Ég gætti þess að hafa þennan kafla laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangann. :) Einhverjir ættu að vera ánægðir núna. Og ef þið skiljið ekki alveg hvernig Quidditch-liðið er, þá er það neðst. Lofaði ég mikilli

9.kafli-Slys

Feneccu var farið að ganga hörmulega í umönnun galdraskepna. Kettelburn prófessor hafði oftast bóklega tíma, en ekki verklega. Þau voru tvisvar í viku í þessum tímum og aðeins í þriðja hverjum tíma var verklegt! En, eins og Lily hafði bent á, þá ÞURFTI að kunna eitthvað bóklegt til að ná prófunum. Verst bara að Fenecca hafði ekki verið að hlusta mikið á Lily þá. Hún hafði verið upptekin af því að hlusta á hvísl fyrir aftan hana.
“Og þá ætti það að vera hægt, ekki satt?” hvíslaði James.
“Nema eitthvað fari úrskeiðis, það er staðreynd,” sagði Sirius á móti.
“Strákar, hættið við þetta! Í alvöru. Ef ég…. “ heyrðist í Remusi. Fenecca reyndi af alefli að hlusta betur.
“Það gerist ekkert, allt í lagi? Peter, fórstu í gær… “ byrjaði James en Sirius hnippti í hann og hvíslaði einhverju að honum. Feneccu fannst sem hún heyrði nafnið sitt, en var ekki viss.

“Gott og vel, næsti leikur er á móti Slytherin. Huffelpuff var bara upphitun fyrir þá. Þeir skjóta mun fastar og eru helmingi harðari. Sirius, þú skalt sýna Feneccu nokkur skot sem gætu komið frá þeim,” sagði Jack Wilson, fyrirlið Quidditch-liðsins. Sirius skaut fastast í Gryffindor-liðinu, svo að hann hefði átt mestar líkur á að komast í Slytherin-liðið, hefði hann lent í Slytherin.
Fenecca renndi sér fyrir framan markhringina og gerði sig tilbúna. Sirius sneri tromlunni aðeins í höndunum á sér en kastaði svo.
“Fjárinn sjálfur!” stundi Fenecca. Ef hún hefði reynt að verja hefði höndin áreiðanlega farið af.
“Nei, ekki fjárinn heldur tromla. Svona skot koma á næsta leik. Roger, þú skalt líka gæta þín, þessi fífl svindla meira en nokkrir aðrir,” sgði Sirius alvarlegur. Fenecca fór á jörðina og náði í tromluna. Sirius tók annað skot sem Fenecca rétt náði að verja, en bara út af því að hún hafði gripið hana með báðum höndum en næstum dottið af kústinum. Roger Abrembre og Nicolas Carycatas, varnarmennirnir, fóru að æfa sig í að skjóta á vissa staði þegar þeir slógu rotarana. Það var eins gott að geta skotið beint á Slytherin-leikmennina í næsta leik. James kom í stað Siriusar sem sóknarmaður þegar hann hafði náð eldingunni í nokkur skipti, en Fenecca reyndi af alefli að verja þrususkotin frá Siriusi. Sem gekk hryllilega.
“Gott og vel, ég skal SEGJA þér í hvaða hringi ég ætla að skjóta svo að þú getir nálgast tromluna í það minnsta,” sagði Sirius. “Miðhringurinn!” Fenecca gerði sig tilbúna. Sirius skaut og í þriðja sinn tókst henni að verja.
“Ég sver, ég á aldrei eftir að getað varið þetta til lengdar!” kallaði hún. Sirius lét sem hann heyrði ekki í henni.
“Hringurinn sem er hægra megin við þig!”
Eftir að hafa skotið svona í smá stund fór Feneccu að verða illt í höndunum. Þær voru orðnar eldrauðar, en þar sem Sirius var hættur að segja hvert hann ætlaði að skjóta þá varð liturinn og sársaukinn minni. Sirius tók enn eitt skot.
BANG!
Á einhvern undarlegan hátt lenti höfuðið á henni á milli tromlunnar og járnsins í markhringinum!

Einhver sló hana utan undir.
“Fenecca? Fjárinn sjálfur, ertu þarna?”
“Hún er örugglega á lífi, er það ekki?”
“Jú, hún andar alveg.”
“Sko, stelpur eru svo veikbyggðar. Þær þola ekki neitt.”
“Jack, tromlan fór í höfuðið á henni og hún skall í markstöngina. Þetta var meðal þeirra föstustu skota sem ég hef skotið!”
“Svo er hún örugglega tognuð. Fóturinn kræktist í hringinn þegar hún féll af kústinum.”
Fenecca sneri höfðinu. Henni var illt alls staðar og það tók hana langan tíma að melta þetta samtal.
“Hei, ertu þarna?” sagði Sirius sem laut yfir hana. Allt liðið stóð yfir henni.
“Nei, ég er á Hawaii,” sagði Fenecca reiðilega.
“Það er allt í lagi með hana fyrst hún er aftur orðin kaldhæðin,” sagði James og stóð upp.
“Hún á eftir að vera kaldhæðin þótt að hún sé dauð. Er í lagi með þig?” sagði Sirius og lyfti höfðinu á henni upp. Hún lá á vellinum fyrir neðan markhringina.
“Djöfullinn….. hvað gerðist?” sagði Fenecca og bar aðra höndina að höfðinu þar sem stór kúla var að myndast.
“Þú fékkst tromluna í höfuðið og rakst í markhringinn. Svo tókst þér að krækja fætinum í hringinn, svo að í staðinn fyrir að detta bara beint niður og slasast mjög alvarlega þá ertu örugglega tognuð á öðrum fætinum,” sagði Sirius glottandi. Fenecca fann nú fyrir hræðilegum sársauka í vinstri fætinum.
“Þú ert heppinn að ég sé svona slösuð, Sirius Black. Annars mundi ég lemja þig eins fast og ég gæti,” sagði Fenecca mjúklega. Strákarnir glottu.
“Heyrðu, ég kem Feneccu bara upp á sjúkrahússálmuna, þið haldið áfram,” sagði Sirius svo og tók undir hendurnar á Feneccu og togaði hana upp.

“Viltu að ég haldi á þér eða á ég bara að styðja þig?” spurði hann brosandi.
“Veistu, þú mátt bara styðja mig, ég ætla ekki að láta þig halda á mér, það er alveg öruggt,” sagði Fenecca.
Það var frekar löng leið frá Quidditch-vellinum og upp að skólanum, og það er mjög óþægilegt að þurfa að hoppa um á einum fæti með dúndrandi hausverk.
“Ég er mjög fegin að Berta Jorkins sé ekki lengur hérna,” sagði Fenecca á milli samanbitinna tannana.
“Hvers vegna?” spurði Sirius sem hálf dró Feneccu áfram.
“Veistu hvaða lygasaga yrði komin um skólann á morgun? “Sirius og Fenecca eru saman.” Það er jafn augljóst og að mér er illt í hausnum. Verst að Justine Payne kemur í hennar stað,” urraði Fenecca. Berta Jorkins haðfi verið í Huffelpuff og var einhver mesti slúðrari sem sögur fóru af. Hún hafði hætt í skólanum fyrir tvem árum, en Justine Payne, sem var einu ári eldri en þau, hafði tekið við Bertu með slúðrið.

“Heyrðu, ég borga á hrekkjavökunni,” sagði Sirius.
“Hvað?” spurði Fenecca undrandi meðan þau klöngruðust upp tröppurnar.
“Hrekkjavakan. Það er alltaf Hogsmeade-helgi þá, ég bauð þér út þá. Ertu orðin minnislaus, eða?” Fenecca hristi höfuðið, henni var orðið of illt til að segja nokkuð. Henni leið eins og höfuðið væri að klofna.

“Sirius, hversu fast skaustu eiginlega?” stundi hún upp eftir langa þögn. Sirius lagaði takið á henni.
“Virkilega fast, ég held að þetta hafi verið með þeim föstustu,” sagði hann rólega og lágt til að ofreyna ekki heyrnina í Feneccu.
“Andskotinn….. “ muldraði hún og hallaði höfðinu að öxlinni á honum. Þá þurfti hún ekki að halda því uppi.

“Quidditch er og verður alltaf hættuleg íþrótt. Mér finnst ótrúlegt að þið skuluð enn hafa öll beinin ykkar,” sagði Pomfrey reiðilega þegar hún rétti Feneccu lyf sem átti að lina hausverkinn.
“Er ég tognuð?” spurði hún hikandi eftir að hafa drukkið ógeðslegt lyfið.
“Já, og það illa. Ótrúlegt að höfuðkúpan skuli enn vera í heilu lagi barn,” muldraði Pomfrey móðguð og gerði einhvern galdur sem festi spelkur á fótinn á Feneccu.
“Kannski ætti að finna einhvern annan í markværsluna,” sagði Sirius hugsandi.
“Hún verður komin í lag fyrir næsta leik, engar áhyggjur, þið getið meitt hana meira þá, ekkert vandamál, neinei. Hún verður í fínu lagi í kvöld, það máttu bóka, það er alveg víst.” Fenecca og Sirius glottu. Pomfrey líkaði aldrei þegar þau slösuðu sig í Quidditch. Ef það var eitthvað annað, eins og töfradrykkir eða jurtafræði skipti hún sér ekkert að þessu. Í raun skildu nemendurnir ekki hvað hún var að kvarta, hún fékk nú einu sinni borgað fyrir þetta, það hefði verið líklegra að hún yrði ánægð ef þau slösuðu sig svona, og segði þeim að gera það oftar.

“Taktu þetta inn á klukkutímafresti þar til þú ferð að sofa,” sagði Pomfrey skipandi og rétti Feneccu lítið glas með lyfi í.
“Ööö, hversu mikið eiginlega?”
“Eina skeið. Hún fylgir með,” sagði Pomfrey og festi litla skeið við. Fenecca kinkaði kolli og sveiflaði fótunum úr rúminu. Henni var alveg batnað í þeim.
“Heyrðu, það er að koma kvöldmatur, eigum við að fara?” sagði Sirius og benti fram á ganginn.
“Jújú, Lily og Jackie eru örugglega orðnar skíthræddar um mig,” sagði Fenecca. Sirius studdi Feneccu aðeins meðan hún var aftur að venjast því að ganga, henni var ekki fullkomlega batnað þó að hausverkurinn og mesti verkurinn í fætinum væru farnir.

“Fenecca, við ætluðum að athuga hvort það væri í lagi með þig, en James stöðvaði okkur og sagði að það væri allt í lagi með þig. Er í lagi með þig Fenecca? Við höfðum svo miklar áhyggjur af þér!” bunaði Jackie út úr sér. Fenecca starði á hana.
“Silencio,” muldraði Sirius þegar Jackie opnaði munninn aftur. Hún horfði ásakandi hann.
“Jæja, eigum við að fá okkur að borða?” sagði hann kæruleysislega og settist.
“Það er bara hugboð, en ég held að þú ættir að aflétta álögunum. Jackie er orðin svolítið rauð, kannski getur hún ekki andað,” sagði Fenecca hugsandi og horfði á Jackie sem var orðin eldrauð í framan.
“Eftir matinn. Henni er örugglega sama,” sagði Sirius og rétti Feneccu graskerssafann. Hún yppti öxlum.

“Pssst, Fenecca! Lily!” hvíslaði einhver við næsta horn. Fenecca sneri sér eldsnöggt við. Kvöldmaturinn var búinn og hún og Lily höfðu verið að fara á bókasafnið, Jackie hafði farið að elta Sirius til að hann myndi aflétta þagnargaldrinum.
“Hvað?” spurði Fenecca. Sirius og James drógu þær inn í skotið.
“Ég og James ætlum að sprengja nokkra flugelda hérna. Þið ættuð ekki að vera hérna á morgun um hádegisbilið, allt í lagi?” sagði Sirius glottandi.
“Svo að þá víkur rólegt skólalífið fyrir látum og sprengingum?” sagði Lily ásakandi. James og Sirius kinkuðu kolli. Sirius var svolítið móður, eins og hann hefði verið að hlaupa.
“Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því að ég er umsjónarmaður?” spurði Lily stíf.
“Æi, ekki eyðileggja svona skemmtun,” sagði Fenecca biðjandi.
“Sko, einhver með viti. Lily, ætlarðu nokkuð að kjafta?” sagði James. Lily leit til skiptis á þau þrjú. Fenecca vissi að hún vildi ekki vera jafn ill við James eftir að hafa komist að þessu með systur hans, en hún vildi heldur ekki vera virkilega góð við hann.
“Gott og vel, en ef einhver slasast þá segi ég,” sagði Lily eftir smá þögn.
“Af hverju ætti einhver að slasast?” spurði Sirius hissa. Lily horfði reiðilega á hann.
“Ó, já, einmit….. “ muldraði hann skömmustulega.
“Hvað?” spurði Fenecca.
“Manstu þegar þeir kveiktu í flugeldum í fyrra eftir að hafa unnið Quidditch-leiktímabilið? Ég fékk einn á mig,” sagði Lily á milli samanbitinna tannanna. Fenecca gretti sig, hún mundi eftir þessu. Lily hafði legið á sjúkrahússálmunni í tvo daga!
“Lily….. ég var að pæla…. “ sagði James skyndilega hugsandi. Lily leit á hann.
“Hvað?”
“Út af því að Fenecca fer með Siriusi á Hogsmeade-helginni, þá gætir þú kannski…. “
“Ætlar Fenecca HVAÐ?” skrækti Lily og leit á Feneccu. Hún mundi núna að hún hafði aldrei sagt Lily eða Jackie þetta.
“Fara með Siriusi á Hogsmeade-helginni,” muldraði Fenecca. Lily herpti saman varirnar og horfði á Feneccu eins og hún væri sturluð.
“Nennir þú ekki að koma með mér?” sagði James hressilega.
“Ég ætla að vera með Jackie,” sagði hún snöggt.
“En ef ég læt Hora….. Severus vera í viku?” sagði James lokkandi. Fenecca faldi höfuðið bakvið öxlina á Siriusi, hún var að springa úr hlátri.
“Hvað um Jackie?” spurði Lily. Fenecca og Sirius hristust af hlátri. Lily myndi ekki viðurkenna að þetta væri það sem James hefði vonast eftir í tvö ár, að fara á stefnumót með henni.
“Me-megum við kannski fara?” sagði Sirius brosandi.
“Fenecca fer ekki fet, ég verð ekki ein eftir með þessu,” sagði Lily skipandi og benti á James.
“Lily, ertu loksins farin að gefa eftir? Það var nú mikið,” sagði Fenecca, sem brosti jafnvel enn meira en Sirius.
“Þá það, komið ykkur í burtu!” sagði Lily reiðilega. Fenecca lét ekki segja sér það tvisvar.

Jackie hafði fundið Sirius þegar hann og Fenecca voru að fara og henni til mikillar ánægju hafði hann aflétt þagnargaldrinum. Og til að refsa honum talaði hún og talaði og talaði. Svo þegar Fenecca benti henni á að hún ætti enn eftir að gera stjörnukortið sitt fyrir morgundaginn snarþagnaði hún.
“Fenecca, þú ert bjargvætturinn minn!” sagði Sirius og andvarpaði feginn. Fenecca glotti bara og yppti öxlum.
“Jackie, hvað ætlar þú að gera á Hogsmeade-helginni?” sagði Lily hikandi. Jackie hugsaði sig um.
“Ég veit það ekki,” sagði hún að lokum og renndi augunum yfir stjörnukortið sitt. Fenecca leit á James og Sirius sem kinkuðu glaðlega kolli. Remus leit til skiptis á þá og brosti út í annað munnvikið. Svo leit hann á dagatal sem hékk í stofunni. Fenecca hafði oft verið að hugsa um það af hverju hann hafði alltaf auga með dögunum. Hann þurfti ótrúlega oft að fara heim til sín út af móður sinni eða eitthvað álíka.
“HVAÐ?” skrækti Jackie skyndilega. Fenecca hrökk við. Flestir í setustofunni litu við til að sjá út af hverju Jackie hefði nú verið að öskra.
“Jackie, gerðu mér greiða og þegiðu!” hvæsti Lily. Fenecca hallaði sér aftur í stólnum með jurtafræðibókina í fanginu. Nú yrði Jackie klikkuð.

“Hvað í fjáranum gengur hér á!” öskraði Filch. Fenecca flautaði. Flugeldarnir sem Sirius og James höfðu sprengt voru svolítið miklir. Filch líkaði það ekki. Þeir dreyfðu sér um skólann, en McGongall og Flitwick voru fljót að ráða niðurlögum þeirra. Þetta hafði þó truflað kennsluna að einhverju leiti, og það var gott.
“Hvernig kveiktu þeir í þeim án þess að nokkur sæi til þeirra?” hvíslaði Lily hissa þegar stjörnublys brunaði framhjá þeim með Flitwick á eftir sér. Hálfri mínútu seinna var það ekki lengur til.
“Spurði kærastann,” sagði hún glottandi. Lily hafði samþykkt að vera með James í Hogsmeade ef hann léti Severus vera í tvær vikur. Fenecca var ekki viss um hvað Jackie ætlaði að gera, en sennilega yrði hún bara með Díönu og Fionu, hinum stelpunum í þessum árgangi Gryffindors.
“Vel á minnst, verðurðu virkilega með honum allan daginn?” sagði Fenecca þegar hún mundi eftir þessu.
“Nei! Ertu alveg snar? Bara fyrri hlutann. Svo verð ég með Jackie. Og má ég giska, þú verður með Siriusi allan daginn?” sagði Lily lúmskt.
“Lily, hvað hefurðu svona á móti þeim? Þeir eru fínir. Þú þarft að umgangast Remus mjög mikið núna, og fylgir James ekki alltaf með? Þú veist vel að Sirius og James eru skemmtilegir en vilt ekki viðurkenna það,” sagði Fenecca þreytulega. Lily herpti saman varirnar og strunsaði í burtu. Djöfullinn, hugsaði Fenecca og horfði á eftir henni. Eftir því sem henni líkaði Sirius meira, þá varð vináttan minni hjá henni og Lily. Hversvegna þurfti hún að hata James svona, hugsaði Fenecca og stundi og beygði sig undan blárri rakettu sem var að ráðast á nemendur. Svo sá hún að þetta var í raun Peeves, en ekki raketta frá strákunum.

Quidditch-lið Gryffindors:
Gæslumaður: Fenecca Crock
Leitari: James Potter
Sóknarmenn: Emilius Corvus, Sirius Black og Jack Wilson
Varnarmenn: Roger Abrembre og Nicolas Carycatas

A.T.H.
Öll skítköst vel þvegin!

GuLLa mUndA IngA boGGa BeRgS