Jæja ég reyndi eins og ég gat að bæta mig samkvæmt því sem var skrifað í álit hjá 3.kafla, dæmið þið hvað ykkur finnst.

4.kafli Fagnað-hlegið-grátið

Þegar þau komu upp var búið að skreyta Gryffindor-setustofuna og fagnaðarveislan átti að fara að hefjast. Þegar þau voru nýbúin að skrá atriðið sitt gekk Harry upp á svið sem hafði verið galdrað fram og sagði:
“Mig langar að bjóða ykkur velkominn á þessa skemmtun á vegum Gryffindor. 1-7 geta haft skemmtiatriði saman. Ég vil vekja athygli ykkar á því að það þarf ekki að vera með atriði, en það væri vel þegið. Ef þið eruð ekki búin að skrá atriðið ykkar skuluð þið gera svo vel og gera það strax, 3 fóru í röð við skráningarborðið, Fred, George og Lee Jordan, sem voru greinilega saman með atriði.
Þegar þeir voru búnir gekk Ron upp á sviðið til Harrys með miðann með skemmtiatriðnum og gekk svo aftur niður.
“Og nú er komið að fyrsta skemmtiatriðinu, Angelina Johnson og Alicia Spinnet á vegum Quidditch-liðsins, með sýningu á kústunum,”sagði Harry, og inná sviðið gengu þær.
Angelia byrjaði á að segja: “Við ætlum að sýna ykkur kústa Quidditch-liðsins, til að sanna hvað góða leikmenn við höfum á kústunum. Byrjum á Weasley bræðrunum, Fred, George og Ron á Comet 2-60, ekki mjög góðir kústar, en frábærir leikmenn á þeim,” og stillti þrem Comet 2-60 upp við vegginn.
“Ég, Angela og Katie erum á Cleasweep 7 kústum og við stöndum okkur mjögvel að mínu mati,” sagði Alicia og stillti þrem í viðbót upp við vegginn.
“Og að lokum Þrumufleygurinn kústur hjá Harry, besti kústur sem fundinn hefur verið upp, en líka langbesti leikmaður sem fundinn hefur verið upp,” sögðu þær báðar og stilltu kústinum upp.
“Og þetta sannar mátt Gryffindor-liðsins,”sögðu þær, tóku kústana og fóru af sviðinu.
Harry kom aftur upp á sviðið og sagði:
“Við þökkum þeim fyrir en næst eru það Hermione Granger og Neville Longbottom með sýning á muggatækjum.” Hann var svo hissa að hann gleymdi að fara niður af sviðinu þar til Hermione sagði honum að þau ætluðu að fara að sýna atriðið og hann yrði að gjöra svo vel að fara í sætið. Svo hófst atriðið með því að Hermione sagði:
“Þetta hér sem Neville heldur á er muggatæki sem kallast upptökutæki. Eins og þið sjáið eru á því 6 takkar og eitt hólf.
Fyrsti takkinn er til að taka upp, og það gerðum við Neville áðan.
Annar er til að hlusta og horfa, og það gerum við á eftir.
Þriðji er til að stoppa svo þetta hætti og það gerum við einnig á eftir því annars heldur þetta áfram endalaust.
Fjórði er til að spóla til baka ef maður vill heyra byrjunina aftur.
Fimmti er til að spóla áfram ef maður nennir ekki að heyra byrjunina.
Sjötti og seinasti takkinn er til að opna hólfið sem er fyrir spólur og þangað lætur maður spólu.” Hún sýndi þeim spólu, en hélt svo áfram “Nú ætlum við að hlusta á þessa spólu.”
Hún stakk spólunni í tækið, galdraði það risastórt, ýtti á play og samtalið við Draco byrjaði.
Allir í Gryffindor ætluðu að tryllast úr hlátri, og þegar atriðið var búin báðu allir um meira en Hermione sagðist því miður ekki hafa tekið upp meira og fór niður ásamt Neville.
Harry kom upp aftur og sagði: “Við þökkum þeim fyrir þetta atriði en þá er komið að Amöndu-genginu, meðlimir Amanda, Arthur, John, Jenna og Rob, með atriðið búhh á Potterinn. Gjörið þið svo vel”
Svo gengu þau upp á sviðið með mótmælendaspjöld sem stóð á
NIÐUR MEÐ POTTERINN/ POTTLOKIÐ MUN DEYJA/ POTTER FRÁ VÖLDUM.
Svo gengu þau um sviðið og öskruðu þessar setningar aftur og aftur, þangað til Hermione galdraði þau í sætið.
Harry kom aftur á sviðið og sagði: “Við þökkum þeim fyrir en næst á svið eru
GrÍn Og GoTt
SoÐiÐ í PoTt
Eða Gred, Fee og Lorge bjóðum þá hjartanlega velkomna.”
Gred, Fee og Lorge(George, Fred og Lee)gengu upp á sviðið og sögðust ætla fá meðlimi Amöndu-gengisins sem tilraunadýr.
“Þau eiga að smeygja teygjunum utan um eyrun og borða karamellurnar.”
Þau gerðu það og fyrr en hendi væri veifað voru eyrun á þeim orðin risastór og tungan líka.
Þá sögðu þeir “gerið Potter aldrei mein, því okkur er að mæta” svo sendu þeir þau niður af sviðinu svona.
Harry kom aftur upp og sagði “Næst eru það Ginny og Ron Weasley ásamt Harry Potter, mér sjálfum, með sýningu á snæuglunni minni, Hedwig.
Harry segir “Nú skrifa ég bréf til Rons, og segi Hedwig að fara með það til Ginnyar og gáum hvað gerist.”
Hann sest niður við að skrifa en segir svo “Hedwig, hérna er bréf til Ginnyar, farðu nú með það til hennar.”
En Hedwig flýgur beint til Rons. Salurinn klappar og fagnar Hedwig þangað til Harry segir að þessu sé lokið og allir eigi að fara í svefnsalinn sinn.

Harry sofnar strax, en vaknar upp um nóttina við eitthvað hljóð, fyrst veit hann hvað er að gerast en svo kemst hann að því að Ron er að gráta.
Hann klæðir sig og fer til hans og spyr hvað er að en Ron sagði “Ég sendi pabba bréf út af fjársjóðnum og muggafréttunum, og sagði að maðurinn sem var að rífast við Hagrid svo lítið líkur okkur í Weasley-fjölskyldunni og svo fékk ég öskrara sem sagði að ég ætti ekki að líkja fjölskyldunni við svona hyski og svo fékk hann líka bréf sem sagði að það væri í lagi fyst ég hefði gert þetta. Og nú hafa þau sagt Fred, George, Percy, Bill, Charlie, Ginny, Dumbledore, McGonagall og mörgum öðrum, kannski Hermione að ég sé að nota þig.”
Hann komst ekki lengra því að Harry reif bréfsefni og skrifaði Arthuri og Molly bréf sem hljóðaði svona:

Kæru Arthur og Molly Weasley.
Ég sá fréttina um fjársjóðinn og Ron er ekki að reyna að nota mig, þetta var annar maður.
Ég skil ekki fólk sem heldur því fram að bestu vinir mínir séu að reyna að nota mig. Vel og minnst það var óþarfi af Arthuri að vera svona ónotalegur við mig í gær. Ég gerði honum ekkert. Ég skil ekki af hverju þú ert svona leiðinlegur við mig. Ég skil heldur ekki til hvers þú komst á Quidditch-leikinn, því þú horfðir ekkert þú hefðir setið þarna endalaust hefði ég ekki rekist viljandi í þig.
Harry GeGn LyGaSöGuM, þVí ÞaÐ eR bArA bUlL.

Hann las bréfið fyrir Ron og sendi það svo af stað með Hedwig.

Harry vaknaði morguninn eftir við að Hedwig var að narta í eyrað á honum. Hann settist upp og leit á hana. Hún var með bréf í gogginum, nokkur bréf.
Harry vakti Ron og sýndi honum bréfin, eitt var öskrari merktur Ron, annað bréf merkt honum og þriðja bréf til Harrys. Þeir byrjuðu á að opna bréfið til Rons og í því stóð:

Ronald Weasley
Hvernig í ósköpunum geturðu verið svona andstyggilegur. Ýmyndaðu þér hvað hann heldur um okkur. Hvernig vogaru þér að ljúga svona. Við viljum ekki að hann haldi að við séum að dæma þig fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki og við getum ómögulega sagt honum að þú gerðir það.
Molly Weasley.

Næst ákváðu þeir að lesa bréfið til Harrys.

Harry Potter
Hann var bara að djóka aðeins. Hann er svo spaugsamur, en sannleikurinn er að hann týndi galdrasprotanum hans Arthurs og jarðdvergarnir tóku hann og skemmdu.
Molly Weasly
P.S. Ekki lesa bréfið til hans.

Næst litu þeir á öskrarann, Ron fölnaði, en sagði svo “Hagrid, við opnum þetta hjá Hagrid, hann segir ekkert.” Svo fóru þeir að klæða sig og gera sig tilbúna fyrir matinn.

Jæja, nú er þessi hryllingur búinn.
Hvernig fannst ykkur? BANNAÐ að skrifa “ömurlegt” eða eitthvað annað án þess að hafa ástæðu það verður þá að vera “ömurlegt af því að …”
Því annars get ég ekki bætt mig!!!!