Jæja þá hef ég loksins náð að skrifa langann kafla og vondandi skemmtið ykur vel!!!:)



14.kafli. Karmona-dísin

Hermione vaknaði við mjálm í Skakklappa. Hann hafði reynt að ná mús sem hann rakst á en hafði ekki náð henni svo hann mjálmaði sárann.
Hermione klæddi sig í fötin og fór niður í stóra sal þar sem morgunnmaturinn var nú hafinn. Hún fékk sér ristað brauð,beikon og margt, margt fleira því hún hafði ekki étið mikið síðan hún hafði verið að sækja efnin fyrir drykkinn svo hún var mjög svöng.
“Hefurðu étið eitthvað lítið undanfarið?,, spurði Ron þegar Hermione kláraði fjórðu brauðsneiðina sína.
“Ég hef verið svo upptekin að læra,, svaraði Hermione.
“Gafstu þér ekki tíma til þess að borða?,, spurði Ron.
“Ekki ert þú eins duglegur að læra,, svaraði Hermione.
“Ég læri eitthvað, en ég borða líka,, svaraði Ron.
“Já, en ég læri mikið og klára allt, svo fæ ég mér að borða,,.
Eftir það sögðu þau mest lítið og Hermione hélt áfram að borða. Þegar hún var búin að fá nægju sína fór hún í töfradrykkjatíma og var búin að lesa sig til um allt sem átti að gera svo hún gat byrjað strax á ritgerðinni.
Þegar töfradrykkjatíminn var búinn var ummyndunartími og safnaði Hermione þar 20 stigum. Allir í Gryffindor voru ánægðir með það. En ekki var það neitt nýtt því Hermione var nú alltaf að safna stigum svo þetta kom nú engum að óvart.
Tímarnir liðu og Hermione safnaði fleirum stigum. En hún var samt enn við hugsunum sem tengdust drykknum og öllu sem kom því við.
“Er eitthvað að þér Hermione?,, spurði Harry þegar Hermione var svo djúpt hugsi að hún hafði ekkert heyrt hvað Binn’s prófessor var að segja.
“Nei, nei, þetta er bara eitthvað svo leiðinleg saga,, svaraði Hermione.
“Leiðinleg? Þú hefur alltaf tekið vel eftir í þessum tímum og svo segirðu að þetta sé leiðinlegt,, sagði Ron með eiginlega hneyksluðum tóni.
“Mér finnst þetta bara leiðinlegt, fólk getur nú skipt um skoðanir,, svaraði Hermione.
Ron hafði ekkert meira að segja um það svo tíminn leið áfram með því að Hermione var djúpt hugsi.
Tímarnir liðu svo fljótt hjá að Hermione tók varla eftir þeim. Hún hafði enn og aftur verið djúpt hugsi og núna voru lallir tímarnir búnir. Þess vegna ákvað hún að fara upp í leyniherbergið og byrja á drykknum. Hún gekk af stað í átt að leyniherberginu og hugsaði á leiðinni um það hvernig þau hefðu eiginlega farið að því að galdra utan skólans og enginn hafði sent þeim neitt bréf eða neitt. Eina niðurstaðan sem hún komst að var sú að þau höfðu verið í öðru landi, en það gat samt ekkert passað því það átti ekki að skipta neinu máli í hvaða landi hún var. En auðvitað vildi hún ekkert vera finna af því, því hún vildi ekkert vera rekin.
Þegar hún var komin í leyniherbergið tók hún seiðpott sem hafði verið þarna.
“Vá, það er allt hérna sem maður þarf að nota,, sagði hún upphátt við sjálfa sig.
Hún byrjaði á því að setja vatn í hann eins og stóð í uppskriftinni. Svo blandaði hún efnunum saman í réttri röð og á misjöfnum tímum. Hún hafði verið þarna dálitla stund þegar hún heyrði einhvern koma inn. Þetta var Draco.
“Bara byrjuð strax,, sagði Draco.
“Maður verður nú að flýta sér,, svaraði Hermione og hélt áfram.
Hún bætti við tönninni ,af Rawens hákarlinum, sem leystist upp því seiðið var orðið sjóðandi heitt.
“Ég held að þetta sé að fara að koma hjá mér,, sagði hún.
“Öö,Hermione. Það er líka svolítið hérna á næstu blaðsíðu,, sagði Draco vandræðalega þegar hann var búin að skoða eitthvað meira í bókinni.
“Nú, hvað er það,, spurði Hermione.
“Við þurfum að sækja eitthvað. Hvort það sé einhver “steinn” eða eitthvað sem við þurfum að nota,, sagði Draco “En hann er í Japan á Shikoku,,.
“Ég get farið,, sagði Hermione “Þú þarft bara að gæta að þessu,,.
“Hvað á ég að gera?,,.
Hermione hristi hausinn og sýndi Draco hvað hann ætti að gera ef svona og svona gerðist.
“Jæja, þá held ég að allt sé komið svo ég ætla að drífa mig,, sagði Hermione þegar kennslunni var lokið.
Hún tók upp töfrasprotann.
“Erexteri,, sagði hún.
“Já,, Náði Draco að segja áður en Hermione var farin “Mér skilst að hann sé kallaður Waquart og sé í einhverju vatni sem nefnist Hoarky,,.
“Ok,, svaraði Hermione “Trezdar Shikoku,,.
En á ný fannst Hermione eins og kippt væri í hana en þó ekki að eins miklu afli því hún var farin að venjast þessu. Henni var heldur ekki eins kalt og ekki eins flökurt.Hún lenti heldur ekki harkalega á fótunum.
Hermione fór strax að leita að Hoarky með þessum Waquart. Hún leitaði og leitaði og var orðin verulega pirruð á því að finna ekkert. Þetta var örugglega svo stór skógur að hún næði aldrei að finna Hoarky fyrir kvöldmat.
“Hvar er þetta fjandans vatn,, sagði hún upphátt.
Hún leitaði og leitaði og leitaði einþá meira en aldrei fann hún neitt.
“Ég veit,, sagði hún.
Hermione breytti sér í uglu. Hún flaug hátt yfir trén og leit yfir skóginn.
“Hvernig í ósköpunum á ég að geta leitað um allan þennan skóg,, hugsaði hún þegar hún sá að skógurinn var margra kílómetra langur og breiður.
Hún leitaði og leitaði, hún flaug og flaug en fann aldrei neitt. Hún var orðin svo þreytt í vængjunum að hún ákvað að breyta sér aftur. Hún lenti og breytti sér aftur. En hún hætti ekki og leitaði og gekk og leitaði og gekk en fann aldrei neitt. Þegar hún var við það að gefast upp gekk hún aðeins lengra og þá sá hún svolítið.
Hún sá undursamlegan dal þar sem var mjög fallegt vatn. Henni hafði þá skjátlast um það að það hafði ekki verið neitt vatn þarna og þarna var heldur ekkert venjulegt vatn heldur hreint og tært á undursamlegum stað. Hermione var yfir sig hrifin að þessum dal og þess vegna fór hún lengra að honum.
“Þetta hlýtur að vera Hoarky, þá er steinninn hér,, sagði hún við sjálfa sig.
Hermione stakk hendinni ofan í vatnið og gróf svolítið í sandinn til þess að leita að steininum. Þegar höndin hafði farið ofan í vatnið og Hermione hafði grafið smá, breyttist dalurinn. Allt varð skuggalegt og Hermione fannst eins og hún væri komin í aðra vídd. Allt varð svart og grænt á litinn og plönturnar dóu. Það var ekkert þarna nema skuggalegt vatn, þoka og gras. Hermione reyndi að hlaupa í burtu en hún var lokuð inni.
“Hjálp,, kallaði hún.
Þegar Hermione hafði kallað byrjaði jörðin að skjálfa. Það sauð einhvern veginn í vatninu. Allt í einu kom risastór vera uppúr vatninu og fór í áttina til Hermione.
“Vatnadreki,, hugsaði hún skelfingu lostin.
Hún hafði lesið margt um vatnadreka. Þeir létu menn sjá eitthvað sem þeir löðuðust að en þegar þeir hefðu snert eitthvað sem gaf vatnadrekanum til kynna að manneskja var í nálægð, þá lokaðist allt í kringum manneskjuna og hún kæmist aldrei lífs af nema með kraftaverki.
Vatnadrekinn þokaðist nær og nær. Armarnir þokuðust til hennar. Hermione reyndi af öllum mætti að komast út úr sýndarveröldinni en það tókst ekki. Vatnadrekinn náði taki á Hermione og dró hana til sín.
“HJÁLP,EINHVER,, öskraði Hermione en enginn kom.
Hermione nálgaðist óðfluga vatnadrekaginið. Fnykurinn steig upp úr galopnu gininu.
“HJÁLP,, öskraði Hermione með tárin í augunum þegar hún var næstum komin ofan í ginið.
“LÁTTU HANA Í FRIÐI,, heyrði Hermione einhverja rödd hrópa og fjólublár geisli skaust beint í hjartastað á vatnadrekanum.
Hermione kastaðist til baka en veran sem hafði hrópað flaug upp og greip hana. Hermione lenti því mjúklega á jörðinni allt verunni að þakka. Vatnadrekinn féll niður í vatnið. Hermione vissi ekki hvort hann væri dáinn eða bara meðvitundalaus. En það skipti hana svosem engu máli því að hún var fegin því að þessi vera hefði bjargað henni. En hver var hún?
“Er allt í lagi með þig?,, spurði veran.
Hermione leit til hennar og sá að þetta var stelpa. Þetta leit að minnsta kosti út fyrir það að vera stelpa, nema bara með vængi og í einhverjum mjög skrýtnum búningi.
“Hver ert þú’,, spurði Hermione með eiginlega skjálfandi röddu.
“Einhver sem þú þarft allavega ekki að óttast, ég geri þér ekki mein,, svaraði veran.
“Berðu nafn?,, spurði Hermione.
“Ó, meintirðu það, já ég heiti Cindy,, svaraði veran sem Hermione vissi núna að héti Cindy “Hvað heitir þú?,,.
“Ég heiti Hermione,, svaraði Hermione.
“Gaman að kynnast þér,, sagði Cindy og brosti.
Hermione leit á þessa brosandi stelpu (ef þetta var nú stelpa) og velti því fyrir sér hvers vegna hún væri í svona búningi.
“Ég er Karmona-dís, þess vegna er ég í svona búningi,, sagði Cindy.
Hermione hrökk við. Hafði hún sagt þetta bara upp úr þurru eða las hún hugsanir.
“Já ég les hugsanir, ég er gædd þeim hæfileikum, Karmona-dísir eru samt gæddar mismunandi hæfileikum, en þær geta þó allar galdrað til góðs,, sagði Cindy “ Reyndar er það að geta lesið hugsanir ekki einu hæfileikarnir mínir,,.
Hermione horfði á Cindy smá stund. Hún treysti henni ekki alveg vegna þess að hún vissi ekki hver hún var. En samt fann hún það á sér að hún væri góð.
“Takk fyrir að bjarga mér,,.
“Ekkert að þakka,, sagði Cindy “ Eins og ég sagði þá göldrum við Karmona-dísir til góðs,,.
“Hefurðu oft bjargað einhverju áður?,, spurði Hermione.
“Nei, mamma sagði að fyrsta verkefnið mitt myndi koma í dag og þess vegna ætti ég að fara á þetta svæði og bíða þar,, svaraði Cindy “Hún getur séð inn í framtíðina,,.
Hermione og Cindy þögðu smá stund og horfðu á hvor aðra. Sólin kom hærra á loft og skuggar trjánna komu í ljós. Hermione leit í áttina að Cindy og sjá skuggann hennar, svo leit hún niður og sá engan skugga af sér. Auðvitað! Hún var ósýnileg! Gat Cindy líka séð mann ef maður var ósýnilegur?
“Ég get séð þig þótt að þú sért ósýnileg,, sagði Cindy.
“Mér datt það líka í hug,, sagði Hermione.
“Ég veit,, sagði Cindy og flissaði.
Hermione og Cindy töluðu smástund saman. Þær töluðu um margt sem þær áttu sameiginlegt og Hermione sagði Cindy allt frá tímadrykknum, Hogwarts, fortíðinni og mörgu fleira en tali þeirra lauk þegar Cindy sagði að Hermione ætti að fara að drífa sig.
“Ég get ekki farið,, svaraði Hermione.
“Afhverju,, spurði Cindy.
“Ég hef ekki en fundið það sem ég kom til þess að finna,,.
“Til hvers komstu?,,.
“Til að finna Waquart,, svaraði Hermione “Waquart er víst í vatninu Hoarky,,.
“En Hermione, Hoarky þornaði upp fyrir mörg hundruð árum og sólin eyðilagði Waquart steinanna sem voru eftir,, sagði Cindy.
Hermione sast niður og tár tóku að streyma fram. Nú var öllu lokið, ef hún hafði ekki Waquart þá gat hún ekki farið í fortíðina og……..og……..
“Hermione, hvers vegna grætur þú?,, spurði Cindy.
“Ég þarf Waquart í tímadrykkinn,, svarði Hermione.
“Æ,, sagði Cindy og tár tóku að streyma fram.
Hermione leit á Cindy. Hvers vegna var hún að gráta?
“Stundum myndast ákveðin tengsl milli Karmona dísar og manneskju, tengslið er mjög sterkt. Þá líður okkur eins og manneskjunni. Við verðum næstum því eins,, sagði Cindy því hún hafði lesið hugsanir Hermione “Það eru ekki allir sem fá Karmona-dís í lið með sér,,.
Hermione vorkenndi Cindy. En það var Cindy sem vorkenndi henni. Hermione fann allt í einu fyrir því að það voru tengsl á milli þeirra. Þær vorkenndu hvor annarri.
“Og ég er fegin því að hafa fengið þig,, sagði Hermione.
“Takk,, svaraði Cindy “Veistu, amma mín hún var til þegar Hoarky þornaði upp,,.
“En sagðirðu ekki að það hefði þornað upp fyrir mörg hundruðum ára?,,.
“Jú, en Karmona-dísir þær lifa mjög lengi,, svaraði Cindy “Ég get spurt ömmu meira út í Hoarky og Waquart,,.
“Takk æðislega fyrir en þú verður að flýta þér, ég þarf að komast aftur í Hogwarts,,.
“Ég flýti mér eins og ég get, þú getur líka komið með mér,, sagði Cindy.
“Heldurðu að það sé í lagi?,, spurði Hermione.
“Já,, sagði Cindy.
Hún beindi höndunum í áttina að Hermione. Það kom blár geisli sem hringaði sér létt í áttina að Hermione.
“Þú getur flogið núna,, sagði Cindy “Samt veit ég alveg að þú gætir breytt þér í uglu,,.
“Þetta er bara eitthvað nýtt,, sagði Hermione.
Þær flugu af stað og Cindy vísaði veginn.
Þegar þær voru komnar svolítið langt frá staðnum sem þær höfðu verið á, flaug Cindy niður. Herminone fylgdi fast á eftir.
“Erum við komnar?,, spurði Hermione.
“Við þurfum bara að fara hérna inn í þetta tré,, svaraði Cindy.
“Ertu ekki að djóka?,, spurði Hermione.
“Nei,, svaraði Cindy.
Hún setti hægri höndina sína við stofninn og sagði einhver orð.
“Stígðu tvö skref aftur á bak,, sagði Cindy og Hermione gerði það.
Eftir smá stund opnaðist stofninn og göng niður á við komu í ljós.
“Ætlarðu þá að koma?,,.
“Já,, svaraði Hermione.
Þær gengu inn í stofninn og hann lokaðist á eftir þeim. Hermione sá ekkert nema svart.


Þá er þessi kafli búinn. Bara svo að þið vitið þá er Vatnadreki með fjórarfætur svo einvhersskonar grip arma þannig í rauninni með sex fætur en samt ekki.

Hverjir héldu að veran (Cindy) væri galdrastlepa þegar ég sagði að hún væri í skrýtnum búningi og var ekki búin að segja að hún væri Karmona-dís (utan fyrir nafnið að sjálfsögðu, nafnið á kaflanum)? Vinkona mín hélt það fyrst, þess vegna spurði ég. Vonandi hafið þið notið vel.

P.S.Ef þið viljið sjá spunann minn í heild getið þið líka farið á http://folk.is/hpspunar og þar getið þið líka sent inn spuna og séð aðra spuna.