Dean Thomas - bakgrunnur hans
Nú þegar miklar vangaveltur eru byrjaðar í tengslum við nafnið á nýju Harry Potter bókinni, ákvað ég að skella inn einni grein um bakrunn Deans Thomas. Þetta er þýtt beint af síðu höfundarins, www.jkrowling.com , svo þetta er komið beint frá Rowling.

“Hver sá sem hefur lesið bæði bandarísku og bresku útgáfuna af ‘Viskusteininum’ ætti að hafa tekið eftir því að ekki er minnst á útlit Deans Thomas í bresku bókinni á meðan ein lína lýsir honum í bandarísku bókinni (í kaflanum ‘Flokkunarhatturinn’).

Það var “ritstjórnarlegur niðurskurður” (:P sbr. editorial cut) í bresku útgáfunni; ritstjóranum mínum fannst að kaflinn væri of langur og minnkaði allt sem honum fannst að væri meira en nauðsynlegt væri. Aftur á móti, þegar það kom að leikaravalinu í kvikmyndinni um ‘Viskusteininn’ sagði ég leikstjóranum, Chris, að Dean væri svartur Londonbúi. Í raun og veru held ég að Chris hafi verið hissa á því hversu mikið magn upplýsinga ég hafði um þessa aukapersónu.
Ég hafði mikinn bakgrunn á Dean, þó að ég hafi aldrei fundið rétta staðinn til að nota hann. Sagan hans var hluti af uppkasti af ‘Leyniklefanum’ en tekin út af mér, því mér fannst þetta vera óþarfa lenging. Nú held ég að sagan hans komist aldrei inn í bækurnar.

Dean er frá því sem hann hélt alltaf að væri hreinn muggabakgrunnur. Hann var alinn upp af móður sinni og stjúpföður; faðir hans gekk út frá fjölskyldunni þegar Dean var mjög ungur. Hann hefur átt mjög ánægjulegt heimilislíf, með fjölda af hálfbræðrum og systrum.

Auðvitað þegar bréfið kom frá Hogwarts velti móðir Deans fyrir sér hvort að faðir hans gæti hafa verið galdramaður, en enginn hefur nokkurn tímann komist að sannleikanum; að faðir Deans, sem sagði konu sinni aldrei frá því hvað hann var til að vernda hana, var drepinn af Drápurum þegar hann neitaði að ganga til liðs við þá.
Þessari sögu væri Dean að komast að öll sín skólaár. Ég held að ég hafi að vissu leyti fórnað þessum leyndardóm Deans fyrir leyndardóm Nevilles, sem er mikilvægari fyrir aðalplottið. “

Þó að greinin dragi ýmist úr þessari vangaveltu minni eða bætir hana, þá ætla ég að giska á það að “hálfblóð-prinsinn” sé Dean Thomas. Ástæðan er saga hans, þó að Rowling hafi sagst að hún kæmist ekki héðan af í bækurnar.
Rowling kemur auðvitað alltaf á óvart og held ég að 6.bókin eigi eftir að koma okkur öllum skemmtilega á óvart.

Sillymoo