Sorrý hvað það er langt síðan síðasti kafli kom!!! Vonandi er ekki mikið af stafsetningarvillum, ég er farin að gera undarlega margar miðað við venjulega!

4.kafli – Quidditch

Fimmtudagurinn heppnaðist mjög vel, það var bara í bóklega stjörnufræðitímanum sem þau voru með Slytherin þann dag, og stofan skiptist í tvennt: Gryffindor hægra megin og Slytherin vinstra megin!
“15 stig! Á tvem dögum!” sagði Jackie glaðlega og veifaði höndunum. Á tvem dögum hafði henni tekist að afla Gryffindor 15 stigum, sem hún hafði yfirleitt náð á tvem vikum.
“En yndislegt. Jackie, þegiðu!” sagði Lily fúl. Fenecca vissi ástæðuna fyrir því afhverju hún var fúl núna: James hafði verið við hliðina á henni í jurtafræðitímanum.
“Þú ættir að verða vön því að umgangast hann. Ég meina, þú og Remus eruð umsjónarmenn, James er besti vinur hans. OG James er búinn að láta svona síðan á síðsta ári. Ég væri farin að venjast þessu,” sagði Fenecca undrandi.
“Munurinn á okkur er líka sá að ÞÉR líkar vel við þá, EKKI mér. Í alvöru, þetta á eftir að stía okkur í sundur!” stundi Lily og í hægindastólinn fyrir framan arininn.
“Hvað?” spurði James og kom til þeirra.
“James, ég er alveg nógu fúl útí þig fyrir, farðu áður en ég kasta bölvun á þig!” hvæsti Lily og tók upp sprotann sinn.
“Þá það, fyrirgefðu! En, komið þið á Quidditch-æfinguna á morgun?” sagði James, með nokkurnveginn eðlilegri rödd. Fenecca starði á hann. Eina stundina var hann montinn og heimskur, þá næstu var hann umhyggjusamur og glaðlegur.
“Ég kem allavega,” sagði Fenecca. Sama hvað Lily sagði, henni líkaði vel við þessa fjóra stráka.
“Ha? Fenc, ertu undir stýribölvun?” spurði Lily skelkuð.
“Lily, ég LOFA að láta þig vera um helgina ef þið komið. Allar þrjár! Gerið það,” sagði hann biðjandi röddu.
“Já, þið getið gert grín af James ef hann dettur af kústinum! Ég geri það alltaf…..” sagði Sirius og brosti. Fenecca og Jackie hlógu.
“Þú LOFAR að láta mig vera!” urraði Lily. James kinkaði kolli.
“Jackie, kemur þú?” spurði Lily.
“Öh, já,” svaraði Jackie og klóraði sér í hnakkanum. Hún gerði það alltaf ef hún var ekki alveg viss um hvað hún átti að gera eða segja.
“Fimmuna fyrir því Sirius!” sagði James og rétti út lófann sem Sirius sló á.
“Ég trúi því ekki að þeir hafi platað mig í þetta,” tuldraði Lily og fór að lesa.
Það var aftur töfradrykkjatími á föstudagsmorguninn, og Akaddo tilkynnti bekknum að þau myndu skipta um félaga (“en auðvitað verður þetta áfram blandað!”) á vikufresti. Sem var nú eiginlega engin gleðifrétt, ef James og Severus mundu lenda saman væri von á einhverju slæmu.

Síðasti tíminn fyrir Quidditch daginn eftir var umönnun galdraskepna. Stelpurnar voru spenntar yfir því að fá að hitta þennan Kettelburn. Hann skar sig svolítið úr kennarastéttinni, hann var yngstur af þeim öllum.
“Nú, eh, velkomin. Ég heiti Kettelburn og mun kenna ykkur þangað til….prófessor Dumbledore finnur einhvern, eee, hæfari,” stamaði Kettelburn. Engin furða að hann væri óstyrkur, rétt skriðinn yfir 20 og farinn að kenna öllum eldri nemendum Hogwartsskóla – galdra og seiða um stórhættuleg galdradýr!
“Nú, þið eruð Gryffindornemar og, öh, Huffelpuff. E-er það ekki annars?” Þau kinkuðu kolli.
“Mmm, vantar einhverja eða á ég að lesa ykkur upp?” sagði hann og horfði yfir bekkinn. Þau muldruðu: “Nei, það eru allir, það vantar engann.”
“Nú, eh, núna munum við fjalla um rótarhyrninga, sem eru aðeins til í – ?”
Nokkrir réttu upp hönd. Fenecca geispaði, hún gat ekkert munað ef eitthvað var bóklegt eða munnlegt.
“Suður – Afríku,” svaraði Lily.
“Hvernig ferðu að því að muna þetta manneskja?” hvíslaði Fenecca hissa.
“Ég hef svolítið sem kallast minni!” muldraði Lily á móti. Jackie var ekkert sérstaklega áhugasöm um þetta fag, hún hafði bara farið í það vegna þess að Fenecca og Lily höfðu farið.

“Einn taugaóstyrkur, ha?” sagði Fenecca þegar þau gengu út úr stofunni. Jackie kinkaði kolli.
“Við erum nú ekki SVONA hættuleg!” sagði Lily forviða. Kettelburn hafði stamað frekar mikið, og hann var ekki alltaf alveg viss um hvað hann átti að segja eða gera.
“Veistu, þetta eiga eftir að verða erfiðir tímar fyrir þig, Fenc,” sagði Jackie stríðnislega.
“Nú?”
“Varstu ekki að hlusta? Hann sagði að það yrði meira af bóklegum tímum heldur en verklegum. Og ert þú ekki hryllileg í öllu bóklegu?” sagði Jackie og brosti. Þetta hlaut að vera met, Jacquline Toqué hlustaði í tíma!
“Æi, þegiðu,” muldraði Fenecca.

Það voru aðallega þeir sem ætluðu að reyna að komast í Gryffindorliðið sem mættu á völlinn. Aðeins Fenecca, Lily, Jackie, Peter, Remus, Max Jordan og fáeinir til viðbótar ætluðu að horfa á. Max Jordan sá um að lýsa leikunum, verst að hann var ekki hlutlaus. Hann hélt t.d. alltaf með Gryffindor (að sjálfsögðu), en gleymdi sér oft í lýsingunni.
“Ef ég ætti kúst þá mundi ég reyna að komast í liðið!” sagði Fenecca dreymin þegar allir voru komnir.
“Æi, láttu ekki svona Fenc! Þú yrðir eins stelpan í ÖLLUM fjórum liðununum!” sagði Lily og hallaði sér aftur. Það var rétt, engin stelpa hafði var í Quidditch-liðunum núna. Það höfðu verið tvær í fyrra, ein í Ravenclaw og önnur úr Gryffindor. Þetta árið reyndi engin stelpa að komast inn í liðin.
“Þvílíkir bjánar!” sagði Jackie þegar tromlan fór rétt framhjá Terry Glass.
“Að hann skuli láta sér detta það í hug að komast inní liðið,” muldraði Fenecca. Lily fylgdist með James meðan hann elti eldinguna.
“Úúúú, þú ERT soddið skotin í honum!” sagði Fenecca og gaf henni olnbogaskot. Hún elskaði að stríða Lily á þessu.
“NEI! Oj! Ertu veik?” urraði Lily og fór að horfa yfir völlinn. Skyndilega var Jackie farin í hláturskast.
“Jackie, hvað?”
“Þe-þessi Terry Gl-Glhass!” stundi hún.
“Já…..” spurði Fenecca.
“Tromlan fór rétt hjá honum, hann varði ekki…..” stundi Jackie aftur. Nú fóru þær allar þrjár að hlægja að tilþrifum Terrys. Hann var hreint og beint hryllilegur í þessu.
“Reynið þið að gera betur! Vitiði hvað það er erfitt að verja skotin frá Siriusi?” æpti Terry þegar hann sá Feneccu, Lily og Jackie liggja í hláturskrampa.
“Lánaðu mér kústinn þinn og ég skal reyna,” kallaði Fenecca til hans. Jackie togaði hana niður, henni hafði brugðið svo við það sem Fenecca ætlaði að gera að hún gleymdi öllu sem tengdist hlátri!
“Ekki Fenc, þú gerir þig að fífli!” hvæsti hún.
“Lily, viltu veðja hversu vel Fenecca stendur sig?” spurði James sem kom fljúgandi með eldinguna í hendinni.
“Helst ekki. Ég á bara 6 galleon og 8 sikkur, sem þýðir NEI,” sagði Lily og færði sig nær Jackie.
“Ég vil ekki gera þig að öreiga. Hvað um….ef Fenecca ver meira en helminginn þá færð þú að slá mig utanundir, hm?” spurði James og settist í stúkuna. Fenecca stóð upp til að taka á móti kústinum frá Terry.
“Þú ættir að ganga að því. Hugsaðu þér, þú færð að slá James Potter utanundir!” sagði Fenecca dreymin.
“Ef hún ver minna en helminginn?” sagði Lily tortryggin og fór enn nær Jackie.
“Bíddu, leyfðu mér að hugsa….” Lily hnussaði og Fenecca settist á kústinn og fór af stað.
“FENECCA, ÞÚ DRULLAST TIL AÐ VERJA MEIRA EN HELMINGINN!” öskraði Lily þegar Jack Wilson var að fara að taka fyrsta skotið. Fenecca kinkaði kolli. Fyrsta skot reið af – JÁ!
“Þetta er auðveldara en það sýnist,” muldraði Fenecca þegar Jack tók annað skot. Þegar leið á fóru Jack og Sirius að gera þetta erfiðara.
“Prúff! Aaaáá!” Fenecca hafði fengið tromluna beint í magann!
“Fenc, er allt í lagi með þig?” spurði Sirius varlega og flaug til hennar. Fenecca greip tromluna áður en hún féll og hóstaði nokkru sinnum.
“Aah, déskotinn sjálfur! Öö, já. Haldið bara áfram,” sagði hún og kastaði tromlunni til hans.
“Fenecca, snillingurinn þinn!” sagði Jackie þegar Fenecca kom að stúkunni til að skila Terry Glass kústinum.
“Jæja, tölduð þið?” spurði Fenecca og stökk af kústinum.
“Jebb,” sagði Remus og leit yfir pergament þarsem ýmsir krossar voru.
“Og? Minna eða meira?”
“Jafnt. Þú varðir 6 skot af 12 skotum!” sagði Remus og renndi augunum aftur yfir blaðið. “Sjáðu bara sjálf,” bætti hann við og rétti henni pergamentið.
“Merkja krossarnir að ég hafi ekki varið og hringurinn að ég hafi varið eða er það öfugt?” spurði Fenecca þegar hún skoðaði blaðið.
“Skiptir það máli? Teldu, það er jafn mikið af hvoru,” sagði Remus og brosti. Fenecca taldi. Það var rétt hjá Remusi, 6 hringir og 6 krossar.
“Og hvernig er veðmálið?” sagði hún og rétti Remusi pergamentið. Peter hristist allur af hlátri.
“James, segjum veðmálinu upp fyrst Fenc varði helminginn,” flýtti Lily sér að segja. Fenecca leit til skiptis á krakkana fjóra.
“Hei, James! Hætu að reyna við Lily og komdu þér inná völlinn,” kallaði Sirius.
“Ég ætla að klára eitt fyrst, svo kem ég!” kallaði James til baka. Hann beygði sig að Lily og kyssti hana beint á munninn!
“ÓGEÐ!” æpti hún og sló hann eins fast og hún virtist geta á kinnina.
“Veðmálið var svona,” stundi Peter og hélt um magann á sér. Jackie og Remus hölluðu sér aftur í sætunum og skellihlógu.
“Úps,” sagði Fenecca ánægð. Hún vissi að Lily yrði ekki ánægð ef þau hlógu, en það var ekki hægt að gera annað.

“Fenecca, þú ert frábær!” sagði Jackie glaðlega og sló á bakið á Feneccu.
“Hvenær verða niðurstöðurnar komnar?”
“Í Gryffindorturninum í kvöld,” sagði Remus. “Og Lily, það á víst að vera umsjónarmanna fundur rétt bráðum, við ættum að fara.” Lily kinkaði kolli og fór.
“Jæja, hvernig líkaði Lily þetta?” spurði Sirius og skellti annari hendinni á öxlina á Feneccu.
“Hún hrækti, bölvaði, hrækti, bölvaði, hrækti og….hvað meira Jackie?”
“Spýtti, frussaði, bölvði og hrækti,” sagði Jackie hugsi.
“Sem þýðir að henni líkaði ekkert sérlega vel við kossinn frá þér, James,” sagði Fenecca glottandi. James varð pínu skömmustulegur.

“Fííííí!” flautaði Sirius. “Hei, krakkar! Sýnið mér og James smá fyrirmynd og þegið aðeins ef þið viljið fá að vita hverjir komust í liðið!” Krakkarnir sem voru í setustofunni hlógu.
“Ókídóký. Sem nýr sóknarmaður: Emilius Corvus!” sagði James þegar flestir þögnuðu. Strákur með lítil augu og langt nef veifaði höndunum glaðlega.
“Varnarmaður er: Roger Ambre, Abmru – æi, hvað sem þú heitir! Og gæslumaður er: Fenecca Crock!” kallaði Sirius. Fenecca starði eitt andartak á hann en faðmaði svo Jackie. Svo leit hún glottandi til Peters sem var fyrir aftan hana – andartaki seinna fann hún knút í lófanum.
“Ég skil ekki að þú sért svona hissa, þú varst frábær,” sagði Sirius þegar hann kom til að óska hinum nýjum liðsmönnum til hamingju. Hún starði á hann, en sprakk svo úr hlátri. Eitthvað sem hún ætlaði aldrei að venja sig af.
“Sirius, ég uppgvötaði eitt stórt vandamál. Ég á engan kúst,” sagði Fenecca þegar hún hafði jafnað sig. Sirius horfði hugsi á hana.
“Æi, já. Heyrðu, þú getur kannski….James! Ég meina, hann veður í peningum, biddu hann,” stakk Sirius uppá.
“Ha? Kemur ekki til greina! Ég bið bara Terry Glass, hann hlýtur að lána mér kústinn sinn,” sagði Fenecca og fór.

Vá! Ég er gæslumaður. Ég komst í Quidditchliðið! Hugsaði Fenecca glöð þegar hún lagðist niður í rúmið. Soffía skreið til hennar og hreiðraði um sig við höfðagaflinn. Í Quidditch liðinu……
“Ég skil ekki að þú sért svona hissa, þú varst frábær!” Fenecca eldroðnaði þegar hún mundi eftir þessu.


Er nokkuð of mikið af upphrópunarmerkjum núna? Það getur verið að sagan virðist fjalla meira um Lily heldur en Feneccu, en þær eru jú bestu vinkonur.