1.kafli-Draumar.

Hann gekk eftir ganginum. Það var myrkur og það var mikill vindur fyrir utan.
Hann var hræddur, þetta hafði aldrei gerst áður. Allt var svo raunverulegt. Hann sá spegil við enda gangsins. Hann labbaði hratt í áttina speglinum. Það gnauðaði í vindinum fyrir utan. Það byrjaði rigna og það var eins og hann kæmist aldrei að speglinum. Hann byrjaði að hlaupa en hann komst ekki nær. Hann fór hraðar og hraðar og komst þá nær. Hann nálgaðist og fór að þreytast. Hann var nú kominn á hraða sem hann hafði aldrei farið á nema á kústi. Hann var orðinn mjög þreyttur en hélt áfram að hlaupa. Hann var nú kominn nálægt. Hann kastaði sér áfram og var kominn að speglinum. Hann stóð upp og hallaði sér upp að vegnum sem var á móti speglinum og og andaði ótt og títt. Hann hvíldi sig lengi , lengi. Hann snéri sér við og horfði í spegilinn.
Hann var í bláu náttbuxunum og græna bolnum. Samt hafði eitthvað breyst, eitthvað sem hann vissi ekki hvað var.

,,Þetta er skrítið finnst þér ekki,” sagði rödd sem fékk hann til að skjálfa.
Hann leit eftir ganginum og sá þá veru. Veran var í svartri skikkju.
Hún nálgaðist hann.
Hann hljóp inn um dyrnar sem voru honum nærst á hægri hönd.. Hann lokaði dyrunum og læsti. Hann hljóp að glugganum og opnaði hann. Það voru a.m.k 5 metrar niður.
,,Alohamora.” Dyrnar opnuðust.
Hann ákvað að stökkva.
Veran gekk inn.
,,Stopp,” sagði hún.
En hann stökk, allt til að komast frá þessu.

Plaff, hann lenti harkalega á jörðinni með höndina á undan og fann sáran sting og vissi að hann hafði úlnliðsbrotnað enda ekki í fyrsta skiptið sem hann hafði úlnliðsbrotnað. Hann heyrði þrusk koma frá götunni. Fólk hettuklætt. Veran sem hafði elt hann fyrst kom svífandi niður á jörðina og lenti fyrir framan hann.
,,Ég hefði haldið að þú myndir stoppa drengur,” sagði hún.
Fólkið sem komið hafði af götunni stöðvaði nú rétt fyrir aftan veruna.

Veran stöðvaði og tók af sér hettuna. Andlitið var hvítara en snjór og augun skærauð og stingandi.
,,Voldemort,” sagði hann.
Fólkið fyrir aftan hann hló.
,,Já, ég er Voldemort.”
,,Hvernig.”
,,Þetta er draumur,” svaraði Voldemort.
Bara draumur hugsaði hann með sér, BARA DRAUMUR. Hann kleip sig eins fast og hann gat en hann vaknaði ekki.
,,Ég er hér í raunveruleikanum og er að tala við vegg en ég sé hvað þú ert að hugsa og hvað þú gerir í draumum en bara í draumum,” útskýrði Voldemort fyrir drengnum,-
,,ég get myrt þig og kvalið en þegar þú vaknar þá ertu á lífi,” sagði Voldemort.
,,Ertu hræddur,” spurði Voldemort.
Drengurinn kinkaði kolli.
Voldemirt hló.
,,Crucio.”
Drengurinn engdist um.
Fólkið og Voldemort hlógu.
,,Crucio.”
Honum fannst hann vera rifna í sundur en Voldemort hló bara.
Drengurinn hugsaði um þegar hann og vinir hans höfðu farið í leyndarmálastofnunina og barist við drápara og heila. Hann vonaði bara að vinir hans væru öruggir.
,,Já það var gaman í leyndarmálastofnuninni,” sagði Voldemort,-
,,verst að ég gat ekki fengið það sem mér vantaði.”

,,Hvar er Bellatrix,” spurði drengurinn.
,,Ég er hér,” sagði konurödd.
Bellatrix gekk fram.
,,Hvernig líður vini þínum,” sagði hún,-
,,nú þá hef valdið ykkur báðum “missi”.”
Nú var drengurinn orðinn reiður.
Þessi kona hafði gert honum hluti, vonda hluti.

Hann stóð upp og hljóp að Bellatrix en Voldemort gekk fyrir hann.
,,Crucio.”
Drengurinn engdist um.
Allt fólkið gekk fram.
Allir og Voldemort öskruðu:
,,Crucio.”

Drengurinn engdust um og nú var hann slitinn í sundur eða honum fannst það.
Nú hafði hann engst um í hálftíma.
Aftur öskruðu allir og nú hærra:
,,CRUCIO!!!!!”

Drengurinn vaknaði upp öskrandi og í svitabaði.
Hann heyrði ömmu sína koma gangandi eftir ganginum.
Hún opnaði dyrnar að herberginu hans.
Hún var komin inn og horfði á hann.
,,Neville minn er ekki allt í lagi með þig?” spurði hún áhyggjufull.
**
_____________________________________ _____________
*=Frá höfundi: Þarf nafn á söguna, öllum uppástungum er vel tekið.
**=Ef þetta er lélegt þá gerði ég mistök.