Ég reyndi að hafa þennan kafla lengri en seinasta kafla :)
Ef þið viljið fá lengri kafla get ég ekkert gert.


Annar kafli.

Harry var með blóðbragð í munninum þegar hann hljóp eftir svartri skikkju sem bylgjaðist fyrir horn. Skyggnarnir voru búnir að eltast við Lucius Malfoy í meira en tvö ár eða síðan hann játaði á sig muggafjöldamorðin fyrir þremur árum. Þau morð höfðu endanlega sannfært ráðuneytið um það að Lucius lét ekkert stöðva sig. Muggarnir höfðu verið lostnir kvalabölvuninni hvð eftir annað og í stað þess að ganga frá þeim með Avada Kedavra voru þeir pyntaðir þar til þeir misstu vitið og gengu frá sjálfum sér.
Harry fékk ennþá hroll þegar hann hugsaði til þeirra. Hann hafði verið viðstaddur yfirheyrslunar yfir Luciusi og mundi greinilega eftir köldu líflausu röddini sem taldi upp nöfn muggana sem voru myrtir. Sama kvöld flúði Malfoy með hjálp Dracos og Nacrissu konu sinnar. Galdramálaráðuneytið hafði gert þau mistök að yfirheyra Lucius á Malfoysetrinu í stað þess að taka hann niður í ráðuneytið.
Harry hrökk uppúr endurminningunum þegar hann kom fyrir hornið.
Blindgata!
“Nú náði ég þér Malfoy.”Harry hvæsti þetta lágt þegar hann minntist alls þess sem Malfoy hafði gert sínum nánustu.: Á öðru árinu í Hogwarts hafði hann gefið Ginny dagbók Voldemorts. Hann hafði lokkað Harry niður í Leyndardómastofnun til að ná Siriusi þangað. Í lokabardaganum hafði hann drepið marga dygga fylgismenn Reglunnar,
sneitt fótlegginn af Mc Gonnagall prófessor svo nú var hún með tréfót, nemendum Hogwarts til mikillar skemmtunar. Snape var á góðri leið í að breytast í annan Skrögg: það vantaði stórt stykki í nefið á honum eftir að Lucius beit hann þar í von um að hann sleppti takinu í lokabardaganum. Hann var allur öróttur eftið hinar ýmsu bölvanir sem skollið höfðu á honum Hann hreyfði sig líka mjög varlega því beinflís sat föst í öðru lunganu, líka eftir Lucius. Lucius hafði fleygt sér af öllu afli í Snape í bardagaum með þeim afleiðingum að þrjú rifbein brotnuðu, ett svo illa að beinflísin sat eftir. Snape lifði þetta af en hann hlypi engin maraþonhlaup eftir þetta.
“Þú heldur það Potter.” Malfoy sveiflaði sprotanum eins og svipu og hvæsti orðin.
Harry vék sér snögglega undan álögunum og þakkaði Qudditch í huganum. Ef ekki væri fyrir allar æfingarnar væru viðbrögðin ekki svona snögg. Skyggnar máttu ekki drepa svo Harry þorði ekki að leggjast eins lágt og Lucius. Hann mundaði sprotann og beindi honum að Luciusi.
“Rænulaus!” Rauður neisti hitti Lucius beint í hjartað. Hann hneig niður og Harry gekk að honum. Hann beygði sig niður og gáði hvort Lucius væri ekki örugglega rænulaus. Harry kallaði fram reipi með sprotanum sem vöfðust um rænulausan líkama Luciusar.
Hann stóð á fætur og horfði með megnum viðbjóði á Lucius.
Ljós köttur hringaðist um fætur Harrys. Þegar kötturinn leit upp tók Harry til máls.
“Þú hefðir getað hjálpað mér.”
Þar sem kötturinn hafði staðið stóð nú ung kona á sama aldri og Harry. Sítt, liðað hárið var í sama lit og feldur kattarins. Augun voru það sem fólk tók eftir þegar það sá hana. Þau voru svo sérstök. Þau voru ljósgræn eins og kattaraugu og augastenarnir voru oddmjóir eins og í ketti.
“Mér sýndist þér ganga ágætlega án mín”hún potaði tánni í Lucius “Allaveganna er bófinn á leið bak við lás og slá.”
“Í alvörunni Jo, hversvegna leggurðu það á þig að vera félagi minn? Það eina sem þú gerir er að stinga af þegar ég þarf á þér að halda. Samt ertu alltaf utan í mér uppi á skrifstofu.” Rödd Harrys var ekki vitund ergileg þegar hann hóf Lucius á loft og svipaðist um eftir hentugum leiðarlykli. Þetta var bara rútína eftir hverja handtöku. Honum fannst þetta alveg jafn skemmtilegt og Jo. Jo var félaginn hans Harrys og hafði verið það síðan Harry byrjaði í skyggnaþjálfuninni. Hún var umbreytir sem þýddi það að hún gat breytt sér í dýr án þess að nota sprota. Það kom sér virkilega vel að hafa þannig félaga sérstaklega þar sem kattarlíkið hennar var svo lítið að hún var frábær njósnari.
Harry var í fullu starfi sem skyggnir en Jo var bara hálfan daginn því hún var líka að æfa Qudditch og liðið hennar var víst í góðum málum í deildinni og þjálfarinn vildi ekki láta þau missa niður stöðunni. Harry tók upp gamalt dagblað og lagði sprotaendann við það og muldraði “portus”. Dagblaðið lýstist upp af bláu ljósi sem slokknaði hægt á. Þetta var eina undantekningin um að leggja leiðarlykilsálög á hluti, ef þau voru með hættulega fanga. Jo tók í Lucius og klessti dagblaðinu fast að honum og flissaði.
“Haltu fast í morgunmatinn Harry!”
Harry stundi, honum fannst alltaf jafn óþægilegt að ferðast með leiðarlykli. Hann lagði vísifingur á dagblaðið. Allt í einu var eins og kippt væri með krók í naflann á honum og hann dróst áfram í hringiðu lita og skugga.


Harry var að fara heim eftir vinnu og var samferða Jo í gegnum forsalinn með mörgu eldstæðunum. Þau ræddu atburði dagsins við aðra í lyftunni, það hafði spurst út eftir að verðirnir komu til að fara með Lucius til Azkaban. Fólki fannst mjög merkilegt að “krakkar” skyldu hafa náð einum af hættulegustu drápurum sem enn gengu lausir. Margir komu með þá athugasemd að hann væri auðvitað Harry Potter. Harry fannst það bara bull. Þegar Harry var kominn að eldstæðunum rann upp ljós fyrir Jo og hún stundi.
“Jesús ég átti að fara á æfingu klukkan tvö! Æi pappírsvinnan hélt mér upptekinni fram yfir fimm!” Hún var virkilega vonsvikin þegar hún sagði þetta.
“Skiptir ekki máli, þú færð að vera ein með kærastanum fyrr.” sagði Harry annars hugar og fálmaði í leit að flugdftspakkanum. Jo var að deita gæslumanninn í liðinu og beið með óþreyju eftir æfingunum. Það var ekki innan áhugasviðs Harrys að hlusta á ástarmál annarra svo hann bað hana að sleppa öllu umtali um hann í vinnuni. Jo brosti. Þegar hún brosti (sem var oft) komu í ljós litlar hvítar kattartennur.
“Rétt! Takk Harry. Sjáumst á morgun” sagði hún og vinkaði þegar Harry gekk inn í eldslogana og sagði hátt “Hroðagerði númer tólf!”
“Enn önnur öþægileg ferð í dag” þaut í gegnum huga hans þegar hann snerist í eldslogunum með eldstæðin þjótandi hjá. Eitt eldstæðið var kunnuglegt og nálgaðist á ofsahraða. Hann gekk inn í eldhúsið í Hroðagerði nokkrum andartökum síðar og dustaði af sér öskuna sem hann hafði þyrlað upp þegar hann gekk út úr stóra arninum í eldhúsinu. Ginny stóð við eldavélina og hafði ekki tekið eftir Harry ennþá. Hún raulaði með sjálfri sér og Harry gekk til hennar. Hann tók utan um hana aftan frá, kyssti hana á hálsinn og beit laust í eyrnasnepilinn á henni. Hún hrökk við en sneri sér samt við og kyssti hann á munninn.
“Þú ert kominn heim.” var það eina sem hún sagði.
“Augljóslega” Harry sagði þetta stríðnislega og sleppti takinu á henni og tók til við að skera niður grænmetið og skola það undir krananum. Lambasteik kraumaði inni í ofninum, það leyndi sér ekki á ilmnum. Það var búið að leggja á borð svo Harry fór með salatskálina þangað. Ginny leit við.
“Æi varstu nokkuð að snert matinn svona skítugur? Það mætti halda að þú hafir verið í maraþoni í London en ekki sitjandi uppi á skrifstofu.”
“Reyndar kemst maraþon nokkuð nálægt því sem ég var að gera Ginny” sagði Harry þegar hann gekk inn á baðherbergið til að þvo sér.
Hún elti.
“Nú hvað varstu að gera?” Hún hallaði sér að dyrastafnum og áhuginn leyndi sér ekki.
Hann leit á hana með sigurglampa í augum.
“Við náðum honum, Ginny”
“Náðuð hverjum?”Röddin var spyrjandi.
“Luciusi Malfoy” Það var stolt í röddinni. “Ég elti hann um alla London og er nokkuð viss um að það er lengra en maraþon, yfir ruslahaugana og allt heila klabbið.”
“Það útskýrir lyktina af þér” Ginny flissaði og fleygði í hann hreinum bol. Harry klæddi sig í hann en greip svo Ginny í fangið og byrjaði að kitla hana á þeim stöðum sem hana kitlaði mest á. Það var eitt af hlutunum sem hann hafði lært um hana frá því að þau byrjuðu að vera saman á sjötta árinu hans, hún var hræðilega kitlin. Hún engdist og skrækti í fanginu á honum. Þegar hann hætti loksins kúrði hún sig fast upp að brjóstinu á honum og lagði vangann á hjartastað.
“Ég er að hlusta á hjartað í þér” sagði hún og kúrði sig fastar “Það segir mér svo margt”
“Nú og hvað segir það?” Harry faðmaði hana fast að sér, vildi ekki sleppa.
“Það segir mér………æi lambið!”Grunsamlega lykt lagði frá eldavélinni og Ginny rauk að henni og dró ilmandi lærið út úr ofninum.
“Jæja það er allaveganna kominn matartími” Hún lagði fatið á borðið “Mikið var” bætti hún við þegar hún settist við borðið. Harry settist líka og horfði á hana í gegnum kertalogann. Hún brosti til hans. Í brúðkaupsferðinni fóru þau til Frakklands og þó þau væru mestann tímann í galdra-París gátu þau ekki stillt sig um að koma við í Louvresafninu að skoða Mónu Lísu, eitt leyndardómsfyllsta málverk bæði mugga og galdramanna. Sumir galdramenn héldu því fram að Móna Lísa brosti svona vegna þess að hún vissi að DaVinci hafði verið annálaður fyrir það að vera að fikta með galdra. Harry var ekki svo viss um það. En þegar hann horfði á Ginny brosa varð hún sláandi lík Mónu Lísu og Harry vissi að hún átti sér leyndarmál. Þess vegna kom hann sér beint að efninu.
“Jæja spýttu því út úr þér. Þú situr þarna brosandi eins og köttur sem hefur komist í rjómaskál. Það er greinilegt að það er eitthvað sem ég veit ekki og ég vil fá að vita það”
Hún brosti, virtist fegin því að þurfa ekki að byrja samræðurnar sjálf.
“Ég er ólétt”
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,