Vá, hvað sagan breytist þegar hún er skrifuð! Ég lofaði sjálfri mér að ég myndi aldrei biðjast afsökunar á því að kaflarnir væru lélegir eða benda á nokkuð sem mér finndist ekki nægilega gott í þeim, heldur láta ykkur dæma algerlega. (ég vil ss fá dóma og leiðbeiningar) En það er samt eitt sem ég eiginlega neyðist til þess að benda ykkur á: Eins og ég sagði áðan breytist margt þegar ég skrifa, áherslurnar breytast soldið. Þegar ég var á mínum fyrstu árum í grunnskóla var mér kennt að skrifa söguna fyrst og gefa henni síðan nafn, þegar ég vissi alveg nákvæmlega hvernig sagan væri. Því hef ég alltaf fylgt, nema hér á huga, enda er það ómögulegt. Það hefur hinsvegar komið hart niður á nafninu á sögunni. Þannig bara svo þið vitið það þá er nafnið aðallega viðmið svo að þið getið fundið söguna aftur án vandræða.
Fyrirgefið.

Í síðasta kafla sagði Harry Hermione og Ron frá draumnum. Hann fékk bréf frá Lupin um það að Kingsley hefði líka dreymt hann og Hermione sagði það augljóst hvað tengdi þá sem dreymdu drauminn (Harry, Neville, Lupin og Kingsley) saman en náði ekki að segja hvað. Nýji kennarinn í vörnum gegn myrku öflunum er frk. Norm sem er mikill Harry aðdáandi.


Áttundi kapítuli

Tengslin

Fyrsti tíminn í vörnum gegn myrku öflunum hafði verið einn sá vandræðalegasti sem Harry hafði upplifað. Fröken Norm, sem virtist varla vita til hvers hún væri þarna, virtist algerlega heilluð af honum og það dró athyglina frá því að reyna að kenna þeim og skemmdi enn meir fyrir henni sjálfri. Hún hafði útskýrt fyrir þeim að hún hefði ekki verið ráðin fyrr en fyrir nokkrum dögum, þannig að hún var ekki komin með neina kennsluáætlun ennþá. Hún ætti eftir að líta yfir bréf frá fyrrverandi kennurum til að sjá hvað þau kynnu og hvernig þeim gengi og fleira. Og allan tíman brosti hún til Harrys. Það besta við tímann var að þau fengu að fara snemma af því að hún hafði ekkert að kenna þeim enn þá.
Næsti tími var ummyndun hjá McGonagall og Harry var feginn að setjast hjá svo ábyrgum kennara. Hún byrjaði á því að bjóða alla velkomna á sjötta árið og óskaði þeim til hamingju með U.G.L.Urnar.
„Og sérstaklega með árangurinn í vörnum gegn myrku öflunum, sem var betri en nokkur hafði þorað að vona. Ég vona að þið haldið áfram að vera svona dugleg að æfa ykkur heima, í öðrum fögum, sem og í vörnum gegn myrku öflunum.“ Hún leit á Harry og það vottaði fyrir brosi. „Hvers kyns samtök nemenda, félög, lið, teymi, hópar og klúbbar sem stuðla að hærri einkunnum eru velliðin og jafnvel studd af kennurum,“ sagði hún. „Það væri synd að hætta núna.“
Það fór smá kliður og léttur hlátur um bekkinn. Þetta höfðu allir skilið. Eftir tímann vildi McGonagall fá að tala við Harry.
„Harry, ég sá að þú valdir það að hætta í spádómafræði og töfradrykkjum,“ sagði hún og Harry kinkaði kolli. Hún horfði á hann án þess að hann gæti lesið nokkuð úr svip hennar. „Ég hélt að þú hefðir í huga að verða skyggnir, var það ekki rétt hjá mér?“
„Jú,“ svaraði Harry hikandi.
„En þá þarftu líka að vera með stúdentsgráðu í töfradrykkjum.“
Harry brá. Hann vissi ekki hverju hann ætti að svara.
„Þú getur byrjað aftur þótt árið sé byrjað, ef þú skráir þig strax missir þú ekki af neinu.” Hún horfði á hann með pappíra fyrir framan sig. Harry vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hafði verið svo glaður yfir því að geta losnað við Snape fyrir fullt og allt eftir að hann hafði verið rekinn úr einkatímunum að hann hafði steingleymt því að hann þurfti á töfradrykkjatímum að halda ef hann ætlaði að verða skyggnir. Og það ætlaði hann svo sannarlega að verða. Hann átti fullt í fangi með að reyna að hugsa skýrt. Að lokum gafst hann upp og stundi upp „ok“.

Þegar hann hitti Ron og Hermione var það fyrsta sem hann sagði „við þurfum á töfradrykkjatímunum að halda ef við ætlum að verða skyggnar Ron.“ Ron rétt náði að stynja upp „æi nei“ áður en Gryffindorkrakkarnir og fleiri flykktust að Harry.
„Harry! Verður VD ekki áfram stafrækt í ár?“ spurði Parvati.
„McGonagall vill að við höldum þessu áfram,“ sagði Seamus.
„Og okkur þætti það frábært!“ bætti Justin við.
Harry leit á Ron og Hermione sem kinkuðu bæði kolli. Hann brosti.
„Allt í lagi þá,“ sagði hann og krakkarnir fögnuðu.
„Hvenær verður fyrsti tíminn?“ spurði Lavender.
„Ég er búin að týna gallóninu mínu!“ sagði Neville.
„Ég get bjargað því,“ svaraði Hermione og kallaði svo hátt yfir hópinn: „Ef einhver hefur týnt galleóninu sínu eða er með einvherjar spurningar, komið þá til mín!“
Harry brosti þakklátur til hennar, hann hafði aldrei verið neitt hrifinn af því að vera miðdepill athyglinnar. Hermione aftur á móti var fædd til þess að stjórna og skipuleggja og hún gæti alveg svarað eins mörgum spurningum og hann núna, þar sem hann var ekki búin að ákveða neitt. Eins og frk. Norm. Brosið dofnaði. Sem betur fór var sú kona bara afleysingakennari.
„Harry, það eru fleiri fundir sem þú þarft að hafa áhyggjur af.“ Harry snéri sér við. Þar stóð Katie Bell. „Og þú líka Ron. Okkur vantar Quidditchmenn.“
„Jaá. Hvenær er fundur?“
Katie yppti öxlum.
„Hvenær viljiði hafa prufur?“
„Ö. Næstu helgi kannski?“
„Allt í lagi. Eigum við að segja prufur klukkan tvö en við mætum klukkan eitt. Og ekki koma þér í klandur eins og síðast,“ bætti hún við kímin. „Við þurfum nauðsynlega á þér að halda í þetta skiptið.“ Svo gekk hún á brott. Þá kvað við önnur rödd fyrir aftan strákana.
„Það er aldeilis að þú ert vinsæll.“
Harry snéri sér aftur við og var nú kominn í hring. Það stóð Laufey Needle og brosti svo ljúft.
„Hvað er VD?“
Harry varð bit. Hann leit á Ron sem hikaði ekki einu sinni áður en hann svaraði.
„Það er hópur af krökkum sem hittast til að æfa varnir gegn myrku öflunum. Hann var stofnaður í fyrra þegar Umbridge var kennari af því að hún neitaði að kenna nokkuð nytsamlegt.“
Laufey virtist áhugasöm.
„Er þetta nokkuð bara fyrir Gryffindornema? Ég sá nokkra úr bæði Ravenclaw og Hufflepuff hérna…“ Hún leit á hópinn í kringum Hermione sem dreifðist óðum. „Ég vildi ég hefð vitað af þessu í fyrra. Eru engir Slytherinnemar hérna?“
Nú hikuðu bæði Ron og Harry.
„Sko… Slytherin og Gryffindor… Það hefur alltaf verið svo mikill rígur á milli heimavistanna…“ byrjaði Ron varlega.
„Harry byrjaði þetta,“ hélt Hermione áfram sem var nú komin til þeirra. „Og það eru ansi margir í Slytherin sem hafa eitthvað persónulega á móti honum.“
Laufey varð dálítið vandræðaleg og leit undan.
„Ég hef ekkert á móti honum,“ muldraði hún. Svo leit hún aftur upp. „Haldiði að ég mætti kannski vera með? Ég hefði örugglega mjög gott af því.“
„Auðvitað!“ svaraði Ron strax. „Þetta er fyrir alla!“
„En ég vara þig samt við, þú yrðir þá eini Slytherinneminn á staðnum,“ bætti Harry við. Hann var dálítið tregur til að leyfa henni að vera með en það var svosem ekkert sem mælti á móti því. Svo var Ron búinn að samþykkja hana.
„Það verður bara að hafa það,“ sagði hún og yppti öxlum. „Ég lifi það af. Hvenær eru fundirnir?“

Það var ekki fyrr en um kvöldið sem Harry mundi eftir bréfinu frá Lupin og því að Hermione hafði sagst vita hver tengslin á milli hans, Nevilles, Lupins og Kingsley væru. Hann hóaði í Neville þegar þau voru öll komin í setustofuna uppi í Gryffindorturni og þau settust á afvikin stað til að tala.
„Eruði að meina það, að þið hafið ekki áttað ykkur á tengingunni?“
Hermione sat með krosslagða handleggi og dálítið hneyksluð á svipinn. „Ég meina það, hugsiði nú aðeins. Neville, hvernig tengist þú Kingsley Shacklebolt?“
„Ja, ég hef bara séð hann þegar hann kom með Lupin og hinum að bjarga okkur í Leyndardómastofnuninni.“
Hermione sveiflaði höndunum eins og til að segja „sko! Skiljið þið ekki?“. Strákarnir biðu. Hermione stundi og hóf útskýringarnar.
„Sko, er það ekki augljóst að þá sem dreymdi drauminn eru þeir sömu og sáu… sáu Síríus deyja?“
Það virtist kvikna á perunni hjá Neville og Ron en Harry hnyklaði brýnnar. Honum fannst ennþá sárt að tala um Síríus. Sérstaklega viðurkenna dauða hans svona opinskátt.
„Já! Það er rétt! Við vorum allir vitni að því þegar hann datt inn um bogann!“ hváði Neville við, „Auðvitað!“
„Þannig að draumurinn hefur eitthvað með dauða Síríusar að gera,“ sagði Ron, „En við vissum það nú alveg fyrir. En hver var það sem bjargaði honum í draumnum? Einhver stelpa í Muggafötum? Ekki var hún muggi í alvörunni?“
„Nei, líklega ekki,“ svaraði Hermione, „Hún er örugglega bara norn. Bara í Muggafötum, eins og fröken Norm þegar hún kom. Hún er örugglega lykillinn að þessu, við þurfum bara að finna út hver hún er,“ hún beindi talinu nú að Harry og Neville, „strákar, könnuðist þið ekkert við…“
„Nei þetta gengur ekki upp Hermione.“
Hermione þagnaði.
„Hvað meinaru Harry? Hvað gengur ekki upp?“
„Þetta með að þeir sem sáu Síríus falla dreymi drauminn.“ Hann var dálitið harðneskjulegur í framan og talaði í frekar harkalegum tón og hann vissi það. Hann bara varð að gera það ef hann ætlaði að tala um Síríus og… fall hans. „Það passar ekki,“ hélt hann áfram, „Lupin sagðist hafa spurst fyrir og Kingsley var sá eini sem hafði dreymt þetta sama.“ Harry leit á þau öll. „En við fjórir vorum ekki einu vitnin. Tonks var þarna líka og Lupin minntist ekkert á hana. Svo ekki sé minnst á alla dráparana sem voru þarna, þar á meðal Lucius Malfoy og Bellatrix Lestrange.“ Hann urraði næstum síðasta nafnið. „En við getum auðvitað ekki gengið upp að þeim og spurt þau hvort þau hafi dreymt einhverja undarlega drauma nýverið.“
Þau þögðu öll og meltu þessar nýju upplýsingar. Neville var sá sem rauf þögnina.
„Dumbledore var líka nýkominn inn þegar Black datt þarna í gegn. Hann var líka viðstaddur.“
Þau litu öll þrjú á Neville sem fór hjá sér.
„Haldiði að hann hafi dreymt nokkuð?“ spurði Ron. „Ég er viss um að Lupin datt ekki í hug að spyrja hann.“
„Ég efa það stórlega,“ svöruðu Harry og Hermione honum bæði í einu og litu snöggt hvort á annað.
„Hann er of máttugur,“ sagði Hermione.
„Hann kann of mikið í hughrindingu,“ útskýrði Harry.
„Sem minnir mig á það,“ skaut Hermione að og leit allt í einu ásakandi á Harry, „Hvernig stendur á því að þig dreymdi þennan aðsenda draum? Átt þú ekki að kunna eitthvað í hughrindingu eftir alla þessa tíma hjá Snape?“ Harry roðnaði og stamaði eitthvað en Hermione var ekki búin. „Ertu ekkert búinn að æfa þig í sumar? Mér finnst þetta alls ekki nógu gott Harry, þú ættir að fara og tala við prófessor Snape og biðja hann um að halda áfram að taka þig í tíma, fyrst þig heldur áfram að dreyma svona.“
„Nei,“ stundi Harry frekar ósannfærandi. Hann langaði minnst af öllu að fara í fleiri tíma hjá Snape (sérstaklega þar sem hann var nýbúinn að komast að því að hann þurfti að fara í fleiri töfradrykkjatíma hjá honum) en hann gat samt ekki komist hjá því að hugsa að hann þyrfti á því að halda. Ef hann hefði kunnað meira, ef hann hefði æft sig í fyrra þá væri sæti Síríus núna á Hroðagerði, hress og sprækur. Hermione leit af honum.
„Við ættum að senda þeim bréf. Tonks, Lupin og Dumbledore. Útskýra þessi hugsanlegu tengsl fyrir Lupin, spyrja hin tvö hvort þau hafi dreymt nokkuð og segja Dumbledore bara frá því sem er að gerast. Hann ætti að vita af þessu hvort eð er Harry, þetta tengist þér og hann er eins konar verndari þinn og umsjónarmaður. Eða það hefur mér eiginlega fundist.“ Hú horfði varfærnislega á Harry sem var svolítið pirraður.
„Treystiru Lupin ekki fyrir því að hafa spurt Tonks líka?“ spurði hann.
„Jú, auðvitað en það er aldrei að vita. Ég vil vera viss,“ svaraði hún.
„Þetta er rétt hjá Hermione,“ kvað Ron eftir smá stund og Neville var líka sammála. Þeim tókst að sannfæra Harry og hófu bréfskriftirnar. Þau sendu Hedwig til Lupins, Grís til Dumbledores og lánsuglu til Tonks. Þau voru ekki fyrr komin aftur frá ugluturninum þegar Grís kom flögrandi til baka með miða í gogginum. Hann var svo æstur að hann flögraði um fyrir ofan þau og gaf frá sér væl þannig að hann var næstum búinn að missa miðann. Harry náði svo að grípa hann og taka af honum miðann.
„Harry, Neville, komið strax upp á skrifstofu,“ var það eina sem stóð á honum.