Afsakið töfina á kaflanum hann átti að vera kominn fyrir löngu…





15. Kafli, Ekki er allt sem sýnist…

,, … Á Sankti Mungo sjúkrahúsinu fyrir galdra- sjúkdóma og meiðsli,” sagði Tiger.

Hún hafði varla slept orðinu þegar Dumbledor kom inn og vísaði öllum út, nema Tiger og Tieo, þær neituðu að fara…

,,Hvað er á seiði?” spurði ég og fann fyrir tilfinningu sem ég hafði ekki fundið fyrir lengi, gat mögulega verið að ég hefði ástæðu til að óttast eitthvað?
,,Þú komst upp um þig, meiðsli þín voru svo alvarleg að þau hefðu dregið þig til dauða ef þú værir ekki Hálfúlfur og verið flutt hingað… Hálfúlfar eru fáséð tegund svo tilvist þín var tilkynnt til Corneliusar Fudge galdramálaráðherra…” svaraði Dumbledor.
,,En hvernig vissu þeir að ég væri Hálfúlfur?”
,,Það er nú spurning, alvarleg eitrun veldur “flökti” hjá flestum hálfmennskum verum…”

(,,Orðið “flökti” þýðir stöðug umbreiting”) ómaði í hausnum á mér, ég hafði mótekið hugskeyti frá Tieo…

,,Cornelius bar kennsl á lýsinguna af þér sem annan tveggja strokufanga frá Askaban, og það er ekki auðvelt að neita því, þar sem svo undarlega vill til að þú ert annar þeirra.”

Ég fann fyrir augnaráði Tigers, fann reiðina heltaka mig og hálf furrfaði æf af reiði og örvæntingu:
,,Hann vill senda mig aftur þangað, ekki satt? En ég neita, ég fer ekki, aldrei, ekki aftur… Ég neita!”

Einhverra hluta vegna brosti Dumbledor bara og sagði ofur rólega…
,,Þú ræður en þú ert á fimmtu hæð og hurðin er vöktuð, gangi þér vel!”

… og þar með var hann farinn…

Ég leit beint í augu Tigers og spurði þó svo ég óttaðist svarið…
,,Tiger, núna veistu allt um mig, ég er Hálfúlfs Varúlfs Vargur og sat inni í Askaban… Hvað finnst þér eginlega um það?”
,,Cool! En afhverju sastu inni í Askaban? Ég veit vel að enginn fer þangað að ástæðulausu, og það er annað sem mér dauðlangar að vita, mér hefur langað að vita það síðan spámannstíðindi birtu firstu fréttirnar um útbrotið úr Askaban, hverni fórstu eiginlega að því að sleppa?” spurði hún hlæjandi og áhugasöm!

Hún virtist ekki vitund undrandi eða sjokkeruð yfir þeim fréttum að besta vinkona hennar hefði strokið frá Askaban eða hafði yfir höfuð setið þar inni…
,,Hmmm… Þú manst að ég sagði þér að móðir mín hefði verið myrt að mér viðstaddri, þeir telja mig hafa framið það og segjast hafa vitni… En áður en ég var handtekin lét Tieo mig safna helling af drasli sem reyndist frábært sprotaefni…”
,,Var sprotinn þinn búinn til í Askaban?” greip Tiger framm í fyrir mér.
,,Já fanginn í næsta klefa bjó til þenann dýrgrip!” sagði ég og greip til sprotanns míns.
,,Einfaldur lása opnunnar galdur “Alohamora” og einhver galdur gegn Dementorunum…”

Tiger starði á sprotann, og spurði…
,,Hvernig komst hann þangað, það tók hann enginn með úr kenslustofunni…”
,,Sprotinn minn? Hann er tengdari mér en nokkurn gæti grunað, búinn til úr feldi mínum, blóði og munnvatns eitri… hann birtist þegar ég þarf að nota hann og það sama gildir um bók um Hálfúlfa eftir Sókrates / Sjakala / Varginn Black…”
,,Þannig…”
,,En ég verð að stinga af, en gætirðu gætt Tieo fyrir mig?”
,,Auðvitað, en hvernig ferðu?”
,,Út um gluggann!” svaraði ég eins og ekkert væri eðlilegra…
,,Ok, en get ég skrifað þér eða eitthvað?” spurði Tiger sem var orðin ónæm fyrir undarlegum uppátækjum mínum.
,,Auðvitað en ekki með uglu og ekki oft, en ef einhver þarf að ná í mig mun sá hinn sami geta það án bréfa eða orða! Og mundu ekki er allt sem sýnist…”
,,Ha, hvernig?”
,,Hugsaðu bara það er nóg… En við sjáumst, vonandi aftur!” sagði ég og stóð upp en hrundi samstundis aftur á gólfið, ég var of máttlaus.

Ég umbreittist og komst með herkjum að glugganum, þetta var eina tækifærið því læknarnir höfðu heyrt lætin þegar ég datt og voru komnir inn, ég fleygði mér út um gluggann en var varla búin að sleppa fót festunni þegar ég hugsaði út í það að ég var á fimmtu hæð…

(sjónarhorn Tigers)

Líkt og allir aðrir rauk ég að glugganum, ég hafði haldið að hún væri að grínast með gluggann. En fljótlega gat ég andað léttar ég sá eins og allir aðrir Dartan hlaupa í burtu…
-