Harry gekk til náða um kvöldið og reyndi að sofna. Það gekk illa eins og venjulega. En að lokum tókst honum að sofna í tvo, þrjá tíma. Hann vaknaði með andfælum við umgang fyrir utan herbergið. Hann settist upp og greip sprotann sinn. Harry leitaði að gleraugunum, sem höfðu dottið á gólfið í æsingnum. Hann setti þau upp og læddist fram á ganginn, og þar mætti hann manni sem hann átti ekki von á að hitta.
“Dumbledore prófessor, hvað ert þú að gera hér?” Spurði Harry hissa. Dumbledore horfði á hann og brosti svo.
“Ég var bara að kíkja í höfuðstöðvar andspyrnunnar minnar.” “Hvernig líður þér nú annars Harry minn?” Spurði Dumledore og horfði rannsakandi á Harry.
“Mér er farið að líða betur, takk fyrir. ”En af hverju vildir þú fá mig hingað í Hroðagerði?“ Harry sagði þetta með svolitlum ásökunartón og horfði á manninn fyrir framan sig.
”Harry, ég veit að það er erfitt að búa hér í húsinu, en þetta var nauðsynlegt, þér til verndunnar. Harry horfði á Dumbledore tortryggnu augaráði. og sagði;
“Mér til verndunnar?” “En ég hélt að ég yrði að vera í sama húsi og Petunia til þess að vera fullkomlega öruggur?
”Já, það er rétt Harry, en sú hætta er alltaf fyrir hendi að Voldemort finni leið til þess að komast hjá þessari vörn minni, svo mér fannst öruggara að hafa þig þar sem meðlimir Fönixreglunnar gætu fyglst með þér.“
”Já, já svoleiðis.“
Harry horfði smástund á Dumbledore og sá að hann var eitthvað utan við sig, svo hann spurði;
”Dumbledore, hvers vegna ertu hérna“? Gamli maðurinn sendi Harry eitt af sínum stingandi augnaráðum og sagði svo;
”Ég var að gera klárt herbergið handa Juliu.“
”Juliu? Hver er hún?“ Spurði Harry
”Hún er dótturdóttir mín og býr í Frakklandi hjá föður sínum.“
Harry starði á Dumbledore og ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum…
”Ert þú, Albus Dumbledore að segja mér að þú eigir dóttur og barnabarn?
“Já, er svo erfitt að trúa því?”, spurði Dumbledore.
“Jaaa, nei, kannski ekki, ég var bara að átta mig á því að ég veit svo lítið um þig…”
Harry og Dumbledore hrukku við þegar það var lamið á útidyrahurðina af geysimiklum látum og afli og svo greindu þeir orð eins og “hjálp” og “opnið”. Harry hljóp að dyrunum og opnaði þær. Inn um dyrnar og í fangið á Harry féll maður sem var særður og í skelfilegu ástandi. Maðurinn leit á Harry og rak svo augun í Dumbledore sem stóð grafkyrr með óttablik í bláum augunum. Maðurinn sleit sig úr örmum Harrys og reyndi að tala við Dumbledore.
Dumbledore tók undir arm mannsins og leiddi hann að stól sem stóð við vegginn.
“Svona, róaðu þig nú John og segðu mér hvað gerðist.”
John þessi brast í grát og sagði svo:
“Þeir… þeir náðu henni, við gerðum allt sem við gátum.”
Maðurinn byrjaði að riða til og stynja af sársauka. Dumbledore leit á hann og spurði:
“Hvar eru hinir úr sveitinni?”
Maðurinn leit á Dumbledore holum augum og sagði:
“Þeir eru dánir Dumbledore, dánir, hver einn og einasti”.
Dumbledore lokaði augunum og leit út fyrir að kveljast verulega.
“John, hvar voruð þið þegar þetta gerðist?”
Dumbledore hrökk við þegar Harry yrti á John, leit svo á þá til skiptis. John virtist þurfa á öllu sínu til þess að geta talað.
“Við vorum að fara yfir Surrey þegar þeir réðust á okkur. Svo sá ég að nokkrir dráparar svifu niður eins og þeir ætluðu að fara inn í hús fyrir neðan okkur:”
Harry fann að maginn í honum tók dýfu af ótta. Höfðu drápararnir farið á Runnaflöt 4? Harry tók skyndilega undir sig stökk og hljóp út um leið og John féll í yfirlið. Hann hirti ekki um það þó að Dumbledore kallaði á eftir sér. Hann yrði að fara og bjarga því sem bjargað yrði, jafnvel þó það þýddi að hann myndi slasast, jafnvel deyja…