Have fun!

7.kafli-Næturrölt

Fenecca var orðin svolítið óróleg nú þegar hún vissi að Lily lifði “tvöföldu” lífi, þ.e.a.s. henni líkaði vel við Severus og James. Jackie vissi enn ekki af þessu, og þar sem hún gat misst hlutina út úr sér þá ætlaði Fenecca ekkert að segja henni þetta, og hvað þá Lily.
“Ég skammast mín alveg nógu mikið fyrir það að James biður mig að koma út með sér fyrir framan hálfan skólann, ég vil ekki að allir frétti það líka að ég sé vinkona Severusar!” hafði Lily sagt.
“Lil, veistu hverja hann umgengst? Einhverja óþokka sem eru ekkert betri en….. tja, einhverjir slæmir,” sagði Fenecca. Lily hafði ekki svarað þessu. Að vísu þá sá Fenecca að Lily varð kærulaus í töfradrykkjatímunum þegar hún lenti með Severusi, og það hafði munað minnstu (eftir því sem Fenecca hafði séð, hún var eiginlega of upptekin af því að Frederic eyðilegði ekki blönduna) að hún og Severus færu að skellihlæja út af einhverju, sem hefði verið hrikalegt því að James var fyrir aftan hana.

Einni og hálfri viku seinna kepptu Ravenclaw gegn Slytherin, og Ravenclaw vann. Hálfri viku seinna var komið að Gryffindor. Fenecca var að deyja, henni hafði að vísu gengið vel á æfingunum, en að spila fyrir framan allan skólan…..
“Fenecca, við drepum þig ekki þó að þú verjir ekki jafn vel og þú hefur gert á æfingunum. Þetta er fyrsti leikurinn þinn, það gerir ekkert til þótt að þú verðir taugaóstyrk,” hafði Sirius sagt vingjarnlega þegar Fenecca hafði nagað 6 neglur, og það bara út af því að hún var taugaóstyrk!
“Ó, ætlið þið bara að pína mig, eða?” muldraði Fenecca.
“Hvernig dirfistu? Þótt að James píni Lily þá ætla ég ekki að pína þig á einn eða neinn hátt!” Fenecca glotti og hætti að naga þær 4 neglur sem voru enn ónagaðar. Hálfur klukkutími….. hálfur klukkutími, hugsaði Fenecca og horfði taugaóstyrk um Stóra salinn. Lily og Jackie hafði tekist að pína ofan í hana einu beikoni og hálfu epli.
“En,” hafði Jackie sagt, “hún er orðin íþróttamanneskja og þarf þar af leiðandi að halda línunum. Við ættum bara að hætta þessu, ég skal borða fyrir hana.”

“Verið velkomin á annan leik Quidditch-tímabilsins!” heyrðist í rödd Max Jordans sem, eins og alltaf, sá um að lýsa leikunum. “Lið Huffelpuff er komið inn á, eru Gryffindorarnir ekki á leiðinni?” Þegar hann hafði sleppt orðunum þaut Quidditch-lið Gryffindors inn á völlinn.

“Nú, hérna er líka eina stelpan í öllum fjórum heimavistarliðunum, Fencecca Brock, eða hvað sem hún heitir. Held að hún sé gæslumaður…. gæslukona, þá það, hvað sem er. Mjög sæt, ég er að hugsa um að bjóða henni út einhvern daginn og…..”
“MAX JORDAN, ÉG Á EFTIR AÐ DREPA ÞIG!” öskraði Fenecca yfir völlinn.
“Öhömm, já, gott að vita. Nú, Emiliana Scamble er komin með allt heila klabbið og leikurinn fer að byrja.” Emiliana Scamlbe var flugkennarinn í Hogwartsskóla og dómari í Quidditch-leikunum. Hún var með undarlega sítt og grátt hár sem var fullkomlega slétt.
Fenecca kyngdi tvem lítrum af munnvatni. Hún var orðin jafn taugaóstyrk og þegar hún átti að sína einhvern galdur fyrir framan allan bekkinn. Því miður tókst hann ekki. Vonandi mun þetta takast, hugsaði hún og sveimaði fyrir framan hringina. Leikurinn byrjaði. Sirius náði tromlunni og brunaði með hana að Huffelpuff-leikmönnunum. Einhver náði henni og kom á móti Feneccu. Hann kom nær og nær…. PAFF; Roger Abremr (eða hvað sem hann hét nú, enginn í skólanum mundi það) hafði slegið rotara beint á hann!
“Og Gryffindor er með tromluna – nei, Huffelpuff, nei hún er laus og Emilius Corvus nær henni og hann fær rotara á sig. Úúúú, ÞETTA hefur verið vont! Huffelpuff er með hana og fer áfram…..” Rödd Max fjaraði út. Fenecca horfði óttaslegin á þegar leikmaðurinn nálgaðist meir og meir…..
“Og þessi stelpa VARÐI! Djöfullinn, ég var með veðmál um það hvort hún mundi verja fyrsta markið, andkskotinn sjálfur….”
”Max Jordan, lýstu LEIKNUM, ekki áhugamálum þínum!” sagði McGonagall. Fenecca brosti út að eyrum; henni hafði tekist að verja fyrsta markið!

Leikurinn var ekki mjög spennandi frá þessu eina sjónarhorni. Hún mátti ekki fara frá markhringjunum og gat því ekki séð allmennilega hvað var að gerast á hinum endanum á vellinum. Hún vissi þó að staðan var 50-20 fyrir Gryffindor og hvorki James né hinn leitarinn höfðu komið auga á eldinguna.
“Hei, ég er orðinn svangur, ljúkið þessu af!” sagði Max þegar leikurinn hafði staðið í hálftíma í viðbót, staðan orðin 110-80 ennþá fyrir Gryffindor. En skyndilega sá Fenecca að James tók dýfu. Áhorfendurnir supu hveljur og eitt andartak misstu allir hinir leikmennirnir einbeitinguna. Svo flugu þeir af stað á ný.
“GRYFFINDOR VINNUR! HELVÍTI ERUÐ ÞIÐ GÓÐ!” öskraði Max. Fenecca hafði ekki séð það, en James hafði gripið eldinguna. Hún flaug til hinna, faðmaði James og hrópaði í eyrað á honum: “Við unnum!”
“Átsj! Ætlarðu að láta mig missa heyrnina?” spurði hann og nuggaði eyrað.
“Fenecca, snillingurinn þinn!” hrópaði Jackie og hoppaði upp og niður þegar Fenecca var að lenda. (Sem var frekar erfitt, flest allir Gryffindor-nemendurnir stóðu fyrir neðan þau).
“Þú hefðir átt að reyna komast fyrr í liðið,” sagði Lily skælbrosandi.
“Max Jordan! Ég heiti FENECCA CROCK! Og þú átt eftir að lenda í sjúkrahússálmunni,” hrópaði Fenecca og hljóp á eftir Max sem flýði eins og hann væri eltur af drekum.
“Hei, hvert á að fara?” spurði Sirius og rétt náði að grípa í skikkjuna á Feneccu með þeim afleðingum að hún rann á rassinn í grasið.
“Bara drepa Max, ekkert merkilegt,” sagði Fenecca kæruleysislega. Sirius togaði hana upp og fór að skoða hendurnar á henni.
“Hvað?” spurði Fenecca óörugg.
“Það eru enn eftir 4 neglur fyrir næsta leik. Þú þarft að flýta þér að láta þær vaxa,” svaraði Sirius og reyndi að leyna brosinu.

Fenecca geispaði yfir ritgerðinni um vampírur. Hún hafði lítið sem ekkert getað lært út af Quidditch-æfingunum. Jackie var þegar farin að sofa, það var sunnudagur daginn eftir og hún ætlaði að sofa út þá, en Lily var enn að reyna hjálpa Feneccu með ritgerðina. Eftir hálftíma fóru Fenecca og Lily líka upp, en Fenecca sneri aftur í setustofuna í náttfötunum til að ná í ritgerðina. Því miður varð henni á að setjast í stólinn og steinsofna.

“Aaaaaaa!”
Hún var ekki alveg viss um hvað hafði vakið hana svona snöggt og illa fyrr en hún fann fyrir einhverju blautu og sá Sirius standa hlæjandi fyrir framan sig. Hann virtist hafa skvett vatni yfir hana með sprotanum.
“Vissirðu að ég ætlaði að gera þetta?” spurði hann glottandi.
“NÚ?” spurði Fenecca og leit niður. Hún var rennandi blaut.
“Ef þú hefðir ekki verið í þessum svarta hlýrabol innan undir þá mundi sjást í gegnum náttfötin. Þvílík synd,” sagði Sirius og horfði á hana.
“Sirius Black…..” urraði Fenecca og stökk úr hægindastólnum og elti Sirius fram á gang. Þegar hún var að fara fyrir eitt hornið heyrði hún hratt fótatak; Filch var að koma! Á næsta andartaki greip Sirius í höndina á henni og hljóp með hana um ganga sem hún hafði aldrei á ævi sinni séð.
“Hvert-erum….. við að-fara?” másaði hún.
“Rétt bráðum,” svaraði Sirius og fór bakvið enn eitt veggteppið. Svo skutust þau niður hringstiga og komu að norn með herðarkistil.
“Dissendium,” muldraði Sirius og stökk inn. Fenecca fór á eftir honum.
“Hvar – ?” En Sirius greip fyrir munninn á henni. Þau heyrðu Filch nálgast. Það var ótrúlega þröngt þarna, Fenecca hálf sat í fanginu á Siriusi. Hún var komin með hnút í maganum, og var viss um að það væri ekki út af Filch.
“Ekki segja orð. Andaðu eins lágt og þú getur,” hvíslaði Sirius með munninn alveg upp við eyrað á henni. Fenecca kinkaði kolli. Það var ískalt í göngunum, og ekki bætti úr skák rennblaut náttfötin. Og það versta var; hún þurfti að hnerra!
“A-a-a-tj….!” heyrðist í henni. Hún rétt náði að grípa fyrir munninn.
“Komdu lengra inn,” hvíslaði Sirius og dró Feneccu áfram. Þegar þau voru komin lengra inn varð enn kaldara.
“Takk, mér er orðið ískalt,” urraði Fenecca. Tennurnar voru farnar að glamra í henni. Sirius tók utan um hana til að hlýja henni.
“Er þér ennþá kalt?” spurði hann eftir smá stund.
“Nei, en ekki sleppa,” sagði Fenecca og lét höfuðið hvíla á bringunni hans. Henni leið undarlega. Hún var með einhvern fiðring í maganum sem sagði henni að vera þarna áfram; liggjandi í fanginu á Siriusi Black.

Eftir að hafa verið í göngunum í hálftíma í viðbót áræddu þau að fara út og aftur í setustofuna. Sem betur fer hittu þau Filch hvergi á leiðinni.
“Þetta var einum of. Að vinna Quidditchleik og vera næstum gripin af Filch!” stundi hún og hlammaði sér í einn hægindastólinn. Sirius glotti og settist við hliðina á henni.
“Já, og rennblotna,” bætti hann við og gerði einhvern galdur sem þurrkaði náttfötin hennar alveg. Fenecca kinkaði kolli. Eftir að hafa setið og starað í eldinn í smá stund stóð Sirius upp og tók Feneccu upp úr stólnum.
“Það er bara hugboð, en þú ættir að fara að sofa,” sagði hann og skyldi við hana þar sem dyrnar að svefnálmu stelpnanna byrjaði. Fenecca kinkaði kolli og hallaði sér aftur upp að Siriusi. Hún var það lítil miðað við hann að hún náði rétt svo upp að öxlum á honum.
“Góða nótt,” muldraði hún og hlunkaðist upp stigann.
“Jamm, góða nótt Fenc,” sagði Sirius og veifaði aðeins.

Og þá er það komið. Næsti kafli kemur þegar ég verð næst í góðu skapi.