Það minntist einhver á að það væri þægilegt að vera með endinn á síðasta kafla með þessum kafla svo ég geri það hér með :

Emanuelle átti erfitt með að sofna. Hún horfði á mánann rísa í gegn um rifu á tjöldunum og fylgdist með því hvernig dimmt herbergið fylltist af tunglsskini, allt í einu náði einn geislinn undir rúmið hennar Alexu þar sá Emanuelle augu.
Ómannleg augu, gul augu.




6.kafli, draumur eða veruleiki….bæði ?

Það leið vika, svo mánuður og Emanuelle fékk enga skýringu á þessum augum. Hún sagði engum frá þessu þó að Erika og Lucia gætu hjálpað henni mikið við þessa ráðgátu en einhvernveginn fannst henni að hún ætti að halda þessu leyndu, hún fór að eyða miklum tíma á bókasafninu bæði fyrir lærdóminn en aðallega til þess að finna þessi augu aftur.

Lucia hafði líka breyst mikið eftir annan tíma hjá Snape. Hún fékk T fyrir fyrsta verkefnið sitt og virtist ekki ætla að gefa Snape annað tækifæri á að traðka hana niður.
Hún fékk ekki aftur T fyrir verkefnin sín en hún fékk heldur ekki A sem hefði verið réttlát einkunn miðað við hvernig Rose Zeller í Huffelpuff gekk.

Svo bætti það gráu ofan á svart að Alexa talaði ekki við nokkurn mann en hún hafði legið í rúminu sínu morguninn eftir að Emanuelle sá augun. Alexa virkaði dauðuppgefin þó að hún þyrfti ekki að eiða næstum því jafn miklum tíma á bókasafninu og aðrir. Hún og Magnus voru alveg samhliða í námi, fyrir utan að Magnus einfaldlega skrifaði upp ritgerðir án þess að þurfa að glugga í bækurnar sem Alexa notaði örlítið.
Þessi þögn Emanuelle,Luciu og Alexu leiddi það auðvitað af sér að Erika gat ekki talað við neinn. Hún var aðalega með Helenu en Annie ætlaði ekki að gleyma því hvað Eriku og Emanuelle fannst fáránlegt hvernig hún málaði sig.

Það var loksins einn hráslagalegt haust síðdegi að Alexa króaði Emanuelle af í einu horninu á bókasafninu.
“Emanuelle, ég veit að þú sást mig, ég sá þig.” sagði Alexa alvörugefin
“Hvað ertu að tala um?” spurði Emanuelle engu nær
“Fyrsta daginn. Augun undir rúminu” sagði Alexa “það var ég.”
“Hvað áttu við… ég viðurkenni alveg að ég sá augu, en ég sá “gul” augu” sagði Emanuelle svo rann upp fyrir henni ljós og hún hvíslaði “augu eins og í úlfi”
Alexa kinkaði kolli og horfði stíft á Emanuelle, opnaði munninn lokaði honum, opnaði hann aftur og sagði : “Ég er varúlfur Emanuelle, en ég þarf ekki úlfsmáraseyði til þess að sleppa sársaukanum. Það er nóg af góðu afli í mér fyrir. Ég er líka Vála”
Emanuelle stóð á gati. Hún sagði ekki neitt, í smá tíma þögðu þær en svo tók Alexa aftur til máls.
“Ég vissi að þú sást mig en það tók mig smá tíma að muna eftir því, út af úlfslíkinu” sagði Alexa “ég tók líka eftir því að þú sagðir engum. Ég er þakklát fyrir það. Ég vildi helst halda þessu leyndu en það er ekki hægt. Ég hverf einu sinni í mánuði. Þið væruð ekki lengi að reikna út hvað væri að gerast. Ég sé líka að þú varst komin mjög nálægt markinu” hún benti á bókina sem hvíldi í örmum Emanuelle. Á henni stóð “Ráðgátur, af hverju hverfur vinur þinn einu sinni í mánuði ? hvað á að gera ef vinur þinn er hrjáður alvarlegum sjúkdómi ?….”
Emanuelle gerði tilraun til þess að brosa, það kom út eins og einhver hæðnisleg gretta.
En þetta var satt, hún hafði fengið þessa hugmynd um varúlfinn en fannst hún svo fráleit að hún hafði ekkert skoðað hana nema núna. Svo fékk hún þetta bara beint í andlitið frá engri annari en Alexu.
“Af hverju sagðirðu mér þetta” sagði Emanuelle hásri röddu
“Ég varð að segja einhverjum” sagði Alexa og yppti öxlum “en þú verður að lofa mér að segja hinum ekki frá. Ég vil gera það sjálf eða þær finna þetta út sjálfar”
Emanuelle kinnkaði kolli og horfði á alvörugefið andlitið á Alexu. Hún var Vála. Það var næstum því augljóst. Hún var með sítt hvítt hár og mjög falleg, en hún var ekki með þessi tindrandi bláu augu sem einkenndu Válur heldur gul næstum gullin. Eins og augun undir rúminu.
“Við skulum koma” sagði Emanuelle fálega“það fer bráðum að koma kvöldmatur”

Í kvöldmatnum voru allir í þeirra árgangi frekar stressaðir, nema Rick en það var heldur ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því var að næsta dag ætlaði Snape að leggja fyrir þau skyndipróf, þau fengu ekki nokkra hugmynd um það hvert viðfangs efnið var, þau fengu nákvæmlega þessi skilaboð “Þið ættuð að kunna nægilega mikið núna, ég ætla að leggja fyrir ykkur þrjú skyndi próf í ár að undanskyldum aðalprófunum í lok skólaársins. Á morgunn takið þið fyrsta prófið ykkar.”
Emanuelle hafði ekki hugleitt þetta mikið þar sem hún hafði verið upptekin af leyndardómi Alexu en nú þegar hún sá svipinn á krökkunum sem sátu við hliðina á henni helltist stressið yfir hana. Hún átti samt ekki næstum því jafn erfitt og Annie sem hafði loksins fyrirgefið henni farðamálið, hún hafði lært stanslaust síðan Snape sleppti þeim út úr tíma, Emanuelle gat rétt ímyndað sér hvernig hún yrði á lokaprófunum.

“Hæ! Af hverju ertu ekki að læra fyrir prófið?”
Emanuelle leit snögglega upp úr Quidditch í Aldanna rás og við henni blasti skælbrosandi andlit Eriku. Hún sat í einum af djúpu hægindastólunum fyrir framan eldinn í setustofunni.

“Ég nenni ekki að læra fyrir þetta asnalega próf” sagði Emanuelle ergilega “það eina sem Snape gerir með þessu prófi er að hræða líftóruna úr flestum á okkar árgangi. Þetta er bara skyndi próf svo þetta kemur ekki niður á einkunnunum mínum”
“Eins og talað út úr mínum munni” sagði Rick hressilega sem var ný komin inn um gatið á bak við málverkið.
“Allavega, hvort sem þú vilt það eða ekki þá ætla ég að setjast hérna og þú átt að hjálpa mér með þessar glósur” sagði Erika
“ég?” spurði Emanuelle furðulostin
“já þú. Hver annar?”sagði Erika en bætti svo við “Lucia og Magnus leifa engum að sjá hjá sér en þau eru einu manneskjurnar í árganginum sem að eru pottþétt á þessu prófi….allavega hvað segirðu um Asfódelrótina? Finnst þér líklegt að hún komi á prófinu?”

Emanuelle og Erika voru með þeim síðustu til þess að fara upp í svefnsal þetta kvöld.

Emanuelle fannst hausinn á sér svo fullur af glósum að bráðu færi að flæða sem kom reyndar ekkert á óvart þar sem hana dreymdi bara einhvern fáránlegan draum um hana og Eriku sem myndir í einhverri bók. Þá kom manneskja sem Emanuelle sá ekki nema tvö gul augu sem að strikaði undir myndina af Eriku. Erika öskraði

“NEIIII! EKKI….EKKI GERA ÞETTA !”

Emanuelle hrökk upp. Hvað var að gerast? Hver öskraði? Hvað var í gangi? Svo leit hún á rúmið hennar Eriku. Hún sat stjörf, með galopin augu og hélt sér þéttingsfast í rúmtjöldin, hinar stelpurnar voru að rumska.
Emanuelle gekk að Eriku og hvíslaði að henni “Hvað gerðist? Af hverju öskraðiru”
“Martröð…farðu aftur að sofa”
Emanuelle lagðist aftur í rúmið sitt en eftir þetta gat hún ekki sofið. Hún endaði með því að lesa í Quidditch í Aldanna rás alla nóttina en hún sofnaði ekki aftur fyrr en klukkan hálf sex og vaknaði klukkan sex.
Þá vakti hún Eriku og dró hana með sér niður, alla leið niður í forsal. Hún beygði heldur ekki þegar hún kom að stóra salnum heldur hélt áfram, í gegn um dyrnar niður flatirnar alla leiðina að stöðuvatninu. Þar ýtti hún Eriku niður við stórt birkitré.
“Þú kemst ekki hjá því að segja mér hvað þig dreymdi Erika,” sagði Emanuelle alvörugefin “segðu frá. Þú getur treyst mér”

Erika dró djúpt að sér andann, hnipraði sig saman og tók um hnén á sér.
“Mig dreymdi mömmu,” sagði Erika bældri röddu. Emanuelle kinkaði kolli hvetjandi
“Mig dreymdi hvernig hún dó, ég hef reynt að gleyma því”
Emanuelle mildaðist aðeins, en samt ekki nóg til þess að láta þar við sitja.
Erika hélt áfram “Þegar hún dó…þegar hún dó, þá var pabbi í vinnunni” minningarnar blossuðu upp í huga Eriku…Hún og mamma hennar uppi í hjónaherbergi, svo dyrunum hrundið upp…þær hlaupa inn í geymslu…Erika felur sig inni í skáp….konan finnur engan felustað…þrír hettuklæddir menn ráðast inn…mamma hennar lýstur einn Rænuleysisálögum, snýr sér að næsta hún er lostin í bakið af strengjabrúðugaldri, hún berst á móti hún lýstur manninn veikum Rænuleysisálögum…hann fellur á gólfið en heldur henni ennþá með galdrinum…sá þriðji tekur af sér grímu og hettu í ljós koma köld augu og sítt hvítt hár…hann horfir á skelfingu lostið andlitið…segir kaldri röddu “já þú þekkir mig…ekki furða…jæja þú hefur vitneskju, viltu ekki deila henni með okkur?” …“ aldrei í lífi mínu”stynur konan upp… “Crusio”…konan engist til af sársauka en það heyrist ekki múkk í henni…hann afléttir álögunum… “áts…þetta var vont, þú vilt ekki meira af þessu er það?”…konan hefst á loft út af hinum manninum… “láttu á það reyna!” segir konan… “CRUSIO”…allt dimmt…mennirnir fara…lítil stelpa lokar rifu á fylgsni sínu….grætur….


Þar hafði þið það! vona að ykkur líki þetta :)
ég veit hinsvegar ekki hvenar næsti kafli kemur…held að ég verði soldið stopp núna. Vona að ykkur sé sama :S
I wanna see you SMILE!