Jæja, þá er 15.kafli kominn, bara svo þið vitið þá lét ég púka fara yfir hann. En það verður þriggja vikna töf og aðeisn meira því ég fer til Svíþjóðar í þrjár vikur. En ég lofa þeim sem vilja framhald að ég skal flýta mér eins og ég get (þó vanda mig) að gera 16.kafla um leið og ég kem heim.




15.kafli. Steinarnir tveir

“Þarftu ljós Hermione,, spurði Cindy.
“Það væri nú vel þegið,, svaraði Hermione sem sá ekki neitt inn í þessum þröngu göngum.
Ljós birtist allt í einu á vængjum Cindyar. Hermione krossbrá þegar hún sá alla moldina með skríðandi ormum og ógeðslegum köngulóm.
“Ekki vera hrædd við skordýrin,, sagði Cindy “Þau gera þér ekki neitt,,.
Hermione fór að venjast ljósinu og öllu sem var í kringum hana. Cindy leiddi hana lengra og lengra niður. Hermione fannst þetta verða svolítið of langt og var farin að þreytast í fótunum.
“Þá erum við að koma,, sagði Cindy “Viltu bíða hér smástund. Ég þarf aðeins að gera svolítið fyrst.
“Verðurðu lengi?,, spurði Hermione sem var farin að skjálfa því það var nokkuð kalt þarna niðri.
“Nei,, svaraði Cindy “Hafðu þennan hjá þér,,.
Hún néri höndunum saman og eftir smástund birtist lampi í höndunum á henni. Hún rétti Hermione hann og fór af stað.
Hermione var alein eftir í þessum þröngu göngum. Henni var mjög kalt og fann stöku sinnum fyrir smá vindgusti sem komst einhvern veginn þarna inn.
Mínúturnar liðu og ekkert bólaði á Cindy. Hermione hafði sest niður og reynt að vefja skikkjunni sinni um sig og dottaði stundum. Þegar hún var næstum því alveg sofnuð heyrði hún hljóð. Þetta var hljóð sem líktist því ef einhver dró fótinn létt eftir moldinni. Þetta var ekki mjög hátt. Hermione varð stjörf. Þetta gat verið hvað sem var. Hún tók upp lampann. Gáði bæði aftur fyrir sig, fram fyrir sig og til hliðar. En hún sá ekkert. Skyndilega heyrði hún þetta hljóð aftur nema nú var þetta miklu nær henni en áður.
“Er einhver þar……,,.
Allt í einu var bitið í fótlegginn á Hermione. Hún fann hvernig sársaukinn rann um líkamann. Tennurnar héldu föstum tökum. Hermione teygði höndunum að skepnunni sem var að bíta hana. Í leiðinni velti hún lampanum um koll og hann rúllaði í átt til skepnunnar. Nú sá Hermione að þetta var risastór slanga. Hermione togaði og togaði en gat ekki náð slöngunni af. Hún fann hvernig eitrið liðaðist í líkama hennar. Hún fann að hún var að fara að missa meðvitund en hún reyndi í örvæntingu að losa slönguna en það tókst ekki. Hún sá varla neitt lengur, ekkert nema þoku.
Svo heyrði hún einhver óskiljanlega orð en eftir það missti hún meðvitund.

*************

Hermione vaknaði. Hún lá í rúmi inn í herbergi. Hún sast upp í rúminu og skoðaði sig um. Þetta var mjög fallegt lítið herbergi,
“Bara vöknuð,, heyrðist konurödd segja “Ég svo sem vissi það fyrir svo ég lagaði morgunmat, ég veit vel hvað þið borðið svo ég útbjó það,,.
Hermione sá konu koma inn. Hún vissi að þetta var Karmona-dís því hún var í mjög svipuðum klæðum og Cindy. En hvar var Cindy?
“Hver ert þú?,, spurði Hermione, svolítið smeyk.
“Ég er móðir Cindyar, Susan,, svaraði hún “Viltu ekki fá þér morgunnmat?,,.
Hermione þáði það og fékk sér ristað brauð og fleira sem Susan hafði borið fram. Hermione borðaði með bestu list. Þegar hún var búin var hún líka pakksödd.
“Þá er að kíkja á snákabitið,, sagði Susan.
Hún grandskoðaði snákabitið.
“Við náðum að stoppa eitrið,, sagði Susan “Þannig að þetta ætti að vera í lagi,,.
Þegar hún hafði lokið við þessi orð var hurðinni skellt og Cindy kom inn.
“Hermione, er allt í lagi með þig?,,.
Hermione kinkaði kolli. Cindy sast á rúmgaflinn.
“Fyrirgefðu að ég skildi skilja þig eftir,, sagði hún og tár streymdu niður kinnarnar.
“Það er allt í lagi, þú gerðir það sem þú þurftir að gera,, sagði Hermione “Hvað sem það svo var,,.
Hermione leit á Cindy.
“Ég þurfti að fara hingað fyrst til þess að…..,, sagði Cindy en mamma hennar greip fyrir munninn hennar.
“Bíddu róleg Cindy,, sagði Susan “Við verðum að athuga fyrst,,.
Susan leit fast í augun á Hermione. Hermione varð illt í augun og fann fyrir því hvernig Susan starði djúpt, djúpt í augun hennar. Þetta var nokkurn veginn eins og dáleiðsla. Nema miklu þægegri og maður sofnaði ekki í djúpa dáleiðslu.
“Allt í lagi, við getum treyst henni,, sagði hún eftir að hún hafði litið í augun á Hermione.
Hermione jafnaði sig fljótt á þessum störum.
“Treyst mér fyrir hverju?,, spurði hún svo.
“Ég þurfti að fara hingað fyrst til þess að stoppa tímann,, sagði Cindy.
Hermione starði á hana. Stoppa tímann?
“Meinarðu þá að ekkert gerist fyrir utan?,, spurði hún svo.
Cindy og Susan kinkuðu kolli. Hermione starði á þær. Þýddi það þá að ekkert var að gerast í Hogwartsskóla. Ekkert?
“Það er rétt?,, sagði Cindy og Hermione hrökk við.
Hún hafði gleymt því að Cindy gæti lesið hugsanir.
“Jæja, ég ætla að fara gera eitthvað hérna í húsinu,, sagði Susan.
Hún fór fram í stofu og byrjaði að þurrka af. Hermione og Cindy sátu eftir.
“En hvað er svona leynilegt við það, hvers vegna þurfið þið að treysta mér?,,.
“Þú mátt ekki segja neinum frá því,, sagði Cindy “Margir hræðilegir hlutir geta gerst,,.
“Eins og hverjir?,,.
“Við, Karmona-dísirnar, megum ekki segja það,, svaraði Cindy.
Hermione leit leyndardómsfullum augum á hana. Af hverju mátti hún ekki segja frá?
“Það er bara þannig og þú verður bara að sætta þig við það,, sagði Cindy 2En þú lofar að segja engum, ekki Draco eða neinum,,.
Hermione kinkaði kolli. Hún ætlaði ekki að svíkja Cindy eftir að hún hafði bjargað henni tvisvar.
“Jæja, nú ættir þú að fara á fætur,, sagði Susan um leið og hún kom aftur inn til þeirra “Mér skilst að þú sért að fara í heimsókn til Andorru,,.
Cindy kinkaði kolli fyrir Hermione og Susan fór aftur fram.
“Hver er Andorra?,, spurði Hermione og fór úr rúminu.
“Það er amma mín,, svaraði Cindy “Þú skalt fara gætilega og móðga hana ekki,,.
Hermione fór strax að kvíða fyrir því að fara að hitta Andorru. Ef hún skildi vera eitthvað skelfileg? Eða væri mjög létt að móðga hana og þá myndi hún gera eitthvað hræðilegt. Sem betur fer virtist Cindy ekki skipta sér að þessum hugsunum og því var Hermione mjög fegin.
“Eigum við þá að fara af stað?,, spurði Cindy.
“Ætli það ekki,, svaraði Hermione.
Þær fóru út. Hermione skoðaði þessa fallegu borg sem Karmona-dísirnar áttu heima í. Þetta var borg fallega skreytt með húsum í allskyns litum. Þarna var líka gróður og meira að segja tré, neðanjarðar. Eða lágu göngin sem Cindy hefði farið með hana í ekki niður á móti? Voru þau kannski bara göng niður á móti og svo aftur upp?
“Þau eru niður í móti og við erum neðanjarðar,, sagði Cindy allt í einu.
“En hvernig komast trén hérna fyrir?,, spurði Hermioen forvitin.
“Töfrar,, svaraði Cindy “Viltu kannski skoða borgina áður en við förum til ömmu?,,.
“Já, það er vel boðið,, sagði Hermione.
“Byrjum þá á miðjunni,,.
Þær gengu aðeins lengra í burtu. Þarna var miðja borgarinnar. Skreytt með allskonar súlum sem grænar klifurjurtir með fallegum rósum klifruðu. Þarna var líka lítil tjörn.
“Þetta er svo fallegur staður,, kom Hermione rétt upp úr sér.
Hún dáðist svo mikið af þessum gróðri að hún var að missa sig.
“Við lögðum líka mikla vinnu í miðjuna, en samt lögðum við heilmikla vinnu í borgina,, svaraði Cindy.
Hermione skoðaði nánast allt sem var á miðju borgarinnar.
“Af hverjari er þessi stytta?,, spurði hún þegar hún sá risastóra styttu sem var af, sýndist Hermione, Karmona-dís.
“Þetta er Yrana, sú sem stofnaði þessa borg,, svaraði Cindy og leit aðdáunar augum á styttuna.
Hermione skoðaði styttuna í krók og kima og gekk upp stigann sem lág að henni. Þegar hún kom upp var þarna nokkuð stór pallur og á pallinum var megaphone.
“Tilhvers notið þið megaphone?,, spurði Hermione.
Hún hafði oft heyrt karla og konur tala á hátíðum og tilkynningum í megaphone.
“Þetta er notað á hátíðum og þegar komið er með tilkynningar,, svarði Cindy.
“Alveg eins og í muggaheimi,, bætti Hermione inn í.
Hún skoðaði meira og meira. Las skilltið sem var á styttunni sem var um Yranu. Svo fóru þær Cindy út í búð og keyptu…… ja, Hermione gat eiginlega ekki lýst því á muggamáli en þetta líktist mjög mikið shake þannig að hún kallaði þetta bara shake.
“Ég held að það sé kominn tími til þess að fara til ömmu,, sagði Cindy.
“En við höfum alveg nógan tíma, það er búið að stoppa tímann,, sagði Hermione og hélt áfram að drekka shakeið sitt.
“Það á ekki að leika sér með tímann,, sagði Cindy “Komdu,,.
Hermione vildi ekki vera leiðinleg svo að hún elti Cindy. Þær gengu framhjá miðjunni og áfram. Eiginlega bara á sama stað og Cindy átti heima á nema aðeins lengra í burtu.
“Hérna er það,, sagði Cindy allt í einu þegar það var stórt hús fyrir fram þær.
“Er þetta það?,, spurði Hermione.
“Jebb,, svaraði Cindy “Komdu,,.
Þær gengu áfram í átt að húsinu og það myndaðist stærri og stærri hnútur í maganum á Hermione við hvert skref.
Nokkru mínútum síðar stóðu Cindy og Hermione fyrir utan fallegt og svolítið stærra hús en það sem Susan og mamma hennar bjuggu í.
“ Þetta er fallegt hús,, sagði Hermione.
”Ég veit það,, sagði Cindy “Mig hefur alltaf langað til þess að búa hérna,,.
Hermione skoðaði þetta fallega hús. Það var jarðgrænt á litinn og verulega flott í laginu. Það var mjög mikill gróður í kringum það og allskonar blómategundir. Sumar voru bara ekki til í muggaheimi og galdraheimi.
“Eigum við þá að koma inn,, sagði Cindy þegar Hermione var búin að virða húsið vel fyrir sér.
Cindy lokaði augunum. Hermione fannst Cindy vera mjög einbeitt. Hvað var hún að gera?
Eftir smá stund stóðu þær ekki lengur fyrir utan húsið heldur inn í því. Hermione leit í kringum sig og sá fallega stofu fyrir framan sig. Þarna voru allskonar myndir og fallegir vasar með þessum blómategundum.
“Finnst þér þetta svona fallegt?,, spurði Cindy.
Hermione kinkaði létt kolli og hélt áfram að skoða sig um.
“Jæja, þið eruð komnar elskurnar,, heyrðist gömul rödd segja og inn gekk gömul og lítil Karmona-dís.
“Amma,, hrópaði Cindy og hljóp til ömmu sinnar.
Hún faðmaði hana blítt að sér. Hermione sá ekkert illt við þessa Karmona-dís. Það gat ekki verið svo auðvelt að móðga hana, en Hermione ætlaði samt að passa sig til öruggis.
“Elsku stelpan mín, til hamingju með fyrsta verkefnið þitt,,.
“Takk,, svaraði Cindy og þær héldu áfram að faðmast í smástund.
“Amma, þetta er hún Hermione, stelpan sem ég bjargaði,, sagði Cindy að lokum eftir faðmlögin.
“Halló Hermione, velkomin í Kervekoborg, ein af Karmona-dísar borgum,, sagði Andorra.
Hermione vissi ekkert hvað hún ætti að gera. Cindy stóð fyrir aftan Andorru. Hún hneigði sig létt. Hermione fór að ráðum hennar.
“Þakka þér fyrir,,.
“Viljið þið ekki fá ykkur sæti?,, spurði Andorra.
Stelpurnar þáðu það og þær þrjár settust niður í stofunni og Andorra bauð upp á alskyns góðgæti.
“Jæja, til hvers komstu svo til Japan, Hermione?,, spurði Andorra.
“Til þess að finna Waquart,, svaraði Hermione.
“Og til hvers þarftu það?,,.
Hermione hóf þá að segja Andorru söguna sína. Um foreldra hennar, Voldimort, Draco, tímadrykkinn, það sem hún og Draco hefðu náð í, þegar Cindy og hún hittust og þegar hún vaknaði heima hjá Cindy og Susan. Andorra hlustaði með athygli á meðan.
“Og svo kom ég hingað til þín,, endaði Hermione frásögnina.
Það varð grafarþögn í smástund. Svo reif Andorra þögnina.
“Ég var hér þegar Hoarky þornaði upp, ó hvað bæjarbúar voru sorgmæddir. Þeir þurftu að flytja,, byrjaði Andorra “Ég var ung að árum og ég tók eins marga Waquart eins og ég gat. En svo kom sólin og skein glatt og heitt var í veðri svo Waquart steinarnir þornuðu upp. En það sem ég hafði náð geymdi ég og notaði þegar menn þurftu við veikindum,,.
Hermione og Cindy fylgdust vel með frásögninni, Andorra hugsaði góðan tíma um þessa gömlu minningar og á meðan var alveg grafarþögn en svo rauf Cindy þögnina.
“Amma, áttu eitthvað eftir?,, spurði Cindy.
Hermione fann allt í einu sting í hjartanu. Hún fann fyrir því að Cindy fann til. Hún fann fyrir því að Cindy vonaði að öllu hjarta fyrir hana að Andorra ætti Waquart steina eftir.
“Ég held að ég eigi tvo eftir,, sagði Andorra.
Cindy stökk í faðm ömmu sinnar. Hún var mjög hamingjusöm fyrir hönd Hermione. Hermione fann fyrir hlýju sem streymdi um líkama hennar. Þessi hlýja barst frá Andorru.
“Frú Andorra. Viltu vera svo væn og góð og virðuleg að gefa mér þessa tvo Waquart steina sem þú átt eftir?,, spurði Hermione og kraup næstum niður á kné. Hún vildi sko þóknast Andorru.
“Auðvitað elsku barn,, svaraði Andorra.
Hún gekk að gömlum skáp, sagði eitthvað og hann opnaðist. Svo tók hún lítinn poka út úr skápnum og rétti Hermione.
“Þakka þér kærlega fyrir,, mælti Hermione.
En þá byrjaði jörðin allt í einu að hristast. Hermione datt niður á golf.
“Hvað er að gerast?,, spurði Hermione.
Cindy hlaup að glugganum. Um leið og hún leit út um hann tók hún andköf.
“Armona slöngur,, var það eina sem hún gat sagt.



Er þetta ekki orðið hörku spennandi? DJók, Þið vitið hvað ykkur finnst. Vona að þið njótið.

Mú ha ha ha

P.S. Ég var að fatta að nú eru þessar Armona slöngur komnar og nokuð búið að gerast. Hver er ekki spenntur? Bra spyr sko. Því að það verður þriggja viknu bið á næsta kafla.

MÚ HA HA HA HA

P.S. A.T.H! að héðan í frá heitir spuninn minn Hermione Granger og sannleikurinn. Því að það er ekki raunverulikinn sem ég var að tala um, var bara að komast að því að það er sannleikurinn.


Vona að þetta verði samþykkt því það hefur verið eitthvað mikið bull með hitt. En ég lengdi þennann kafla allt BudIcer að þakka þannig að nú hafið þið meira að lesa heldur en þið hefðuð átt að fá.