Hæ, þetta er spuninn min og Thoram. Við erum að gera hann saman. Vorum í smástuði þegar við vorum að gera hann svo hann er svolítið skrýtinn.
Ég á að senda inn svona fyrstu kaflana.

Hérna er hann!

1.kafli. Áætlunin

Harry vaknaði við sólargeislana sem skinu í gegnum gluggann hjá honum. Þetta var fallegur 27. ágúst morgunn. Hann settist upp og setti gleraugun á sig. Minningar hans frá fimmta ári sínu í Hogwarts stigu enn upp í huga hans. Harry átti mjög erfitt með að bæla þessum minningum frá sér. Allt frá því að berjast við drauma og drápara til þess að sjá Sirius deyja. Sirius, guðfaðir hans.
,,HARRY” æpti Vernon upp ,,VILTU GJÖRA SVO VEL AÐ KOMA HINGAÐ NIÐUR Á STUNDINNI!!!” Harry klæddi sig í flýti og hljóp niður. Þegar hann kom niður sá hann litla uglu á sveimi í stofunni með bréf bundið um fótinn. Þetta var Gríslingur. Petunia og Dudley höfðu farið út í horn á meðan Vernon hafði reynt að ná aumingja Gríslingi.
,,TAKTU ÞESSA FJANDANS UGLU” æpti Vernon að Harry.Gríslingur flaug í áttina til hans og hann fór upp með Grísling. Þegar Harry kom upp í herbergið sitt lagði hann Grísling á rúmið sitt og tók bréfið sem var á honum og byrjaði að lesa. Gríslingur lagðist út af , því hann var örmagna eftir eltingaleikinn.

Hæ Harry,
Við fjölskyldan vorum að spá í hvort að þú vildir koma til okkar. Eftir allt sem gerðist, þú veist væntanlega hvað ég á við, þá datt okkur í hug að þú vildir kannski koma til okkar. Þú getur bara sent til baka og sagt mér hvað þér finnst og hvað þú vilt.
Svo þú vitir þá ætlar Hermione að koma líka.

Kveðja
Ron

P.S. Vona að Gríslingur hafi ekki lent í erfiðleikum með að finna þig.

Þann rann eitt lítið tár niður kinnina á Harry þegar Ron minntist á það sem hafði gerst. Harry fór aftur að hugsa til Siriusar. Hann var samt ánægður að fá þetta boð og vildi strax taka því. Hann náði því pergament,blek og fjaðurpenna og byrjaði að skrifa.

Hæ Ron,
Það var gaman að ”heyra” í þér. Mér líst vel á þessa hugmynd og ég vil endilega koma. Vandamálið er bara hvernig ég á að komast. Vona að við finnum lausn á því.

Kveðja
Harry

P.S. Gríslingur lenti í smá vandræðum en það bjargaðist.

Harry batt bréfið við fótinn á Gríslingi og lét hann fljúga út um gluggann. Gríslingur flaug af stað og Harry horfði smástund á eftir honum. Það væri gott að komast í burtu frá Runnaflöt og til Weasley fjölskyldunnar. Það yrði að minnsta kosti betra en að vera ennþá í þessu fangelsi.
Tveim klukkutímum seinna kom Grísli aftur inn um gluggann með bréf bundið um aðra löppina. Harry leit upp úr bókinni “Umhirða galdrakústa” Eftir Viktor Krum, og losaði bréfið.

Hæ aftur Harry!
Kannski getum við komið að sækja þig á eftir. En kannski ættirðu að fá leyfi hjá frænda þínum fyrst, eða vara hann við því að rauðhærður strákur með freknur gæti komið út úr eldstæðinu hjá ykkur.GRÍN. Þú mátt lýsa mér öðruvísi.
Pabbi vann einhverja miða fyrir tvo á nýjasta leikrit Justins Yarko, þetta er í einhverju leikhúsi rétt hjá ykkur muggunum…þó að þú sért nú ekki muggi. Sýningin er klukkan 11 í kvöld, ég gæti sent þér miðana og þú gefið frænku þinni og frænda þá og við náum í þig meðan á sýningunni stendur!
Ronald Weasley bíður eftir svari!

Harry hló með sjálfum sér, Ron gat stundum verið svolítið fyndinn.. Harry ákvað að skrifa strax til baka.

Jæja, hérna kemur svo svarið.
Petunia dýrkar Justin Yarko og hefði örugglega gaman af því að fara, en það er ekki það sama með Vernon en hann fer ef Petunia fer, það veit ég! En ég var að hugsa, hvað með Dudley? Hvar á hann að vera, miðarnir eru bara fyrir tvo, ef hann verður hérna heima læsi ég hann inni á baðherbergi þegar hann fer að gera sitt. Ég stal auka lykli af baðherberginu og geymi hann á öruggum stað í gömlum sokk inni í fataskápnum mínum. En ég bíð eftir miðunum, og vonandi vill pabbi þinn ekki nota þá, ég vona að hann vilji mig frekar heldur Justin Yarko!!
Kveðja
Harry Potter

P.s. Geturðu sent hraðmeltingarseyði með?

Harry batt bréfið við hægri fót Grísla, gaf honum eina mús sem var í búrinu hennar Hedwig og lét hann fljúga af stað.
Á meðan hann beið eftir miðunum gerði hann áætlun ef Dudley væri eftir heima og ef þau myndu samþykkja að fara á sýninguna.
Alltaf þegar Petunia og Vernon fóru einhvert og Dudley var heima bakaði Petunia eitthvað gott handa honum.
Áætlun Harrys var sú að þegar þau væru farin myndi hann setja tvo dropa af hraðmeltingarseyði í kökuna hans Dudleys svo að hann þurfti fljótt að fara á baðherbergið.
Þegar Dudley væri farinn á baðherbergið myndi Harry læsa utan frá og senda svo Ron bréf um að hann mætti koma og sækja sig.

**************************************************

Rúmur klukkutími leið þangað til Gríslingur flaug inn um gluggann og lenti harkalega á skrifborði Harrys. Harry losaði bréfið og litla böggulinn sem Ron hafði bundið um fót Gríslings og las.

Harry!
Ég leitaði út um allt að miðunum og fann þá að lokum í ruslinu, en hérna eru þeir. Hraðmeltingarseyðið er í litla pakkanum sem ég sendi með. Vona að þetta gangi. En ekki senda Grísla til baka fyrr en við megum fara að leggja af stað.
Kveðja
Ron

Harry tók miðana ,sem Ron hafði rúllað upp og sett með bréfinu, og hljóp með þá niður til Dursley fjölskyldunnar sem var að horfa á veðurfréttirnar í sjónvarpinu.
,,Rosalega langar mig til að gera eitthvað í kvöld.“ Var það fyrsta sem Harry heyrði Petuniu segja þegar hann kom niður.
,,Já, en hvað?“ Sagði Vernon og fékk sér annan bita af kexinu sínu.
,,Ég er með hugmynd!“ Hrópaði Harry allt í einu. „Af hverju ekki að fara á leikritið með Justin Yarko?“
Petuna var orðlaus í smá stund en sagði svo.
„En Harry! Hvernig fáum við miða?“
„Ég á miða fyrir tvo á leikritið !“
„KOMU MEÐ ÞÁ!“ Öskraði Petunia svo hátt að Dudley datt framfyrir sig úr hægindastólnum sem hann hafði fengið í jólagjöf til þess að það færi vel um hann fyrir framan sjónvarpið.
Harry lét hana fá miðana og fór aftur upp í herbergið sitt. Rétt áður en hann lokaði dyrunum heyrði hann Petuniu segja:
„Ég skal baka gulrótarköku handa þér Duddi minn, þú þarft nefnilega að vera einn heima með Harry.“

Nú spyrjum við.
Viljiði að við verðum í stuði þegar við gerum næsta kafla?