Ooooog enn einn kafli, komið með álit!

7.kafli-Kentárinn

“Húrra! Síðasti dagur vikunnar!” geispaði Mildred og teygði sig.
“Jahúú!” öskraði Ronsanía og stökk upp á rúmið hennar Ginnýjar.
“Farðu-af-sænginni!” urraði hún og kippti sænginni undan Ronsaníu.
“Úaaaa!” æpti hún og fór í kollhnís niður á gólf. Þær vöktu allar stelpurnar á morgnana, Ronsanía fullkomlega viljandi, en Ginný fullkomlega óvart!
Vikan hafði liðið einsog draumur. Hausinn á Mildredi var orðinn stútfullur af allskonar glósum og galdraorðum. Hvernig fóru Linda og Katrín að þessu?
“Hei – hvar er hálsmenið?” sagði Ronsanía og leit á náttborðið sitt. Hún var alltaf með eitthvað hálsmen var erfðagripur, en gætti þess að sofa aldrei með það.
“Ekki spyrja mig!” geispaði Sabrina.
“Má ég fá það aftur?” sagði Ronsanía og lyfti annari augabrúninni. Hún gat líkst Snape ótrúlega mikið hvað varðaði ýmis einkenni, t.d. að tala silkimjúkri röddu ef hún var við það að fara öskra, og lyfta annari augabrúninni ef henni líkaði ekki eitthvað!
“Hei, við tókum það ekki! Ginný mundi koma upp um okkur, hún brosir alltaf ef hún veit eitthvað leyndarmál eða er að ljúga!” sagði Hanna snöggt.
“Kannski tók kötturinn minn það. Ég kenndi henni að ná í hnífapörin heima, og það glampaði sennilega á þetta hálsmen, er það ekki?” sagði Pat. Ronsanía yppti öxlum og fór út.
“Úff, ég væri til í að berjast við bogga……” sagði Ronsanía og brosti dreymin.
“Nú? Mundi hann líka breytast í Snape, svo yrði vörnin þannig að hann mundi breytast í – jólasveininn?” sagði Mildred og hló. Það hafði einhver saga kvisast útum allan skóla að Neville Longbottom (hver sem það nú var!) hafði barist við bogga sem breyttist í Snape. Svo hafði hann farið í fötin sem amma hans var í venjulega! Mildred hafði heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig fötin voru, s.s. skærbleikur kjóll og doppótt veski. Hatturinn átti að vera með hrægammi efst! Líka loðkragi, eldrauð handtaska, blúndur, ýmsar fellingar, rendur og doppur og allur andskotinn! Aðeins 3.árs nemarnir í Gryffindor vissu sennilega hvað af þessu var satt.
“Viljið þið vita hvernig fötum Snape var í?” sagði Mildred skyndilega þegar hún rak augun í mynd af fjölskyldu móður hennar.
“Auðvitað!”
”Við hverju býstu!”
“Við getum alveg spurt prófessor Lupin, við erum í tíma hjá honum eftir hádegi,” sagði Anný og renndi augunum enn einusinni yfir stundaskrána.
“Það er einhver stelpa, hún er í Gryffindor og er frænka mín. Jafn gömul og þessi – Nevllie. Ég held að hún heitir Lavender Brown,” sagði Mildred og klæddi sig í flýti. Eftir að hafa borðað morgunmat á 90 kílómetra hraða reyndi hún að finna þessa Lavender Brown. Pabbi hennar hafði verið bróðir móður hennar, þær voru þessvegna frænkur. Það voru mjög fáir í Gryffindorturninum, en ein af stelpunum var örugglega Lavender Brown!
“Heyrðu, ert þú ekki Lavender Brown?” stamaði Mildred og stansaði fyrir framan hávaxna stelpu sem minnti pínu á hana sjálfa.
“Jú. Og þú ert Mildred Bernold, rétt?” svaraði Lavender og brosti. Mildred starði á hana.
“Katrín er jafngömul og ég!” bætti Lavender við.
“Pjúff, ég hélt eitt andartak að þú værir skyggn!” sagði Mildred og brosti feginslega.
“Þegar þú minnist á það, þá sagði prófessor Trelawney að ég og Parvati Patil byggjum yfir skyggnisgáfum!” sagði Lavender dularfull. Mildred starði eitt andartak á hana en fór svo að skellihlæja!
“Þú lætur alveg einsog Ron,” sagði Lavender fúl.
“Ron?” stundi Mildred á milli tveggja stórra hláturssroka.
“Ronald Weasley! Hann er ömurlegur í spádómum, og getur alls ekki einbeitt sér!” útskýrði Lavender hneyksluð. Mildredi líkaði vel við hana, hún virtist vera stórklikkuð!
“Hei, í hvernig fötum var Snape þegar hann breyttistí boggann?” sagði Ronsanía og settist við hliðina á Mildredi, sem enn var í hláturskasti!
“Ha? Ó, ehemm, hann var með toppmjóan hatt og það var uppstoppaður hrægammur efst…..eldrauð handtaska…grænn kjóll með einhverjum blúndum!” sagði Lavender og brosti sínu breiðasta. Mildred, Ronsanía, Ginný og Pat störðu eitt andartak á hana en skelltu svo uppúr!
“Stelpur, við erum að fara í tíma!” kallaði Anný frá málverkinu af Feitu konunni.
“Skiptir engu, þetta er bara Saga galdranna!” svaraði Ginný og hallaði sér upp að veggnum.
Bjallan hringdi og þær dröttuðust í kennslustofuna.
“Heyrðu, þú ert Mildred RÚN Bernold, ekki satt?” sagði einhver ísmeygilegri röddu fyrir aftan þær þegar þær voru að fara inn. Mildred sneri sér við.
“Jú, og….?” sagði Mildred og virti stelpuna fyrir sér. Þetta var Zedra Guel.
“Æi, ég var bara að hugsa um hvort að þú værir jafn heimsk og mamma þín. Þ.e.a.s. fara að fitla við rúnagaldra, og hverfa á einhverjum úthjara!” svaraði Zedra og gekk nær Mildredi. Nokkrir geislar hrukku útúr sprotanum sem Mildred kreppti hnefann utan um.
“Heimsk? Ætlarðu að kalla það HEIMSKU að fara að vinna við áhugamálið sitt?” sagði Patricia reiðilega.
“Hvað veist ÞÚ um Mildredi brjáluðu Bernold?” hvæsti Zedra og sneri sér að Pat.
“Ég veit það að hún hefur örugglega verið mjög góð. Miðað við þig þá hefur hún verið stórkostleg!” urraði Pat.
“Og vert þú ekki að segja mikið. Ég veit það að pabba þinn var drápari og er ennþá!” hvæsti Ronsanía sem hafði næstum gengið beint inní stofuna. Zedra kipraði augun en sneri sér svo við og fór.
“Er það satt?” spurði Mildred þegar þær gengu inní stofuna. Prófessor Binns var þegar byrjaður að tala svo hann tók ekki eftir þeim þegar þær gengu inn.
“Ég HELD það. Pabbi sagði mér það þegar þau komu inní búðina hans í sumar,” hvíslaði Ronsanía.
“Hvar vinnur hann?”
“Í einhverri dýrabúð í Skástræti. Ég man aldrei hvað hún heitir!”

Saga galdranna og ummyndunartíminn liðu fljótt, enda gátu þau varla hugsað um neitt annað en það sem átti að fara að gera í Vörnum gegn myrku öflunum: skoða skopa sem bjuggu í skóginum!

“Jæja, ég ætla rétt að VONA að þið hafið lesið heima!” sagði Lupin valdmannslega þegar þau voru öll komin inn. “Því að annars þurfið þið að taka skræðurnar með, og varla nennið þið að taka þær með,” bætti hann svo glaðlega við. Þau hlógu lítillega, þetta var sennilega besti kennarinn sem hægt var að hafa.
Það var frekar hlýtt úti, það var nú bara kominn september ennþá.
“Þið megið alls ekki fara langt inn í skóginn! Skoparnir ættu að vera í jaðrinum, en varla lengra en 10 metra inní skóginn,” kallaði prófessor Lupin yfir hópinn. Það var heldur enginn sérstaklega spenntur yfir því að fara langt inní skóginn, ýmsar sögur voru um það hvað var í honum! Pat rétti upp höndina.
“Eh – á þetta að var einhverskonar hópverkefni, eða eigum við að gera þetta ein?” spurði hún þegar Lupin hafði komið auga á hana.
“Tja, þið megið vinna saman, það er ekkert að því. Og auðvitað megið þið reyna að finna skopana alein, það er allt í lagi,” svaraði Lupin og hallaði sér að trjástofn.
Þau fóru að leita. Skopar þurftu endilega að vera nákvæmlega eins á litinn og tréð sem þeir bjuggu í!
“Patricia, þú sem allt veist……hvað verður um skopa ef tréð þeirra er fellt eða það brennur?” spurði Mildred og virti fyrir sér tré þarsem virkilega margir könglar voru.
“Þú vilt ekki vita það!” muldraði Pat og inní holt tré.
“Átsj!” skrækti Mildred og nuggaði höfðuið. Eitthvað hafði dottið á það.
“Hei, þú fannst einn! Hann var að henda köngli í þig,” sagði Pat glaðlega og leit upp.
“Ó, gott að vita það!” tuldraði Mildred kaldhæðnislega.
“Komdu karlinn. Komdu, svona nú……” sagði Pat og rétti út höndina. Mildred horfði á hana klifra varlega upp í tréð og til skopans.
“Passaðu þig, þetta er eldgamall og fúinn trjádrumbur,” sagði Mildred. Skyndilega kom hún auga á hreyfingu í einu tré aðeins lengra í skóginum.
“Nú næ ég þér!” muldraði hún og gekk lengra inní skóginn. Eitthvað fáránlegt tíst kom úr trénu, það minnti helst á hamstur með kvef!
“Og Dumbledore leyfir þeim jafnvel að koma hingað!” heyrði Mildred einhvern segja lágt. Hún tók í grein og togaði sig varlega upp og hlustaði eftir hverju minnsta hljóði.
“Þetta er bara jaðarinn, svo eru flestir nemendurnir hræddir við að fara inní skóginn,” svaraði einhver með álíka djúpa röddu og sá fyrri. Mildred vissi að það bjó enginn í skóginum nema – kentárar!
“Finnst þér í lagi að mannverurnar gangi óheftar um í ríki okkar? Rífi upp tré og flokki okkur undir einhverjar verur sem eru “að hálfu mennskar!” Finnst þér það í lagi?” hvíslaði fyrri röddin æst. Mildred reisti sig við. Hún sá þá greinilega, annar var með brúnt og sítt skegg og hár en hinn virtist aðeins yngri og var með hrafnsvart en sítt hár.
”Auðvitað finnst mér það ekki í lagi. En það er óþarfi að refsa jafnvel folöldunum, ungviðiunum!” sagði sá eldri. Mildred beygði sig svo að hún sæist ekki.
”Ha? Veistu hversu margir koma hingað? Fyrst komu engir, en á síðustu árum hafa alltof margir fengið að ganga óheftir um þennan skóg! Brownstúlkan, Potter, Hagrid! Dumbledore!” hvæsti sá yngri.
“Brown?” hugsaði Mildred hissa.
“Mundu að það voru fleiri með honum en Hagrid. Og þessi stúlka, þú hittir hana aldrei, þú varst svo ungur! Hún var ekkert slæm!” sagði eldri kentárinn svo lágt að Mildred heyrði það varla.
“Það er samt eitthvað undarlegt á seyði hérna. Hefurðu ekki tekið eftir því að öll nist……..”
“Mildred! Hvar ertu? Æi, þú ert búin að gera mig skíthrædda, komdu núna!” kallaði Pat skyndilega. Kentárarnir litu upp, beint á andlitið á Mildredi!
“ÞÚ?”sagði sá eldri lágt. Mildred greip skopann sem hafði verið að sveima þarna um og stökk niður úr trénu.
“Patricia! Það munaði pínulitlu að þú hefðir fælt hann í burtu!” sagði Mildred og reyndi að hljóma eðlilega. Svipurinn á kentárnum hafði ekki lýst reiði, heldur undrun. Hún mundi sennilega ekki gleyma honum í bráð!
“Varstu að tala við einhvern þarna? Mér heyrðist einhver vera að tala þarna,” sagði Pat og leit við. Mildred flýtti sér að finna upp á einhverju.
“Eh, ég var að tala við skopann. Hann suðar rosalega!” sagði Mildred og róaði sig niður.
“Hann gerir það ekki núna,” sagði Pat og benti á skopann sem barðist um í höndunum á Mildredi.
“Ég veit. Stórfurðulegar verur,” svaraði Mildred.
Það voru flestir komnir með skopa þegar Mildred og Pat komu útúr skóginum. Ronsanía var frekar blóðug á höndunum, enda barðist ófrýnilegur skopinn um á hæl og hnakka.
“Jæja, eru allir komnir. Hmm, hversu margir eru með skopa, réttið upp hönd,” sagði Lupin og svipaðist um. Flestir réttu upp skopana. Róbert, einn af strákunum úr Gryffindor, rétti upp báðar hendur, hann hafði náð tvem!

Mildred ætlaði aldrei að sofna um kvöldið, svipurinn á kentárnum og það sem Zedra hafði sagt ætlaði aldrei að víkja úr höfðinu á henni!
Hafði mamma hennar HORFIÐ en ekki dáið? Afhverju hafði enginn sagt það?
Eða hafði hún misskilið allt?
Þetta var fyrsta vikan og hún var þegar á kafi í einhverju óskiljanlegu!
“Ég finn það hvergi!” sagði Ronsanía fúl. Hún var búin að vera leita útum alla setustofuna og allt herbergið í leit að þessu hálsmeni!
“Æi, þetta var kannski erfðagripur, en varla það mikilvægur að heimurinn farist ef þú finnur það ekki!” geispaði Ginný.
“Þetta var innsiglismen! Það var með innsigli Peniceil-ættarinnar! ÉG átti að gæta þess!” sagði Ronsanía leið.
“Hvernig lítur það út?”
“Í miðjunni er stórt P en svo hringar örn sig utan um það og í bungunni á P-inu er kattarhaus,” sagði Ronsanía og settist niður.


Jahá, þannig er nú það. Endilega komið með einhver álit á þessu!