Jæja fremur léleg grein, en samt það verður að hafa eina og eina grein ekki bara áhugaspuna.
Félagarnir Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.
Harry er augljóslega í minnstu andlegu jafnvægi. Á enga foreldra, varð vitni af því þegar Voldemort reis upp og þegar Cedrick var myrtur og margt fleira.
Eins og 5. bók bar vitni um eru hormónarnir í Harry komnir á fullt en Ron er enn í gamla barnalega farinu og jafnvel þó að hann sé í bestu andlegu jafnvægi þá er hann enn barnalegur (kannski er það að hluta til ástæðan fyrir andlega ástandinu).
Ron hefur það líka sennilega best.
Hann er enn barn má segja á miðað við hegðun hans í bókunum er hann mjög barnalegur karakter.
Hermione var mjög ósátt út í Harry og Ron í þriðju bókinni. Það var tímabil entist þangað til í fjórðu bókinni þar sem hún átti það til að fara í grátköst og rífast í Harry og Ron.
Hermione á fjölskyldu sem er þó ekki göldrótt og hún verður fyrir árásum vegna ætternis síns stundum.
Hún reynir að láta það ekki hafa áhryf á sig en innst inni tekur hún það mjög nærri sér.
Ron Weasley er með svokallað hreint blóð og á stóra fjölskyldu og mörg systkini sem hann getur alltaf leitað til (eins og sást í fjórðu bókinni).
Í Eldbikarnum þá urðu Harry og Ron mjög ósáttir. Hermione stóð með Harry og ef hann hefði ekki haft hana að hefði hann sennilega brjálast en Ron hafði hana ekki en gat leitað til bræðra sinna og hékk með þeim alveg þangað til að Harry barðist við gaddhalann. Það sýnir að hann er í góðu sambandi við fjölskylduna sína.
Ég er farin að halda að samband Hermione við fjölskyldu sína sé farið að dofna en hún eyðir oft heilu og hálfu sumrunum hjá Weasley fjölskyldunni.
Hermione hefur samt ekki upplifað sama söknuð og Harry sem hefur horft upp á Cedric og Sirius deyja.
Hún og Harry eiga það hinsvegar sameiginlegt að hafa upplifað gríðarlegt álag. Hermione í þriðju bókinni út af öllum námsgreinunum sínum og vegna ósáttarinnar við Ron og Harry. Harry í fjórðu bókinni vegna Þrígaldraleikanna og ósáttarinnar við Ron.
Harry hefur upplifað að vera einn á móti (næstum) öllum skólanum fyrir utan Hermione. Hermione hefur upplifað ósátt við tvo bestu vini sína og í fyrstu bókinni hefur hún einnig upplifað að hafa átt enga vini í fyrstu bókinni.
Ron hefur aldrei upplifað að vera algjörlega einn.
Þannig að það má ekki segja að Ron sé í betra andlegu jafnvægi vegna þess að hann sé einhvað sterkari persónuleiki. Þvert á móti þegar hann lendir í bara broti af þeim aðstæðum sem að Herm og Harry hafa lent í verður hann mjög ósjálfbjarga.
Það má þessvegna segja að Ron sé í best andlegu jafnvægi vegna þess að hann hefur aldrei lent í miklum erfiðleikum.
Fremur skítleg grein ég veit það en mér þætti vænt um ef þið kæmuð ekki með skítköst takk.