Hér er nýi spuninn minn. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá sendið mér bara skilaboð. VOna að þið munið njóta. Er búin að skibuleggja 5 ára. Vona að þið munuð hafa ánægju að lesa allt.


1.kafli. Morðið

Ég, Tasy Achres, með brúna síða hárið sem náði alveg niður að lærum og grænbláu augun, gekk inn í eldhús. Þar var Anne, barnfóstran, að elda.
,,Tasy, viltu fara með krakkana út á meðan ég er að elda?” Spurði Anne mig.
,,Jú” svaraði ég og fór í forstofuna til þess að klæða mig í útifötin. Ég klæddi mig í þunna peysu og reimaði á mig skóna. Svo hjálpaði ég krökkunum að fara í sín föt. Ég var mjög vön því að þurfa að vera umkringd litlum krökkum. Heldur ekki skrýtið. Ég bjó á barnaheimilinu Rafgerten og hafði búið þar frá því að ég var 4.ára og núna var ég að verða 13. Það voru 13 dagar í afmælið mitt.
,,Krakkar drífið ykkur” sagði ég ,, Tache komdu.” Tache, keeshond hundurinn minn, stóð á fætur og kom til mín. Ég hafði fundið hann úti eitt kvöldið þegar ég var að fara út í búð fyrir Anne til þess að kaupa ís handa okkur. Þetta var afmælisdagurinn minn þegar ég varð 11 ára. Tache hafði einhvern veginn lent ofan í ruslagámi. Þegar ég heyrði vælið hans og leit ofan í ruslagáminn hugsaði ég fyrst að einhver hafi skilið hann eftir, svo að ég tók hann. Nú elti hann mig hvert sem ég fór.
,,Ekki fara mjög langt, maturinn verður til eftir korter.”
,,Ok, bæ.” Við fórum út og krakkarnir fóru á leikvöllinn. Ég sast niður á bekk og Tache sast hjá mér. Ég hugsaði oft til þess hvað við ættum öll bágt. Krakkarnir, ég og Tache. Við höfðum öll verið skilin eftir eða foreldranir verið myrtir eða dáið.
Foreldrar mínir voru myrtir. Ég man ekki eftir því þegar pabbi var myrtur því þá var ég 2 ára en ég man augljóst eftir því þegar mamma var myrt. Þá var ég 4 ára. Morðinginn var svartklæddur maður með hettu fyrir andlitinu og beindi einhverju priki að henni og sagði eitthvað sem ég skildi ekki. En það hafði greinilega virkað því geisli kom út úr prikinu og beint á mömmu og hún dó. Þá hvíslaði morðinginn eitthvað sem ég heyrði ekki og gufaði upp.

Ég hafði aldrei erft neitt eftir þau en það eina sem ég átti var skýtið hálsmen sem mamma gaf mér þegar ég var 4.ára, áður en hún dó. Þetta hálsmen var með stafinum T inn í hálfu tungli sem var skreytt með hvítum gymsteinum. Ég man bara að mamma sagði:
,,Þú gætir þurft á þessu að halda einhvern tímann.”

Síðan þá hef ég alltaf borið það. Það var verndargripurinn minn.
Svo þegar ég var orðin 10 ára fékk ég að sjá allar eignir sem fundust eftir móður mína og föður minn. En það eina sem ég hafði virkilega áhuga á var prik. Prik sem móðir mín átti. Prik sem var eins og prik morðingja hennar, nema þetta var ekki eins kuldalegt. Stundum hugsaði ég til þess hvort mamma mín hefði verið morðingi. En svo hugsaði ég líka að það hlaut líka að vera eitthvað gott í þessu priki. Þess vegna var ég alltaf með það í vasanum.
Svona lét ég hugsanirnar flakka endalaust.
,,Tasy, þurfum við ekki að fara?” Spurði Yrene, lítil stelpa.
,,Jú, komum!” Ég stóð upp og kallaði á krakkana. Tache stóð líka upp. En þegar ég gekk af stað missti ég símann minn úr vasanum. Þetta var sími sem ég hafði fengið í afmælisgjöf þegar ég var 12 ára því að Anne fannst að ég ætti að hafa síma á mér þegar ég færi eitthvert.
Ég beigði mig niður til þess að taka hann upp. Hálsmenið mitt fór fram yfir peysuna mína. Þá sá ég hvað gimsteinarnir skinu skært. Það var eins og það lýsti. Ég tók í það og setti inn á mig. Þetta hafði komið einu sinni fyrir áður. Rétt áður en mamma mín dó.

Ég gekk samt af stað eins og ekkert hafði í skorist og reyndi að hugsa ekki um þetta.Við krakkarnir og Tache löbbuðum að barnaheimilunu. En ég var samt svolítið hrædd. Hvað gátu lýsandi kymsteinarnir þýtt? Ég vissi það ekki en ákvað að segja ekki neinum frá því.
Við nálguðusmt nær og nær húsinu. Þegar við vorum komin að því fórum inn og að allt var á rúi og stúi. Mér brá að sjá að allir vasar voru brotnir og borðin og stólarnir brotin niður.
,,Krakkar bíðið úti, Tache vertu hjá þeim” sagði ég. Þau hlýddu mér og urðu kyrr. Ég hætti mér lengra inn í húsið. Þegar ég kom inn í eldhús voru allir skápar opnir og allir hlutir niður á golfi. Ég varð hræddari og hræddari eftir því hvað ég hætti mér lengra.
Þegar ég var komin inn í stofu sá ég Anne liggja á gólfinu.
,,Anne, nei!” Hrópaði ég. Ég leit í kringum mig og fyrir ofan Anne sá ég svartklæddann mann með hettu fyrir andlitinu. Þetta var sami morðinginn og hafði drepið mömmu. Nú fengi hann ekki að sleppa, Samt vissi ég ekki hvað ég ætti að gera.
En ég þurfti ekki að hugsa um það hvað ég ætti að gera því allt í einu fór heilinn að hugsa sjálfkrafa og skipa líkama mínum að gera eitthvað. Höndin mín fór niður í vasann og greip í prikið eftir móðir mína. Svo lyfti hún prikinu upp og lét það vera beint fyrir framan morðingjann. Svo mælti munnurinn einhver óskiljanleg orð. Eftir orðin kom stór geisli beint að verunni og hún hvarf. Næst leið yfir mig.

Ég opnaði augun. Tache sleikti mig í framan og ýlfraði. Ég stóð upp og tók upp prikið hennar mömmu. Anne lá á gólfinu, dáin.
,,Nei, gerðu það!” Sagði ég þó ég vissi að það þýddi ekkert. Mér fór að vökna um augun. Mamma og pabbi hefðu farið frá mér og nú Anne. Hún hafði verið besta barnfóstran á heimilinu.
,,Þú mátt ekki fara frá mér, allir eru farnir, þú mátt ekki líka.” Tache ýlfraði. Hann skildi mig.
,,Þú fórst aldrei Tache, morðinginn fær þig aldrei, ég lofa þér því.” Stundi ég upp. Tache kom nær og fór að sleikja mig. Hann var besti vinur minn. Morðinginn fengi hann aldrei. Aldrei nokkurnn tímann. Það var nóg að hafa þrjár manneskjur sem maður elskaði dánar. Sú fjórða fengi ekki að koma í krikjugarðinn.
,,Tasy, Tasy.” Ég leit við.
,,Tasy hvað er að gerast?” Spurði Darrie, lítil stelpa sem var mér eins og systir.
,,Darrie ekki koma inn” sagði ég ,,Farðu út og segu hinum að fara með þér.” Darrie fór fram. Ég horfði á eftir henni. Greyið vissi ekkert hvað hafði gerst. Ég gekk fram í forstofu og svo út. Þar biðu krakkarnir eftir mér með glaðlegum svip.
,,Var Anne að taka til?” Spurði Leo.
,,Nei, hún var ekki að taka til” svaraði ég og reyndi að vera ekki með reiði í röddinni minni.Ég var öskureið út í morðingjann, hann var búinn að eyðileggja líf mitt nóg.
,,Bíðið hér, ég ætla aðeins að hringja eitt símtal.” Ég labbaði lengra frá krökkunum svo að þau heirðu ekki í mér. Tache elti mig. Ég tók upp farsímann minn og hringdi í lögregluna.
,,Lögreglan góðan dag” svaraði rödd í símanum.
,,Góðan dag, ég ætla að tilkynna morð!” Sagði ég. Rödd mín titraði í símanum því þetta var kaldasti 25. ágúst dagurinn sem ég hafði upplifað.