2,kafli-Björgunin

Harry lá í rúminu sínu á Runnaflöt 4 og grét, hann grét vegna mistaka sinna á síðustu tveim árum. Þegar hann var nýkominn heim hafði hann áttað sig á því að þetta með Cho var ekki búið og hann sagði við sjálfan sig í sífellu að dauði Siriusar væri sér sjálfum að kenna.
Innst inni vissi hann þó að þetta var bara einum manni að kenna,
Voldemort. Voldemort hafði síðan Harry kom heim brotist inní huga Harry en ekki nógu langt til að fá upplýsingar um Fönixregluna, en nógu langt inní huga Harrys til að setja myndir af Siriusi kvalinn til dauða segjandi ,,Afhverju Harry, afhverju”.
Dursleyhjónin höfðu sent Dudley í þjálfunarbúðir fyrir efnilega hnefaleikamenn, það sem kom Harry mest á óvart var það að Dudley langaði að fara í búðirnar.

Á afmælinu sínu hafði Hermione sent honum bóluhreinsi á nef og kinnar, Ron hafði sent honum eiginhandaáritun allra í írska landsliðinu í Quidditch og nýjustu handbókina um álög og gagnálög, Hagrid gaf honum drekakló, hann hafði fengið skrópnestisbox frá Fred og George og Lupin hafði sent honum smyrsl sem hægt var að nota á galdrasprota svo þeir yrðu bláir ef varúlfur eða vampírur voru nálægt og byrjuðu að lýsa meira og meira eftir því sem hve þeir/þær væru margir.*

Þessa dagana fór Harry að gráta af minnsta tilefni, í kvöld hafði Vernon spurt Harry um þennan ónýtans guðföður eins og Vernon hafði orðað það. Harry hljóp upp og grét og grét. Það var dimmt og rigning úti.
Eftir nokkrar mínútur fann hann mikið til í örinu, hann var glaður, Voldemort var himinlifandi yfir einhverju. Eitthvað gladdi hann núna, eitthvað rosalega mikið.
Hálftíma seinna heyrði hann Petuniu öskra og mikill skruðningur fór um húsið, Harry ímyndaði sér að eftirrétturinn hefði farið úrskeiðis eða eitthvað en þá öskraði hún aftur þegar skruðningur fór aftur um húsið og ljósin slökknuðu

Harry hætti að gráta, stóð upp tók upp sprotann og gekk að dyrunum og opnaði þær, sekúndum seinna kom mesti skruðningurinn og Petunia öskraði hærra þegar en Harry hafði nokkur tíma heyrt nokkurn mann öskra, svo skrækt að Harry hélt að hljóðhimnan væri endanlega sprungin. Harry gekk hræddur niður stigann og horfði eftir ganginum á frændfólk sitt.
,,Hvað er að?” spurði Harry.
,,Þetta” sagði Vernon skelfdur og benti á útidyrnar.
Harry leit hægt á dyrnar og þær opnuðust löturhægt með hryllilegu ískri.
Fyrir utan var maður, maður sem Harry þekkti, Skröggur Illauga.

,,Blessaður Harry, ég sé að Dumbledore hefur hert öryggið í kringum þig en hann hvíslaði þó að lokum að mér hvernig ég ætti að komast inn,” sagði Skröggur eins og ekkert hefði gerst.
,,Ehh, bbbbbööööööööö,” blaðraði Harry með opin munninn og galopin augun.
Skröggur var með ör frá enninu yfir venjulega augað , yfir munninn og niður á háls og það glóði af sárinu.
Við heyrðum ekki frá þér í gær en við héldum að þú hefðir bara gleymt þessu,” hélt hann áfram.
,,Ég gleymdi því,” sagði Harry um leið og Skröggur sleppti orðinu.
,,Alltílagi, náðu nú í koffortið og kústinn og þú getur lagt í hann með Tonks” sagði Skröggur og var orðinn óöruggari með sig.
,,Munið eftir bannsetans uglunni,” sagði Vernon reiðilega eins og hann væri að hóta Skröggi og Harry.
,,Ehh, Skröggur ég nenni ekki að ná í þetta og ég má ekki galdra,” sagði Harry.
,,Allt í lagi, ertu ekki á Þrumufleyg?” spurði Skröggur.
Harry kinkaði kolli.
,,Hvað heitir uglan þin?” spurði Skröggur.
,,Hedwig.”
,,Segðu henni að leggjast.”
,,Ehh, Hedwig leggstu,” sagði Harry ruglaður.
,,Ertu lögst Hedwig?” spurði Skröggur.
Harry heyrði væl uppi.
,,Accio Þrumfleygur, Accio koffort, Accio uglubúr,” sagði Skröggur með sprotann á lofti.
Koffortið, kústurinn og uglubúið komu niður.

,,Afhverju þurfti hún að leggjast?” spurði Harry.
,,Hún hefði getað skotist afturábak og meitt sig,” svaraði Skröggur.
Harry kinkaði kolli eins og hann skildi það sem Skröggur sagði.
,,Ég þarf samt að kíkja á hana ef hún hefur meiðst” sagði Skröggur óöruggur og byrjaður að anda hratt.

,,Afhverju þarf ég að fara með Tonks?” spurði Harry, forvitinn um að vita afhverju Skröggur væri svona óöruggur.
,,Kona lét okkur vita að dráparar hefðu komið og fengið eiginmann sinn í lið með sér,
Aðspurðir sögðust þeir vera á leiðinni hingað” sagði Skröggur.
Harry horfði vantrúaður á Skrögg og vissi þó Skröggur væri að skoða Hedwig vandlega þá væri hann líka að horfa á sig.
,,Rólegur, konan var í Ravenclaw þó að eiginmaður hennar hafi verið í Slytherin.” útskýrði Skröggur.

,,Hvað verður um þau?” spurði Harry og benti á Petuniu og Vernon sem voru svo skringileg í framan að maður gat ekki greint á milli hvort þau væru reið eða hrædd.
,,Drápararnir komast ekki inn nema þeir pinti Dumbledore eða mig hroðalega mikið,” sagði Skröggur.
,,Hvað áttu eiginlega við komast ekki inn dyrnar eru galopnar,” öskraði Vernon.
,,Galdrar,” muldraði Skröggur og setti Hedwig í búrið.

Rauður bjarmi geislaði fyrir utan.
,,Þetta er merkið komdu, drápararnir eru komnir!”
,,Strax?”
,,Já, þú varst svo lengi með ugluna, Tonks hann er hér”
,,En hvað með muggana?”
,,Harry, við rýmdum hverfið með hjálp muggaforsætiráðherrans, Tonks komdu!”
,,Skröggur rólegur ég er komin, Harry komdu.”


Harry leit á Tonks en hún var komin með gult stuttklippt hár.
,,Komum nú Harry, í áttina að bílnum þarna”
,,Afhverju förum við ekki á kústum Tonks?”
,, Skröggi fannst það of augljóst.”

Harry kinkaði kolli og horfði tilbaka og sá marga meðlimi Fönixreglunnar ,Remus Lupin, Kingsley Shacklebolt, Elpihias Doge, Emmeline Vance, Hestíu Jones, Mundungus Fletcer og Bill Weasley, einnig fólk sem Harry gat ekki ímyndað sér að væru þarna ,Prófessor McGonagall, Severus Snape að fara í dulargervi og Albus Dumledore öll taka sér stöðu. Tonks tók koffortið og setti í skottið en Harry setti uglubúrið og (án þess að vita afhverju) líka kústinn í aftursætið. Þá komu þeir hettuklæddir og svartir úr skuggunum og tóku sér einnig stöðu margir dráparar.

,,Komdu Harry,”
,,Bíddu aðeins Tonks.”
Harry sá Dumbledore halda sprotanum á lofti og gefa einhverjum merki.
,,Komdu, kallinn komdu, komdu nú” heyrði Harry einhvern kalla greinilega frá garðinum sem var hliðina á drápurunum.
,,Komdu Harry núna!” sagði Tonks reiðilega.
,,En hver er í garðinum þarna?” spurði Harry og benti á garðinn.
,,Hagrid er þarna” upplýsti Tonks hann um leið og hún ýtti Harry frammí farþegasætið og fór sjálf í ökumannssætið og þau lögðu af stað.

Tonks stöðvaði við enda götunnar og benti Harry að horfa tilbaka á Runnaflöt
Harry leit áhyggjufullur tilbaka á Runnaflöt og sá þá að hún hafði verið lýst upp með ljósastaurum og frá garðinum kom, nei það gat ekki verið….. jú þetta var hann litli bróðir Hagrids, Grápur
Grápur réðst á dráparana og margir þeirra tilfluttust, aðrir lentu undir Grápi en sumir stukku í burtu og lentu þá í rænuleysisálögum frá meðlimum Fönixreglurnar.
,,Snúum við, drápararnir hafa verið yfirbugaðir,” sagði Harry.
,,Ertu vitlaus, fleiri dráparar eiga eftir að koma eftir nokkrar mínútur!” sagði Tonks og gaf í botn.

,,Erum við á leið í Hroðagerði?” spurði Harry.
Tonks leit á hann áhyggjufull og andvarpaði.
,,Nei, Weasley-fjölskyldan fyrirgaf syni sínum Percy og hann þeim og Molly Weasley sendi Percy bréf með staðsetningu höfuðstöðvana og dráparar náðu uglunni. Engin rökhugsun hjá Molly, aumingja Errol við fundum bara beinagrindina af honum,”
útskýrði Tonks.
,,Var einhver í höfuðstöðvunum þegar drápararnir komu þangað” spurði Harry ringlaður.
,,Sturgis Podemore var að koma heim eftir fangelsisvist og fékk drápsbölvunina í magann, drápararnir fundu heimilisfangið þitt en Grágoggur komst þó burt. Við vissum að eitthvað væri að svo McGonagall fór inn í Hroðagerði í kattalíki og sá hvað hafði gerst.” sagði Tonks.

Bílinn tók að hrapa.
,,Hvað er að gerast?” spurði Harry.
,,Veit ekki,” svaraði Tonks.
Bíllinn hrapaði nú hraðar en nokkru sinni fyrr.
,,Harry farðu á kústinn, NÚNA!” öskraði Tonks.
Þá mundi Harry eftir kústinum sem hann hafði sett í aftursætið án hugsunar.
Hann greip kústinn og uglubúrið.
,,Hvað með þig?” spurði Harry.
,,Ég verð hér, farðu við erum að brotlenda!!!!!” svaraði Tonks.

Harry tók eftir því og opnaði uglubúrið og sleppti Hedwig út og svo sveif útum gluggann en í öllum látunum datt sprotinn hans úr vasanum og á jörðina. Harry fylgdist með Tonks brotlenda og fór svo að leita að sprotanum. Hann lenti hjá bílnum og gáði að Tonks. Hún var meðvitundalaus og með sár á enninu. Hann steig af kústinum og leit í kringum sig. Þau höfðu brotlent á götu í útjaðri bæjar hjá hverfi sem var hljóðlaust og engir ljósastaurar nálægt. Þá fann hann eitthvað, eitthvað kalt, það var eins og allar hamingjusamlegar minningar hyrfu og þær vondu væru bara eftir. Hann var án sprota og vitsugurnar voru að nálgast.

Vitsugurnar nálguðust hægt og rólega og Harry fannst eins og ekkert yrði gott aftur. Hann reyndi að hugsa góðar hugsanir en fann engar. Vitsugurnar stöðvuðu metir frá honum. Ein þeirra gekk að honum og beygði sig yfir hann tók af sér hettuna og bjó sig undir að kyssa Harry.
,,EXPECTO PATRONUM” heyrði Harry einhverja öskra að vitsugunum og honum sýndist refur og hestur gera árás á vitsugurnar en þá leið yfir Harry.

,,Harry, Harry er í lagi með þig.”
Harry opnaði augun og sá útlínur Tonks með andlitið fyrir ofan sig.
,,H-harry vitsugurnar h-hengu á b-bílnum e-en H-hedwig er horfin,” stamaði Tonks greinilega enn í sjokki eftir brotlendinguna.
,,Hver galdraði fram verndarana” spurði Hary
,,Við Harry” sagði rödd sem Harry þekkti. Harry settist upp og leit í kringum sig og sá tvær verur og fattaði að hann var ekki með gleraugun.
,, Hvernig voru þeir?” sýndist Harry sá hærri segja.
,,Já hvernig voru þeir?” spurði er Harry sýndist vera aðeins minni.
Harry setti á sig gleraugun og gapti.
Þeir höfðu æft sig í verndurum þeir bræður,
Colin og Dennis Creevey.
_____________________________________________ _____________________
*Ef þið skiljið ekki þetta með gjafirnar þá gleymið því bara.
________________________________________________ __________________
gunnso