Voðalega skein sólin björt inn um gluggann á þessum fagra Septembermorgni…Það var kominn um miður September, eða sá 27. Tímarnir í skólanum höfðu liðið hratt og stelpunum hafði gengið mjög vel, þær höfðu þó látið sér leiðast í tímunum áfram hjá Binns prófessor, þótt þær væru komnar með 18 þumlunga glósulista. Flitwick var farinn að segja þeim frá andstæðu “Vingardium leviosa” galdursins, en það var “Levidom Vindios” galdurinn sem fékk svífandi hluti til að falla á jörðina. Hjá McGonnagall lærðu þau af kappi, voru komin að því að breyta slöngu í göngustaf. Miröndu göngustafur hafði enn verið hreystraður.

Snape töfradrykkjakennara líkaði alls ekki við Gryffindorana en sem betur fer voru þau með Rawenclaw í þeim tímum, en Snape hafði tekið upp yndislegann óbeit á Hailie og Donnu þar sem þær gerðu alltaf akkúrat það sem hann sagði. Einu sinni tók hann meira að segja stig af þeim fyrir að vera of fljótar með gleðiseiðið! Og Lockhart hafði bara lesið upp úr bókunum sínum og leikið atriðin. Það var hreint út sagt ömurlegt. Með allar Lockhartmyndirnar blikkandi úr hverju horni og meira að segja Lockhart sjálfan beint fyrir framan þau! Annars var virkilega gaman hjá stúlkunum í skólanum, þótt þær höfðu örlitlar áhyggjur af Ginny, en hún var orðin frekar guggin.

Birtan sem stafaði frá Sólinni skar Donnu í augun þar sem hún læddist undir augnalokin og vakti hana á endanum. Donna settist upp í rúminu og horfði þrútnum, svefnbólgnum augum í kringum sig, allir steinsváfu. Hailie lá hálf inná koddanum hennar Donnu og hraut lágt um leið og hún slefaði á koddann. “Öhhhgg…” Hugsaði Donna og fór að reyna að ýta Hailie yfir á sinn part af rúminu. Voðalega var hún þung! Það var sama hvað Donna rembdist, alltaf lá Hailie steinsofandi á koddanum hennar Donnu. Loksins tókst það, eftir að hún hafði staðið upp og togað hana yfir á sinn helming. Þar lá hún svo hrjótandi, og svo umlaði hún eitthvað sem hljómaði eins og “Endilega annann bananatertuís…”

Donna ákvað (þar sem klukkan var aðeins 5) að halda áfram bestu teikningunni sinni af Meljerín sem hún hafði byrjað á um sumarið. En þegar hún fór ofan í skúffu að ná í teikninguna rakst höndin á henni eitthvað þykkt og leðurkennt. Bókin furðulega! Hún hafði alveg gleymt henni! Bókin sem hún fann í skrítnu göngunum fyrsta daginn sinn í skólanum! Hún hafði af einhverjum ástæðum alveg gleymt henni, hent henni ofan í skúffu og þar var hún búin að liggja í næstum mánuð, safnandi ryki. Hún tók hana upp,
ætlaði að opna hana og skoða, en þegar hún lagði puttana á leðursylgjuna sem hélt bókinni lokaðri, Heyrðist hár dynkur.

‘TÚMP!!’

Donna hrökk við og missti bókina. Hún leit við. Hailie lá ekki lengur á dýnunni. Hjartað sökk ofan í maga. Hún þaut upp úr rúminu og var komin með lófann á hurðarhúninn að hurðinni sem lá niður í setustofu þegar hún heyrði lága hrotu að baki sér. Á gólfinu við hliðina á rúminu þeirra lá Halie hrjótandi. Steinsofandi! Donna hló lágt til að vekja ekki hinar og settist aftur upp í rúm. Hún hafði þó brjóst í sér til að henda sæng yfir Hailie. Djöfull varð hún leið yfir því að eiga ekki myndavél núna…

Bókin! Hún hafði aftur gleymt bókinni á 5 mínútum! Hvað var þetta? Hún náði í bókina upp af gólfinu og opnaði leðursylgjuna. Í því var eins og eitthvað skaust í gegnum huga hennar og henni sortnaði fyrir augunum. Hvað var að gerast? Henni brá virkilega og litlu munaði að hún hljóðaði upp yfir sig. Hún leit á bókina sem lá saklaus í höndunum á henni. Hún losaði leðursylgjuna. Opnaði bókina. Nei…..Þetta gat ekki verið!

Bókin var auð! Hún grandskoðaði hana í bak og fyrir. Bókin var alveg auð, alveg tóm! Þeta var meira en lítið furðulegt. Jæja, hún fletti samt blaðsíðunum aftur og aftur en ekkert gerðist. Bókin var áfram þögul. Leyndardómsfull. Hún var svo saklaus en um leið stórhættuleg.

“Neljé?” Hvíslaði Donna og leit út á gólf þar sem Nelje stóð og horfði stórum augum á bókina. “Neljé?? Hvað er að?” Hvíslaði hún áfram. Neljé gaf frá sér hvæs og stökk niður stigann í setustofuna. “Hvað er að kettinum..?” Spurði Donna sjálfa sig. Hún henti bókinni á rúmið og var komin að fyrstu tröppunni þegar hún hljóp aftur inn í herbergi og lokaði bókinni vandlega, áður en hún setti hana ofan í tösku. Bara ef einhver vaknaði..þá var bókin örugg..

“Neljé!” Hálfhrópaði Donna þegar hún var komin niður í setustofu. Hún lagðist á 4 fætur og skreið eftir gólfinu í leit að kettinum. Og þarna var hún! Í felum undir stóra sófanum sem var úti í horni. Neljé kom þegar hún sá Donnu, stökk í fangið á henni. Donna settist upp í sófa með köttinn í fanginu og strauk honum. “Hvað gerðist? Hvað var að?” Spurði Donna svo eftir 4 mínútna þögn. Eftir langa þögn svaraði Neljé með trega “…Þessi – Þessi bók…hún…hún, er …vond” Donna skildi ekki alveg hvað hún meinti og spurði hana út í það, en ekkert aukatekið orð fékkst upp úr Neljé.

hún Lagðist útaf með Neljé á maganum. “Ég vil að þú segir mér hvað þú meinar..” Sagði Donna geispandi. Svo lognaðist hún útaf.

Hafmeyjan öskraði. “NEI! NEI!!” hún fór að gráta sáran. Dökkhærður maður var gripinn af tveimur sterklegum hafmönnum með spjót, og dreginn í burtu. Hafmeyjan grét áfram með vaxandi örvæntingu og hræðslu í rómnum. Donna horfði með meðaumkun í svipnum á hafmeyjuna. Í því greip einhver í öxlina á henni. “ARRRRRRRRRRRRRRRRGGGG NEI LÁTTU MIG VERA LÁTTU MIG VERA SEGI ÉG!!!!!” Öskraði hún og barðist um af lífs og sálarkröftum. Hafmönnunum skildi sko ekki takast að ná í hana.

Hafmaðurinn skrækti. Það gat ekki staðist! Donna opnaði augun og leit þá á Miröndu sem lá á gólfinu, hélt um höfuðið á sér og hvíslandi með grátstafinn í kverkunum “Ekki gera mér neitt, gerðu það..” Donna roðnaði alveg upp í hársrætur og þaðan niður á bak. Þetta hafði verið enn einn raunveruleikadraumurinn! Hún hafði rifið í Miröndu og, af naglaförunum sem náðu frá únliðnum upp á olnboga á henni að dæma, klórað hana illa.

“Fyrirgefðu, fyrirgefðu!” Sagði Donna ótrúlega leið. Miranda skreið í burtu frá henni “Ekki snerta mig! Ekki koma nær!” Öskraði hún móðursýkislega að Donnu. Donna snarstansaði og horfði á hana brölta á fætur, um leið og hinar stelpurnar stukku niður til þeirra.

“Hey, heyrðuð þið lætin? Hverjir voru að öskra? Ég – vóóóó….Miranda, voðaleg sár eru á höndunum á þér? Hvað gerðist? Öskraðir þú??” Spurði Hailie, ónæm fyrir því sem rétt í þessu hafði gerst. Miranda lyfti aðeins annari hendi og benti skjálfandi fingri á Donnu. Amanda leit á Donnu með fyrirlitningu í augnaráðinu áður er hún tók utan um Miröndu og leiddi hana út um málverksopið.

“Hv –“ Byrjaði Hailie en Donna lyfti upp lófanum til að þagga niður í henni. Hailie snarþagnaði. Donna gekk upp stigann að stelpnasvefnsalnum. Enginn inni. Friður og ró. Enginn elti hana upp. Hún lagðist á rúmið, horfði upp í loftið. Friður. Ró…

Hafmeyjan synti í burt, grét áfram sáran. Þetta gat ekki verið. Þeir gátu ekki hafa tekið hann. Þeir máttu það ekki. Máttu það ekki!! Hún flýtti sér að sefskóginum.

Donna hrökk við. Hún hafði sofnað aftur. Hún settist upp og litaðist um, enginn var sjánlegur en sólin var komin dálítið hátt á loft. Á náttborðinu lá miði með fínlegri skrift Hailiar.

- Elsku Donna, ég sagði Spíru að þú værir veik og ég segi næstu kennurum það líka, þá geturðu sofið úr þér. Ástarkveðjur Hailie.

Donna brosti þakklát og hugsaði svo eins stíft og hún gat. {takk!} Hún fann bros í huganum á sér. Donna ákvað að þar sem hún hafði daginn framundan og fann ekki til hungurs, gat hún alveg eins skoðað bókina furðulegu, það skrítna var að hún þurfi alltaf að vera að gá að henni og fletta henni, eins og til að sjá hvort ekki væri í lagi með hana og hún á sama stað. Hún renndi fingrunum eftir blaðsíðunum, eins og til að finna hversu sléttar þær voru..Ekki ein einasta hrufa eða óslétta. Donna brosti. Falleg bók, en svo ótrúlega óhugnaleg og leyndardómsfull.

Donna sat niðri í setustofu að gera ritgerðina um heimilislíf Lockharts og áhugamál hans sem hann hafði sagt þeim að gera í síðasta tíma. “3 þumlungar og ekki feiti styttra!” hafði hann sagt um leið og hann brosti svo glampaði í allar skjannahvitu tennurnar. “…afsakið, feti styttra..” Miranda og Amanda sátu og störðu dáleiddar á hann. Donna hafði næstum getað ælt. En í því var hún rifin upp úr hugsununum um Lockhart þegar málverksopið opnaðist og inn stigu Jeff, Sisco og Roger ásamt Ginny og Hailie. Á eftir komu svo Miranda og Amanda. Þær strunsuðu beina leið framhjá henni og Donna fékk aftur nagandi samviskubit þegar hún sá annann handlegginn á Miröndu vafinn inn í sárabindi og í fatla.

Donna sagði Hailie og Ginny frá því sem henni dreymdi og um bókina. Það furðulega var að þegar Donna sagði þeim frá því að bókin væri tóm, þá sagði Ginny allt í einu “Nú…minnir mig á bókina mína!” En svo virtist hún átta sig á því hvað hún hafði sagt og afsakaði sig með þeim orðum að hún gleymdi fjaðurpennanum sínum uppi í svefnálmu. Hailie horfði furðulostin á eftir Ginny en Donna kippti sér ekkert mikið upp við það.

Donna og Hailie töluðu um bókina og leyndardómana. Alveg þangað til Hailie áttaði sig á því að hún átti enn eftir Lockhartsritgerðina.

“Ohh…hann er svo mikið fífl! Ég trúi ekki að heimalærdómurinn sé ritgerð um kennarann og uppáhöldin hans!” Sagði Hailie reið á meðan hún hripaði niður á pergament “Prófessor Lockhart, regla merlins, heiðursmeðlimur í félaginu Vörn gegn myrku öflunum og fimmfaldur vinningshafi Nýs Nornalífs í samkeppninni um fallegasta brosið.” Svo þóttist hún gubba á blaðið. “Ég vildi óska að ég hefði virkilega gubbað á það…það væri fyndið! – Kennari, afsakið, en ég gubbaði á ritgerðina mína” Donna hló með svolítillri uppgerð, hún hafði aldrei verið hrifin af “gubbubröndurum” Josh hafði séð til þess.

Jeff hlammaði sér niður í stólinn við hliðina á Donnu. “Er þér batnað núna, Donna? Hailie sagði að þú værir veik..” Sagði hann. “Jájá, mér líður allavega betur!” Sagði Donna glottandi. Krakkarnir ræddu saman, Hailie datt inn og út úr samræðunum þar sem hún var að skrifa um uppáhalds tegund af skóm og fötunum hans Lockharts.

“Hafið þið einhverntímann heyrt um Leyniklefann?” Spurði Jeff eftir svolítið þvingað spjall um veðrið. “Leyniklefann?” Sögðu Roger og Sisco einum rómi og Donna hallaði sér nær. “Já, leyniklefann.” Hann lækkaði röddina niður í hvísl. “Leyniklefinn sem Salazar Slytherin gerði hérna í skólanum án vitundar hinna sem sköpuðu skólann. Í honum leynist eitthvað skrímsli sem aðeins hinn eini sanni arftaki Slytherin getur stjórnað. Skrímsli sem á að losa skólann við muggaættaða galdramenn.”

Allir horfðu óttaslegnir á hann og héldu niður í sér andanum. “…Var uppáhalds liturinn hans miðnæturblár eða lillablár? Man eitthver það? Af því að ég nenni ekki að lesa bókina á enda aftur..” Sagði Hailie allt í einu þar sem hún birtist bak við hrúgu af Lockhartbókum. Allir störðu á hana. “Hvað? Er liturinn kannski bleikur eða eitthvað? HVAÐ? Hvað sagði ég??” Spurði hún áfram gremjulega þar sem allir störðu áfram á hana. Jeff tók til máls. “Lillablár. Svefnsalurinn…” Svo stóð hann upp og benti hinum að elta sig.

Donna gekk á eftir Roger og Sisco og Ginny kom á eftir henni. Donna hafði tekið eftir því hvað Ginny var orðin miklu varasamari um sig og stundum hrökk hún við ef yrt var á hana. Þau komu inn í svefnsal strákanna á fyrsta ári. Hann var bara mjög svipaður stelpnasvefnsalnum. Þau komu sér vel fyrir uppí í rúmunum og spjölluðu lengi um Leyniklefann.

————————————– ——————

Ókey…ég ætla að flýta mér meira með kaflana og það verður léttara núna þegar skólinn byrjar ;) Allavega…ef þið eruð að sofna yfir köflunum eða eitthvað verra þá endilega látið mig vita! :D Ég er öll ein eyru…Gulla mín, nú þegar hitinn er búinn þá væri gaman ef þú gætir sagt mér hvað er að köflunum ;) Ég mun sko hlusta ;D

**Nimrodel…