Það er heillangt síðan ég sendi inn síðast, þannig að ég lét 1.kafla fljóta með. Vonandi líkar ykkur þetta…..

1.kafli
Fenecca Crock

Fenecca geispaði stórum. Það voru tveir dagar þar til skólinn byrjaði aftur, þá mundi hún byrja sitt 5.ár í Hogwartsskóla. Helvíti hlakkaði hana til!
“Vaknaðu svefnpurka!” æpti litli bróðir hennar í gegnum skráargatið.
“Æi, þegiðu…….” muldraði Fenecca ofan í koddan sinn. Hún var hræðileg svefnpurka.
“Ef þú vilt vita það, þá er bréfið frá Hogwarts komið!” kallaði Thomas aftur. Fenecca rauk upp og fram á gang.
“Hvar?” sagði hún snöggt og glennti upp augun. Thomas rétti henni lítið og gulleitt bréf. Enn og aftur voru þetta tvö bréf.
Það fyrra var bara eitthvað um U.G.L.urnar og “nú hefst þitt 5.ár” og blablabla……
En það seinna var með lista yfir alla hlutina sem þurfti. Nú var það glás af bókum og allskonar hlutum. Fenecca gekk annars hugar inn í herbergið sitt. Það var bankað á rúðuna.
“Penelope!” sagði hún og opnaði fyrir uglunni hennar Lilyar. Lily Evans og Jackie Toqué höfðu verið bestu vinkonur síðan á 2.ári!

Hæ Fenc!!!
Hvað segirðu gott núna? Það er virkilega gaman hjá mér núna, enda þá ætla ég að nota þetta sumar vel! U.G.L.urnar!!! Ég er ofboðslega kvíðin fyrir þetta, búin að lær í allt sumar! Hefurðu heyrt eitthvað frá strákunum eða Jackie? Í það minnsta hef ég ekki heyrt neitt frá þeim. ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ HUGSA!!!!! Þú ert að hugsa um það að ég hef getað fengið fullt af bréfum frá þeim, en hafi samt sem áður ekkert heyrt í þeim!!!!! Er það ekki rétt? Jú, ég vissi það…..ekki!!! Vonandi er Thomas ekki mjög pirrandi. Ég veit að hann er pirrandi kannski, en vonandi ekki jafn mikið og þegar ég var í heimsókn hjá þér um jólin!!!

KVEÐJA
Lily Evans!!!

Fenecca brosti. Hún var sjaldan kölluð fullu nafni hja vinum sínum. Yfirleitt bara Fecc, Fenc eða Fecka!!! Það var algengast að kalla hana Fenc.
“Er eitthvað merkilegt þarna?” spurði mamma hennar í gegnum dyrnar.
“Nei, bara þetta venjulega,” svaraði Fenc og opnaði til að rétta mömmu sinni bréfin frá skólanum. Hún renndi augunum yfir þau.
“Jæja, ætli við förum ekki í Skástræti í dag,” sagði mamma hennar og fór fram.
Fenecca leit í spegilinn. Það var ómögulegt að segja hvernig augun í henni væru á litin! Ef hún var reið, þá voru þau næstum græn. Ef hún var glöð voru þau nálægt því að vera blá. Ef hún var veik eða syfjuð, þá voru augun í henni hálf grá en ljósgul í kringum augasteininn! Hún skipti um umræðuefni í huganum.
Það yrði svo frábært að hitta Lily og Jackie aftur! Jackie var í raun frönsk, og hét Jacquline Toqué. En það var einum og langt, svo að hún var bara kölluð Jackie.
Þegar Fenecca fór að hugsa um uppruna Jackie, fór hún einnig að hugsa um uppruna sinn. Hún var spænsk! Lily var sú eina sem var ensk af þeim þrem. En Lily var “blóðníðingur” einsog fjárans fíflið hann Snape kallaði hana! Fenecca kreppti hnefana þegar hún mundi eftir Snape. Hann væri örugglega fínn ef hann væri ekki svona neikvæður……og ef hann gerði eitthvað við þetta fituga hár!!!
“Fenc! Mamma segir að þú eigir að koma! Við förum í Skástræti eftir hádegið!” kallaði Thomas í gegnum hurðina. Fenecca umlaði eitthvað til samþykkis.

Það var gaman að komast í Skástræti. Fenecca sá fullt af krökkum úr skólanum þarna.
“Fecc! Fenecca!” var hrópað einhversstaðar.
“Jackie!” kallaði Feneeca á móti og faðmaði bestu vinkonu sína.
“Er Lily hérna?” spurði Fenecca.
“Nei, hún kemur í kvöld og ætlar að gista á Leka seiðpottinum,” sagði Jackie. Þær voru svolítið líkar. Báðar dökkar með dökkt hár…..og brún augu!
“Veistu hvað? Það er kominn nýr kennari. Hann kennir þarna…dótið um dýrin!” sagði Jackie. Hún gat aldrei munað neitt!
“Og?” sagði Fenecca. Það var heldur ekki líkt Jackie að klára setningu.
“Hann heitir…..Kettelburn!” sagði Jackie eftir nokkra umhugsun. Fenecca kinkaði kolli. Það kom alltaf meira og meira af krökkum þarna.
“Hæ Remus!” kallaði Fenecca til stráks sem stóð álútur yfir þykkri bók.
“Ó. Hæ Fenecca!” kallaði hann á móti.
“Æi, Fenc. Lupin er svo skrítinn. Afhverju líkar þér við hann?” hvíslaði Jackie með ógeði þegar þær voru komnar aðeins í burtu.
“Hann er skemmtilegur. Mér er sama þótt að hann umgangist Sirius Black og James Potter! Sko, Remus getur hjálpað okkur að læra undir U.G.L.urnar! Og við þörfnumst þess!” sagði Fenecca og leit við. Jackie hnussaði. Hún og Lily HÖTUÐU James og Sirius. En þar sem Fenecca var prakkari í gegn, þá líkaði henni stundum hvernig þeir létu! Nema þegar James kastaði bölvun á Snape án ástæðu og montaði sig fyrir framan Peter Pettigrew og Lily!
“Ég meina…..við gætum ALDREI fengið hjálp frá Lupin. Hann er OF upptekinn af Black og Potter!” bætti Jackie við.
“Voru þið að tala um okkur?” var spurt fyrir aftan þær skyndilega. Fenecca og Jackie frusu í sporunum.
“Ööö…..hæ James!” stundi Jackie.
“Hæ strákar! Og við vorum að reyna muna nöfnin á sem flestum í skólanum…e-ekki tala um ykkur!” sagði Fenecca. Hún var vön að þurfa ljúga. Þegar hún var gripin á ganginum eina nóttina laug hún því að hafa þurft á klósettið vegna þess að hún væri hreint í SPRENG!
“Gott að vita það,” sagði Sirius hressilega. Hárið á honum hékk letilega niður einsog alltaf en með einhverjum furðulegum glæsibrag….
“Er Lily með ykkur?” spurði James og litaðist um.
“Nei,” svaraði Jackie stíf.
“Ho-James….sjáðu hver er þarna! Okkar gamli vinur, Severus Snape!” sagði Sirius og brosti illkvitnislega.
“Æi strákar! Látið hann vera!” sagði Fenecca fúl. Þeir hlustuðu ekki á hana, heldur gengu rakleitt áfram.
PAFF!
Fenecca hafði brugðið fætinum fyrir Sirius!
“FENECCA CROCK!” æpti hann og hljóp a eftir henni. Það kom sér vel að Fenecca var mjó og snögg, annars væri hún dauð!
“Reyndu það BARA!” kallaði Fenecca til Siriusar. Helsta bragð Feneccu var að þreyta fórnarlambið, ekki meiða það. Og nú virtist það ætla að ganga!
Hún hljóp eftir Hlykkjasundi og var þá komin í Uglustræti. Sirius elti hana ennþá! Til allrar hamingju gat Fenecca sloppið aftur í Skástræti, og þar týndi Sirius henni!

“Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma,” geispaði Jackie. Hún var vön því að Fenecca þurfti að “skreppa aðeins frá”!
“Jamm. En ég held að ég hafi séð Lily á Seiðpottinum. Við ættum að ná í hana á undan James!” sagði Fenecca og fór af stað.


2.kafli-Enn eitt skólaár hefst!

“Lily!” hrópaði Jackie og hljóp einsog brjálæðingur til rauðhærðar stelpu.
Lily Evans sneri sér snöggt við, rétt áður en Jackie renndi sér yfir hana!
“Lily! Veistu hvað við erum búin að sakna þín!” sagði Jackie, og var næstum búin að kæfa Lily.
“Átsj! Jack-Jackie! Þú ert að kyrkja mig! Slepptu!” stundi Lily. Fencca greip fyrir munninn og fór í keng. Jacquline Toqué tók alltaf VEL á móti öllum sem hennni þótti vænt um!
“Oooh! Hæ Fenc!” stundi Lily aftur og hló.
“Hvað ertu búin að vera gera í sumar?” spurði Jackie og tók upp pokann með öllu dótinu sínu.
“Næstum ekkert. Petunia er ennþá í fýlu við mig, “ sagði Lily og tók einnig upp sinn poka.
“Petunia? Hún ennþá. Er hún ekki búin að vera í fýlu við þig síðan þú fékkst bréfið frá Hogwartsskóla?” spurði Fenecca og ranghvofdi í sér augunum.
“Jebb. Ótrúleg! Mamma segir bara að hún sé lík pabba einsog hann er ef hann er….fullur. Alltaf í fýlu ef hún fær ekki eitthvað, og þannig. Grútleiðinlegt!” sagði Lily. Fenecca vorkenndi henni. Lily var mjög gáfuð, skemmtileg og sæt, en svo átti hún þessa grútleiðinlegu systur, og ef pabbi hennar varð drukkinn voru þau bæði hryllileg!
“Sælar!” sagði einhver skyndilega. Stelpurnar þrjár stífnuðu upp.
“Sæll….James,” sagði Lily stíf.
“Jæja, hvað segið þið um ís?” bætti James við þegar Remus, Sirius og Peter voru komnir.
“Við segjum að hann er kaldur,” sagði Fenecca léttilega. Hún ætlaði ekki að láta strákana slá sig útaf laginu.
“Ekki ef hann er bráðinn,” svaraði Sirius.
“Þá er það bara bráðnaður ís!”
“En ekki “ís” heldur BRÁÐNAÐUR ÍS!”
Hvernig er hægt að tala svona mikið um ekki neitt?
“Svo eru flestar matarbúðir búnar að loka núna!”
“Hvað með það? Við getum alveg reddað nokkrum!”
“Hvernig?” spurði Fenecca og setti upp svipinn “ég-er-alsaklaus!”
“Við erum einhverjir gáfuðustu nemendur skólans, ef þú manst það ekki!” sagði James fúll.
“Ég var að vona að þú værir orðinn aðeins þroskaðri!” sagði Lily, alveg jafn fúl.
“Æi, förum! Það er tilgangslaust að tala við þá,” sagði Fenecca og fór af stað.
“Og þú ætlar að reyna fá hjálp frá þeim fyrir U.G.L.urnar?” skrækti Jackie, og Fenecca var viss um að strákarnir hefðu heyrt það. Hún leit við. Þeir voru eitthvað að hvísla…
“Ha? Það gengur aldrei!” sagði Lily og lagði mikla áherlsu á síðasta orðið.
“Kannski. En sennilega þarf ég að fara. Bless!” sagði Fenecca og fór til baka.

“Fenc! Ætlarðu aftur í skólann eða ekki?” æpti Thomas tvem dögum seinna í gegnum skráargatið á hvítri hurð Feneccu.
“Farðu!” öskraði Fenecca á móti.
Hún klæddi sig og stakk náttfötunum og vekjaraklukkunni ofan í eitt koffortið.

“Þú ert meira sofandi þegar þú ert nývöknuð heldur en þegar þú ert sofandi!” sagði “pabbi” hennar. Fenecca og Thomas voru ekki raunveruleg systkin. Þau áttu sömu mömmu, Rozölbu, en faðir Feneccu, sem hún hafði aldrei hitt eða séð mynd af, hafði farið þrem mánuðum eftir að hún fæddist. Eric Pringle var faðir Thomasar og núverandi eiginmaður Rozölbu. Fenecca bar eftirnafn móður hennar, Crock, en Thomas hét Thomas Pringle.
“Gott að vita það,” muldraði Fenecca og stakk ristuðu brauði upp í sig.
“Þú segir margt,” sagði Eric.
“Eric, þegiðu!” hvæsti Fenecca. Mamma hennar hvessti augun á Fenccu, hún vildi að hún kallaði Eric “pabba”, ekki Eric!

Fenecca var nývöknuð þegar þau komu á lestarstöðina. Hún snarvakanði nefnilega þegar hún klessti á Sirius Black!
“Gættu þín!” sagði hann og greip hana áður en hún féll í gangstéttina.
“Hættur að vera hrokafullur, eða ertu veikur?” svaraði Fenecca snúðugt.
“Þá það, við vorum kannski frekar montnir þarna,” sagi Sirius og rétti Feneccu búrið með kettinum hennar.
“Bless þá,” sagði hún og fór. Það var eins gott að umgangast þá lítið.
“Jæja, eigum við að fara?” spurði Jackie þegar stelpurnar þrjár voru komnar saman aftur.
“Ef við ætlum að fara í skólan aftur, JÁ!” sagði Lily og stökk upp í lestina. Það voru ennþá nokkrar mínútur eftir þangaði til lestin færi, svo að vagnarnir voru enn ekki fullir.
Ferðin var viðburðarlaus. Stelpurnar þrjár töluðu um sumarið, létu einsog verstu gelgjur, töluðu meira um sumarið, um James og Sirius og hvað þeir væru hrokafullir og montnir og um U.G.L.urnar sem þær áttu að ganga í gegnum þetta árið.
“Vúbs, ef við ætlum ekki að líta út einsog muggar, þá ættum við að koma okkur í skikkjurnar!” muldraði Jackie og tróð sér í sína.
“Hana, fyrsta árs nemar! Komið! Þessa leið!” kallaði einhver dimmri röddu. Fenecca þekkti röddina (og stærðina) hjá Hagid hvar sem er! Hann hafði byrjað að vinna við þetta þegar þau byrjuðu í Hogwartsskóla. Frekar undarlegur. Það gengu ýmsar sögur um hann í skólanum. Þær höfðu allar sama kjarna; Hagrid var rekinn þegar hann var ekki búinn með skólann, en enginn var sammála hvenar það hafði verið. Sumir sögðu daginn áður en hann átti að klára skólann, aðrir sögðu sama dag og hann kom…..Fenecca reif sig uppúr hugsununum, vagnarnir voru komnir.
“Og alltaf erum við jafn heppnar!” sagði Lily glaðlega og benti á einn lausan vagn.

Það var gott að komast aftur í Hogwartsskóla. Einu áhyggjurnar sem þær þurftu að hafa þar var af heimalærdóminum! Enign vælandi systkin, ekkert………
“Velkomin, velkomin! Enn eitt árið hjá flestum ykkar hér í Hogwartsskóla! Það er kominn nýr kennari í umönnun galdraskepna, prófessor Kettelburn. Hann er að vísu bara afleysingarkennari, svo að hann mun ekki vera hérna í allan vetur.” (Smá lófatak heyrðist). “Vonandi munuð þið spjara ykkur jafn vel og þið hafið gert hingað til!” sagði prófessor Dumbledore þegar flokkunarathöfnin var búin. Skeggið var snæhvítt einsog alltaf og augun ennþá jafn heiðblá og þau höfðu alltaf verið.
Prófessor Kettelburn var ungur maður með rauðbrúnt hár. Hann var örugglega ekki eldri en 25 ára!
“Og vonandi verður þetta ár jafn þolanlegt og þau síðustu!” bætti Lily við. Fenecca klemmdi munninn saman og sparkaði í Lily! Þær höfðu oft verið að pæla í því hvort að Dumbledore notaði linsur, en voru enn ekki vissar.
“Inntökupróf í Quidditch-liðin verða á föstudaginn, endilega mætið! Og 1.árs nemar, ykkur er öllum stranglega bannað að fara inní Forboðna skóginn, líka þið eldri!” bætti hann við og gjóaði augunum á Sirius og James. Peter litli Pettigrew sat við hliðina á þeim og virtist vera skoða dagatal með Remusi……….
Það mikilvægasta hófst samt sem áður; veislan!
“Hvar skyldu draugarnir vera?” sagði Jackie með fullan munninn. Hún var ekkert sérstaklega “gáfuð” þegar það kom að því að borða! Enda var hún obbolítið feit, en vissi alveg hvernig átti að klæða sig í samræmi við það
“Þeir eru örugglega hræddir við þig!” sagði Sirius og hló.
“Ef við værum ekki í kringum hóp af fólki, og ef þetta væri ekki fyrsta kvöldið hérna þá værir þú DAUÐUR!” hvæsti Jackie.
“Róaðu þig niður!” sagði Fenecca og tók í handlegginn á Jackie. Lily hló lítillega.
“Hey, Remus er umsjónarmaður. Hver er hinn? Nei, hin?” spurði James og litaðist um borðið.
“Ég,” muldraði Lily fúl.
“Noh, þá ætti ég að fara passa mig!” sagði James kaldhæðnislega.
“Já, það getur verið að við verðum að hætta að kasta bölvun á Hora við hvert tækifæri!” sagði Sirius einsog hann væri dauðhræddur. Þeir litu hvor á annann.
“Neeeeei,” sögðu þeir svo samtímis.
“Vertu fegin að það sé ekki James sem er umsjónarmaður! ÞAÐ yrði hryllingur!” hvíslaði Fenecca.
“Hver er besti vinur Remusar?” muldraði Lily grautfúl. Það sem eftir var af veislunni var samt sem áður fínt. Draugarnir létu loksins sjá sig, og Næstum hauslausi Nick tók ofan fyrir nokkrum nemendum……..með hausnum!

“Þessa leið!” sagði Remus og leiddi fyrsta árs nemana áfram. McGonagall hafði sagt Lily leyniorðið og nú neyddist hún til að fara með Remusi….og náttúrulega fylgdu Sirius og James rétt á eftir!
”Leyniorð?” spurði Feita konan einsog venjulega.
“Skröltandi sekkjapípur….,” muldraði Lily. Hún og Remus hleyptu hinum inn á undan, en þarsem Sirius og James urðu eftir með Remusi urðu Fenecca og Jackie eftir með Lily.
“Það kemur ekki til greina að við látum þig vera eina með þeim!” hafði Fenecca sagt.

“Úff, góða nótt….” muldraði Jackie ofaní koddann sinn. Fenecca leit í kringum sig. Þær voru allar fimm þarna. Hún, Jackie, Lily, Díana og Fiona. Díana og Fiona voru alltaf saman, og voru af næstum hreinræktaðri galdraætt.
Fenecca horfði út um gluggann. Það var dimmt, en stjörnunar fylltu loftið og hálfur máninn lýsti inn um gluggann og á lítinn kött sem stökk til Feneccu. Hún vissi ekki afhverju hann var svona lítill, hann var örugglega 3 ára! Hún strauk Soffíu um höfuðið. Soffía….merkti það ekki viska?
Þessi köttur var allavega mjög vitur köttur….einsog Sirius Black.
Afhverju var hún nú farin að hugsa um Sirius? Hann var kannski sætur og snjall, en ekkert sérstaklega….skemmtilegur þegar hann var að hrekkja aðra….samt skrítið….undarlegt hvernig hann var, hárið var ótrúlega fallegt þótt að hann gerði ekkert við það, hann var snjall ánþess að sitja yfir bókum allar stundir, fyndinn þótt að hann væri leiðinlegur við Severus og undarlega skemmtilegur….þótt að hann skipti sér ekki af neinum nema James, Remusi og Peter…
Fenecca sofnaði yfir hugsunum sínum um Sirius…..

Og þannig er nú það. Endilega segið ef ég má laga eitthvað þarna, það er örugglega eitthvað!!!