Nýjasta kvikmyndin um Harry Potter, Fanginn frá Azkaban, hefur slegið met í Bretlandi, en tekjur í kringum kvikmyndina námu 650 milljónum króna á fyrsta sýningardegi. Engri annarri kvikmynd í Bretlandi hefur gengið jafnvel á svo skömmum tíma, að sögn BBC.

Fanginn frá Azkaban var sýnd á 535 stöðum í Bretlandi, pælið í því 535 stöðum! Á mánudag þegar myndin var sýnd var frí í Bretlandi og er það talin ástæða þess að hún var mun sóttari en leyniklefinn.

Strax 12 tímum áður en myndin var sýnd var fólk farið að safnast saman við kvikmyndahúsið í New York, sumir greinilega harðákveðnir í að sjá leikarana og reyna að fá eiginhandaráritun,
„Þeir eru ótrúlegir,“ hrópuðu tvær 14 ára stelpur þegar þær sáu Radcliffe og Grint. (Uppgvötun aldarinnar)

Svo er það hitt, í staðinn fyrir að hópru krakka í Harry Potter-búningum biði fyrir utan kvikmyndahúsið beið nú hópur unglyngsstúlkna. Sem betur fer segi ég bara því ég er á móti litlum krökkum sem lesa ekki bækurnar en telja sig vera HP fan númer 1 því þau dýrka myndirnar.


„Viltu giftast okkur, Dan?” stóð á einu spjaldinu sem lyft
var upp þegar Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, gekk inn í kvikmyndahúsið. (Hmmm…hverjar eru líkurnar? ENGAR!)
Daniel var greinilega um og ó þegar hann gekk fram hjá hópnum og veifaði. Rupert Grint, sem leikur Ron eins og þið vitið víst öll, skemmti sér samt greinilega hið besta.
„Þetta er svalt,“ sagði hann og brosti. Þessi drengur er alltaf brosandi. Ef allir væru jafn brosmildir og hann væri heimurinn skemmtilegri staður!

Þriðja myndin er víst myrkari en hinar 2 og meira spennandi. Sem kemur mér ekkert á óvart. „Þú kynnir að vilja hafa mömmu þína með til að
halda í höndina á,” sagði Tom Felton, sem leikur Draco Malfoy í myndinni. (Vá ég er að hugsa um að sleppa hér eftir að segja hver leikari leikur hvern, allavega með aðalleikarana! Ef þú veist ekki hverja þeir leika ættiru ekki að vera lesa þetta)

Mikið af börnum fræga fólksinns tók mæður sýnar með sér að sjá þessa einstöku sýningu. Leikararnir Susan Sarandon og Tim Robbins komu með börnin sín. Og fyrirsætan Christie Brinkley
tók myndir af eiginmanni sínum og börnum á rauða dreglinum utan við kvikmyndahúsið. „Við sonur minn höfum lesið allar bækurnar saman,“ sagði hún. Það finnst mér vit í! Að LESA bækurnar fyrir börnin sín. Þyrftu fleiri mæður að gera það.

Margir af leikurunum fengu hjónabandstilboð á sýningunni og meira segja Alan Rickman, sem leikur Snape prófessor, fékk hjónabandstilboð frá eldri aðdáanda. „Hún hlýtur að vera illa haldin,” sagði hann þurrlega. Og vitið hvað ég er allveg sammála honum.

„Myndin er ekki ofbeldisfull. Hún getur verið svolítið óttafengin stundum, en á góðan hátt. Krakkar vilja stundum láta hræða sig pínulítið,“ sagði mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron sem leikstýrði 3 myndinni, hann tók við af Crish Columbus sem leikstýrði Viskusteininum og Leyniklefanum.

Leikararnir segja að yfirbragð myndarinnar sé greinilega myrkara og fágaðra en hinna tveggja. Ekki móðgast en miðað við hinar myndirnar þarf ekkert mikið til…

Og Daniel sagði: „Ég er búinn að sjá hana tvisvar og þeir einu sem voru hræddir voru þeir fullorðnu.” Ooookkkkk…trúi tæplega en…


Heimildir eru teknar af www.mbl.is en ég hef reynt eftir bestu getu að orða þetta á minn hátt auk þess sem ég réði ekki við að bæta inn athugasemdum frá sjálfri mér…

-NinaS