Hæ, ég og Catsara13 og Sungirl ákváðum að gera spuna um Mark Evans, þó að það sé næstum búið að sanna að hann hafi ekkert með næstu Harry Potter bækurnar að gera. Fyrst var honum hafnað , aðalega vegna of margra stafsetningavillna, en vonum að hann komist inn núna. Anyway…hér kemur þá áhugaspuninn, við vonum að hann fái góðar viðtökur!

1.Kafli
“Mark, Mark! Vaknaðu…” honum var ýtt óþægilega til í rúminu. Hann sneri sér við í svefnrofanum og leit í björt, blá augun á litlu systur sinni, Katie. Katie var ný orðin fimm ára, og leit helst út fyrir að vera engill, með stjörnublá augu og nærri því hvítt, liðað, axlarsítt hár.
“Ohh, farðu!” rumdi í honum, hann hataði þegar hann var vakinn upp í fríum.
“Nei, í alvöru, þetta er ótrúlegt! Æi Mark vaknaðu, það er ugla niðrí eldhúsi með bréf í gogginum!” Mark ranghvolfdi í sér augunum.
“Guð, Katie, þú verður skrítnari með hverjum deginum!” sagði hann og velti sér á hina hliðina. Katie lét fallast í stól hliðina á rúminu, krosslagði hendurnar og setti upp skeifu.
“Þetta er svindl! Þú vilt aldrei trúa mér!” Mark stundi. Af hverju þurfti systir hans að vera svona undarleg? Margir vinir hans áttu litlar systur en engin af þeim vakti þá upp klukkan hálf níu á morgnana með þær fréttir að það væri lifandi ugla niður í eldhúsi.

Allt í einu heyrðist skerandi org niður úr eldhúsinu.
“George, náðu bréfinu! NÁÐU BRÉFINU!” Mark settist teinréttur upp í rúminu. Þetta gat ekki verið satt.
Katie stóð skælbrosandi upp úr stólnum og hljóp niður langt á eftir bróður sínum. Mark snarstansaði fyrir framan lokaðar eldhúsdyrnar, sem þær voru ekki vanar að vera. Hann opnaði þær upp á hálfa gátt og smeygði sér innfyrir.
Þarna var allt í fjaðrafoki. Pabbi hans stóð uppi á eldhúsborðinu með kúst í fanginu sem hann otaði í grýð og erg að stórri, gulbrúnni uglu. Uglan lét sér þetta í léttu rúmi liggja þar sem hún sat alsæl á eldhúsviftunni. Þá sá Mark að í gogginum hafði hún stórt og myndarlegt umslag.
Eftir þó nokkrar tilraunir tókst pabba hans að berja kústskaftinu svo fast í hreyfilinn sem uglan sat á að hann hálfbrotnaði og hékk nú laus niður úr loftinu. Uglan gaf frá sér hátt væl þegar hreyfillinn gaf undan en mamma hans gaf frá sér óp þegar hún sá hvað gerst hafði með rándýru viftuna þeirra, á meðan pabbi hans stóð ennþá aulalegur uppi á borði og baðst í sífellu afsökunar.

En Mark sá ekki neitt af þessu. Hann hafði tekið upp bréfið sem uglan hafði misst áður en hún flaug út um opinn gluggann og starði á það.
Það var merkt honum með grænum, bogadregnum stöfum sem á stóðu:

Herra Mark Evans
Stóra svefnherberginu undir súðinni
Kings Road 10
Little Whinging
Surrey

“Vá, það er meira segja merkt herberginu þínu!” sagði Katie spekingslega, en Mark hafði ekki tekið eftir henni áður. Lisa, mamma hans, hafði byrjað að kenna þeim stafsetningu þegar þau voru þriggja ára, svo þau voru næstum fulllæs fimm.
“Já, skrítið…” tautaði Mark og sneri umslaginu við. Þar var stimplað eitthvað sem líktist helst skjaldamerki, örn, ljón, greifingi og snákur utan um stafinn H.
Hann opnaði það hægt og dró upp blað með nákvæmlega sömu skrift.



Kæri herra Evans.
Okkur er ánægja að tilkinna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwarts - skóla galdra og seiða. Önnin hefst fyrsta september, þar sem skólalestin fer frá brautarpalli níu og þremur fjórðu, en til þess að komast inn á brautarpallinn þarf að ganga inní steinvegginn milli brautarpalls níu og tíu. Bókalisti fylgir með bréfinu með þeim bókum og öðrum nauðsynlegum hlutum sem þér þurfið að hafa þetta árið, en þær fást allar í Skátræti, . Ef þér þurfið nánari upplýsingar um hvar má finna þann stað spyrjið þá barþjón Leka seiðpottsins í London.
Yðar einlæg,
Minerva McGonagall, aðstoðarskólastjóri.

Orðlaus dró Mark upp bókalista með hinum ótrúlegustu bókatitlum sem hann hafði heyrt um, eins og til dæmis Almenna álagabókin og Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir. Neðst á listanum stóð svo að hafa þyrfti með sér: Nokkrar einfaldar svartar skikkjur, svartan uppmjóan hatt, töfrasprota og seiðpott úr tini.

“Mamma! Mark fékk rosalega skrítið bréf um galdraskóla!” hrópaði Katie yfir sig hrifin.
“hvað ertu að bulla barn?” sagði mamma þeirra og tók bréfið úr höndunum á honum. Því lengra sem hún las því stærri urðu augun.
“George!” hrópaði hún upp yfir sig “George, þú verður að lesa þetta!”
Pabbi hans stökk undrandi niður af borðinu og reif bréfið af henni. Þegar hann virtist vera búinn að lesa það þrisvar sinnum kom hann loks fyrir sér orði.
“Þetta hlýtur að vera eitthvað grín!” sagði hann vantrúaður og leit á Mark “ Er einhver að stríða þér í skólanum, Mark?”
Hann yppti öxlum þótt honum yrði hugsað til sumarsins áður þegar svínið hann Dudley Dursley hafði jafnað hann upp við tré og lumbrað svoleiðis á honum að foreldrar hans þurftu að fara með hann á spítala þar sem þurfti að sauma átta spor á ennið á honum.
En einhvernveginn hugsaði hann með sér að Dursley væri örugglega of heimskur til að kunna að skrifa, og það var enginn annar sem hafði neitt sérstaklega á móti honum.

“Þetta virðist ekta, sjáðu til dæmis skjaldamerkið aftan á. Kannski ættum við að tékka á þessu?” sagði mamma hans, dáldið ringluð.
“Guð, Lisa, Trúirðu virkilega að stráknum sé boðin innganga í galdraskóla? Skóla þar sem allir klæðast svörtum skikkjum? Skóla þar sem honum er kennt að galdra með töfrasprota og brugga seiði í seiðpotti? Ég held að þú sért orðin ansi rugluð, ef þú ætlar að trúa því að þetta bréf sé ekta!” sagði hann æstur.
“Undir venjulegum kringumstæðum, nei.” sagði mamma hans róleg og yfirveguð, sem hún varð alltaf þegar pabbi hans æstist, til að róa hann niður. “En hins vegar sást þú sjálfur að lifandi ugla kom fljúgandi innum gluggan með þetta bréf, svo ekki sé minnst á að heill bókalisti með um 20 bókatitlum fylgdi með. Hve margir strákpollar helduru að eigi lifandi uglu? Eða gjörsamlega nenni að finna upp alla þessa bókatitla, bara til þess að gera at í Mark?” Mark horfði vongóður á pabba sinn. Einhvern veginn gat hann ekki annað en vonað að þetta væri satt. Honum hafði aldrei líkað vel við eldgamla, ógeðslega skólann sinn.

Pabbi hans gat ekki annað en kiknað undir ströngu augnaráði Lisu, þar sem hún náði alltaf stjórn á honum ef eitthvað svona kom upp.
“Jæja, þá. Við keyrum til London. En það er ykkur að kenna ef ekkert af þessu er til.” sagði pabbi hans í uppgjafartón. Mark hoppaði næstum hæð sína í loft upp og hljóp upp stigann til að gera sig í stand, á meðan Katie baðaði út öllum öngum og endurtók í sífellu: Við förum til London, við förum til London!” Og Lisa brosti út í annað.

Mark stóð fyrir framan spegilinn og reyndi að greiða niður úr flækjunum í hárinu. Hann var meðalhár meðað við aldur, Með brúnt, þykkt hár og mikið af brúnum freknum á nefinu og handleggjunum. Þegar hann var búinn að skipta um föt fór hann niður í eldhús.
“Mark minn, viltu ekki fá þér eitthvað að borða, ef pabbi þinn er ekki búinn að trampa niður brauðið.” sagði mamma hans glettnislega.
Þá tók hann eftir því að hann var ekkert búinn að borða síðan hann vaknaði og var orðinn banhungraður.
Hann fékk sér ristað brauð með sultu og osti meðan hinir úr fjölskyldunni komu sér fyrir í bílnum. Þegar hann var búin með þriðja kakóbollann og George farinn að flauta óþarflega lengi í einu flýtti hann sér útí bíl.

Þegar þau voru að koma inn í London og Katie búin að syngja sömu laglínuna tvöhundruð þrjátíu og tvisvar sinnum fór hann að hugsa útí hvar þau gætu fundið þennan Leka seiðpott.
“Hei, hvar er þessi krá eiginlega?” spurði hann úr aftursætinu.
Lisa hugsaði sig um.
“Guð ég bara veit það ekki!” sagði hún loksins skelkuð.
“George, hefur þú einhverja hugmynd um þennan bar?” spurði hún manninn sinn.
Pabbi hans hristi hausinn.
“Ekki minnstu.”
“Ojæja, við hljótum að finna þetta einhverstaðar..” sagði Lisa vongóð.

Eftir þrjá tíma í bílnum voru garnirnar aftur farnar að gaula í Mark, hann furðaði sig á því hvað hann gat étið mikið. Katie var loksins búin að skipta um lag og hafði nú sungið “Mama Mia” setninguna um það bil hundrað og fimmtíu sinnum með viðeigandi breytingum hverju sinni.
“Jæja, ég gefst upp. Þetta var víst bara allt einn stór hrekkur George…!” sagði mamma hans vonleysislega.
Allt í einu sá Mark litla, skítuga og sóðalega krá við næsta horn, á skilti fyrir ofan hurðina stóð “Leki seiðpotturinn”
“Þarna , þarna er kráin!” sagði hann og benti út um gluggan.George sá hana og beygði inn fyrir hornið.
“Oj, ég hef aldrei séð svona subbulegt hús!” sagði Katie, sem loksins gerði hlé á “söngnum”.
George lagði bílnum fyrir utan krána og þau gengu inn.

Þarna var dimmt og römm tóbakslykt í loftinu. Inni voru gamlar konur að spila póker og hettuklæddar verur drukku hvern sjússinn á fætur öðrum. Katie litla hélt fast í höndina á pabba sínum og var óneitanlega dáldið hrædd við þennan stað.
Lisa gekk að afgreiðsluborðinu þar sem gamall, sköllóttur barþjónn var að þurrka af glösum.
“Góðan daginn,” sagði hún hátt og snjallt svo maðurinn leit upp.
“Hvað get ég gert fyrir þig?” spurði barþjónnin sem ekkert var eftir af tönnunum í nema ein í efri jaxli og önnur í þeim neðri.
“Sonur minn fékk bréf þar sem honum var hlotin innganga í galdraskóla, og hann þurfti að kaupa bækur í svokölluðu Skástræti. Ekki vænti ég því að þú vitir hvernig koma megist inn í þessa götu?” sagði hún svo kurteisislega að Mark dauðskammaðist sín fyrir hana.
“Ahh, muggar.” sagði hann spekingslega.
“Fyrirgefðu?” spurði Lisa móðguð. Barþjónninn virti hana ekki svars.
“Jájá, fylgið mér öllsömul.” Svaraði hann og bandaði hendinni í átt að George og Katie. Þau fylgdu honum út um bakdyrnar og yfir subbulegan bakgarð með troðfullum ruslatunnum. Umhverfis garðinn var hár steinveggur. Barþjónnin dró stóran sprota upp úr vasanum og bankaði laust með honum í einn múrsteininn. Samstundis fóru steinarnir að hreyfast til á veggnum svo hann opnaðist. Mark starði. Skástræti var hlikkjótt gata og allt úði og grúði í skikkjuklæddu fólki leiða lítil börn sín eða vera með fangið fullt af pinklum og pökkum í fanginu. Þetta var ótrúlegt.
Mark var kominn í sína eigin veröld. Sína eigin töfraveröld.