9. kafli
31. Júlí-1. september

Harry vaknaði við það að sólin skein í augun á honum. Hann fálmaði eftir gleraugunum sínum sem af einhverjum ástæðum voru undir rúminu hans.
“Til hamingju með afmælið,” sagði Ron syfjulega.
“Ó takk,” sagði Harry og brosti. Hann tók fyrst upp mjúkan pakka frá hr. og frú Weasley. Í honum var rauður bolur sem passaði honum vel. Næst opnaði hann gjöfina frá Lupin. Ron var nú sestur við hliðina á honum og Ginny bankaði og læddist inn.
“Til hamingju með afmælið, Harry,” sagði hún og brosti. “Hvað hefurðu fengið í jól.., nei afmælisgjöf?”
“Um, þennan bol frá mömmu þinn og,” hann tók sér smá hlé á meðan hann opnað pakkann frá Lupin, “og þetta.” Hann tók fram stórt, gulllitað nisti úr pakkanum. Harry leit á Ron sem brosti.
“Þú veist ekki hvað þetta er. Opnaðu þetta,” sagði Ron.
Þegar hann opnaði nistið komu fram myndir af Siriusi hlæjandi með James og Lily. Nýjar myndir birtust endlaust. Þetta voru minningar Lupins frá því hann var í Hogwarts.
“Mér datt í hug að þú mundir vilja þetta,” sagði Lupin sem stóð í dyragættinni við hlið Hermione og brosti. “Ég… þetta… þú… þetta er eitthvað sem ég hélt að mundi gleðja þig. Ég veit að þetta er ekki mikið. Þetta er minninganisti.”
“Takk,” sagði Harry með kökkinn í hálsinum. Hann gat varla haldið aftur af sér.
“Hérna, Harry,” sagði Hermione, sem rétti honum stóran kassa með loftgötum. “Ég og Ron völdum hann handa þér en fleiri komu að því að borga hann.”
Harry opnaði lokið og í ljós kom líttil hvolpur.
“Þetta er svipuð tegund og Sirius gat breytt sér í,” sagði Ron og brosti. “Þú getur látið hann heita hvað sem er. Dumbledore hefur nú þegar gefið þér leyfi til þess að taka hann með í Hogwarts. Hann má bara ekki koma nálægt Filch og frú Norris.”
Harry tók hvolpinn upp og klóraði honu á bak við eyrun.
“Hvernig líst þér á?” spurði Hermione og brosti.
“Þetta… þið eruð yndisleg!”
Harry stóð upp til þess að faðma þau.

Um kvöldið var haldin veisla í tilefni af trúlofun Bills og Fleur, vegna góðra uglu einkunna, vegna þess að Ginny var orðin umsjónarmaður og Harry nemendaformaður og vegna þess að Harry átti afmæli.
“Jæja, hvað á hann að heita?” spurði Skröggur og hélt á litla, svarta hvolpinum.
“Ja, ég var að spá í að kalla hann Sirius,” sagði Harry og brosti.
“Jæja, Sirius minn. Ég hef á tilfinningunni að þú eigir eftir að verða afbragðs varðhundur.” Skröggur brosti afmynduðu brosi.
Við kvöldverðaborðið voru allir glaðir, meira að segja Snape brosti, þó að Harry væri ekki alveg viss um hvort þetta væri bros eða gretta. Harry hafði ekki verið svona hamingjusamur lengi. Það virtist allt ætla að fara að ganga í haginn.
“Molly Weasley,” sagði kunnuleg rödd innan úr forstofunni. Harry heyrði að þetta var Dumbledore. “Við erum í vandræðum með að ráða galdramálaráðherra til bráðabirgða.”
“Já og?” spurði frú Weasley annars hugar.
“Værir þú til í að taka við embættinu?”
Frú Weasley horfði á Dumbledore eins og hann væri brjálaður.
“Þú ert að grínast!?” sagði hún. “Ég, galdramálaráðherra?”
“Hver getur stjórnað þessu betur en þú?” spurði Dumbledore og brosti.
“En Dumbledore, ég get ekki,” sagði frú Weasley með geðshræringu. “Þetta er of mikill heiður.”
“Og enginn á hann meira skilið en þú, Molly.”
“En verður þetta tímabundið?”
“Þetta verður kannski þangað til í desember,” sagði Dumbledore. “Þú tekur strax við embættinu á morgun.”
Allir brostu út í eitt og óskuðu frú Weasley til hamingju.

Tíminn leið og áður en þau vissu af var 1. september runninn upp. Frú Weasley hafði ekki verið eins mikið á Hroðagerði undanfarið og áður, ekki frekar en aðrir. Nú stóðu þau þó öll á Kings Cross lestarstöðinni tilbúin að fara inn á brautarpall 9 ¾.
“Svona drífið ykkur elskurnar mínar og Harry, er Sirius með hálsólina sína? Það eru tuttugu mínútur þangað til að lestin fer svo að við erum ekkert alltof sein.” Frú Weasley var að fara á taugum. Lupin og Skröggur voru höfðu líka fylgt hópnum á stöðina og stóðu nú með hópnum.
“Svona Harry, þú ferð með Lupin,” sagði frú Weasley. “Ég þarf að drífa mig á fund strax á eftir. Ginny mín, farðu svo á eftir.”
Lupin og Harry fóru í gegnum vegginn eins og ekkert væri en Sirius hikaði dálítið. Hann hafði stækkað mikið á undanfarinn mánuðinn og Harry hafði verið að þjálfa hann sem leitarhund í húsinu. Reyndar hafði það gengið misvel því að Sirius var enn þá bara hvolpur og hafði meiri áhuga á að rífa skítabombur í tætlur, frú Weasley til mikilla ama.
Þau voru snemma á ferðinni og völdu sér því lestarklefa aftarlega í vagninum þar sem þau fengu sér sæti. Louise hafði ekki sagt neitt alla leiðina og sagði varla neitt nema já og nei þegar á hana var yrt.
“Hæ Harry. Hæ Ron. Hæ Hermione. Hæ Ginny og hæ þú sem ég veit ekki hvað heitir,” sagði ljóshærð stelpa með sleikibrjóstsykur í munninum. “Mér sýnist allt vera að fara að ganga í haginn hjá þér Harry.”
“Þetta er Louise,” sagið Harry. “Ég held að ég hafi ekki alveg unnið.”
“Í það minnsta fjölmiðlastríðið,” sagði Luna og brosti. “Þessi klefi er fullur svo við sjáumst.”.
“Ég þarf aðeins að fara á klósettið,” sagði Harry og stóð upp og gekk út úr klefanum og rakst beint á Draco Malfoy . Harry hafði aldrei séð hann svona hræddan en samt virtist hann vera að reyna að halda “kúlinu”.
“Farðu,” sagði Harry og hélt áfram niður ganginn.
“Potter,” sagði hann og glotti. “Þú hefur ekki heyrt fréttirnar eða hvað?”
“Fréttirnar um að þú sért genginn til liðs við Voldemort, Malfoy?” Harry leit alvarlega á hann. “Þú þarft ekki að gera það. Þó að þú sért ógeðslega leiðinlegur og illgjarnari en gengur og gerist, þá þarftu ekki að ganga til liðs við Voldemort.”
“Hvernig þú segir þetta,” brosið hvarf. “Það er eins og þú sért einhver sem stjórnar öllu.”
“Draco, ég hef alltaf hatað þig en þó ekki það mikið að mér finnist þú eigi að vera drápari eins og pabbi þinn.”
“Pabbi minn er ekki drápari!” sagði Draco með uppgjöf og hallaði sér að hurðinni.
“Hvernig væri að færa sig?” spurði Ron sem reyndi að opna dyrnar.
“Og já til hamingju, Weasley. Mamma þín náði að hækka sig í tign. Ætli hún verði ekki næst.”
“Meira en mamma þín gerði,” svaraði Ron fullum hálsi.
“Draco, ætlarðu að verða drápari?” spurði Harry varlega.
Draco sagði ekki orð heldur dró upp vinstri skikkjuermina þar sem Harry sá marblett sem líktist óeðlilega mikið merki Voldemorts.
“Þau reyndu.”
Harry horfði á Draco og átti ekki til orð.
“Af hverju?” spurði Harry hljóðlega.
“Þau réðust inn á setrið og reyndu en þau voru stoppuð,” Draco labbaði í burtu í þessum töluðu orðum. Harry horfði á eftir honum, stjarfur.
Þegar hann kom inn í lestarklefann horfði Hermione undarlega á hann.
“Hvað er að?” spurði hún forvitin.
“Ekkert,” sagði Harry dreymin. “Ekkert.”

Lestaferðin tók langan tíma og það var stöðugur straumur af fólki sem var að spurja hvort VD mundi halda áfram á þessu skólaári og svöruðu þau ýmist já eða kannski. Louise sagði ekki mikið í ferðinni heldur las. Aftur á móti skapaðist svolítið vandamál þegar Sirius pissaði á gólfið en Ginny dó ekki ráðalaus og kippti því í liðinn með hreinsigaldri.
Þegar þau komu út úr lestinni heyrðu þau kunnulega rödd kalla:
“Fyrsta árs nemar hingað!”
“Halló Hagrid,” hrópaði Harry yfir hóp fyrstaársnema.
“Halló Harry!”
Það var næstum því eins og bylgja fær yfir hópinn þegar krakkarnir snéru höfðinu við til þess að sjá hvort þetta væri hinn eini sanni Harry Potter. Harry heyrði úr öllum áttum: “Sjáðu, Harry Potter!” og lítil ljóshærð stelpa kom með blað og bað um eiginhandaráritun sem Harry neitaði að gefa, eins kurteisislega og hann gat..
“Ég sagði að þú værir búinn að vinna,” sagði Luna og brosti.
“Þegðu og þá skal ég kannski gefa þér eiginhandaráritun,” sagði Harry. Honum fannst þetta allt annað en skemmtilegt.

Harry kom inn í Stóra salinn á undan flestum og sá að Dumbledore sat með andlitið falið í lófunum en um leið og krakkarnir komu inn setti hann upp bros. Falskt bros, það var enginn glampi í augunum.
Fyrsta árs nemarnir stóðu þarna eins og illa gerðir hlutir, að kikna í hnjánum af eftirvæntingu. McGonagal setti flokkunarhattinn á þrífættan koll og hann byrjaði að syngja:

Vissulega eru vandamál
Sem stjórna okkar heimi.
Ef saman við stöndum
Allt veður allt í lagi
Því ást og kærleikur
Er umfram öllu öðru.
Gryffindor, Rwanclaw,
Slytherin og Hufflepuff,
Stöndum núna saman.
Sama af hverjum þið eruð komin
Hver þið viljið vera
Stöndum nú saman.

Gryffindor, dyggð og dáð,
Hugprýði mat mest af öllu.
Slytherin, slótugur og hreinn,
Hreinleiki það eina sem gilti
Rawnclaw, vitur og vís,
Vísdóminn vildi bjóða.
En Hufflepuff sú eina sem vissi sínu viti.
Það skiptir ekki hvaðan maður er,
Heldur hver maður er,
Og hvað maður vill gera við líf sitt.

Við sitjum hér,
Hlið við hlið
Vina,
Óvina
Virðum öll og stöndum saman,
Öll sem eitt.



Harry fannst flokkunin taka heila öld. Þegar Waterson, Omar var loksins kominn í Huffelpuff reis Dumbledore á fætur og bað um hljóð.
“Í fyrsta lagi vil ég bjóða fyrsta árs nema velkomna í Hogwarts og vil minna þá, og nokkra eldri krakka líka, nei afsakið, þeir eru víst farnir,” það fór hláturskliður um skólann. Dumbledore brosti bara og hélt áfram, “að forboðni skógurinn er forboðinn. Svo eru nú 734 hlutir sem hr. Filch vill ekki að séu til í skólanum. Gjörið svo vel.”
Þegar hann sleppti orðinu birtust ýmsar kræsingar á borðinu. Ron virtist ekki hafa fengið að borða í heila öld, miða við hvernig hann borðaði núna. Kvöldverðurinn leið svo hratt að Harry gerði sér varla grein fyrir því að hann væri kominn í Hogwarts. Dumbledore reis upp og salurinn þagnaði á stundinni.
“Verði ykkur á góðu,” sagði Dumbledore einfaldlega og brosti. Nemendur byrjuðu að tínast úr Stóra salnum. Harry fannst þessa stutta ræða hans einhvernveginn ekki það sem hann hafði búist við. Áður en Harry vissi af stóð Dumbledore fyrir aftan hann.
“Harry, ég vil fá að eiga við þig orð,” sagði hann og leit í kringum sig.
“Eh… allt í lagi. Ron, geturðu tekið Sirius?”
Harry fylgdi honum að ufsagrýlunni.
“Vömbubrjóstsykrar,” mumlaði Dumbledore og ufsagrýlan stökk frá og hringstiginn byrjaði að myndast. Þeir gengu þöglir upp stigann. Síðast þegar Harry hafði komið þangað hafði hann brotið fullt af dóti sem Dumbledore átti.
“Jæja Harry. Fáðu þér sæti.”
Harry settist og skoðaði málverkin á veggnum. Þarna var Phineus Nigelus, langalangafi Siriusar.
“Það er tvennt sem ég verð að ræða við þig um. Fyrst er það að Sirius skildi eftir sig fjármuni. Þar sem þú ert, varst guðsonur hans þá finnst mér eðlilegast að þú erfir allt sem hann átti. Þú mátt gefa hverjum sem er það sem þú vilt ekki hafa.” Dumbledore tók sér smá hvíld. “Ég þarf að biðja þig um leyfi til þess að hafa höfuðstöðvarnar áfram í Hroðagerði um tíma. Þetta er besta húsnæði sem hugsast getur.”
“Ekket mál,” sagði Harry álútur. “Vonandi gerir það eitthvað gagn.”
“Hvort það gerir,” sagði Dumbledore og brosti. “Það er eitt annað sem ég vil ræða við þig um sem er frekar mikilvægt.”
Dumbledore tók sér málhvíld. Harry tók eftir stórum, bláum baugum undir augum hans. Hann hafði greinilega ekki fengið mikinn svefn undarfarnar nætur.
“Nievus Candidus var sá eini sem sótti um kennarastöðu í vörnum gegn myrkruöflunum. Sá er mjög sniðugur. Stórgáfaður snillingur, en hættulegur.”
“Er það ekki albinóinn með örið í gegnum andlitið? Já, sá er klikkaður,” sagði Harry kæruleysislega.
“Ég ætla ekki láta hann koma nálægt yngstu krökkunum. Lupin kemur hingað eftir svona einn og hálfan mánuð. Hann ætti að geta kennt þeim en á meðan, hvernig á maður að segja þetta; Viltu kenna þessum krökkum á meðan?”
Harry horfði á hann í smástund. Það var glampi í augum hans.
“Er þér alvara?” spurði Harry.
Dumbledore kinkaði kolli.
“Þarf ég nokkuð að fara yfir einhver verkefni eða vera inn á kennarastofunni?”
“Nei, þú verður bara að kenna þeim. Hér eru bækurnar þeirra. Ég sá hversu vel þú kenndir krökkunum í VD hópnum. Þeir sem voru í honum fengu aðeins hærri einkunn í U.G.L.unum svo að ég held að þú verðir sá besti.”
Dumbledore rétti honum bækurnar “Varnir gegn myrkru öflunum- Hvernig á að verja sig” fyrsta, annan og þriðja hluta.
“Er þetta þá já?” spurði Dumbledore.
Harry kinkaði kolli.
“Þú mátt fara ef þú vilt. Annars hefði ég gaman af einhverju spjalli,” sagði Dumbledore og hallaði sér aftur í stólnum. Honum viritist vera eitthvað létt.
“Ég mundi vilja fara í setustofuna,” sagði Harry hljóðlega.
“Gjörðu svo vel,” sagði Dumbledore og sveiflaði sprotanum þannig að dyrnar opnuðust. “Eða bíddu. Ég gleymdi einu smáatriði. Okkur vantar nýjan þjálfara fyrir quiddich liðið.”
Dumbledore brosti af einhverjum ástæðum.
“Ég held að þú mundir vera mjög góður þjálfari. Ef þú mundir vilja verða þjálfari þarftu reyndar að láta merkið frá þér. Ég frétti líka að þú hefðir gleymt að fara í vagninn sem er handa ykkur að taka fyrirmæli,” Dumbledore horfði á Harry ,sem brosti skömmustulega. “Hvort mundir þú vilja vera þjálfari eða nemendaformaður? Ég er að láta þig velja.”
Harry hugsaði sig um. Hvað hafði hann svo sem að gera með það að vera nemendaformaður?
“Hvað segirðu?” spurði Dumbledore.
“Ég vil… taktu merkið.” Harry rétti honum merkið. “Einhver betri sem á þetta meira skilið en ég á að fá þetta.”
Dumbledore horfði á hann með virðingu.
“Þetta gera ekki allir.”
Harry brosti.
“Þér hefur ekki liðið vel undarfarið, er það Harry?”
Harry fannst eitt augnablik sem Dumbledore hefði verið að lesa hugsanir sínar. Hann vissi að hann gæti treyst Dumbledore fyrir öllu. Öllu sem hann vildi segja honum frá, en samt. Harry opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað.
“Ég skil,” sagði Dumbledore. “Nei, Harry. Það er enginn möguleiki á því að hann komi aftur. Ekki í einu einasta formi. Því miður.”
Harry tók eftir tári í augum hans.
“Ef þú vilt ekkert segja þá máttu fara. Þú ert eflaust þreyttur.”
Harry stóð upp og yfirgaf skrifstofuna.

“Hvar hefurðu verið?” spurði Ron með súkkulaðifrosk í munninum. Hann og Hermione horfðu á hann.
“Hvað er að?” spurði Hermione.
Harry svaraði ekki strax en sagði svo:
“Dumbledore var að bjóða mér vinnu. Ég á að kenna fyrsta, öðrum og þriðja árgangi varnir gegn myrkru ölfunum þangað til Lupin kemur.”
“Oh, Harry! Það er æðislegt!” Hermione faðmaði hann. “Þú verður áreiðanlega besti kennari sem hægt er að hugsa sér!”
“Af hvejru þú?” spurði Ron. Það fór ekki framhjá Harry að smávegis öfundssýki væri í honum. “Ég meina, gat ekki einhver annar gert þetta í staðinn fyrir þig?”
“Nievus Candidus á að kenna okkur varnir gegn myrkru öflunum í ár.”
Hermione og Ron horfði þögul á hann um stund.
“Þú ert að grínast?” sagði Ron loks.
“Því miður,” sagði Harry og gat varla varist brosi vegna undrun þeirra.
“Ég meina, hann er geðveikur?” sagði Ron.
“Sá eini sem sótti um,” svaraði Harry.
“Ég ætla að fara að sofa,” sagði Hermione og tók Skakklappa og labbaði upp stigann.
“Jæja,” sagði Ron þreyttur. “Eigum við að fara að fordæmi hennar?”
Harry tók Sirius og labbaði upp stigann með Ron á hælum sér.



Þetta var orðið dálítið langdregið þannig að ég ákvað að hafa einn kafla sem fer dálítið hratt yfir og ENDILEGA segið hvað ykkur finnst. Það yrði meira en vel þegið! Allar ábendingar mjög vel þegnar.
Og þakkir til Tzipporah (yes! loksins farin að geta skrifað þetta nafn rétt, án þess að kíkja!) fyrir að lesa þetta svona vel yfir:P

Fantasia