvenær?” spurði Harry
“Einhvern tíman í ummönnun galdraskepna.”
“Gott. Við skulum láta Herm sjá um afganginn.”