Mér finnst mjög skrítið að myndirnar séu ekki bannaðar inn á t.d. 6 ára hér á íslandi. Í danmörku þá eru Harry Potter myndirnar bannaðar inn á 6 ára vegna þess að það er HRYLLINGUR í henni. Það er svo eitt sem ég skil ekki er af hverju foreldrar eru að fara með krakka sem eru á 3-5 ára aldrinum á svona hryllingsmyndir.

Þetta er kannski ekki mikill hryllingur fyrir okkur sem eru eldri en litla systir mín sem horfði á Harry Potter 1 þegar hún kom á VHS, var skíthrædd við tröllið. Við erum að tala um tröllið! Ekki voldemort.

Vissulega eru þetta barnabækur, eða fyrstu þrjár bækurnar eru barnabækur. Varla er hægt að segja að fjórða og fimmtabókin séu barnabækur því að bækurnar verða alltaf myrkrari og “hræðilegri”. Við erum ekki að tala um einhvern aladdín sem þarf að berjast við Jafar eða Simba sem horfir á Skara taka yfir Ljósuklettum heldur erum við að tala um að það verða framin tvö morð í næstu tvem bókum.

Svo að ég taki dæmi um myndir þar sem eru bannaðar þá get ég nefnt Skytturnar þrjár sem er rómantísk gaman mynd en bönnuð inn á 16 ára. Af hverju? Jú, það eru einhver morð framin með sverði. Mér finnst sú mynd góð og skemmtileg, alls ekkert hræðileg. Aftur á móti er The Sigins aðeins bönnuð inn á 12 ára og systir mín sem er að verða 19 kom skíthrædd út af myndinni og allar vinkonur hennar líka sem fóru af myndinni. Persónulega finnst mér Harry Potter í það minnsta vera hræðilegri en Skytturnar þrjár, sérstaklega þó önnur myndin.

Næstu myndir um Harry Potter eiga eftir að verða drungalegri með hverri blaðsíðunni og þetta hætta að verða barnabækur og verða svona meira unglingabækur eða galdra-reifarar. Mér finnst mörg atriði í fyrstu og annarri myndinni ekki hæfa börnum undir 6/8 ára og atriði í næstu myndum eiga alls ekki að vera við hæfi börnum yngri en 10 ára. Krakkar undir þeim aldrei eiga ekki að þurfa að horfa upp á vin Harrys deyja og Voldemort verða af manneskju. Í lok fimmtubókarinnar verður heljarinnar bardagi og Sirius Black fellur frá. Varla er þett við hæfi yngri krakkanna?

Fantasia