Þá er ég búin að sanna að mér finnst gott að vera ein, ég var ein heima í heilan dag og það losaði um fjárans ritstífluna. Vesgú!

6.kafli - Áfallið

Helgin leið rólega yfir. Mánudagurinn kom og skyldur sem þurfti að gegna, s.s. heimalærdómurinn og einfaldlega það að mæta í tíma. Fenecca tók eftir því að Lily var áfram ekki jafn slæm við James, en bara í litlum mæli. Sennilega vegna þess að hún hafði séð James og Severus kasta bölvunum á hvorn annan en hafði haldið að þeir væru loksins vaxnir uppúr því.

“Það eina góða við þennan dag,” sagði Fenecca við morgunverðarborðið, “er það að þetta er seinasti dagurinn sem ég þarf að vera með Severusi í töfradrykkjum!”
“Já, hver ætli lendi næst með honum?” sagði Lily.
“Mér er sama hver það er svo lengi sem það sé ekki ég!” sagði Jackie og veifaði gaflinum sem hélt í ofboði í beikonið. Fenecca og Lily glottu, síðast þegar Jackie hafði lent með Severusi í töfradrykkjum hafði potturinn sprungið því að Jackie hafði gert eitthvað rangt. (Að vísu vildi hún ekki viðurkenna það, en það vissu allir að Seveus Snape gerði næstum aldrei mistök í töfradrykkjum, og í þau örfáu skipti sem það gerðist voru þau bara smávægileg).
“Lily, píni ég þig mikið þótt að ég setjist núna hjá þér?” sagði James og settist við hliðina á Lily. Sennilega hafði hann tekið eftir því að henni var ekki alveg jafn mikið í nöp við hann og venjulega.
“Ekki í augnablikinu,” muldraði hún. Sirius, Remus og Peter dreyfðu sér í kringum þau, Sirius við hliðina á Feneccu, Remus við hliðina á James og Peter við hliðina á Jackie, og á svipnum sem kom á hana var hún ekkert alltof ánægð með félagsskapinn.
“Sirius, móðgastu nokkuð þótt að ég segi að þessi Roger Ambremr sé hörmulegur?” spurði Fenecca og sneri sér að Siriusi. Hann leit á hana yfir brúnina á glasinu sínu og hristi höfuðið.
“Gott, því að hann er hreint og beint hryllilegur. Hann slær svo laust!”
“Síðan hvenær hefur þú vit á Quidditch?” spurði Sirius hissa.
“Síðan ég var níu ára,” urraði Fenecca. AFHVERJU héldu allir að hún hefði bara “dottið inn” í Quidditch og allt sem því tengdist þegar hún komst í liðið? Auðvitað höfðu Lily, Jackie, Fiona og Díana vitað af því, en enginn annar í öllum Hogwartsskóla.
“Nú,” sögðu Sirius og James hissa. Lily gjóaði augunum á James en fór svo allt í einu að skellihlæja.
“Lily, hvað er svona fyndið?” spurði Jackie. “Er það ekki ÉG sem á að fara að hlæja upp úr þurru?”
“James, varstu að mála þig, eða er ennþá far síðan ég sló þig?” spurði Lily á milli handanna. James eldroðnaði, en það nægði ekki til að fela fjólu-bleikt handarfarið á hægri kinninni.
“Heiiiiii, flott! Þú fékkst ævarandi minningu um þína ástkæru Lily,” sagði Fenecca glottandi. Sirius og Jackie sprungu, jafnvel Remus og Peter gátu ekki annað en hlegið þegar þeir virtu fyrir sér hægri kinnina á James Potter. Það var næstum eins og hann hefði púðrað hana með bleiku púðri.
“Jahérna, James er farinn að nota kinnalit,” sagði Lily.
“Hvað?” spurðu þau öll. Lily ranghvolfdi í sér augunum, Fenecca giskaði á að það væri vegna þess að hún og Remus voru þau einu sem eitthvað vissu um Mugga þarna.

“Afhverju ertu svona glöð núna?” spurði Severus í gegnum þykka móðuna sem kom upp úr pottinum.
“Því að þetta er síðasti dagurinn sem ég þarf að hanga með þér í þessum tímum,” svaraði Fenecca, ekki einu sinni illilega.
“Og síðan lendirðu kannski með Vöndu eða Frederic,” sagði Severus illkvitnislega. Fenecca harðneitaði að viðurkenna það, en í raun var ekkert svo slæmt að lenda með Severusi. Hann kunni eitthvað í töfradrykkjum og sagði yfirleitt mjög lítið. Það síðarnefnda fannst Feneccu best.
Hún hlustaði. Það var ennþá bara pískur í stofunni. Akaddo sagði að það væri þó framför, en allt kom fyrir ekki, þau þurftu samt sem áður að hanga með Slytherin-nemunum þegar þau gerðu töfradrykkina.

“Það á að breyta kerfinu á næsta ári,” sagði Lily sem var nýkomin af umsjónarmannafundi.
“Ha?” spurðu Fenecca og Jackie. Lily sagði alltaf allt formálalaust.
“Sko, þið vitið að eftir áramótin verðum við bara í þeim tímum sem við þurfum að taka til að komast í starfið sem við ætlum að fara í. Dreifumst og þannig. Á næsta skólaári mun þetta vera svona ALLT 6.árið, ekki bara aðra önnina. McGonagall sagði okkur þetta,” sagði Lily til útskýringa.
“Af hverju?” spurði Fenecca og tók upp bókina sem fylgdi töfradrykkja-tímunum.
“Það er sennilega betra,” sagði Lily. Jackie yppti öxlum. Eftir smá stund leit Lily á klukkuna og sagði: “Heyriði, ég þarf að fara á bókasafnið.”
”Nú, áttu leynilegt stefnumót við James?” sagði Jackie glottandi. Lily eldroðnaði og fór út án þess að segja orð.
“Annars, það getur ekki verið, James mundi aldrei láta sjá sig á bókasafninu,” sagði Fenecca hugsi.
“Já, það mundi grafa undan sjálfsvirðingunni hjá honum,” sagði einhver fyrir aftan þær.
“SIRIUS BLACK, VILTU HÆTTA AÐ NJÓSNA SVONA UM OKKUR!” öskraði Fenecca því að hún hafði helt úr blekdollunni yfir alla ritgerðina sína og hluta af ritgerð Jackiear.
“Þetta er VIRKILEGA PIRRANDI!” urraði Jackie. Hún hafði verið heillengi að fletta upp á öllu sem hún hafði skrifað.
“Jackie, hvernig var hnúðabölvunin?” sagði Fenecca illkvitnislega.
“Látum okkur nú sjá…..” byrjaði Jackie, en Sirius var þegar farinn í burtu.
“Sigur fyrir okkur!” sagði Fenecca. “Og ég ætla að halda upp á það með því að fara á bókasafnið og finna bók sem getur hjálpað mér,” bætti Fenecca síðan við og stóð upp.

Þá það, hvað heitir bókin aftur? Alfræðibókin um járnurtina eða Ísópur A-Z, hugsaði Fenecca meðan hún gekk eftir næstum mannlausum ganginum.
“Í alvöru, ég mundi skammast mín meira fyrir það heldur en atvikið síðasta vor.”
“Vertu rólegur, ég myndi heyra ef einhver væri á leiðinni.” Fenecca stífnaði upp, hún þekkti þessar raddir: Severus og Lily! Hún greip fyrir munninn á sér, en um leið heyrðist smá smellur og Lily og Severus þustu upp.
“Fenecca!” skrækti Lily.
“Þú – þið….. og HANN sem…. “ stamaði Fenecca og bakkaði.
“Fenecca, ekki brjálast, ekki segja neinum, GERÐU ÞAÐ,” sagði Lily biðjandi röddu. Severus kom fyrir hornið.
“Af öllum strákum heims, HANN! Hann kallaði þig blóðníðing, og hvað? Þið eruð vinir! Er hann kannski líka kærastinn þinn?” sagði Fenecca.
“Nei,” urraði Severus.
“VINIR, það er munur,” sagði Lily.
“Fenecca, gerðu okkur bara greiða, og segðum ENGUM þetta!” sagði Severus og gekk nær. Fenecca bakkaði.
“Hvað? Að þú sért kærasti Lilyar?” spurði Fenecca reiðilega.
“Fenecca! Hættu þessu! Hvað er að því að ég sé vinkona Severusar? Hvað er að því?” sagði Lily, alveg jafn reið og Fenecca. Hún svaraði ekki. Það var alveg rétt, hvað VAR að því að vera vinkona Severusar Snapes?
“Og svo segirðu mér að vera ekki að æsa mig,” muldraði Severus.
“Hversu lengi eruð þið búin að vera vinir?” spurði Fenecca hikandi.
“Rétt eftir atvikið síðasta vor,” hvíslaði Lily. Fenecca mundi eftir því. Hún eftir öllu síðan þá. Hún hafði setið fyrir aftan Sirius í U.G.L.uprófinu í Vörnum gegn myrku öflunum, svo þegar það hafði verið búið fóru hún, Lily og Jackie að vatninu. Stuttu seinna fóru James og Severus að kasta bölvunum á hvorn annan, James hafði snúið Severusi á hvolf í loftinu og Lily hafði klikkast. Hún hafði svo orðið alveg jafn reið við Severus þegar hann kallaði hana blóðníðing.
“Gott og vel. Ég skal ekki segja,” sagði Fenecca að lokum.
“Ætli maður eigi ekki að segja takk núna,” sagði Severus. Fenecca leit á úrið sitt. Æfingin var alveg að byrja svo að hún fór í burtu.

“Fenecca! Ertu vakandi?” kallaði Sirius. Fenecca hrökk við.
“Ha? Hvað?” sagði ún snöggt.
“Ertu vakandi? Við erum búnir að hitta 5 sinnum í röð,” sagði Sirius reiðilega.
“Æi, ég var bara annars hugar,” sagði Fenecca skömmustulega og fór að einbeita sér að leiknum.
“Fyrsti leikurinn er eftir tvær vikur, við verðum að ná að þjálfa okkur upp,” sagði James sem kom fljúgandi.
“Ókei, ég skal passa mig!” sagði Fenecca reiðilega.

“Ertu búin að segja mörgum?” muldraði Lily þegar Fenecca gekk af vellinum.
“Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá hef ég ekki haft mikinn tíma til þess, ég hef verið á æfingunni síðan ég sá ykkur,” sagði Fenecca á milli samanbitinna tannana. Lily svaraði engu.
“Fenecca, í alvöru, þú þarft nauðsynlega að æfa þig, við höfum aldrei skorað svona mikið,” sagði Sirius.
“Ég var búin að segja það, ég var að hugsa um annað!” urraði Fenecca.
“Þá það, ekki bíta mig!” sagði Sirius og bakkaði. Fenecca reyndi að leyna brosinu.


Þá er ÞAÐ komið, kaflinn um Mildredi kemur þegar ég fæ aftur 3.bókina.