Tímaflakk Í þriðju Harry Potter bókinni notar Hermione tímabreyti til þess að geta farið í alla tímana sem hún skráði sig í og svo notar hún og Harry hann til þess að bjarga Sirius-i

Mér finnst að Rowling hefði ekki átt að hafa tímaflakk í bókunum, því það gerir þær óraunverulegar. Það gæti náttúrulega ekkert af þessu gerst í alvörunni, bara af því að galdrar eru ekki til, en jafnvel þótt þeir væru til held ég að það væri ekki hægt að ferðast í tíma. A.m.k. ekki aftur í tímann.
Það bara gengur ekki upp.
Því það hefur þegar gerst.
Eða væri hægt að breyta því?
Þú ættir að muna það sem gerðist, og svo ef þú færir aftur í tímann, gætir þú þá latið eitthvað annað gerast?
Mannstu þá bara allt í einu eitthvað annað?
Eða muna allir hinir eitthvað annað en þú ert sá eini sem mannst eftir hinu?
J.K. Rowling gefur það í skin að það sé ekki hægt að breyta tímanum.
Það gerist allt það sama þegar þau fara aftur í tímann til að barga Siriusi
En ef þau hefðu náð í huliðsskikkjuna hans Harrys hvað hefði þá gerst?
þá er ekkert svo líklegt að þau hefðu farið aftur í tímann af því að Snape hefði ekki kommið og þau hefðu getað farið með Peter upp í kastalann og til Dumbledores.
Þá hefðu þau ekki þurft að fara aftur í tímann.
Svo hvað hefði gerst?
Það pirrar mig óendanlega að vita það ekki.