Nú, það kom upp smá misskilningur, svo að ég þurfti að senda alla kaflana aftur inn. (Því miður!) Ég mæli með því að þið lesið þetta ef ykkur finnst sagan skemmtileg, þá skýrist sumt aðeins meira.
***Kveðja, Gulla Munda Inga Bogga Bergs***

1.kafli
Fenecca Crock

Fenecca geispaði stórum. Það voru tveir dagar þar til skólinn byrjaði aftur, þá mundi hún byrja sitt 6.ár í Hogwartsskóla. Helvíti hlakkaði hana til!
“Vaknaðu svefnpurka!” æpti litli bróðir hennar í gegnum skráargatið.
“Æi, þegiðu…….” muldraði Fenecca ofan í koddan sinn. Hún var hræðileg svefnpurka.
“Ef þú vilt vita það, þá er bréfið frá Hogwarts komið!” kallaði Thomas aftur. Fenecca rauk upp og fram á gang.
“Hvar?” sagði hún snöggt og glennti upp augun. Thomas rétti henni lítið og gulleitt bréf. Enn og aftur voru þetta tvö bréf.
Það fyrra var bara eitthvað “nú hefst þitt 6.ár” blablabla…..
En það seinna var með lista yfir alla hlutina sem þurfti. Það glás af bókum og allskonar hlutum. Fenecca gekk annars hugar inn í herbergið sitt. Það var bankað á rúðuna.
“Penelope!” sagði hún og opnaði fyrir uglunni hennar Lilyar. Lily Evans, Jackie Toqué og hún sjálf höfðu verið bestu vinkonur síðan á 2.ári.

Hæ Fenc!!!
Hvað segirðu gott núna? Það er virkilega gaman hjá mér núna, enda þá ætla ég að nota þetta sumar vel. M.U.G.G.arnir á næsta ári!!! Ég er ofboðslega kvíðin fyrir þetta, þótt að þetta sé ekki fyrren á næsta ári!! En hvernig voru uglurnar hjá þér? Hefurðu heyrt eitthvað frá strákunum eða Jackie?Úff, ég man í fyrra, James hrúgaði í mig bréfum, það var hryllingur! En ég hef ekkert heyrt frá þeim núna. ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ HUGSA!!!!! Þú ert að hugsa um það að ég hef getað fengið fullt af bréfum frá þeim, en hafi samt sem áður ekkert heyrt í þeim!!!!! Er það ekki rétt? Jú, ég vissi það…..ekki!!! Vonandi er Thomas ekki mjög pirrandi. Ég veit að hann er pirrandi kannski, en vonandi ekki jafn mikið og þegar ég var í heimsókn hjá þér um jólin.

KVEÐJA Lily Evans!

Fenecca brosti. Hún var sjaldan kölluð fullu nafni hjá vinum sínum. Yfirleitt bara Fecc, Fenc eða Fecka!!! Það var algengast að kalla hana Fenc.
“Er eitthvað merkilegt þarna?” spurði mamma hennar í gegnum dyrnar.
“Nei, bara þetta venjulega,” svaraði Fenc og opnaði til að rétta mömmu sinni bréfin frá skólanum. Hún renndi augunum yfir þau.
“Jæja, ætli við förum ekki í Skástræti í dag,” sagði mamma hennar og fór fram.
Fenecca leit í spegilinn. Það var ómögulegt að segja hvernig augun í henni væru á litin! Ef hún var reið, þá voru þau næstum græn. Ef hún var glöð voru þau nálægt því að vera blá. Ef hún var veik eða syfjuð, þá voru augun í henni hálf grá en ljósgul í kringum augasteininn! Hún skipti um umræðuefni í huganum.
Það yrði svo frábært að hitta Lily og Jackie aftur! Jackie var í raun frönsk, og hét Jacquline Toqué. En það var einum og langt, svo að hún var bara kölluð Jackie.
Þegar Fenecca fór að hugsa um uppruna Jackie, fór hún einnig að hugsa um uppruna sinn. Hún var spænsk! Lily var sú eina sem var ensk af þeim þrem. En Lily var “blóðníðingur” einsog fjárans fíflið hann Severus kallaði hana! Fenecca kreppti hnefana þegar hún mundi eftir Severusi. Hann væri örugglega fínn ef hann væri ekki svona neikvæður……og ef hann gerði eitthvað við þetta fituga hár!!!
“Fenc! Mamma segir að þú eigir að koma! Við förum í Skástræti eftir hádegið!” kallaði Thomas í gegnum hurðina. Fenecca umlaði eitthvað til samþykkis.

Það var gaman að komast í Skástræti. Fenecca sá fullt af krökkum úr skólanum þarna.
“Fenc! Fenecca!” var hrópað einhversstaðar.
“Jackie!” kallaði Feneeca á móti og faðmaði bestu vinkonu sína.
“Er Lily hérna?” spurði Fenecca þegar þær voru búnar að faðmast nógu mikið.
“Nei, hún kemur í kvöld og ætlar að gista á Leka seiðpottinum,” sagði Jackie. Þær voru svolítið líkar. Báðar dökkar með dökkt hár…..og brún augu!
“Veistu hvað? Það er kominn nýr kennari. Hann kennir þarna…dótið um dýrin!” sagði Jackie. Hún gat aldrei munað neitt!
“Og?” sagði Fenecca. Það var heldur ekki líkt Jackie að klára setningu.
“Hann heitir…..Kettelburn.” sagði Jackie eftir nokkra umhugsun. Fenecca kinkaði kolli. Jackie sagði heldur ekki neitt merkilegt oftast, því miður. Það kom alltaf meira og meira af krökkum þarna.
“Hæ Remus!” kallaði Fenecca til stráks sem stóð álútur yfir þykkri bók.
“Ó. Hæ Fenecca!” kallaði hann á móti.
“Æi, Fenc. Remus er svo skrítinn. Afhverju líkar þér við hann?” hvíslaði Jackie með ógeði þegar þær voru komnar aðeins í burtu.
“Hann er skemmtilegur. Mér er sama þótt að hann umgangist Sirius Black og James Potter! Sko, Remus getur hjálpað okkur að læra undir M.U.G.G.ana á næsta ári. Og við þörfnumst þess!” sagði Fenecca og leit við. Jackie hnussaði. Hún og Lily HÖTUÐU James og Sirius. En þar sem Fenecca var prakkari í gegn, þá líkaði henni stundum hvernig þeir létu! Nema þegar James kastaði bölvun á Snape án ástæðu og montaði sig fyrir framan Peter Pettigrew og Lily!
“Ég meina…..við gætum ALDREI fengið hjálp frá Remusi. Hann er OF upptekinn af Black og Potter!” bætti Jackie við.
“Voru þið að tala um okkur?” var spurt fyrir aftan þær skyndilega. Fenecca og Jackie frusu í sporunum.
“Ööö…..hæ James!” stundi Jackie.
“Hæ strákar! Og við vorum að reyna muna nöfnin á sem flestum í skólanum…e-ekki tala um ykkur!” sagði Fenecca. Hún var vön að þurfa ljúga. Þegar hún var gripin á ganginum eina nóttina laug hún því að hafa þurft á klósettið vegna þess að hún væri hreint í spreng og hefði sennilega pissað á rúmið ef hún hefði ekki farið!
“Gott að vita það,” sagði Sirius hressilega. Hárið á honum hékk letilega niður einsog alltaf en með einhverjum furðulegum glæsibrag….
“Er Lily með ykkur?” spurði James og litaðist um.
“Nei,” svaraði Jackie stíf.
“Horn….sjáðu hver er þarna! Okkar gamli vinur, Severus Snape!” sagði Sirius og brosti illkvitnislega.
“Æi strákar! Látið hann vera!” sagði Fenecca fúl. Þeir hlustuðu ekki á hana, heldur gengu rakleitt áfram.
PAFF!
Fenecca hafði brugðið fætinum fyrir Sirius!
“FENECCA CROCK!” æpti hann og hljóp a eftir henni. Það kom sér vel að Fenecca var mjó og snögg, annars væri hún dauð!
“Reyndu það BARA!” kallaði Fenecca til Siriusar. Helsta bragð Feneccu var að þreyta fórnarlambið, ekki meiða það. Og nú virtist það ætla að ganga!
Hún hljóp eftir Hlykkjasundi og var þá komin í Uglustræti. Sirius elti hana ennþá! Til allrar hamingju gat Fenecca sloppið aftur í Skástræti, og þar týndi Sirius henni!

“Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma,” geispaði Jackie. Hún var vön því að Fenecca þurfti að “skreppa aðeins frá”!
“Jamm. En ég held að ég hafi séð Lily á Seiðpottinum. Við ættum að ná í hana á undan James!” sagði Fenecca og fór af stað.


2.kafli-Enn eitt skólaár hefst!

“Lily!” hrópaði Jackie og hljóp einsog brjálæðingur til rauðhærðar stelpu.
Lily Evans sneri sér snöggt við, rétt áður en Jackie renndi sér yfir hana!
“Lily! Veistu hvað við erum búin að sakna þín!” sagði Jackie, og var næstum búin að kæfa Lily.
“Átsj! Jack-Jackie! Þú ert að kyrkja mig! Slepptu!” stundi Lily. Fencca brosti útað eyrum. Jacquline Toqué tók alltaf VEL á móti öllum sem henni þótti vænt um!
“Oooh! Hæ Fenc!” stundi Lily aftur og hló.
“Hvað ertu búin að vera gera í sumar?” spurði Jackie og tók upp pokann með öllu dótinu sínu.
“Næstum ekkert. Petunia er ennþá í fýlu við mig, “ sagði Lily og tók einnig upp sinn poka.
“Petunia? Hún ennþá. Er hún ekki búin að vera í fýlu við þig síðan þú fékkst bréfið frá Hogwartsskóla?” spurði Fenecca og ranghvofdi í sér augunum.
“Jebb. Ótrúleg! Mamma segir bara að hún sé lík pabba einsog hann er ef hann er….fullur. Alltaf í fýlu ef hún fær ekki eitthvað, og þannig. Grútleiðinlegt!” sagði Lily. Fenecca vorkenndi henni. Lily var mjög gáfuð, skemmtileg og sæt, en svo átti hún þessa grútleiðinlegu systur, og ef pabbi hennar varð drukkinn voru þau bæði hryllileg!
“Sælar!” sagði einhver skyndilega. Stelpurnar þrjár stífnuðu upp.
“Sæll….James,” sagði Lily stíf.
“Jæja, hvað segið þið um ís?” bætti James við þegar Remus, Sirius og Peter voru komnir.
“Við segjum að hann er kaldur,” sagði Fenecca léttilega. Hún ætlaði ekki að láta strákana slá sig útaf laginu.
“Ekki ef hann er bráðinn,” svaraði Sirius.
“Þá er það bara bráðnaður ís!”
“Svo eru flestar matarbúðir búnar að loka núna,” urraði Lily.
“Hvað með það? Við getum alveg reddað nokkrum!”
“Hvernig?” spurði Fenecca og setti upp svipinn “ég-er-alsaklaus!”
“Við erum einhverjir gáfuðustu nemendur skólans, ef þú manst það ekki!” sagði James fúll.
“Ég var að vona að þú værir orðinn aðeins þroskaðri!” sagði Lily, alveg jafn fúl.
“Æi, förum! Það er tilgangslaust að tala við þá,” sagði Fenecca og fór af stað.
“Og þú ætlar að reyna fá hjálp frá þeim fyrir næsta ár?” skrækti Jackie, og Fenecca var viss um að strákarnir hefðu heyrt það. Hún leit við. Þeir voru eitthvað að hvísla…
“Ha? Það gengur aldrei!” sagði Lily og lagði mikla áherlsu á síðasta orðið.
“Kannski. En sennilega þarf ég að fara. Bless!” sagði Fenecca og fór til baka.

“Fenc! Ætlarðu aftur í skólann eða ekki?” æpti Thomas tvem dögum seinna í gegnum skráargatið á hvítri hurð Feneccu.
“Farðu!” öskraði Fenecca á móti.
Hún klæddi sig og stakk náttfötunum og vekjaraklukkunni ofan í eitt koffortið.

“Þú ert meira sofandi þegar þú ert nývöknuð heldur en þegar þú ert sofandi á næturna,” sagði “pabbi” hennar. Fenecca og Thomas voru ekki raunveruleg systkin. Þau áttu sömu mömmu, Rozölbu, en faðir Feneccu, sem hún hafði aldrei hitt eða séð mynd af, hafði farið þrem mánuðum eftir að hún fæddist. Eric Pringle var faðir Thomasar og núverandi eiginmaður Rozölbu. Fenecca bar eftirnafn móður hennar, Crock, en Thomas hét Thomas Pringle.
“Gott að vita það,” muldraði Fenecca og stakk ristuðu brauði upp í sig.
“Þú segir margt,” sagði Eric.
“Eric, þegiðu!” hvæsti Fenecca. Mamma hennar hvessti augun á Fenccu, hún vildi að hún kallaði Eric “pabba”, ekki Eric!

Fenecca var nývöknuð þegar þau komu á lestarstöðina. Hún snarvakanði nefnilega þegar hún klessti á Sirius Black!
“Gættu þín!” sagði hann og greip hana áður en hún féll í gangstéttina.
“Hættur að vera hrokafullur, eða ertu veikur?” svaraði Fenecca snúðugt.
“Þá það, við vorum kannski frekar montnir þarna,” sagi Sirius og rétti Feneccu búrið með kettinum hennar.
“Bless þá,” sagði hún og fór. Það var eins gott að umgangast þá lítið meðan Lily var í fýlu við þá.
“Jæja, eigum við að fara?” spurði Jackie þegar stelpurnar þrjár voru komnar saman aftur.
“Ef við ætlum að fara í skólan aftur, JÁ!” sagði Lily og stökk upp í lestina. Það voru ennþá nokkrar mínútur eftir þangaði til lestin færi, svo að vagnarnir voru enn ekki fullir. Svo þurfti Lily aðeins að fara í umsjónarmannsvagninn, hún hafði tekið við af Díönu sem var umsjónarmaður síðasta ár. Til allrar hamingju var hún ekkert sérstaklega lengi.
Ferðin var viðburðarlaus. Stelpurnar þrjár töluðu um sumarið, létu einsog verstu gelgjur, töluðu meira um sumarið, um James og Sirius og hvað þeir væru hrokafullir og montnir og aðeins meira um sumarið.

“Vúbs, ef við ætlum ekki að líta út eins og verstu muggar, þá ættum við að koma okkur í skikkjurnar!” muldraði Jackie og tróð sér í sína.
“Hana, fyrsta árs nemar! Komið! Þessa leið!” kallaði einhver dimmri röddu. Fenecca þekkti röddina (og stærðina) hjá Hagid hvar sem er! Hann hafði byrjað að vinna við þetta þegar þau byrjuðu sitt 3.ár í Hogwartsskóla. Frekar undarlegur. Það gengu ýmsar sögur um hann í skólanum. Þær höfðu allar sama kjarna; Hagrid var rekinn þegar hann var ekki búinn með skólann, en enginn var sammála hvenar það hafði verið. Sumir sögðu daginn áður en hann átti að klára skólann, aðrir sögðu sama dag og hann kom….. Fenecca reif sig uppúr hugsununum, vagnarnir voru komnir.
“Og alltaf erum við jafn heppnar!” sagði Lily glaðlega og benti á einn lausan vagn.

Það var gott að komast aftur í Hogwartsskóla. Einu áhyggjurnar sem þær þurftu að hafa þar var af heimalærdóminum! Engin vælandi systkin, ekkert………
“Velkomin, velkomin! Enn eitt árið hjá flestum ykkar hér í Hogwartsskóla! Það er kominn nýr kennari í umönnun galdraskepna, prófessor Kettelburn. Hann er að vísu bara afleysingarkennari, svo að hann mun ekki vera hérna í allan vetur.” (Smá lófatak heyrðist). “Vonandi munuð þið spjara ykkur jafn vel og þið hafið gert hingað til!” sagði prófessor Dumbledore þegar flokkunarathöfnin var búin. Skeggið var snæhvítt einsog alltaf og augun ennþá jafn heiðblá og þau höfðu alltaf verið. Fenecca renndi augunum yfir kennaraborðið.
Prófessor Kettelburn var ungur maður með rauðbrúnt hár. Hann var örugglega ekki eldri en 25 ára!
“Og vonandi verður þetta ár þolanlegra og þau síðustu,” bætti Lily við. Fenecca klemmdi munninn saman og sparkaði í Lily! Þær höfðu oft verið að pæla í því hvort að Dumbledore notaði linsur, en voru enn ekki vissar.
“Inntökupróf í Quidditch-liðin verða á föstudaginn, endilega mætið. Og 1.árs nemar, ykkur er öllum stranglega bannað að fara inní Forboðna skóginn, líka þið eldri!” bætti hann við og gjóaði augunum á Sirius og James. Peter litli Pettigrew sat við hliðina á þeim og virtist vera skoða dagatal með Remusi……….
Það mikilvægasta hófst samt sem áður; veislan!
“Hvar skyldu draugarnir vera?” sagði Jackie með fullan munninn. Hún var ekkert sérstaklega “gáfuð” þegar það kom að því að borða! Enda var hún obbolítið feit, en vissi alveg hvernig átti að klæða sig í samræmi við það
“Þeir eru örugglega hræddir við þig!” sagði Sirius og hló.
“Ef við værum ekki í kringum hóp af fólki, og ef þetta væri ekki fyrsta kvöldið hérna þá værir þú DAUÐUR!” hvæsti Jackie.
“Róaðu þig niður!” sagði Fenecca og tók í handlegginn á Jackie. Lily hló lítillega.
“Hey, Remus er umsjónarmaður. Hver er hin, ég frétti að Dí væri ekki lengur umsjónarmaður?” spurði James og litaðist um borðið. Hann kallaði Díönu alltaf Dí.
“Ég,” muldraði Lily fúl.
“Noh, þá ætti ég að fara passa mig!” sagði James kaldhæðnislega.
“Já, það getur verið að við verðum að hætta að kasta bölvun á Hora við hvert tækifæri!” sagði Sirius einsog hann væri dauðhræddur. Þeir litu hvor á annann.
“Neeeeei,” sögðu þeir svo samtímis og hristu höfuðið.
“Vertu fegin að það sé ekki James sem er umsjónarmaður! ÞAÐ yrði hryllingur!” hvíslaði Fenecca.
“Hver er besti vinur Remusar?” muldraði Lily grautfúl. Það sem eftir var af veislunni var samt sem áður fínt. Draugarnir létu loksins sjá sig, og Næstum hauslausi Nick tók ofan fyrir nokkrum nemendum……..með hausnum!

“Þessa leið!” sagði Remus og leiddi fyrsta árs nemana áfram. McGonagall hafði sagt Lily leyniorðið og nú neyddist hún til að fara með Remusi….og náttúrulega fylgdu Sirius og James rétt á eftir!
”Leyniorð?” spurði Feita konan einsog venjulega.
“Skröltandi sekkjapípur….,” muldraði Lily. Hún og Remus hleyptu hinum inn á undan, en þarsem Sirius og James urðu eftir með Remusi urðu Fenecca og Jackie eftir með Lily.
“Það kemur ekki til greina að við látum þig vera eina með þeim!” hafði Fenecca sagt. Svo bætti hún við við Jackie: “Aðallega vegna þess að ég trúi því ekki að hún hati James svona, þetta gæti bara verið yfirhilming og kannski elskar hún hann útaf lífinu!”

“Úff, góða nótt….” muldraði Jackie ofaní koddann sinn. Fenecca leit í kringum sig. Þær voru allar fimm þarna. Hún, Jackie, Lily, Díana og Fiona. Díana og Fiona voru alltaf saman, og voru af næstum hreinræktaðri galdraætt.
Fenecca horfði út um gluggann. Það var dimmt, en stjörnunar fylltu loftið og hálfur máninn lýsti inn um gluggann og á lítinn kött sem stökk til Feneccu. Hún vissi ekki afhverju hann var svona lítill, hann var örugglega 3 ára! Hún strauk Soffíu um höfuðið. Soffía….merkti það ekki viska?
Þessi köttur var allavega mjög vitur köttur….einsog Sirius Black.
Afhverju var hún nú farin að hugsa um Sirius? Hann var kannski sætur og snjall, en ekkert sérstaklega….skemmtilegur þegar hann var að hrekkja aðra….samt skrítið….undarlegt hvernig hann var, hárið var ótrúlega fallegt þótt að hann gerði ekkert við það, hann var snjall ánþess að sitja yfir bókum allar stundir, fyndinn þótt að hann væri leiðinlegur við Severus og undarlega skemmtilegur….þótt að hann skipti sér ekki af neinum nema James, Remusi og Peter…
Fenecca sofnaði yfir hugsunum sínum um Sirius…..3.kafli-hryllilegur töfradrykkjatími!

Þær vöknuðu grútsyfjaðar um morguninn. Fenecca hafði sofið einsog steinn!
“Aaah. Þetta var nú meira kjaftæðið……” geispaði hún. Henni hafði dreymt einhvern fáránlegan draum….vissi ekki einusinni um hvað!
“….mmm, æi farðu! Þú pirrar mig!” muldraði Jackie og lamdi á koddann sinn. Auðvitað vaknaði hún um leið.
“Og hvað átti þetta að vera?” spurði Díana, sem var nýbúin að klæða sig. Það þótti merkilegt, yfirleitt var hún eða Fenecca síðastar til að vakna.
“Hvað?” spurði Jackie.
“Þú lamdir koddann þinn!” sagði Fenecca og ýtti Soffíu af sænginni. Hvernig fara kettir að því að taka svona mikið pláss?
“Er það? Ó,” sagði Jackie og starði tómu augnaráði útí loftið.

Eftir tíu mínútur gengu þrír hálf-sofandi Gryffindornemar inní Stóra salinn. Fenecca sá mörg kunnuleg andlit. Bernold-bræðurna, Justine Payne, einhver mesti slúðrari í öllum Hogwartsskóla, Brown-systkinin, Max Jordan, og margir fleiri.
“Mér finnst ótrúlegt að þessi Mildred Brown sé í Ravenclaw. Hún er ótrúlega hugrökk!” muldraði Lily og gjóaði augunum á hávaxna stelpu við Ravenclaw-borðið.
“Hún er fífldjörf, ekki hugrökk! Og mundir þú vilja vera með henni í herbergi? Hún er á kafi í rúnagöldrum! Það er orðið ótrúlega óhugnalegt, ég meina það!” svaraði Fenecca. Mildred Brown var ótrúlega undarleg. Hún var óeðlilega hávaxin, á kafi í rúnagöldrum og vörnum gegn myrku öflunum, og átti hrafn sem gæludýr!
“Vaknið, stundaskrárnar eru komnar!” sagði Jackie og bankaði í hausinn á Feneccu.
“Þetta gæti verið verra,” sagði hún og renndi augunum yfir blaðið.
“GÆTI VERIÐ VERRA!?!?” skrækti Jackie. Lily seig niður í sætið, hún þoldi ekki þegar fólk leit á þær.
“Jackie! Þegiðu!” hvæsti Fenecca og sparkaði fast í Jackie.
“Þá það! En sagðirðu virkilega að þetta gæti verið verra?” hvíslaði Jackie æst. Lily settist beinni.
“Reyndar,” svaraði Fenecca og skoðaði stundaskrána. “Tvöfaldur ummyndunartími, bóklegur tími í stjörnufræði, tvöfaldur jurtafræðitími…..”
“Þetta er reyndar fyrir morgundaginn. Það er miðvikudagur í dag,” sagði Jackie.
“Æi, NEI!” stundi Fenecca og lagðist á borðið.
“Úúúúú! Ég skil hvað þú átt við!” sagði Lily andlitið varð að einni grettu.
“Tvöfaldur töfradrykkjatími, saga galdranna, spádómar, tvöfaldur töfrabragðatími, og að lokum: muggafræði!” sagði Jackie með uppgerðargleði. Töfradrykkja-tímarnir sjálfir voru ekki svo slæmir, en kennarinn, prófessor Akaddo, var hryllilegur! Hann skammaði þau samt næstum aldrei, hjálpaði þeim alltaf ef þau áttu í erfiðleikum……en hafði þann slæma galla að vilja alltaf hafa einhver “hópverkefni til að koma vináttu á milli vistanna!”
“Muniði síðast, Jackie og Severus!” sagði Fenecca og hló.
“Mér finnst ótrúlegt að þú þolir hann!” sagði Jackie og gleypti hálfa brauðsneið.
“Ég þoli hann ekki! Eina ástæðan fyrir því að ég virðist vera aðeins þolanlegri er sú að ég get gert eitthvað í töfradrykkjum! En þar sem ég get BARA gert verklega hluti, þá er það ekkert merkilegt….” bætti Fenecca svo við. Hún var hryllileg ef hún átti að lýsa einhverju á blaði. T.d. í sögu galdranna; hryllingur! Eina ástæðan fyrir því að hún náði “viðunandi” á U.G.L.unum, var sú að hún gat séð aðeins á blaðið hans Remusar, annars hefði hún fengið “tröll”!
“Jæja, þetta verður skemmtilegur dagur,” muldraði Lily og stóð upp. Fenecca og Jackie litu við; Sirius, James, Remus og Peter gengu inn í salinn.
“Förum!” sagði Jackie. Fenecca elti þær. Strákarnir voru ekki SVO slæmir!

Prófessor Akaddo brosti sínu breiðasta þegar hann kom inn í stofuna. Ljóst hárið náði rétt fyrir neðan eyru og hökutoppurinn hafði aðeins lengst síðan síðasta ár. Þegar hann las upp nemendurna þá brosti hann alltaf til þeirra, og í fæstum tilvikum var brosið endurgoldið!
“Jæja, þar sem að þetta er fyrsti tíminn þá datt mér í hug að þið munduð gera öldrunarseyði. Bara til að hressa upp á minnið. Og þetta er það erfiður seyður, að þið verðið að vera tvö og tvö saman. Nú, ég var að flokka þetta niður, það er einn úr hvorri vist!” sagði Akadddo og brosti lítillega. Hann var fínn kennari fyrir utan þetta; að hafa alltaf hópverkefni!
“Ég hefði EKKERT á móti þessu ef við værum með Ravenclaw eða Huffelpuff í þessum tímum, en Slytherin!” hvíslaði Lily fúl. Hún var verst í töfradrykkjum, og prófessor Akaddo lét þetta oft vera þannig að þeir bestu og verstu væru saman; þ.e.a.s. Lily og Severus!
“Nú, Fenecca og Severus, þið verðið saman. (Fenecca lagðist fram á borðið og stundi, Severus gretti sig hryllilega!) Og bara, James og Vanda. Díana og Gregory, Lily og Virginia, Remus og……Rupert. Warren og Selma, Peter og Holly, Sofie og Will, Jackie og Frederick! Og að lokum: Fiona og Herbert. Jæja, setjist saman, drífið ykkur nú!” sagði Akaddo og veifaði höndunum. Fenecca beit jöxlunum saman, hún HATAÐI að lenda með Severusi, þótt að það hafði bara gerst tvisvar á seinasta ári. Grey Jackie, hún var með klunnanum Frederick! Það bætti ekki úr skák að hún sjálf var klunni, þetta gæti orðið áhugaverður tími.
Fenecca settist við hliðina á Severusi. Að vísu alveg á röndinni á stólnum, en þau sátu í það minnsta við sama borð. Sem var enginn léttir að vísu…..
“Þá það, þið þekkið þetta. Öll efni eru hægra megin og öll áhöld vinstra megin.”
Tíminn byrjaði. Flestir unnu þegjandi, það var betra að tala sem minnst við þá sem þau áttu að vinna með!
”Þú átt ekki að láta halakörtumiltað á undan leðurblökumiltanu!” sagði Severus þegar Fenecca var við það að láta halakörtumilta í pottinn.
“Ó. Vúbs,” muldraði Fenecca áhugalítil.

“Þið ættuð að tala meira saman. Það er svo óþægilegt að hafa þessa þögn!” sagði Akaddo eftir smá stund. Fenecca og Severus litu hvort á annað og grettu sig. Umræður komu ekki til greina!
“Það eina sem ég segi við þig er: Ekki láta þetta oní – þegiðu – þú ert fífl – og einsog mér sé ekki sama!” muldraði Fenecca og kroppaði drekahreistur af plötu.
“Sömuleiðis. Ég ætla bara að bæta við hjá mér: Sagði ég ekki – og sennilega líka: skiptu þér ekki af þessu!” svaraði Severus og tók við drekahreistrinu.
“Þannig á að hafa þetta!” tuldraði Fenecca aftur fór að hræra. Lily og Virginia höfðu þagað allan tíman, og ekki furða, þær hötuðust!
Akaddo horfði áhyggjusamur á þau.
“Jæja, ég ætla að láta ykkur vinna svona þangað til þið farið eitthvað að tala saman!” sagði hann. Það kom (ef mögulegt var) enn meiri þögn.
“Svona, alltaf þau sömu saman?” sagði Jackie hrædd. Akaddo kinkaði kolli. Fenecca leit skelkuð á Severus, hann hofði með ógeði á hana.
“Sko prófessor, við tölum svona lítið vegnaþess að það þarf mikla einbeitingu í það að búa til öldrunarseyði!” sagði Fenecca.
“Ravenclawnemarnir og Huffelpuffnemarnir tala miklu meira saman, þótt að þau þurfi að búa til helmingi erfiðari drykki!” svaraði Akaddo.
“Góð tilraun,” hvíslaði Severus. Það var aðeins tuldrað það sem eftir var af hinum tímanum, en ekkert mikið.
“Andskotinn! Núna þarf ég að auka orðaforðann þegar ég tala við þig!” sagði Fenecca fúl. Severus hló lítillega.
“Finnst þér þetta fyndið?” sagði Fenecca hissa. “Og þetta er ekki drekahreistur, þetta er hreistur af gulroggsfiski sem þú ert að fara láta ofaní!” bætti hún svo við og greip í höndina á Severusi.
“Og um HVAÐ eigum við svosem að tala?” heyrðist í Lily.
“Kannski hvað Akaddo er leiðinlegur við okkur!” svaraði Virginia.
“Já, ég ætla EKKI að hanga með þér í töfradrykkjatímunum það sem eftir er vetrarins!” sagði Lily fúl og kastaði duggufroska-lirfum í pottinn.
“James, hvernig ferðu að því að læra allar þessar bölvanir?” spurði Vanda áhugasöm. Fenecca, Lily og Jackie sprungu næstum; Vanda Dormen var yfir sig ástfangin af James!
“Öööö, ég veit það ekki…..” muldraði James.
“Aumingja James,” sagði Fenecca og brosti. Severus hnussaði.
“Einmitt! Ég vorkenni Vöndu meira!” sagði hann fúll.
“Hei, James og Sirius geta alveg verið ágætir! Kannski ekki við ÞIG, en það eru fleiri hérna heldur en þú!” sagði Fenecca reiðilega.
“Já, einsog Lily! Hann er svakalega skemmtilegur við hana!”
“Reyndar, en Lily líkar ekki við hann.”
“Ég skil hana.”
“Ekki ég. Þeir eru virikilega skemmtilegir!”
“Ég get ekki skilið hvað þið sjáið við þá!” muldraði hann svo í lokin. Fenecca ullaði á hann.
“Jæja, tíminn er búinn. Nú ætti seiðið að vera ljósgult, næstum hvítt, og gufan dökkrauð,” sagði prófessor Akaddo í lok tímans. Fenecca horfði á seiðið hjá henni og Severusi; það var alveg einsog það átti að vera, ljósgult og gufan dökkrauð.

“Hvernig GETUR hann gert okkur þetta?” sagði Lily reiðilega þegar þau gengu út. Fenecca kinkaði kolli. Það yrði hryllilegt ef hún ætti að hanga með Severusi Snape það sem eftir var ársins!4.kafli – Quidditch

Fimmtudagurinn heppnaðist mjög vel, það var bara í bóklega stjörnufræðitímanum sem þau voru með Slytherin þann dag, og stofan skiptist í tvennt: Gryffindor hægra megin og Slytherin vinstra megin!
“15 stig! Á tvem dögum!” sagði Jackie glaðlega og veifaði höndunum. Á tvem dögum hafði henni tekist að afla Gryffindor 15 stigum, sem hún hafði yfirleitt náð á tvem vikum.
“En yndislegt. Jackie, þegiðu!” sagði Lily fúl. Fenecca vissi ástæðuna fyrir því afhverju hún var fúl núna: James hafði verið við hliðina á henni í jurtafræðitímanum.
“Þú ættir að verða vön því að umgangast hann. Ég meina, þú og Remus eruð umsjónarmenn, James er besti vinur hans. Sko, hann er búinn að vera svona í, hvað, næstum tvö ár,” sagði Fenecca undrandi.
“Síðan á Valentínusardag á 4.ári! Ég man svo vel eftir því, hann kallaði þvert yfir setustofuna: Hei Lily! Viltu koma með mér til Hogsmeade? Það var ótrúlega fyndið!” sagði Jackie. Eftir því sem Fenecca sá þá reyndi Lily að hlusta ekki.
“Munurinn á okkur er líka sá að ÞÉR líkar vel við þá, EKKI mér. Í alvöru, þetta á eftir að stía okkur í sundur!” stundi Lily og í hægindastólinn fyrir framan arininn.
“Hvað?” spurði James og kom til þeirra.
“James, ég er alveg nógu fúl útí þig fyrir, farðu áður en ég kasta bölvun á þig!” hvæsti Lily og tók upp sprotann sinn.
“Þá það, fyrirgefðu! En, komið þið á Quidditch-æfinguna á morgun?” sagði James, með nokkurnveginn eðlilegri rödd. Fenecca starði á hann. Eina stundina var hann montinn og heimskur, þá næstu var hann umhyggjusamur og glaðlegur.
“Ég kem allavega,” sagði Fenecca. Sama hvað Lily sagði, henni líkaði vel við þessa fjóra stráka.
“Ha? Fenc, ertu undir stýribölvun?” spurði Lily skelkuð.
“Lily, ég LOFA að láta þig vera um helgina ef þið komið. Allar þrjár! Gerið það,” sagði hann biðjandi röddu.
“Já, þið getið gert grín af James ef hann dettur af kústinum! Ég geri það alltaf…..” sagði Sirius og brosti. Fenecca og Jackie hlógu.
“Þú LOFAR að láta mig vera!” urraði Lily. James kinkaði kolli.
“Jackie, kemur þú?” spurði Lily.
“Öh, já,” svaraði Jackie og klóraði sér í hnakkanum. Hún gerði það alltaf ef hún var ekki alveg viss um hvað hún átti að gera eða segja.
“Fimmuna fyrir því Sirius!” sagði James og rétti út lófann sem Sirius sló á.
“Ég trúi því ekki að þeir hafi platað mig í þetta,” tuldraði Lily og fór að lesa.
Það var aftur töfradrykkjatími á föstudagsmorguninn, og Akaddo tilkynnti bekknum að þau myndu skipta um félaga (“en auðvitað verður þetta áfram blandað.”) á vikufresti. Sem var nú eiginlega engin gleðifrétt, ef James og Severus mundu lenda saman væri von á einhverju slæmu.

Síðasti tíminn fyrir Quidditch daginn eftir var umönnun galdraskepna. Stelpurnar voru spenntar yfir því að fá að hitta þennan Kettelburn. Hann skar sig svolítið úr kennarastéttinni, hann var yngstur af þeim öllum.
“Nú, eh, velkomin. Ég heiti Kettelburn og mun kenna ykkur þangað til….prófessor Dumbledore finnur einhvern, eee, hæfari,” stamaði Kettelburn. Engin furða að hann væri óstyrkur, rétt skriðinn yfir 20 og farinn að kenna öllum eldri nemendum Hogwartsskóla – galdra og seiða um stórhættuleg galdradýr!
“Nú, þið eruð Gryffindornemar og, öh, Huffelpuff. E-er það ekki annars?” Þau kinkuðu kolli.
“Mmm, vantar einhverja eða á ég að lesa ykkur upp?” sagði hann og horfði yfir bekkinn. Þau muldruðu: “Nei, það eru allir, það vantar engann.”
“Nú, eh, núna munum við fjalla um rótarhyrninga, sem eru aðeins til í – ?”
Nokkrir réttu upp hönd. Fenecca geispaði, hún gat ekkert munað ef eitthvað var bóklegt eða munnlegt.
“Suður – Afríku,” svaraði Lily.
“Hvernig ferðu að því að muna þetta manneskja?” hvíslaði Fenecca hissa.
“Ég hef svolítið sem kallast minni!” muldraði Lily á móti. Jackie var ekkert sérstaklega áhugasöm um þetta fag, hún hafði bara farið í það vegna þess að Fenecca og Lily höfðu farið.

“Einn taugaóstyrkur, ha?” sagði Fenecca þegar þau gengu út úr stofunni. Jackie kinkaði kolli.
“Við erum nú ekki SVONA hættuleg!” sagði Lily forviða. Kettelburn hafði stamað frekar mikið, og hann var ekki alltaf alveg viss um hvað hann átti að segja eða gera.
“Veistu, þetta eiga eftir að verða erfiðir tímar fyrir þig, Fenc,” sagði Jackie stríðnislega.
“Nú?”
“Varstu ekki að hlusta? Hann sagði að það yrði meira af bóklegum tímum heldur en verklegum. Og ert þú ekki hryllileg í öllu bóklegu?” sagði Jackie og brosti. Þetta hlaut að vera met, Jacquline Toqué hlustaði í tíma!
“Æi, þegiðu,” muldraði Fenecca.

Það voru aðallega þeir sem ætluðu að reyna að komast í Gryffindorliðið sem mættu á völlinn. Aðeins Fenecca, Lily, Jackie, Peter, Remus, Max Jordan og fáeinir til viðbótar ætluðu að horfa á. Max Jordan sá um að lýsa leikunum, verst að hann var ekki hlutlaus. Hann hélt t.d. alltaf með Gryffindor (að sjálfsögðu), en gleymdi sér oft í lýsingunni.
“Ef ég ætti kúst þá mundi ég reyna að komast í liðið,” sagði Fenecca dreymin þegar allir voru komnir.
“Æi, láttu ekki svona Fenc! Þú yrðir eins stelpan í ÖLLUM fjórum liðununum!” sagði Lily og hallaði sér aftur. Það var rétt, engin stelpa var í Quidditch-liðunum núna. Það höfðu verið tvær í fyrra, ein í Ravenclaw og önnur úr Gryffindor. Þetta árið reyndi engin stelpa að komast inn í liðin.
“Þvílíkir bjánar!” sagði Jackie þegar tromlan fór rétt framhjá Terry Glass.
“Að hann skuli láta sér detta það í hug að komast inní liðið,” muldraði Fenecca. Lily fylgdist með James meðan hann elti eldinguna.
“Úúúú, þú ERT soddið skotin í honum!” sagði Fenecca og gaf henni olnbogaskot. Hún elskaði að stríða Lily á þessu.
“NEI! Oj, ertu veik?” urraði Lily og fór að horfa yfir völlinn. Skyndilega var Jackie farin í hláturskast.
“Jackie, hvað?”
“Þe-þessi Terry Gl-Glhaha – Glass!” stundi hún.
“Já….?” spurði Fenecca.
“Tromlan fór rétt hjá honum, hann varði ekki…..” stundi Jackie aftur. Nú fóru þær allar þrjár að hlægja að tilþrifum Terrys. Hann var hreint og beint hryllilegur í þessu!
“Reynið þið að gera betur! Vitiði hvað það er erfitt að verja skotin frá Siriusi?” æpti Terry þegar hann sá Feneccu, Lily og Jackie liggja í hláturskrampa.
“Lánaðu mér kústinn þinn og ég skal reyna,” kallaði Fenecca til hans. Jackie togaði hana niður, henni hafði brugðið svo við það sem Fenecca ætlaði að gera að hún gleymdi öllu sem tengdist hlátri!
“Ekki Fenc, þú gerir þig að fífli!” hvæsti hún.
“Lily, viltu veðja hversu vel Fenecca stendur sig?” spurði James sem kom fljúgandi með eldinguna í hendinni.
“Helst ekki. Ég á bara 6 galleon og 8 sikkur, sem þýðir NEI,” sagði Lily og færði sig nær Jackie.
“Ég vil ekki gera þig að öreiga, hvað heldurðu að ég sé. Hvað um….ef Fenecca ver meira en helminginn þá færð þú að slá mig utanundir, hm?” spurði James og settist í stúkuna. Fenecca stóð upp til að taka á móti kústinum frá Terry.
“Þú ættir að ganga að því. Hugsaðu þér, þú færð að slá James Potter utanundir!” sagði Fenecca og þóttist horfa dreymin yfir völlin.
“Ef hún ver minna en helminginn?” sagði Lily tortryggin og fór enn nær Jackie.
“Bíddu, leyfðu mér að hugsa….” Lily hnussaði og Fenecca settist á kústinn og fór af stað.

“FENECCA, ÞÚ DRULLAST TIL AÐ VERJA MEIRA EN HELMINGINN!” öskraði Lily þegar Jack Wilson var að fara að taka fyrsta skotið. Fenecca kinkaði kolli. Fyrsta skot reið af – JÁ!
“Þetta er auðveldara en það sýnist,” muldraði Fenecca þegar Jack tók annað skot. Þegar leið á fóru Jack og Sirius að gera þetta erfiðara.
“Prúff! Aaaáá!” Fenecca hafði fengið tromluna beint í magann!
“Fenc, er allt í lagi með þig?” spurði Sirius varlega og flaug til hennar. Fenecca greip tromluna áður en hún féll og hóstaði nokkru sinnum.
“Aah, déskotinn sjálfur! Öö, já. Haldið bara áfram,” sagði hún og kastaði tromlunni til hans.

“Fenecca, snillingurinn þinn!” sagði Jackie þegar Fenecca kom að stúkunni til að skila Terry Glass kústinum.
“Jæja, tölduð þið?” spurði Fenecca og stökk af kústinum.
“Jebb,” sagði Remus og leit yfir pergament þarsem ýmsir krossar voru.
“Og? Minna eða meira?”
“Jafnt. Þú varðir 6 skot af 12 skotum!” sagði Remus og renndi augunum aftur yfir blaðið. “Sjáðu bara sjálf,” bætti hann við og rétti henni pergamentið.
“Merkja krossarnir að ég hafi ekki varið og hringurinn að ég hafi varið eða er það öfugt?” spurði Fenecca þegar hún skoðaði blaðið.
“Skiptir það máli? Teldu, það er jafn mikið af hvoru,” sagði Remus og brosti. Fenecca taldi. Það var rétt hjá Remusi, 6 hringir og 6 krossar.
“Og hvernig er veðmálið?” sagði hún og rétti Remusi pergamentið. Peter hristist allur af hlátri.
“James, segjum veðmálinu upp fyrst Fenc varði helminginn,” flýtti Lily sér að segja. Fenecca leit til skiptis á krakkana fjóra.
“Hei, James! Hætu að reyna við Lily og komdu þér inná völlinn,” kallaði Sirius.
“Ég ætla að klára eitt fyrst, svo kem ég!” kallaði James til baka. Hann beygði sig að Lily og kyssti hana beint á munninn!
“ÓGEÐ!” æpti hún og sló hann eins fast og hún virtist geta á kinnina sem varð undir eins eldrauð.
“Veðmálið var svona,” stundi Peter og hélt um magann á sér. Jackie og Remus hölluðu sér aftur í sætunum og skellihlógu.
“Úps,” sagði Fenecca ánægð. Hún vissi að Lily yrði ekki ánægð ef þau hlógu, en það var ekki hægt að gera annað.

“Fenecca, þú ert frábær!” sagði Jackie glaðlega og sló á bakið á Feneccu.
“Hvenær verða niðurstöðurnar komnar?”
“Í Gryffindorturninum í kvöld,” sagði Remus. “Og Lily, það á víst að vera umsjónarmannafundur rétt bráðum, við ættum að fara.” Lily kinkaði kolli og fór.
“Jæja, hvernig líkaði Lily þetta?” spurði Sirius og skellti annari hendinni á öxlina á Feneccu.
“Hún hrækti, bölvaði, hrækti, bölvaði, hrækti og….hvað meira Jackie?”
“Spýtti, frussaði, bölvði og hrækti,” sagði Jackie hugsi.
“Sem þýðir að henni líkaði ekkert sérlega vel við kossinn frá þér, James,” sagði Fenecca glottandi. James varð pínu skömmustulegur. Hægri kinnin var ennþá rauð.

“Fííííí!” flautaði Sirius. “Hei, krakkar! Sýnið mér og James smá fyrirmynd og þegið aðeins ef þið viljið fá að vita hverjir komust í liðið!” Krakkarnir sem voru í setustofunni hlógu.
“Ókídóký. Sem nýr sóknarmaður: Emilius Corvus!” sagði James þegar flestir þögnuðu. Strákur með lítil augu og langt nef veifaði höndunum glaðlega.
“Varnarmaður er: Roger Ambre, Abmru – æi, hvað sem þú heitir! Og gæslumaður er: Fenecca Crock!” kallaði Sirius. Fenecca starði eitt andartak á hann en faðmaði svo Jackie. Svo leit hún glottandi til Peters sem var fyrir aftan hana – andartaki seinna fann hún knút í lófanum.
“Ég skil ekki að þú sért svona hissa, þú varst frábær,” sagði Sirius þegar hann kom til að óska hinum nýjum liðsmönnum til hamingju. Hún starði á hann, en sprakk svo úr hlátri. Eitthvað sem hún ætlaði aldrei að venja sig af…
“Sirius, ég uppgvötaði eitt stórt vandamál. Ég á engan kúst,” sagði Fenecca þegar hún hafði jafnað sig. Sirius horfði hugsi á hana.
“Æi, já. Heyrðu, þú getur kannski….James! Ég meina, hann veður í peningum, biddu hann,” stakk Sirius uppá.
“Ha? Kemur ekki til greina! Ég bið bara Terry Glass, hann hlýtur að lána mér kústinn sinn,” sagði Fenecca og fór.

Vá! Ég er gæslumaður. Ég komst í Quidditchliðið, hugsaði Fenecca glöð þegar hún lagðist niður í rúmið. Soffía skreið til hennar og hreiðraði um sig við höfðagaflinn. Í Quidditch liðinu……
“Ég skil ekki að þú sért svona hissa, þú varst frábær!” Fenecca eldroðnaði þegar hún mundi eftir þessu og gróf andlitið ofaní koddann.


5.kafli-yngri systirin

Fenecca geispaði stórum. Hún hafði að vísu sofnað næstum strax, en var samt að farast úr þreytu.
“Aaaah. Hvað er klukkan?” geispaði hún og ýtti Soffíu óvart úr rúminu.
“Mmmm. Ellefu,” sagði Lily ofaní koddann sinn.
“Ó. Þýðir það að við ættum að fara á fætur?”
“Sennilega.”

Þar sem morgunmaturinn var löngu búinn ætluðu stelpurnar að bíða til 12 eftir hádegismatnum. Það var hvort eð er ekki neitt val.
“Peter, þetta verður í lagi, þú munt ekki meiðast,” sagði Sirius með mikilli sannfæringu. Stelpurnar litu við. Sirius, James, Peter og Remus voru nýkomnir inn í setustofuna.
“E – en, eruð þið vissir? Sko, sko…..ég þori ekki…..kannski næst,” stamaði Peter.
“Hættið að pína Peter,” sagði Lily fúl. Strákarnir hrukku við og litu upp.
“Ó, eh….hæ,” stundi James. Hann hafði augljóslega ekki búist við því að sjá stelpurnar núna. Fenecca tók eftir því að hann var með bláan blett á hægri kinninni sem var næstum því einsog far eftir hendi!
“Um hvað voru þið að tala?” spurði Lily og stóð upp.
“Tja, ekkert merkilegt svo sem…..” sagði Sirius og geispaði. Fenecca sá að Rmeus virtist vera að stinga pergamenti undir skikkjuna.
“Hvað eruð þið að bralla eiginlega?” spurði hún og stóð líka upp. Málverkið opnaðist og inn kom Jack Wilson.
“Fenecca ertu búin að redda þér kústi? Það verður æfing eftir kaffið og þú VERÐUR að finna einn,” sagði hann.
“Terry sendi sinn heim þegar hann komst ekki í liðið, ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti þá að fá,” sagði Fenecca leið. Sirius gaf James olnbogaskot.
“Ég get reddað einum,” sagði hann. Fenecca horfði reiðilega á Sirius.
“James, ég get alveg reynt að finna SJÁLF kúst. Þú mátt alveg sleppa því að kaupa handa mér,” sagði Fenecca fúl. Hún var vön því að gera hlutina sjálf, nema þegar Lily eða Jackie áttu í hlut auðvitað.
“Nú, jæja,” sagði James með ósannfærandi röddu.
“Fenecca, þú ÞARFT á nýjum kústi að halda, þiggðu þetta! James, ef þú getur, þá skaltu kaupa kúst handa henni,” sagði Jack og leit á James og Sirius. Lily og Jackie glottu.
“Það var mikið að James hætti að reyna við Lily,” muldraði Jackie í eyrað á Feneccu. Hún stég eins fast og hún gat á fótinn á henni.
“Jæja, eigum við að koma?” sagði Sirius og sneri við. Strákarnir kinkuðu kolli og fóru út.
“Mér líkar þetta ekki. Þeir eru búnir að vera svo undarlegir síðan í fyrra. Miklu meira saman og eitthvað….” sagði Lily óróleg. Fenecca kinkaði kolli.
“Er það ímyndun í mér, eða eru þeir orðnir þroskaðri síðan við hittum þá í Skástræti?” spurði Jackie og klóraði sér á enninu. Fenecca yppti öxlum og fór að teikna stjörnukortið fyrir næsta stjörnufræðitíma.

Það var gott að fá loksins eitthvað að borða. Fenecca borðaði eins mikið og hún mögulega gat. Það sama virtist gilda um Lily og Jackie.
“Hvað eigum við að gera í dag? Ég þarf að fara á æfingu eftir kaffi, en þagnað til og á morgun…?” spurði Fenecca þegar þær voru loksins búnar að troða í sig.
“Uuu, Lily getur farið að reyna við James og við getum reynt að læra,” sagði Jackie. Fenecca kinkaði kolli og Lily varð eldrauð í framan.

Eftir að hafa ranglað um skólann í hálftíma ákvaðu þær að reyna að læra þar til Fenecca átti að mæta á Quidditch-æfinguna.
“Hugsa sér, það er laugardagur og hvað erum við að gera? Læra!” muldraði Jackie hundfúl. Aðeins Lily gat haldið Feneccu og Jackie við námsefnið, McGonagall og Flitwick, engir aðrir!
“Jackie, reyndu að breyta músinni í neftóbaksdós,” sagði Lily.
“Það er skítlétt, við gerðum það í fyrra,” muldraði Jackie, en því miður var neftóbaksdósin með skott, eyru og veiðihár!
“Haldiði að það komi alltaf það sama á U.G.L.unum og M.U.G.G.unum?” spurði Fenecca hugsi.
“Kannski eitthvað álíka, t.d. á oftast að sýna sömu galdrana, en spurningarnar eru örugglega ekki þær sömu,” svaraði Lily meðan fjöðurstafurinn skautaði yfir pergamentið. Jackie gerði tilraun til að breyta tóbaksdósinni í mús.
“Nú. Æi, fjárinn,” sagði Fenecca. Kennararnir lögðu mikla áherslu á það að 6.árs nemarnir lærðu vel fyrir næsta ár. Sennilega eins gott, þau höfðu verið að fara yfir um á síðasta ári!
“Hæ stelpur,” sagði James og settist við hliðina á Lily. Hún varð eldrauð í framan.
“James, þú gerir þér vonandi grein fyrir því að meðan þú ert að reyna við Lily þá ertu að pína hana,” sagði Jackie og kímdi.
“Er það? Fyrirgefðu Lily,” sagði James og stóð upp. Fenecca starði á eftir honum. ÞETTA var undarlegt…..
“Hvað er að gerast? Fenecca kemst í Quidditchliðið, Jackie vinnur 15 stig inn á tvem dögum og James lætur mig vera!” stundi Lily. Fenecca kinkaði kolli.
“Jæja, það koma fjórir hlutir til greina. Fenecca spyr Sirius, Lily spyr James sjálfan eða við allar spyrjum Remus eða Peter,” sagði Jackie og stóð upp. Fenecca og Lily stóðu einnig upp, Jackie GAT fengið góðar hugmyndir.
“Remus, hann er eðlilegastur,” sagði Fenecca.
“Jebb, ég ætla ekki að spyrja James! Þú vilt sennilega ekki tala við Sirius, og Peter… tja, hann kemur bara ekki til greina,” sagði Lily.

“Remus, ertu til í að upplýsa okkur um einn hlut?” spurði Fenecca lágt þegar þær fundu Remus á bókasafninu.
“Hvaða hlut?” spurði hann og leit upp úr bókinni.
“Afhverju er James Potter svona…….öööö, allmennilegur. Jackie sagði að hann væri að pína mig þegar hann væri að reyna við mig…. og hann fór!” sagði Lily. Jackie kinkaði kolli.
“Því miður, hann drepur mig,” sagði Remus og fór aftur að lesa.
“Við köllum þig Rem það sem eftir er ársins!” hvæsti Jackie. Remus gretti sig.
“Þið verðið að LOFA að tala ekki um þetta, eða segja James að ég hafi sagt þetta. Ef þið segið að Peter hafi sagt þetta, þá er það í lagi, James veit að hann kiknar undir álagi. Bara ekki ég, gerið það!” Stelpurnar kinkuðu spennar kolli. Remus leit á þær til skiptis.
“Vissuð þið að hann ætti litla systur? Hún varð 6 ára í maí. Hún var búin að vera veik síðan um áramótin, en græðararnir voru vissir um að þeir gætu læknað hana. Hún dó þrem vikum eftir að skólinn var búinn,” sagði Remus alvarlega. Fenecca starði á hann.
“Og nú veit hann hvernig það er að missa einhvern sem manni þykir vænt um,” sagði Lily. Remus kinkaði kolli.
“Vá,” stundi Jackie. Fenecca leit snöggt á Lily. Hún hafði misst föður sinn fyrir þrem árum. James hafði ekki vitað af því.
“Og ef þið segið – þá er ég eflaust dauður!” hvæsti Remus.

“Það er enginn allmennilegur kústur hérna,” urraði Fenecca meðan hún gramsaði í kústaskýlinu eftir einhverjum nothæfum kústi.
“Í alvöru, þú ÆTTIR að þiggja hjálpina frá James. Hann vill bara gera gott,” sagði Lily. Þessi örfáu skipti sem James bar á góma núna talaði Lily frekar vel um hann. Fenecca og Jackie urðu sammála um það að það væri ekki gott.
“Einmitt. Hann gerir þetta til að ganga í augun á þér, það er einum of augljóst. Hjálpar bestu vinkonu þinni, og þá færð þú meira álit á honum!” sagði Fenecca og skoðaði fyrsta Cleansweep-kústinn sem hafði verið gerður. Lily roðnaði.

“Búin að redda kústi?” spurði Sirius og stakk höfðinu inn.
“Neibb,” svaraði Fenecca.
“Úps. Nú, en ég er búinn að finna einn,” sagði Sirius og tók eitthvað fram.
“Hvernig fékkstu hann?” spurði Fenecca tortryggin og horfði á kústinn. Þetta var Halastjarna, einn af bestu kústunum þessa árs.
“James keypti hann ekki, heldur á Wendy Deesman hann. Þú veist, ein af aðdáendum James,” sagði Sirius glottandi. Fenecca ranghvolfdi í sér augunum og tók við kústinum. Henni dauðlangaði að nota hann, en hver var þessi Wendy Deesman?
“Í hvaða árgangi er hún og hvaða heimavist?” spurði Fenecca.
“Gryffindor, 4.ár. Hún er á bókasafninu núna og er með einhvernveginn koparlitt hár og blá augu. Á stærð við þig,” sagði Sirius.
“Sirius, æfingin er að byrja! Búinn að finna Fenc?” kallaði James.
“Já, og Lily, og Jackie!” kallaði Sirius og sneri sér við. Einhver kom hlaupandi.
“Hæ Lily,” sagði James hressilega.
“Hæ,” svaraði Lily. Fenecca beit í tunguna til að fara ekki að hlæja.
“Ætlarðu að koma? Æfingin byrjar rétt bráðum,” sagði Sirius og færði sig úr dyrunum. Fenecca yppti öxlum og fór á eftir honum.
“Má fylgjast með?” spurði Jackie.
“Helst ekki, en tja…. jú, það hlýtur að vera í lagi,” sagði James. Fenecca heyrði ekki meira, hún og Sirius voru komin það langt í burtu.

“Vonandi gengur þér jafn vel og þér gekk á prufunni,” sagði Sirius.
“Ég ætla rétt að vona það, annars verður mér sparkað,” sagði Fenecca.
Æfingin gekk frábærlega, Fenecca varði flest öll skotin, en það voru aðeins þau föstustu eða nákvæmnustu sem sluppu framhjá.
“Jaaahú! ÞETTA verður frábært keppnisár,” sagði James glaður þegar þau lentu. Fenecca gjóaði augunum upp á áhorfendapallana. Lily og Jackie voru að koma og Fenecca sá að Lily horfði á James. Hún er jafn óútreiknanleg og tröll, hugsaði Fenecca og gekk inní búningsklefann sem var ætlaður stelpum.

“Grey James. Ef ég hefði vitað þetta fyrr…” sagði Lily þegar þær gengu upp í skólann. Fenecca hnussaði, hún skyldi ekkert í Lily lengur. Var það ímyndun eða var Lily orðin allt öðruvísi? Hún var hætt að öskra sig hása ef James og Severus voru að slást, hún var farin að líka vel við James…. hvað næst? Yrðu þær óvinkonur, eða? Svo virtist sem þetta ár yrði athyglisvert!


Þótt að þið hafið lesið hina kaflana, þá ættuð þið að lesa þetta allt. Lesið álitin á 4.kaflanum og þá komist þið að því afhverju ég sendi allt heila klabbið inn!!!