Gott kvöld gott fólk.

Ég fór á frumsýningu nýjustu Harry Potter myndarinnar, Harry Potter og fanginn frá Azkaban síðastliðinn miðvikudag þann annan júní. Ég verð að segja að hún vakti gríðarleg vonbrigði hjá mér.

Ekki það að ég byggist við neinu gríðarlega miklu af henni. Ég er mikill aðdáandi bókanna og er Fanginn frá Azkaban meðal þeirra bóka sem ég kann utan að en ég er svo sannarlega glaður að ég hafi ekki borgað mig inná myndina.

Í myndinni var söguþræðinum ekki gerð mjög góð skil fannst mér. Atriði sem í bókinni voru kannski fimmtíu blaðsíður voru jafnlangar og tíu blaðsíðna atriði þegar á hvíta tjaldið var komið. Þar að auki fannst mér leikurinn alls ekki vera til fyrirmyndar og leikmyndin hafði svo sannarlega breyst frá fyrri myndum því að ekkert var eins og áður hvað umhverfi Hogwarts varðar, ekkert var á sínum stað.

Besti leikarinn í myndinni fannst mér Ian McKellen í hlutverki Dumbledores og hann leysti vel af hólmi þann sem áður lék hlutverkið.

Til að geta skilið myndina fullkomlega þarf maður að hafa lesið bækurnar og myndin gæti aldrei staðið ein og sér.
Mér finnst hún þegar uppi er staðið léleg í alla staði og gefa fyrri myndunum mikið eftir. Þar að auki vil ég nefna að það að ætla að kvikmynda þessar bækur er of mikið af hinu góða. En hins vegar skuluð þið ekki láta mig hindra ykkur í að sjá myndina þar sem ég er kannski kominn af þeim aldri sem myndirnar eru markaðsettar fyrir.

Ég vona bara að þið hafið eitthvað betra um myndina að segja.
Endilega komið með komment
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir