Í þessum kafla ætti að vera eitthvað sem mörgum mun ekki líka við. Varúð!
Tzipporah fór svona snildarlega yfir:D

14. kafli
Hrekkjavakan

Þessar tvær vikur liðu óðfluga og áður en þau vissu af var Hrekkjavakan gengin í garð. Nemendur Hogwartsskóla, hurfu inn í “hestlausu” vagnana hver á fætur öðrum með bakpoka og pyngjur sem ætlunin var að fylla af sætindum. Harry settist í vagn með Ron og Hermione. Ron hafði þurft að draga Hermione uppúr bókunum og þrátt fyrir allar afsakanir og harmakvein um að hún þyrfti að undirbúa sig fyrir M.U.G.G.ana tókst honum loksins að fá hana með. “Jæja,” sagði Ron til þess að koma af stað umræðum í vagninum. “Hvað eigum við að gera?” spurði hann.
“Förum í Sælgætisbaróninn og búið,” sagði Hermione. “Nei annars, ég þarf líka að kaupa mér fjaðurpenna og pergament.”
“Hermione, róaðu þig! M.U.G.G.arnir eru ekki fyrr en á næsta ári! Þú hefur tvö ár til þess að læra undir það!” nöldraði Ron í henni.
“Og allt í einu koma þeir og ég veit ekkert hvað ég á að gera!” sagði Hermione.
“Ekkert rifrildi núna, gerið það! Hermione, reyndu að læra ekki í einn dag!” sagði Harry.
Þau sátu þögul það sem eftir var ferðarinnar og horfðu á veginn.
“Jæja,” sagði Harry loks. “Við erum þá komin.”
Hann steig ofan í poll sem var undir vagninum.
“Æi,” sagði hann mæðulega.
“Ég kippi þessu í lag,” sagði Hermione og mumlaði: “Exaresco”.
“Takk,” sagði Harry og fann hvernig hann þornaði. “Eigum við ekki að drífa okkur inn?”
“Jú,” sagði Ron stirðlega. “Komum okkur í Sælgætisbaróninn og svo að kaupa fjaðurpenna og svo heim.”
Þegar þau komu inn í Sælgætisbaróninn gleymdi Ron alveg að hann væri í fýlu við Hermione og tók gleði sína á ný þegar hann fyllti poka af ýmisskonar nammi.
“Þú munt í það minnsta ekki svelta,” benti Hermione honum á þegar hún sá fullan pokann af sælgæti.
“Hvað eigum við að gera næst?” spurði Harry. “Þrjá kústa? Ég býð.”
“Já, fyrst þú býður,” sagði Ron með fullan munninn af súkkulaðifroskum.
Þau löbbuðu blaut og köld úr rigningunni inn á Þrjá kústa.
“Þrjár krúsir af hunangsöli, takk,” sagði Harry við fröken Rosemertu.
“Gjörðu svo vel, Harry,” sagði hún og brosti. “Hvernig líður þér?”
“Bara vel, þakka þér,” sagði Harry og brosti vandræðilega og flýtti sér að borðinu.
“HJÁLPP!” heyrðist af utan af götunni. “HÁLP! ÁRÁS, ÞAÐ ER ÁRÁS!”
Ginny kom hlaupandi inn.
“Harry, Ron! Það…. Vitsugur!”
“Hvar?” spurði Ron. “Ginny hvar!”
“Við draugahúsið!” stundi Ginny milli ekkanna. “Þær voru að ráðast á einhvern, ég veit ekki hvern. Þau…. þetta… þau… tóku sálina úr honum!”
Harry hljóp út af Þremur kústum. Krakkar voru hlaupandi út um allt.
“Bíðið hér!” náði hann að segja áður en hann lokaði dyrunum.
“Allir inn í hús!” öskraði Lupin sem birtist allt í einu út á götunni fyrir framan Þrjá kústa. “Allir inn! Felið ykkur!”
“Hvað er að gerast?” spurði Harry sem var kominn til hans. “Hvað er að gerast?”
“Árás, Harry,” sagði Lupin. “Núna ferð þú inn og verður þar þangað til að ég segi þér að koma út.” Lupin dró hann inn í lítinn kofa sem stóð á milli Pósthúsins og kráarinnar.
“Ég get hjálpað!” sagði Harry þrjóskulega. “Ég er ekki einhver aumingji.”
“Harry, gerðu það sem ég segi!” hrópaði Lupin á hann. “Þú verður að hlýða mér núna, gerðu það!” bætti Lupin.
“Það væri asnalegt Lupin,” sagði Snape fyrir aftan hann. “Þó að mér sé illa við hann þá kann hann að berjast.”
Harry leit til Snapes þar sem hann brosti. Brosti! Harry hafði aldrei dottið í hug að Snape mundi brosa til hans! Harry myndaði orðið “takk” með vörunum.
“En hann er of ungur, Serverus, þú veist það!” sagði Lupin á móti.
“Remus, ef það er einhver sem kann að berjast þá er það Harry,” sagði Snape þrjóskulega. “Hann mun hjálpa, vittu til. Hann mun hjálpa, hvort sem þú bannar honum það eða ekki.”
“Svo að þú segir það Serverus,” sagði Lupin. “Við getum ekki deilt um það. Harry, þú verður hér þangað til að ég segi til.”
“Ég þá líka,” sagði Hermione sem stóð fyrir aftan þau.
“Og ég,” sagði Ron.
“Og við,” sagði Nevill fyrir hönd Ginnyar og Lunu.
“Sérðu! Núna vilja allir hjálpa!” sagði Lupin þreytulega. “Er reglan að koma?”
“Það er búið að senda boð,” sagði Snape. “Þau fara að koma á hverri stundu. Dumbledore er brjálaður, hann er á leiðinni. Allir kennarar skólans eru komnir, núna bíðum við bara eftir því að þau geri árás.”
“En hvað með krakkana?” spurði Lupin. “Það eru um það bil fjögur hundruð krakkar hérna, hvernig getum við komið þeim í öruggt skjól?”
Snape hugsaði sig um.
“Kanntu að gera leiðarlykilsgaldur?” spurði hann loks.
Lupin hristi höfuðið.
“Hef aldrei náð honum fullkomlega.”
“Granger, þú hlýtur að geta gert hann,” sagði Snape, óvenjulega uppörvandi þar sem hann hafði aldrei hróasað Hermione fyrr.
“Eh… já, ég kann hann,” sagði Hermione og roðnaði.
“Lupin, þú getur gert hann, nokkurn veginn? Farðu með Granger á helstu staðina og gerið leiðarlykla sem eiga að fara upp í Hogwarts. Hann er falinn. Dumbledore setti álögin yfir hann svo að enginn getur komið inn sem veit ekki leyndarmálið.”
“Hvernig vita allir leyndarmálið?” spurði Harry. “Enginn hefur sagt okkur það.”
“Flokkunarsöngurinn,” sagði Lupin og brosti. “Það er lykillinn. Dumbledore breytti aðeins galdrinum. Hermione, komum.”
Harry horfði á Lupin og Hermione fjarlægjast út í rigningun. Skyldi þeim takast að flytja alla krakkana?
“Við skulum bíða um stund. Hann er að nálgast,” sagði Snape og þreifaði á merkinu. Harry fékk allt í einu sting í örið.
“Hérna, þetta linar sársaukann.” Snape rétti honum litla flösku með fjólubláum vökva.
“Hvað er þetta?” spurði Harry þrjóskulega. “Hvernig veit ég að þetta sé ekki eitur?”
“Drekktu þetta bara! Þetta linar á sársaukann sem þú færð í örið,” sagði Snape óþolinmóður. Harry teygaði vökvann í einum sopa.
“Þetta toppar næstum því beinagræðslueliksírinn,” sagði Harry. “Þetta er viðbjóður!”
“Treystu mér, það eru til hlutir sem smakkast mikið verr,” sagði Snape. “Þau eru að koma. Hann er að koma.”
Þau sátu þögul í litla kofanum og gerðu ekkert annað en að bíða. Bíða eftir að eitthvað gerðist.
“Harry Potter,” hvíslaði rödd inn í kofann. “Harry Potter!”
Það var verið að kalla á hann.
“Ekki hlusta,” sagði Snape. “Ekki hlusta.”
“Ég verð,” sagði Harry eins og hann væri úr öðrum heimi. “Það er að kalla á mig!”
“Ef þú hlýðir, deyrðu!” sagði Snape hörkulega.
“Harry, ekki,” sagði Ron skrækróma.
“Við verðum að bíða. Bíða þangað til að Remus og Granger koma aftur,” sagði Snape órólegur.
“Hvað eigum við að gera?” spurði Luna forvitin og augu hennar voru enn stærri en vanalega. “Getum við gert eitthvað yfir höfuð?”
“Ert þú ekki Luna? Lovegood?” Luna kinkaði kolli. “Dóttir Quibbler mannsins? Jæja, það verður að koma í ljós. Hvað kunnið þið?”
“Bara það sem Harry hefur kennt okkur,” sagði Luna. “Hann er góður kennari.”
“Nú, er það,” sagði Snape ögn kuldalega. “Og hvað er hann búinn að kenna ykkur?”
“Patronus, hemil, afvopnun og þannig,” sagði Luna. “Bara svona dóterí.”
“Nú, eitthvað ætti að duga,” sagði Snape. Allt í ein var dyrunum hrundið upp. Skikkjuklædd vera steig inn.
“Snape,” sagði skikkjuklædda veran kuldalega. “Ég var alveg farinn að trúa því að þú værir einn af okkur! Expelliarmus!”
Sproti Snapes flaug upp í loftið og lenti hliðina á verunni.
“Hver er þar?” spurði Snape, óvenju rólegur. “Og síðan hvenær var ég ekki einn af ykkur?”
“Rænulaus!” öskraði Luna allt í einu og beindi sprotanum á skikkjuklædda manninn sem féll samstundis niður, rænulaus.
“Sniðugt,” sagði Neville og brosti.
“Takk!”
“Jæja, hver er nú þetta?” Snape bograði yfir aðkomumanninn og tók af honum skikkjuna. “Percy Wealsey?”
Harry tók eftir því hvernig Ron færði sig aftar í kofanum með Ginny, þar sem þau stóðu þétt að hvort öðru. Tár runnu niður kinnar þeirra og Harry þorði ekki annað en að fara að hugga þau.
“Ekki, Harry,” sagði Ron, alveg laus við ekka. “Þetta er þá hans vegur. Sá vegur sem hann kaus… verður ekki minn. Hann fær að eiga sínar ákvarðanir, eins og vanalega.”
“Ron, er eitthvað sem ég get gert?” spurði Luna sem var líka komin.
Ron hristi hausinn.
“Ginny…?”
“Nei,” sagði Ginny og þurrkaði tárin burt. “Við verðum að berjast á móti Vo…Voldemort. Sama hvað það kostar.”
Á einu augabragði var öll sorg horfin úr andliti Ginnyar og það eina sem skein úr augum hennar var hefnd.
“Ekki nefna nafn Hins Myrkra Herra!” hvæsti Snape hljóðlega.
“HJÁLP!” heyrðist í Hermione hrópa.
Hvað var að? Var Hermione í hættu.
“HARRY HJÁLP! HJÁLP!”
Harry hljóp að dyrunum og opnaði þær.
“Harry! NEI!” hrópaði Snape. “Þú veist ekkert hvort þetta sé gildra!”
“Hermione þarfnast hjálpar! Og Lupin líka!”
“Harry, þú ferð ekki!”
Harry horfði á hann í smá stund en hljóp síðan út. Hann kom að Lupin sem lá á jörðinni, særður og átti erfitt með að anda.
“Hjálp!” öskraði hún aftur og Harry sá hvar Hermione var í haldi tveggja drápara. “Harry, þú verður að hjálpa,” sagði hún milli ekkasoganna. Hvort tár voru að renna niður kinnar hennar sá Harry ekki því að rigningin var svo mikil að hann var nú þegar orðinn hold votur.
“Harry, farðu inn… vertu kyrr þar sem þú ert öruggur,” náði Lupin að segja á innsoginu. “Það verður allt í lagi með mig.”
“Nú nú,” heyrði Harry einhvern segja með ísköldum og skerandi róm fyrir aftan þau. Maður klæddur í skikkju stóð þar og það glitti í hvítar hendur hans undan skikkjunni. “Loksins aftur.”
“Hvað viltu mér?” spurði Harry óttasleginn.
“Það sama og venjulega,” sagði hann og tók af sér hettuna.
“Snape!” öskraði Harry. Snape kom hlaupandi út úr kofanum. Hann leit á Voldemort, með virðingu en ekki hræðslu. “Farðu með Lupin eitthvert, ég sé um þetta,” sagði Harry.
“Nei, Potter, far þú með Lupin, ég skal sjá um þetta,” sagði Snape á móti. “Þetta ætti ég að geta ráðið við.”
“Farðu í það minnsta fyrst með Lupin!” öskraði Harry á hann. “Hann kom til þess að hitta mig, gleymdu því ekki.”
Snape sveiflaði sprotanum og Lupin sem lá meðvitundarlaus á jörðinni byrjaði að lyftast upp og svífa í átt að kofanum.
“Hvað viltu mér?” spurði Harry aftur, nú mun yfirvegaðri og öruggari með sig þegar Snape stóð fyrir aftan hann.
“Advada Kedavra!” hvíslaði Voldemort og grænn geisli beindist að Harry en mikill skjöldur myndaðist um Harry og græni geislinn splundraðist. “Hvað er að gerast?” hvíslaði Voldemort. “Hvað er að gerast!” endurtók hann öskrandi.
“Þú getur ekki drepið mig,” sagði Harry yfirvegaður. “Þú getur ekki drepið mig með göldrum. Þú getur ekki háð einvíg við mig. Þú getur ekki sært mig!”
Voldemort horfði á hann um stund.
“Hvað er að gerast?” mumlaði hann. “Advda Kedavra!” öskraði hann aftur en á sama tíma hrópaði Harry: “Expilliarmus!” af gömlum vana og sprotar þeirra tengdust. Hann hafði gert þetta viljandi. Viljandi til þess að sjá þá sem hann elskaði aftur. Til þess að sjá mömmu sína og pabba, til þess að sjá Kingsley.
“Hvað ertu að gera!” öskraði Voldemort á hann aftur. “Láttu þetta hætta!”
Silfurbogi var milli sprotana sem togaði þá upp frá jörðu. Tár var á miðjum boganum. ‘Ég verð að láta tárið snerta hans sprota’ hugsaði Harry. ‘Aðeins meira’. Tárið var farið að mjakast í átt að sprota Voldemorts.
“Hvað ertu að gera?” spurði Voldemort aftur. “Af hverju?”
Tárið snerti sprota hans og mynd af Kingsley Shacklebolt skreið úr sprotanum.
“Aðeins lengur. Þau vilja sjá þig Harry,” sagði bergmálið sem hann mundi svo vel eftir frá því fyrir tvem árum.
Hver skugginn á fætur öðrum kom.
“Takk,” sagði bergmálið af Cedric Diggory.
Loksins. Loksins þegar gamli maðurinn var kominn út úr sprotanum og Berta Jorkins kom hún.
“Harry,” sagði bergmálið hennar. “Vertu sterkur ástin mín. Sirius er stoltur af þér og við líka. Haltu aðeins lengur.”
James kom úr sprotanum.
“Harry,” sagði bergmál James. “Harry, við erum stolt af þér, og mundu við erum alltaf hjá þér. Líka Sirius.”
“Harrry! Hvað ertu að gera!” heyrði Harry rödd Tonks í fjarlægð. “Harry, hvað er að gerast!”
Harry sá hana ekki, bara heyrði. Voldemort leit á hann, alveg ráðalaus.
“Fyrst ég get ekki drepið þig,” byrjaði hann rólegur, “gerir bara einhver annar það fyrir mig!”
“Harry, slepptu!” öskraði bergmál Föður hans á hann.
Harry sleppti og silfurboginn brotanði. Skuggarnir hurfu samstundist.
“Bless,” hvíslaði Harry lágt.
“Advada Kedavra!” öskraði Voldemort en Harry færði sig undan. Þegar hann snéri sér við sá hann Tonks, liggja grafkyrra á jörðinni og hún starði á hann en augun, augun sem höfðu alltaf verið svo full lífskrafti, voru það ekki lengur. Þau störðu tómlega í áttina til hans.
“TONKS!” heyrði Harry Snape öskra. Snape hljóp í átt að líkinu. “Tonks? Nyph? Dora? Ekki, ekki fara!” Snape kraup yfir henni en sorg hans var of djúp fyrir tár. Hann faðmaði hana og kyssti og tók hana svo upp og bara hana inn í Sælgætisbaróninn.
“Tonks?” hvíslaði Harry og tár byrjuðu að renna niður á meðan hann fylgdist með Snape bera hana í burtu.
“Hvernig geturðu gert svona hluti? Af hverju er það eina sem þú getur gert? Að skapa sundrung og fjandskap milli manna? Hvað er eiginlega að þér?” öskraði hann að Voldemort.
Voldemort svaraði engu, heldur brosti og krosslagði hendur. Harry heyrði öskur handan hornsins og sá glitta í ljósgeisla af ýmsum litum.
“Við erum með vinkonu þína,” sagði hann. “Ég er með nokkrar hugmyndir hvað við getum gert við hana. Curcio!”
Hermione engdist á jörðinni og vanmáttarkenndin gagntók Harry, hann gat ekkert gert til að hjálpa henni.
“Heldurðu að fólk virði þig? Heldurðu að fólk virði mann sem drepur það? Nei, það hræðist þig og fyrirlítur. Tom, ef þú værir mesti galdramaður allra tíma þá gætirðu elskað og fyrirgefið. Trúað og treyst. Þú ert ekki mesti galdramaður allra tíma,” öskraði Harry á hann titrandi röddu. “Þú ert EKKERT!”
“Ég er VÍST mesti galdramaður allra tíma!” öskraði Voldemort á hann og glottið hvarf. “Signum Mortifer!” Hann bennti töfrasprotanum sínum að Hermione sem byrjaði að engjast um af sársauka um leið og grænir geislar byrjuðu að skjótast út úr vinstri hendinni.
“Hættu þessu! Láttu þetta stoppa!” öskraði Harry, en sá strax að það var um seinan.
“Láttu þetta stoppa!” sagði Voldemort háðslega. “Ég- er- víst- mesti- galdramaður- allra- tíma!”
“Hvernig þá? Þú getur ekki einu sinni drepið mig, ekki einu sinni þegar ég var í vöggu!” öskraði Harry á móti og horfði á Hermione engjast. “Mesti galdramaður getur ekki drepið mig. Hann er þá varla mesti galdramaður allra tíma!”
Voldemort horfði á hann eins og hann vissi ekki almennilega hvað hann væri að segja.
“Þú ert fífl,” sagði Harry loks og gekk að Hermione og hjálpaði henni upp. “Ekki voga þér!” sagði hann aðvarandi að drápurunum sem ætluðu að fara að leggja á hann bölvun. Hann fór með Hermione í kofann þar sem Ron tók við henni. Harry sá hvernig Snape grúfði yfir Tonks, en ekkert hljóð heyrðist frá honum.
“Hvað gerðist?” spurði hann.
“Þú vilt ekki fá að vita það!” sagði Harry. “Ekki strax.”

Handan hornsins stóð heljarinnar bardagi yfir og drápararnir áttu í erfiðleikum að halda VD krökkunum skefjum.
“Harry, loksins!” sagði Neville másandi. “Við verðum að berjast.”
“Nei,” sagði Harry. “Við skulum hætta þessu. Þetta er hvort eð tímasóun!”
“Hvað er að?” spurði hann. “Hemill!” bætti hann við og geisli lenti í drápara fyrir aftan Harry.
“Þú kemst að því,” sagi Harry niðurdregin. “Setjum rænuleysisálögin á þau og komum þeim á einhvern sniðugan stað.”
“Heyriði það!” öskraði Neville til hinna. “Rænuleysisálögin!”
Harry heyrði nú úr öllum áttum “rænulaus” en sjálfur gerði hann ekki neitt. Stóð bara þarna og horfði á þau berjast, drápara fallla og víkja fyrir skotum. Honum hafði aldrei liðið jafn illa. Honum fannst taka heila eilífð að fella alla dráparana.
“Harry af hverju varstu ekki að berjast?” spurði Neville dálítið fúll. “Við hefðum verið miklu fljótari ef þú hefðir verið með.”
“Tonks…” byrjaði Harry en hætti.
“Hvað með hana? Er ekki allt í lagi með hana?” spurði Ginny sem var komin.
“Hún er… dáin,” sagði Harry loks. Ginny tók um munninn.
“Ó, nei,” hvíslaði hún og andlit hennar afmyndaðist. “Hvernig?”
“Voldemort.”
“Hvar er Snape?” spurði hún svo áhyggjufull.
“Hjá henni. Ron er þar líka,” sagði Harry með kökkinn í hálsinum. “Hvar er Lupin?”
“Hann… hann er upp í Hogwarts,” byrjaði Ginny. “En… ó Harry, hann er að deyja!”
“Þú ert að grínast!” sagði Harry. “Nei, það getur ekki verið.”
Ginny horfði á hann með tárin í augunum.
“Krakkar,” sagði McGonagall sem kom hálfhlaupandi til þeirra frá Þrem kústum. Fasti hnúturinn var í óreiðu og skikkjan hennar rifin. “Þið eigið að fara upp í Hogwarts sem fyrst.”
“Prófessor,” byrjaði Harry. “Tonks… Tonks er dáin.”
McGonngall horfði á þau og Harry sá hvernig glampi myndaðist í augunum.
“Farið upp í Hogwarts, á stundinni,” sagði hún titrandi rómi. “Farið stystu leiðina, sem ég held að hr. Potter kunni.”
“Leynileiðina?” spuði Harry skilningsljór.
“Þú, veist, um eineygðu nornina.”
“Hvernig veistu?” spurði Harry.
“Ég þekkti James betur en þú gerir ráð fyrir. Kortið lennti nokkrum sinnum upp á borði hjá mér,” sagði McGonagall og reyndi að brosa afmynduðu brosi.
Það var þögullt í gegnum leynigöngin og inn í Hogwarts.


okei… ekki drepa mig…

Fantasia