12. Kafli
Endurkoma Varnaliðs Dumbledores


“Ernie!” hrópaði Harry á eftir Ernie McMillan, strák úr Hufflepuff á sjötta ári. “Ég þarf að tala við þig.”
“Hvað Harry?”
“VD. Við þurfum nýja meðlimi sem við getum treyst. Alls enga sem við getum ekki treyst 100%. Segðu eins mörgum og þú getur. Þarfaherbergið klukkan 8 í kvöld.”
“Skilið.”
Harry, Ron og Hermione voru að tala við alla gömlu VD félagana það sem eftir var dagsins, láta vita að VD yrði í kvöld klukkan átta.
Loksins varð klukkan átta og þau stóðu fyrir framan myndarlegan hóp nemenda úr ýmsum áttum. Harry kom meira að segja auga á Draco út í einu horninu.
“Jæja,” hrópaði Hermione yfir hópinn til þess að fá þögn. “Við ætlum að byrja aftur í VD. Gaman að sjá ný andlit en þið sem eruð ný verðið að skilja að það er ekkert nema trúnaður sem gildir hér og ef hann er rofinn þá er voðinn vís. Hérna látið þetta pergament ganga á milli og skrifið nafn og vist.”
Fimm mínútum síðar var pergamentið komið aftur til Hermione.
“Vá,” hvíslaði Hermione að Harry. “Engin smá fjölgun. Við vorum um 25 í fyrra en erum nú um 50!”
“Hver er tilgangur hópsins?” spurði einn þriðja árs nemi frá Hufflepuff.
“Tilgangur hópsins,” byrjaði Harry hægt, “er að berjast á móti Voldemort. Við ætlum að æfa galdra svo að við verðum betur undirbúin undir svartagaldra Voldmemorts, svo við getum barist á móti honum þegar að því kemur.”
“Og líka til þess að fá betri einkunnir,” bætti Hermione við.
“Það er ekki aðalmálið Hermione,” hvíslaði Ron í eyrað á henni.
“Þetta er bara byrjunarfundur og við reynum að láta þetta ekki stangast á við æfingatíma neins quidditchliðs.” Harry leit yfir hópinn og sá að þau áttu í vanda. “Þetta er ekki nógu stórt svo að ég held að við þurfum að skiptast um að vera hérna.”
“Hvernig þá?” spurði Kate Bell, hávaxin og sterkbyggð stelpa úr Gryffindor quidditch-liðinu. “Æfingar mega ekki rekast á VD æfingar. Þú veist það Harry.”
“Við höfum það bara þannig að við finnum kannski einhverja tvo til fjóra tíma á viku og þeir sem komast á þeim tímum koma þá og skiptum þessu þannig jafnt,” sagði Harry. “Hvað meira?” hvíslaði hann að Hermione.
“Eigum við ekki bara að segja fyrsta fundi slitið?” Hermione leit yfiri órólegan hópinn. “Þau nenna ekkert að vera að gera neitt mikið núna.”
“Þið megið bara fara,” hrópaði Harry yfir hópinn. “Og munið, þetta er leyndarmál. Sá sem segir frá fær bölvun yfir sig!” Krakkarnir byrjuðu að týnast út úr herberginu og smám saman var enginn þar eftir nema þau og Draco.
“Hvað ert þú að gera hérna?” spurði Ron reiður. “Ertu að koma upp um litla leyndarmálið okkar aftur?”
“Ég bauð honum,” sagði Harry.
“Bauðstu honum! Ertu eitthvað brjálaður! Hann er með vondu gaurunum Harry!”
“Hann er ekki alveg það vondur.”
“Ekki alveg það vondur!” hermdi Ron eftir Harry. “Þú ert eitthvað klikk. Undanfarin sex ár næstum því þá hefur hann verið að finna út bestu leiðina til þess að drepa þig eða fá þig rekinn.”
“Já, ekki var það leiðinlegt,” heyrðist í Draco. “Nei, ég vil hjálpa. Í alvöru.”
“Hvernig stendur á því?” spurði Ron og var greinilega ekki að trúa því.
“Rólegur Ron, gefðu honum tækifæri,” heyrðist í Hermione.
“Segðu þeim hvað hefur gerst,” sagði Harry og leit grafalvarlega á hann. “Þau gætu þá kannski skilið.”
“Löngu eða stutt?” spurði Draco.
“Löngu,” svaraði Harry stuttarlega. Hann hafði á tilfinningunni að hann sjálfur vissi ekki einu sinni löngu útgáfuna.
“Pabbi minn er ekki góður maður. Í fyrsta lagi þá er hann leiðinlegur við mig og mömmu og í öðru lagi þá er ekki alveg allt í lagi með hann. Hann hefur alið mig upp í því skyni að muggar séu heimskir og það eigi að drepa þá. Jæja, ég er ekki á móti muggum…”
það heyrðist hnuss í Ron sem var greinilega ekki að trúa þessu.
“Takk Weasley. Nei, í alvöru. Mamma mín er ekki sem verst og á hverju kvöldi þegar ég var lítil sagði hún mér að einn daginn þá mundum við verða frjáls frá hr. Malfoy,vonda einræðisherrannum á herrasetrinu. Og það gerðist í sumar. Hann fór í Azkaban og það var eins og allt heimilislífið umturnaðist. Mér þykir vænt um hann þannig séð, hann er jú pabbi minn og var dálítið reiður en samt. Ég meina, ég sá mömmu brosa í fyrsta sinn í langan tíma. Alvöru bros, ekki þetta týpíska uppgerðar bros sem hún setur upp þegar gestir koma. Við vorum frjáls.”
“Er þetta allt?” spurði Hermione varlega. “Er þetta allt sem þú getur sagt okkur?”
Draco leit á hana og Hermione greindi hræðsluglampa í augum hans.
“Hvað er það sem þú sagðir okkur ekki?” spurði Hermione vingjarnlega.
“Það er svolítið sem snertir þig, Weasley,” Draco leit á Ron, “þú vilt kannski ekki trúa því en Percy Weasley er orðinn drápari.
Ron horfði á hann með viðbjóði.
“Þú lýgur!” öskraði Ron á hann. “Þú lýgur, lýgur, lýgur!”
“Leitt en satt. Percy Weasley er orðinn drápari. Hann leitaði föður minn uppi. Hann sveik ykkur.”
“Þú lýgur!” hvíslaði Ron um leið og hann féll á kné. “Þú lýgur, þú lýgur, þú lýgur!” Harry sá hvernig tár byrjuðu að myndast í augnkrókunum og runnu niður kinnarnar.
“Ron, mannstu á st. Mungó? Mannstu eftir merkinu? Ég hélt, og Lupin líka, að hann hafði verið neyddur til þess að fá merkið. Það var ekki rétt,” Harry labbaði að honum og ætlaði að fara að hugga hann.
“Ekki, Harry.”
Það var þögn um hríð.
“Ég vissi að hann mundi einhvern tímann svíkja okkur. Hann er sá eini. Sá eini sem hugsar meira um frama sinn en trygglyndi. Ég vissi það.”
“Draco,” spurði Hermione. “Hvernig veistu þetta?”
“Við getum sagt að Luciusi Malfoy hafi tekist að sleppa úr Azkaban án þess að vekja að sér athygli. Ég og mamma vorum hamingjusöm alveg þangað til að hann neyddi hana til þess að fara í fangelsið fyrir hann. Vitsugurnar sjá ekki. Þær bara finna. Þessar fáu sem eftir eru,” Draco leit á hana með tárin í augunum. “Mamma mín er föst í Azkaban og kemst ekki í gegnum verðina.”
“Hvernig getum við hjálpað?” spurði Harry. Draco leit á hann eins og hann væri galinn.
“Hjálpað?” spurði Draco fullur vantrú. “Ætlar þú að hjálpa mér?”
“Eh… já, ég held að það væri sniðugt.”
“Harry, það getur enginn hjálpað mér! Hún er föst. Hún situr föst þarna inni sama hvort henni líkar það betur eða verr.”
“Er hún undir stýribölvuninni?” spurði Hermione. “Hann má ekki nota hana!”
“Nefndu eitthvað sem faðir minn hefur gert sem hefur verið fullkomlega löglegt!” Draco leit á þau til skiptis. “Þið getið ekki hjálpað, sama hvað þið gætuð gert.”
“En getur þú hjálpað okkur?” spurði Harry. “Veist þú eitthvað um Voldemort og áform hans?”
“Alltof vel, að ég held. Mér er í það minnsta þegar boðið að ganga í regluna þeirra.”
“Já, ég veit,” sagði Harry og gaut augum á vinstri handlegginn.
“Hvað?” spurði Hermione.
Draco fletti upp skyrtunni sem hann var í og sýndi þeim örið og marblettina.
“Er þetta eftir…?” spurði Hermione en þorði ekki að klára spurninguna.
“Þetta er tilraun Hans til þess að merkja mig.”
“Hvað… er eitthvað hægt að gera?” spurði Hermione. “Ég meina…”
“Nei,” Draco leit á þau. “Ég verð að fara.”
“Draco bíddu!” öskraði Hermione á eftir honum.
“Hvað er svona merkilegt við hann?” spurði Ron svo. Hann var náfölur og augu hans glömpuðu þar sem hann reyndi að halda aftur tárunum. “Ekki er hann mikilvægur!”
“Svona nú Ron, þú þarf að róa þig niður,” sagði Hermione yfirveguð.
“Komum,” sagði Harry. Þau drifu sig undir huliðsskykkjuna og komust til Gryffindorsturnsins algjörlega óséð.

*-*

“Góðan daginn,” heyrði Harry allt í einu einhvern segja fyrir aftan hann á bókasafninu. “Hvernig hefur gengið að kenna?”
Harry sneri sér snöggt við og sá þar Lupin standa í ferðaskikkjunni.
“Svo að þú ert bara kominn,” sagði Harry og brosti.
“Í eigin persónu. Hvernig hefur gengið að kenna?” spurði Lupin.
“Bara vel.”
“Allir þægir?”
“Já, sérstaklega því að ég er hinn frægi Harry Potter.”
“Já, svoleiðis,” sagði Lupin og blikkaði hann. “Jæja, ég verð að fara að koma mér fyrir. Aftur. Hvað ætli líði langt þangað til að ég verð rekinn?” Hann horfði á Harry hugsi.
“Þú átt ekkert eftir að verða rekinn,” sagði Harry og brosti.
“Þú segir það,” sagði Lupin og brosti vandræðalega. “Ég á eftir að tala við þig um tímana sem þú átt að fá hjá mér. Það gæti verið að prófessor Snape muni þurfa að taka þig í tíma líka. Ég veit ekki alveg hvert Dumbledore vildi fara, leyfum honum að eiga sínar vangaveltur.”
“Ekki þó Snape!” sagði Harry og setti upp gremju svip.
Lupin leit hvasst á Harry sem fékk hann til þess að þegja.
“Jæja, ég þarf að fara að koma mér fyrir.” Lupin gekk út úr bókasafninu og Harry fékk sér sæti hjá Ron og Hermione.
“Lupin er kominn,” sagði hann.
“Jæja, þá ættirðu að fara að geta eytt meiri tíma í námið ekki satt,” sagði Hermione. “Það er gott fyrir þig. Ekki eins og þú hafir náð að mæta í alla tímana þína eða hvað?”
“Já, það er satt hjá þér,” sagði Harry. “Ég á samt eftir að sakna þessara krakka. Ég meina, það var ekki alslæmt að kenna þeim!”
“Annað heyrðist mér,” sagði Ron annars hugar. “Þú hefur þó notað þau sem afsökun!”
“Hvað er að því?” spurði Harry fúll. “Það er nú alveg fullgild afsökun ekki satt! Ég var að kenna!”
“Þú færð að halda áfram að kenna. VD,” sagði Hermione.
“Hermione, má ég spyrja þig að einu?” spurði Ron.
“Skjóttu.”
“Hvernig geturðu lesið bók og hlustað á okkur í einu?”
“Ég er kona,” sagði Hermione og brosti. Harry vissi að hún hafði loksins náð sér niður á Ron.

—-
smá könnun: Hverjir lesa þennan kafla? Jæja… hvernig finnst ykkur? álit… álit.. álit vel þegin:D

Fantasia