Ég ætla að kalla þetta “Auga Eilífðar” hér eftir. Það er styttra heldur en “Fenecca Crock og Auga Eilífðar”. Jamm. Have fun!

10.kafli-Hogsmeadeferðin

Fenecca skyldi ekki af hverju hún var með þennan fiðring í maganum þegar hún vaknaði næstu helgi. Svo þegar hún sá Lily mundi hún að það var Hogsmeadeferð þennan dag.
“Jackie, ekki fara langt frá mér í dag. Ég vil ekki vera alein með James,” sagði Lily æst við Jackie sem geispaði eitthvað til samþykkis.
“Ef þú vilt ekki fara með honum, af hverju sagðirðu þá ekki bara NEI,” sagði Fenecca.
“James er búinn að láta Severus vera alla vikuna. Önnur svona vika verður hrein paradís fyrir báða,” sagði Lily lágt. Fenecca vissi að hún hafði farið að hitta Severus í gær, en Lily hafði ekki hugmynd um þá vitneskju vinkonu sinnar. Þær gengu í hálfgerðu móki niður í matsalinn og settust rétt hjá Díönu og Fionu.
“Stelpur, sjáið!” stundi Díana skyndilega og starði á forsíðuna á Spámannstíðindum. Fenecca leit upp og Díana sneri blaðinu til þeirra þriggja.

DRÁPARAR HERJA Á GALDRAFÓLK Í GWYNEDD Í WALES!!!

Í gærkvöldi kom hópur drápara Þanns-sem-ekki-má-nefna til Gwynedd-sýslunnar í norðurhluta Wales. Í mugga-þorpunum Porthmadog og Criccieth voru íbúarnir að undirbúa hrekkjavökuhátíð. Aðeins 27 galdramenn og nornir búa þarna til samans, og dóu næstum öll í árásinni. Börn þar, sem ekki voru í Hogwartsskóla, dóu einnig. Talið er að drápararnir haldi sig í Gwynedd-sýslu um þessar mundir. Daniel Cauldwell, Radorina Scamble og K.F. Nasmith voru eina galdrafólkið sem lifði árásina af og náðu að fanga tvo drápara, sem enginn kannast við. Þeir eru nú í yfirheirslu hjá Galdramálaráðuneytinu. Hver einasti muggi lést.

Fenecca fraus þegar hún las þetta og leit á Fionu. Hún bjó í þorpi sem hét Criccieth. Hún hét fullu nafni Fiona Gabriella Mazille. Mazille-ættarnafnið hafði ekki verið nefnt, og foreldrar hennar og 5 ára systir voru því dáin! Fiona starði á blaðið, en þaut svo í burtu. Díana elti hana.
“Vá, aumingja hún,” sagði Jackie lágt og togaði blaðið til sín. Fenecca kinkaði kolli. Það voru fleiri en Fiona sem höfðu átt foreldra í Criccieth eða Porthmadog. Það var hægt að sjá hverjir það voru þegar augun fylltust af tárum og einhverjir gripu andann á lofti.
“Hvað er að Fí og Dí?” sagði James hressilega og settist niður. Lily horfði á hann með viðbjóði.
“Ó, það er ekkert að Fionu, neinei. Lestu þetta, grasasni!” sagði Lily reið og slengdi blaðinu framan í James, með þeim afleiðingum að gleraugun duttu og brotnuðu.
“Reparo,” muldraði hann og tók þau upp. Fenecca leit niður á brauðið sitt. Það hafði munað pínulitlu að þau hefðu flust til Criccieth! Til allrar hamingju hafði mamma hennar fundið betra húsnæði í Norwich, sem var langt frá Wales.
“Naumast að þú ert reið,” sagði Jackie og horfði á Feneccu.
“Hvað?” spurði hún undrandi.
“Augun í þér. Manstu; þegar þú ert reið eru þau næstum græn, þegar þú ert glöð eða hlæjandi þá eru þau einhvernveginn blá og þegar þú ert veik eru þau grá með einhverjum gulum röndum í kringum augasteininn. Augun í þér eru græn með gulum röndum í kringum augasteininn núna, ertu að verða veik?” sagði Jackie í belg og biðu.
“Syfjan er veiki,” sagði Lily sem beið eftir viðbrögðum James á greininni. Fenecca nuggaði stírurnar. Hann-sem-ekki-mátti-nefna hafði farið að láta bera mjög mikið á sér um það leiti sem hún byrjaði í skólanum. Til allrar hamingju var þeim óhætt; hann óttaðist Dumbledore. Á meðan Dumbledore var þarna, þá voru þau ekki í svo mikilli hættu. En fjölskyldur þeirra voru í mikilli hættu.
“Einmitt,” stundi James upp. Lily kinkaði reiðilega kolli og reif blaðið af honum.
“Einmitt! Og ef þér er sama; þá ætla ég að vera hérna í dag,” sagði hún og stóð upp. Fenecca, Jackie, James og Sirius störðu á eftir henni þegar hún strunsaði út úr salnum.
“Fjárinn sjálfur,” sagði James leiður og sneri sér að morgunmatnum.
“Hvar er Remus?” spurði Jackie og leit í kringum sig. Peter var að koma inn í salinn, og hann vaknaði yfirleitt mjög seint, öfugt við Remus.
“Öööö, veikur. Manstu, í jurtafræðinni beit einhver planta hann…. sko, hún var sennilega eitruð,” sagði Sirius. Fenecca hugsaði sig um. Hún mundi eftir því að einhver planta hafði bitið hann, en hvaða planta?
“Hvaða planta?” sagði hún hugsandi. Strákarnir litu hvor á annan.
“Hérna…. ein af tilraunum prófessors Recutitas, stökkbreyttur…. úlfarunni. Berin eru eitruð, og það var ber sem beit Remus,” sagði Sirius. Fenecca kinkaði kolli og kláraði að borða.

Þegar þau fengu leyfi til að fara til Hogsmeade var Fenecca að reyna að muna eitthvað. Það versta var að hún vissi ekki einu sinni hvað. Einhver potaði í öxlina í henni.
“Hæ, varstu nokkuð búin að gleyma mér?” sagði Sirius og veifaði hendinni fyrir framan andlitið á henni.
“Hvað – æi, ÞÚ! Einmitt!” sagði Fenecca og sló í ennið á sér. Hún hafði verið að hugsa svo mikið um dráparana og allt það að hún hafði steingleymt Siriusi.
“Þú ERT gleymin,” sagði hann brosandi. Hún eldroðnaði og muldraði eitthvað óskiljanlegt.
“Jæja, hvert á að fara?” sagði Sirius hressilega. Fenecca yppti öxlum, hún var ekki vön að stjórna. Jackie sá yfirleitt um það.
“Ef þú hefur ekkert á móti því, þá segi ég Sælgætisbaróninn. Ég lofaði að kaupa ísmýs fyrir Thomas litla bróður,” sagði hún eftir smá stund og benti á búðina. Sirius kinkaði kolli. Henni fannst svolítið skrítið að ganga um Hogsmeade með Siriusi Black; hún hafði bara verið þar með Lily, Jackie eða ein. (Auk þess gjóuðu nokkrir aðdáendur þeirra öfundaraugum á Feneccu, og af öllum pirrandi hlutum heims fannst henni það mest pirrandi).

Eftir að hafa fyllt vasana af nammi (Sirius hafði keypt sykurfjöðurstaf og poka af fjöldabragðabaunum handa Feneccu til að bæta fyrir kúluna á höfðinu á henni) fóru þau á Þrjá kústa. Það var enn ekki orðið troðfullt, því að flestir nemendur enduðu daginn þar.
“Hvað viltu drekka? Ég ætla að kaupa hunangsöl fyrir mig,” sagði Sirius og tók krappa beygju frá svartálfum sem gjóuðu augunum illilega á þau.
“Hvað heitir það aftur…. kirsjuberjasírópsgos!” sagði Fenecca.
“Hvað?” stundi Sirius.
“Kirsu. Berja. Síróps. Gos,” sagði Fenecca hægt. Svo skellti hún tvem sikkum í lófan á Siriusi og fór að finna sæti. Hvað er hann að gera, hugsaði hún og reyndi að koma auga á Sirius við barborðið þegar hún hafði beðið við lítið borð í 10 mínútur. Svo sá hún hann; hann virtist vera að tala við Rosmertu, unga konu sem vann þarna. Fenecca glotti, hann talaði alltaf mjög “fallega” við hana…. aðallega til að sníkja smá afslátt, sem gekk yfirleitt alltaf. Eftir smá stund kom Sirius með tvær könnur, önnur var með gulum vökva og froðu yfir og hin var með fallega rauðum vökva.
“Þér finnst gaman að daðra við hana,” sagði Fenecca glottandi og teygði sig í aðra könnuna.
“Veistu hvað ég spara mikið á þessu?” svaraði hann og glotti ennþá meira.
“Neibb.” Eftir langa og vandræðalega þögn fór Fenecca að finna upp á einhverju umræðuefni.
“Ferðu heim til þín um jólin?” Sirius gjóaði augunum á hana og tók stóran sopa.
“Nei. Eiginlega…. þá efast ég um að ég fari þangað aftur,” sagði hann alvarlegur.
“Hvað áttu við?” spurði Fenecca undrandi.
“Ég flúði. Fór að heiman í sumar,” sagði hann leiður og horfði út um gluggann.
“En hvar bjóstu? Hversvegna fórstu?” spurði Fenecca, enn meira undrandi.
“Ég bjó bara hjá James. Hann varð ótrúlega hissa þegar ég kom til hans þrjú um nóttina og bankaði á gluggann hjá honum,” svaraði Sirius og brosti aðeins við tilhugsunina. Fenecca færði sig aðeins nær.
“Hin spurningin….. “ sagði hún og horfði ákveðin á hann.
“Veistu ekki hver Regulus Black er?” sagði hann enn alvarlegri en Fenecca hafði séð hann. Hún hugsaði sig um. Hún kannaðist ekki beint við nafnið…..
“Nei, eiginlega ekki. Hver… ?”
“Yngri bróðir minn, á 3.ári í Slytherin,” stundi Sirius. “Ég fór út af því að fjölskyldan mín er sú versta sem fyrirfinnst. Hver sá sem er í Black-ættinni á að líta á sjálfan sig sem konung heimsins, eða eitthvað álíka! Þau húðskamma mig ef ég svo mikið sem LÍT á mugga-krakkana,” bætti hann við. Orðin stóðu í Feneccu. Hún hafði búist við einhverju undarlegu, en ekki ÞESSU!
“Svo að þú bara… fékkst nóg?” stundi hún upp. Sirius kinkaði kolli og fékk sér annan sopa.
“Veistu hver Narcissa Malfoy er?” sagði hann og leit á hana. Fenecca kinkaði hægt kolli, móðir hennar hafði rifist heiftarlega við Narcissu Malfoy eitt sinn í Skástræti. Þau voru einstaklega montin af því að vera með hreint galdrablóð.
“Hún er frænka mín.” Þetta virkaði eins og köld vatnsgusa framan í hana. Narcissa Malfoy, þessi tilfinningalausa belja; frænka Siriusar Black!
“Jeminn eini,” hvíslaði hún lágt. Hún vissi að ef Lily myndi frétta þetta þá færi hún líka að vorkenna Siriusi.
“Í alvöru Sirius, ég dauðvorkenni þér,” bætti hún svo við. Meðaumkvunin var augljós í raddhljóminum. Hann yppti bara öxlum.
“Og þú mátt alveg sleppa því að auglýsa þetta um allan skóla,” sagði hann svo. Ennþá vandræðalegri þögn kom í þetta sinn.

“Veistu, ég verð þunglynd af þessu. Komum út,” sagði Fenecca og stóð upp.
“Já, sennilega ættum við að nýta tækifærið og hafa það gaman,” sagði Sirius og stóð líka upp. Til allrar hamingju var nægur tími eftir, svo að þau notuðu tækifærið og skruppu í allskonar búðir sem þau höfðu ekki komið í í næstum hálft ár.
“Ættum við að kaupa eitthvað handa Fionu?” sagði Fenecca og gekk meðfram hillum.
“Eins og hvað? Trúðu mér, hún fær örugglega NÓG af gjöfum í dag, eiginlega ættum við að sleppa því,” saðgi Sirius og skoðaði eitthvað eldrautt nammi. Svo smakkaði hann.
“Aaaah! Þetta er heitt, þetta brennur!” sagði hann og greip um hálsinn. Búðarmaðurinn (sem skælbrosti) rétti honum vatnsglas. Fenecca hallaði sér hlæjandi upp að veggnum.
“Finnst þér þetta fyndið?” sagði Sirius storkandi. Fenecca kinkaði kolli.
“Ég veit um eitt sem þú hlærð enn meira að,” sagði hann og lyfti sprotanum. Fenecca þaut út með Sirius á hælunum.
“Ég er ekki byrjaður, komdu aftur!” hrópaði hann. Fenecca þekkti Hogsmeade ekkert sérstaklega vel, svo að Sirius var fljótur að hlaupa í veg fyrir hana. Að lokum endaði hún í lokuðu sundi.
“Jæja Fenecca,” sagði Sirius glottandi. Hún bakkaði aðeins í burtu. “Manstu kitligaldurinn?” sagði hann svo hugsandi.
“Sirius, nei, ekki! Ekki gera það…. GERÐU ÞAÐ, Sirius, ekki! “ sagði Fenecca og bakkaði alveg upp að veggnum. Hennar helsti veikleiki var það að hana kitlaði hrikalega.
“Ójú. Rictusempra!” Andartaki seinna hljómaði hlátur Feneccu um hálft þorpið.
“Hæ-hahahha-hættu!” stundi hún upp og hélt utan um magann á sér. Sirius aflétti bölvuninni, en stökk um leið á Feneccu og fór að kitla hana með höndunum, sem var í raun ekkert betra.
“Ekki! Hahaha, hættu! Si-Sirius, haha-hættu!” Eftir að hún hafði fengið kíló af snjó inn á sig og hlegið það mikið að líf hennar hlaut að hafa lengst um 10 ár hætti Sirius loksins. Skikkjan hennar var rennblaut og hún var komin með hiksta.
“Fyrirgefðu, ég stóðst ekki mátið,” sagði hann og virti Feneccu fyrir sér þegar hún staulaðist upp.
“Stóðst ekki mátið? Einmitt!” sagði hún reiðilega og fór að rifja upp þurrkunargaldurinn.

Það leið á daginn og nemendurnir áttu að fara aftur í skólann. Engum langaði sérstaklega til að fara, en veislan sem átti að byrja um kvöldið var lokkandi. Skyndilega tók Sirius utan um Feneccu með annari hendinni.
“Ööö, Sirius…. “ sagði hún og færði sig.
“Fyrirgefðu, ég þurfti bara að sjá viðbrögðin, haha, afsakaðu,” sagði Sirius hlæjandi. Fenecca eldroðnaði.
“Jæja, var gaman?” sagði James sem kom á móti þeim.
“Jájá,” sagði Sirius.
“Hvernig var hjá þér og Lily hérna?” sagði Fenecca sakleysislega. James hafði ekki verið allan tíman í Hogsmeade.
“Ekkert sérstaklega gaman. Hún skellti einhverjum þagnarálögum á mig sem aðeins hennar sproti gat rofið. Ég er að pæla í því hvar hún lærir allar þessar bölvanir,” sagði James hugsandi. Fenecca hafði óljóst hugboð um hvaðan hún lærði þetta, en var ekki alveg viss.
“Hún hefur í það minnsta aflétt þeim,” sagði Sirius spekingslega.
“Já, að lokum. En ég gat samt ekkert sagt í klukkutíma.”
“Og ef þú ferð að pirra mig eða Severus þá getur vel verið að þú verðir ekki svona heppinn aftur,” gall við í Lily sem hafði komið til að hitta Feneccu.
“Lily, ég get ekki SKILIÐ af hverju þú ert að vernda Hora. Hann… hann kallar þig…. þú-veist-hvað! Ég sver, ég myndi ALDREI gera það,” sagði James. Það var engin lygi. Fenecca vissi að það yrði sama hversu ill eða leiðinleg Lily yrði við hann, hann myndi aldrei nokkurn tíman kalla hana blóðníðing.
“Fíflin og kærusturnar þeirra eru á kvöldgöngu, en sætt,” sagði einhver ísmeygilega. Á næsta andartaki umkringdu nokkrir Slytherin-nemar þau, allir með sprotana í viðbragðsstöðu!


Var þetta þolanlegt? Ég vona það. :þ

Gulla Munda Inga Bogga Bergs