Ég breytti nafninu úr “týndu nistin” í “drottning nistanna” því að það hljómar……svona betur, finnst mér. Og ég ætla að hafa það síðasta sem gerðist úr síðasta kafla á undan, það er það langt síðan ég sendi inn seinast!

“Hæ Mildred!” var sagt fyrir aftan hana. Það var Anný.
“Hæ. Ertu á leið í Gryffindorturninn?” spurði Mildred. Anný kinkaði kolli.
Skildi óheppni fylgja Mildredi……….
“Þið megið ekki vera á göngunum núna. 20 mínusstig!” sagði Snape!

6.kafli-Venjulegur skóladagur!

Mildred og Anný frusu í sporunum.
Snape!
“Þótt að þetta sé fyrsti dagurinn og þið á 1.ári, þá er það engin afsökun fyrir því að þið séuð úti á göngunum svona seint!” hvæsti Snape aftur. Mildred leit á Anný. Hún virtist brosa!
“Þú getur ekki tekið stig af Gryffindor fyrir það að við séum seint á göngunum!” sagði hún hratt og skýrt.
“Og afhverju ekki?” spurði Snape mjúklega.
“Því að það er ekki fyrr en klukkan er orðin 9. Og hún er ennþá þrjár mínútur í!” sagði Anný, alveg jafn hraðmælt. Anný snillingur!
“Og hvernig veist þú það?” spurði Snape og nálgaðist.
“Ég kynnti mér reglurnar!” svaraði Anný. Snape pírði augun á þær til skiptis.
“Og hvað eruð þið svo að gera?” sagði hann eftir smá stund.
“Ég var að fara á bókasafnið til að ná í “Sögu Hogwartsskóla” til að kynna mér reglurnar. Þær eru hérna aftast ef þú vilt sjá!” sagði Anný. Snape lét sem hann heyrði ekki þetta síðasta.
“Og ungfrú Bernold?”
“Ég var að skila prófessor Lupin bók sem ég hafði óvart tekið í misgripum í hádeginu,” svaraði Mildred létt.
“Misgripum?”
“Ég rakst á hann og við rugluðum bókunum aðeins,” sagði Mildred og átti í fullu fangi með að segja ekki “Þú þarft nauðsynlega að þvo þér um hárið með sterku sjampói!”
“Á ég að trúa því að þú rekist á tvo menn á sama degi?” hvæsti Snape.
“Hefur þú heyrt um það að vera klaufskur?” sagði Mildred sakleysislega.
“Reyndar. Flestir nemendur mínir nota það sem afsökun þegar þeir gleyma einhverju í töfradrykkjum!” svaraði hann. Mildred var alveg að fara að springa úr andfýlunni í honum, svo hún fór að huga að leiðarlokum.
“Gott að vita það. Nú, þessa einu á hálfu mínútu verður að nýta, svo að við segjum bara bless!” sagði Mildred og tók í höndina á Anný og teymdi hana hlaupandi í burtu.

“HAHAHAHAHAHAHAHAAA!!! ÞVÍLÍK SNILLD HJÁ YKKUR TVEIM!!!” stundi Ronsanía í miðjum hlátursskrampa. Mildred og Anný voru að segja henni frá undankomu þeirra, og stúlkunum 5 virtist líka það.
“Og……bara sluppuð þið?” spurði Ginný forviða.
“Jebb! Við erum ótrúlega heppnar!” sagði Mildred. Anný var hlédrægnari en hún, og lét sér nægja að segja eitthvað stutt og hnitmiðað.
“Jahérna. Mildred, ég held að honum líki vel við þig!” sagði Ronsanía þegar hún var búin að jafna sig.
KABÚMM!
Mildred dúndraði koddanum sínum í Ronsaníu!
“Ég held að þær hafi frekar sloppið útaf Anný. Hann vissi að þetta var satt hjá henni, og gat ekkert gert!” sagði Sabrina og lét skína í mjallahvítar tennurnar þegar hún brosti. Framtennurnar voru aðeins of stórar.
Mildred var nú búin að læra nöfnin á öllum á 1.ári í Gryffindor. Eða, gælunöfnin. Patriciu Gowil þekkti hún náttúrulega, Anný Baffeyl var með gleraugun, Ginný Wermeer var með krullaða hárið, Sabrina Ewol var ótrúlega ljós og virtist sakleyisleg, Ronsanía Peniceil var með stutt og brúnt hár og alltaf í góðu skapi, Hanna Nikket var með ótrúlega sítt og skollitað hár, Mikael McLean var með gleraugu og ljóst hár, Róbert Socczin var með brúnt hár og úfinn topp, Daníel Hower var með ljóst hár og virkilega stór og Arnold Obawiz var mjög lítill!
Auðvelt það!

“Vaknið ef þið ætlið ekki að missa af deginum!” æpti Ronsanía. Ginný stundi. Hún svaf næst dyrunum og þar af leiðandi var hún uppáhalds fórnarlamb Ronsaníu á morgnana!
“Amm. Hvaða dagur er?” muldraði Patricia ofaní koddann.
“Þriðjudagur. Það er tvöfaldur ummyndunartími fyrir hádegið og saga galdranna, eftir hádegið er tvöfaldur jurtafræðitími og töfrabrögð,” bunaði Anný útúr sér.
“Ég spurði bara hvaða dagur væri!” gargaði Patricia. Hún þoldi ekki mikil hljóð á morgnana.
Þær voru hálf-dauðar við morgunmatarborðið, en þegar McGonagall fór að tala við þau í fyrsta tímanum glaðvöknuðu þau, það var eins gott að halda sér á mottunni hjá henni!

“Það var engin lygi hjá Katrínu og Lindu; saga galdranna ER leiðinlegasta fagið í skólanum!” tuldraði Mildred meðan hún teiknaði mynd af dreka á pergamentið, sem hún átti reyndar að glósa á. Aðeins örfáir nemendur höfðu eyru og þolinmæði í að hlusta á prófessor Binns tala um eldgömul stríð, þylja upp dagsetningar á merkilegum og alþjóðlegum fundum og segja hvenar og hvaða hlutir gerðust, og nefna svo eitthvað álíka sem var að gerast í nútímanum. Grútleiðnlegt…..

“Þú ert þvílíkur lukkugrís!” sagði Katrín og sló á bakið á Mildredi, sem hóstaði hryllilega eftir það. Það voru útifrímínútur og Mildred var að segja Katrínu og Lindu frá gærkvöldinu og “tilþrifamiklu innkomunni” hennar, Ronsaníu og Ginnýjar.
“Mildred, þú ert ekki eðlileg! Þú ert í þínum fyrsta tíma, á fyrsta ári og dettur inní kennslustofuna…..og skammastu þín? Nei, þú ferð í hláturskast!” sagði Linda fúl. Hún var mesta gáfnaljósið í fjölskyldunni, og þoldi ekki ef Mildred og Katrín sýndu einhvern minnsta vott af ábyrgðarleysi!
“Linda! Þetta var ekki hlátursskast, þetta voru rökræður!” sagði Mildred stórmóðguð.
“Já, já!” muldraði Linda.

Mildred var hreint og beint hryllileg í jurtafræðinni! Hún gat alveg vökvað blóm, en ekki ef þau bitu og slóu frá sér!
“Þetta er auðvelt! Bara fara varlega að þessu!” sagði prófessor Spíra. Mildred og Ginný ranghvofdu í sér augunum.
“Oj! Þetta er svo ógeðslegt! Oj, bara!” skrækti Hanna þegar hún kreisti gröft úr risastóru laufblaði.
“Aumingja Hanna. Þvílík pempía!” hvíslaði Sabrina að Ginný. Annars tókst þessi tími ágætlega, hann hefði getað orðið miklu verri!

Henni gekk allavega ágætlega í töfrabrögðum. Betur heldur en Ginný, henni tókst einhvernveginn að láta stóran eldstrók koma útúr sprotanum þegar þau átti bara að láta lítið ljós kvikna!
“Lumos!” hvæsti hún og horfði einbeitt á sprotaendann.
“Ginný, þú þarft ekki að hreyfa hann, þetta gerist sjálfkrafa,” sagði Ronsanía útum annað munnvikið. Hún var greinilega sú besta í töfrabrögðum og töfradrykkjum, þótt að hún sýndi því engan áhuga. Anný og Pat (þær höfðu ákveðið að kalla hana Pat, Patricia var of langt og Tricia passaði ekki), urðu límdar saman útaf sameiginlegu áhugamáli: námsáhuga!

Um kvöldið skrifaði Mildred svarbréf til Jeffs:

Hæ!!!
Ég lenti ekki í Ravenclaw, heldur Gryffindor! :) Þetta er barasta búið að vera ágætt, en þekkir þú einhvern….Ramus Lupin, eða eitthvað álíka……hann kennir okkur varnir gegn myrkuöflunum, er bara fínn!
Hef ekkert meira að segja,
Milla!


Ég veit að það gerist ekkert merkilegt þarna, en það koma oft þannig kaflar hjá manni, sá næsti verður aðeins betri! Vona ég….