Ég er búin að rembast við að fara yfir þetta í morgun (geisp) því að ég get ekki gert það um helgina…ég er að fara á Siglufjörð að keppa í fótbolta þannig að ég get heldur ekki skrifað fjórða kaflann um helgina….en hér kemur kaflinn(sem að er “um ekki neitt” kafli…en þeir koma inn á milli :/)

3.kafli

“Mig langar svo að hitta þessa stelpu sem að var á undan okkur í sprotabúðinni” sagði Emanuelle hugsi í örugglega hundraðasta skipti
“Í alvöru talað,Em, geturðu ekki hætt að hugsa um þetta ! við hittum þessa stelpu örugglega í lestinni og ef ekki þar þá hittum við hana í skólanum !” sagði Erika pirruð, Erika var ekki mjög glöð með að hún deildi sprota með Siriusi Black eins og hún orðaði það.
“Í alvöru ertu ennþá pirruð yfir þessum Siriusi ?” sagði Emanuelle “Hann hlýtur allavega að vera góður galdramaður fyrst hann slapp úr Azkaban”
“Ó,já…og ég er örugglega jafn góð að galdra og hann” sagði Erika fýld
“Ég meina það Ekka, þetta hefði þessvegna getað verið mikið verra” sagði Emanuelle
“Nefndu eitt verra dæmi” sagði Erika og hélt sig vera búna að vinna þessa orustu
“Þú hefðir til dæmis getað lent á bræðrasprota Ritu Skeeter” benti Emanuelle á og hló

Þetta var daginn eftir að þær fóru í skástræti og núna sátu þær uppi í herbergi hjá Eriku og töluðu um allt varðandi Hogwart og flettu bókunum sínum við og við.
“Hvað hefur annars orðið um Ritu Skeeter ?” sagði Erika “það leynir sér sjaldan hvenær hún skrifar og miðað við hvernig hún var í fyrra þá hefur hún látið mjög lýtið á sér bera í ár”
“Hverjum er svo sem ekki sama” sagði Emanuelle og fleygði eittþúsund galdrajurtir og sveppir frá sér á rúmið og tók upp Sjálfsvarnar list fyrir byrjendur.
“Eeeerika ?” heyrðist kallað seiðandi rómi úr eldhúsinu.
“Nú á ég örugglega að gera eitthvað” sagði Erika fýld þegar hún heyrði róminn en kallaði samt á móti : Hvaaað ?
Erika stóð upp og Emanuelle fylgdi á eftir henni niður stigann og inn í eldhús þar sem að pabbi hennar stóð yfir eldavélinni með bleika svuntu utan um mittið.
“Ertu nokkuð til í að fara út í búð fyrir mig ? það vantar egg” sagði hann “viltu svo slá grasið í garðinum og henda þessari leiðinda dvergafjölskildu út úrhonum,svo getið þið komið og fengið kanilsnúða”
“Allt í lagi” sagði Erika brosandi og Emanuelle kinkaði ákaft kolli fyrir aftan hana, hún var til í að gera ýmislegt til að fá brauðsnúða.


Emanuelle og Erika roguðust með stóra poka út úr búðinni,það hafði ýmislegt bæst við listann á síðustu stundu.
“Við skiljum þetta bara eftir hér” sagði Erika og lét pokann frá sér á dyraþrepið og dynglaði bjöllunni “Komum út í garð”

Þegar þær voru búnar að slá og raka greip Erika dverg sem að hljóp fram hjá henni og stakk honum ofan í poka.
Emanuelle horfði undrandi á hana, hún þekkti bara þá aðferð að henda dvergunum út úr garðinum.
“Við þurfum að fanga þá í poka því að við búum í mugga hverfi” sagði Erika þegar hún sá spurnarsvipinn á Emanuelle “muggarnir yrðu nú heldur betur hissa ef að fljúgandi dvergur hrapaði allt í einu inn í garðinn þeirra, þess vegna þurfum við að sleppa þeim út í móa”
“Mér þætti samt gaman að sjá svipinn á muggunum” sagði Emanuelle um leið og hún tróð sérlega stórum dverg ofan í pokann sinn.
Eftir um korter höfðu þær fangað alla dvergana og það lagði sætan bökunnar ilm út úr glugga á húsinu.
“Komum,áður en Roy klárar allt” sagði Erika og hljóp inn í eldhús þar sem að pabbi hennar sat við Eldhúsborðið og las tímarit að nafni Skrumað og Skælt.
“Þetta er eina blaðið sem að pabbi vill lesa núna, hann þolir ekki hvernig Spámannstíðindi fjalla um Dumbledore” muldraði Erika að Emanuelle sem flissaði,vinkona mömmu hennar fylgdist nefnilega grannt með fréttum í þessu blaði og fór til svíþjóðar til þess að fanga krumpu hyrndann snurt en Emanuelle fannst þetta óttalegt bull.
“Snúðarnir eru á borðinu,” sagði Hr.Anderson og lagði blaðið frá sér “ég ætla upp að taka til í geymslunni”
“Takk” sagði Erika en sagði svo við Emanuelle þegar hann var farinn “Hann gerir lítið annað en að þrífa og elda eftir að mamma dó. Komdu”
Þær fengu sér snúða á disk og settust við borðið.
Þegar Emanuelle teygði sig eftir mjólkur könnu á borðinu rak hún augun í blaðið sem að herra Anderson hafði verið að lesa. Á forsíðunni var yfirlit yfir greinarnar í blaðinu :

Spilling innan Ouiddichdeildarinnar:
Skýstrókarnir ná yfirhöndinni
Leyndarmál fornra rúna afhjúpaðir
Sirius Black : Þorpari eða fórnarlamb?
Emanuelle fletti upp að greininni um Sirius Black og las upphátt fyrir Eriku :

SIRIUS – eins slæmur og af er látið ?
Illræmdur fjöldamorðingi eða saklaus söngstjarna?

Emanuelle leit á Eriku og glotti.

Fyrir fjórtán árum var Sirius dæmdur fyrirfjöldamorð á tólf saklausum Muggum og einum galdramanni. Fífldjarfur flótti hans úr Azkaban fyrir tveimur árum leiddi til víðtækustu leitar sem Galdramálaráðuneytið hefur nokkru sinni stofnað til. Ekkert okkar hefur nokkurn tíma efast um að hann verðskuldi að vera handsamaður á ný og afhentur vitsugunum.
EN ER ÞAÐ SVO ?
Sláandi sönnunargögn hafa nýverið komið fram sem gætu sýnt fram á sakleysi Siriusar af þeim glæpum sem að hann var dæmdur fyrir á sínum tíma. Raunar heldur Doris Purkiss, Akantusarvegi 18, Litlu-Norton, því fram að Sirius hafi ekki einusinni verið viðstaddur þegar morðin voru framin.
“Fólk áttar sig ekki á því að Sirius Black er dulnefni,” segir fröken Purkiss.
“Maðurinn sem að fólk telur að sé Sirius Black er í raun Stubby Boardman, söngvari hinnar vinsælu hljómsveitar Álfarnir, sem að dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa fengið hvítrófu í eyrað á tónleikum í Kirkjusal Litlu-Norton fyrir næstum fimmtán árum. Ég þekkti hann um leið og að ég sá myndina af honum í blaðinu. Og Stubby hefði ekki getað framið þessa glæpi vegna þess að umræddan dag sátum við saman að rómantískum kvöldverði við kertaljós. Ég hef skrifað galdramálaráðherra og á von á því að Stubby, öðru nafni Sirius, verði veitt full sakaruppgjöf mjög fljótlega.”

“Ef að ég á að segja eins og er, þá fyndist mér þægilegra að eiga bræðrasprota fjöldamorðingja frekar en laglauss söngvara Álfanna sem að fékk hvítrófu í eyrað” sagði Emanuelle en skellti svo uppúr.
Erika varð eldrauð í framan og reif blaðið úr höndunum á henni og las greinina sjálf.
“Veistu ég er alveg sammála þér !”

Næstu daga röltu vinkonurnar saman í kring um húsið hennar Eriku og töluðu um allt milli heima og geima en þær forðuðust muggakrakkana og húsið hennar Eriku eins og heitan eldinn því að pabbi hennar var alltaf líklegur til að slengja fram einhverri vinnu sem að hann fékk Roy ekki til þess að gera.
Emanuelle og Erika voru komnar á þá skoðun að Griffindor væri besta heimavistin því að þær útilokuðu báðar Slytherin og Huffelpuff, þá voru bara eftir Griffindor og Rawenclaw eftir og einhvervegin leist þeim betur á Griffindor.
En mest töluðu þær um sprotana og dularfullu stelpuna sem að fékk bræðrasprota Lilyar Potter
“Hún virkaði svo lokuð einhvernvegin,” sagði Emanuelle einn daginn þegar hún og Erika sátu í rólunum á leikvellinum “tókstu eftir því hvernig hún veifaði sprotunum algjörlega áhugalaus?”
“Já, ég tók eftir því” sagði Erika og starði út í loftið en leit svo á hana “hefurðu ekkert pælt í því að þú ert með bræðrasprota James Potter? Hin stelpan er með bræðrasprota Lyliar Potter…ert þú eitthvað skild Potterfjölskyldunni?”
“Nei, ég er komin af frönskum ættum manstu ?” sagði Emanuelle og lyfti augabrún
“Já ég man það. En pældu í því þú ert þá eitthvað tengd Harry Potter!” sagði Erika og starði lotningarfull á Emanuelle sem svaraði ekki, hún var að rifja upp hvað Ollivander muldraði þegar hann dró bræðrasprota Lilyar út úr hillunni “Ég var búinn að geyma þennan lengi handa ákveðinni manneskju…en hún valdi annan sprota-allt annan sprota”.
Emanuelle sneri sér að Eriku : Manstu hvað Ollivander sagði ? spurði hún
“Hann sagði nú það mikið og ég les heldur ekki hugsanir”sagði Erika kaldhæðin
“Ég er að tala um þegar hann sagði að hann hafi geymt sprotann lengi handa einhverri manneskju sem að fékk allt annan sprota. Ég giska á að þessi manneskja hafi verið Harry Potter !”
“Af hverju heldurðu það” spurði Erika “ég sé ekkert sem að bendir á það”
“Hugsaðu aðeins um það” sagði Emanuelle “finnst þér ekki skrítið að Harry Potter fái ekki bræðrasprota mömmu sinnar ? mér finnst það allavega”
“Ég held að við getum haldið að rökræða þetta en við komumst aldrei á botninn nema við hittum stelpuna sem var á undan okkur í búðinni”sagði Erika “ Núna eru líka bara tveir dagar þangað til við förum til Hogwart og við hittum hana örugglega þar”
Einhvernveginn var Emanuelle ekki viss um það, hún vissi ekki af hverju.

-gugusta
I wanna see you SMILE!