Fyyyyyyyyyyyrirgefið hvað það er langt síðan ég sendi síðast inn!!! Ég bý nefnilega í sveit, það er miður sauðburður núna og ég er að fara yfir um og kemst bara á netið í eldgömlu tölvunni sem er örugglega sú elsta í sveitinni!!!

5.kafli-Kennararnir

Það var virkilega erfitt að finna stofuna þar sem Varnir gegn myrkuöflunum voru kennd.
“Þarna!” sagði Ronsanía og benti á hurð. ÞETTA voru réttu dyrnar!
“Aaaaaaa!” æptu þær þegar þær duttu inn. Ronsanía hafði verið að opna dyrnar og Mildred stóð fyrir aftan hana, en þá kom Ginný hlaupandi og ýtti þeim óvart inn í stofuna – á fleygiferð!
“Tilkomumikil innkoma,” var sagt rétt hjá þeim. Kennarinn stóð yfir þeim, og ef Mildredi skjátlaðist ekki, þá lá við að hann brosti!
“Þakka þér fyrir!” svaraði Ginný hressilega. Hún lét næstum ekkert slá sig útaf laginu!
“Stelpur, hvað eruð þið þungar?” spurði Ronsanía með samanbitnar tennurnar.
“Eitthvað um 30 – tonn,” sagði Ginný og brosti til Ronsaníu.
“Er það? Noh, ég er bara 20 tonn!” sagði Mildred hissa. Ronsanía damlaði fingrunum í gólfið.
“Þið getið talað um þetta þegar tíminn er búinn, mér er farið að langa til að byrja hann,” sagði kennarinn og krosslagði hendurnar. Þær stóðu upp og settust í einu lausu sætin; beint fyrir framan kennaraborðið!
“Já, ég heiti Remus Lupin og mun kenna ykkur Varnir gegn myrku öflunum þennan vetur,” sagði prófessor Lupin. “Þið munuð byrja í bóklegum tíma, næst verður verklegur tími, þegar þið hafið kynnt ykkur námsefnið að einhverju leiti,” sagði prófessor Lupin með rólegri röddu.
Mildred horfði upp í loftið. Henni fannst óþægilegt að sitja beint fyrir framan kennaraborðið, og Ronsanía og Ginný virtust sammála því!
“Sennilega er best að byrja á því að athuga hvort allir séu mættir,” muldraði Lupin og tók upp slitinn kladda.
“Þið eruð Gryffindornemar og Ravenclawnemar, er það ekki?” spurði hann. Þau kinkuðu kolli. Lupin fór að lesa upp. Hann las bara upp eftirnafnið, ekki skírnarnafnið.
“Baffeyl?” sagði Lupin. Anný, sem sat framarlega, rétti upp hönd. Hún var nú búin að láta dökkt og úfið hárið í stutt tíkó, og gleraugun virtust stærri núna heldur en í gærkvöldi.
“Hm, Bernold,” sagði Lupin, og leit nú á Mildredi áður en hún rétti upp hönd.
“Edwards,” sagði Lupin. Þegar hann sagði “Rickhards” þá réttu tvær skolhærðar stelpur upp hönd. Augljóslega eineggja tvíburar!
“Nú, opnið bækurnar, eftir hverju eruð þið að bíða?” sagði prófessor Lupin þegar hann var búinn að lesa alla upp.
“Eftir því að þú segðir okkur það!” muldraði Ronsanía og opnaði “Varnargaldrar – fyrsta stig” annars hugar.
“Jæja, hver getur frætt mig um skopa? ÁN ÞESS að kíkja í bókina!” bætti Lupin við og leit yfir bekkinn. Mildred sneri sér við. Anný, Pat, og einhverjir fleiri réttu upp hönd. Mildred gerði það einnig, hún hafði alltaf heillast af skopum, sem voru pínulitlar verur sem bjuggu í eldgömlum trjám.
“Ungfrú Bernold?”
“Skopar búa í gömlum trjám og leika sér að því að henda könglum í galdrafólk sem gengur um. Þeir lifa aðallega á………”

“Snillingur ertu Mildred!” sagði Ronsanía glaðlega þegar þau gengu út úr stofunni. Þetta hafði verið skemmtilegur tími, í það minnsta skemmtilegri en hún hafði haldið!
“Já, ég veit!” sagði Mildred og hneigði sig.
Tveggja mínútna hláturskrampi…
“Ef þið ætlið að koma í töfrabragðatímann, gerið það þá núna!” sagði Sabrina og stundi. Hún var ótrúlega mjó og með ótrúlega ljóst hár.
Mildred, Ronsanía og Ginný komu aftur síðastar í tíma, en í þetta sinn voru öftustu sætin líka laus!
“Nú, góðan daginn, Gryffindornemar og Huffelpuffnemar!” sagði lítill kall með skrækri röddu. Ronsanía fór í keng af hlátri, því að hann var það lítill að hann stóð upp á stórum bókastafla!
“Þegiðu, þetta er einhver besti kennari í Hogwarts!” hvíslaði Mildred, en átti sjálf í fullu fangi með að halda andlitinu þegar hann prílaði af bókastaflanum til að sýna þeim hvernig það átti að láta fjöður lyftast.

Það má segja að ekkert merkilegt gerðist fyrir hádegið. Þessir tveir tímar hjá prófessor Lupin og Flitwick voru virkilega skemmtilegir. Að vísu þá datt Flitwick af bókastaflanum þegar hann klappaði fyrir Patriciu, Anný og einhverjum Bernhard Ztrakic, sem hafði tekist fyrst af öllum að láta fjöðrina lyftast. Þá reyndu þau í sameiningu að lyfta Flitwick frá gólfinu……það gekk ekki, hann snerist í einn hring og lenti svo á tvem fótum á kennaraborðinu!
“Hvað er eftir hádegið?” sagði Pat með fullan munninn.
“Mmm, töfradrykkir,” sagði Anný og renndi augunum yfir stundaskrána. Einhver strákur stundi.
“Hvað?” spurði Sabrina og hætti að klappa uglunni sinni, sem var stór og virðuleg snæugla.
“Sko, Mark, stóri bróðir minn, var líka í Hogwartsskóla, og sá sem kennsdi töfradrykki þá var prófessor Snape. Og hann er ennþá að kenna .
töfradrykki. Hann er hryllilegur!” sagði strákurinn. Mildred leit á Ronsaníu.
“Snape? Var það ekki sá sem…….” byrjaði Mildred, en í því fór Ronsanía að skellihlæja.
“Jú! Hahahaha! Þú ert í djúpum skít!” stundi hún á milli þess sem hún hló.
“Ha?” sagði strákurinn aftur.
“Þ-hú……mmprf….skalt segja!” stundi Ronsaía aftur. Mildred brosti kaldhæðnislega.
“Ég og rakst á hann í morgun,” sagði Mildred létt.
“Bíddu við – BÓKSTAFLEGA?” sagði strákurinn og glennti upp augun.
“Já Róbert! Það gerði hún!” stundi Ronsanía. Nú voru bæði Ronsanía og Róbert í hláturskasti, svo að það eina sem Mildred gat gert…….
“Ég ætla á bókasafnið,” tuldraði Mildred og stóð upp.
Hún var snillingur í að rekast á fólk! Fyrst Albus eitthvað eitthvað Dumbledore, svo Patricia Gowil, síðan Severus Snape…….hver næst? Því miður var það fljótfengið svar……….
“Átsj!” skrækti Mildred þegar hún rakst á Remus Lupin.
“Æ, fyrirgefðu Mildred….ungfrú Bernold….ég sá þig ekki!” sagði Lupin afsakandi og togaði Mildredi upp.
“Þetta er allt í lagi. Ég er farin að venjast þessu. Í Skástræti rakst ég á Patriciu Gowil og Albus Dumbledore, í morgun á prófessor Snape! Þetta er farið að verða venja hjá mér!” sagði Mildred og týndi annars hugar upp bækurnar sínar.
“Heyrðu……er Jeff Bernold ekki guðfaðir þinn?” spurði Lupin skyndilega.
“Umm, jú,” svaraði Mildred og lét skólatöskuna á öxlina.
“Og – nei, annars….sleppum því. Segðu Jeff að Remus biður að heilsa honum!” flýtti Lupin sér að segja. Svo fór hann hratt í burtu.
“Hæ Milla!” sagði einhver skyndilega. Mildred sneri sér snöggt við.
“Katr – Kata!” svaraði Mildred.
“Er búið að vera gaman?” spurði Katrín og kom til Mildredar.
“Já. Sagði ég þér frá því þegar ég rakst á Pat og Albus Dumbledore í Skástræti?” bunaði Mildred útúr sér.
“Jebb,” svaraði Katrín.
“En þegar ég rakst á prófessor Snape í morgun og Lupin fyrir tvem mínútum?” muldraði Mildred fúl. Katrín stoppaði, leit á Mildredi með undirskálaraugum, og fór síðan að hlæja!
Mildred klappaði henni á bakið.
“Ég veit að þú átt erfitt…….,” muldraði hún og fór í burtu.

“Ef þið látið laufblað af blaðskellublómi útí þetta……þá mundi sá sem drekkur þetta deyja samstundis!” sagði Severus Snape meðan hann leið um dýflissuna. Mildred var að fara á taugum, hún þoldi ekki að láta horfa á sig, en Snape virtist gera sitt besta til að láta ALLA þarna inni fara á taugum!
“Ég skil hvað Mark átti við!” muldraði Róbert meðan hann sneiddi súrsaðar gulrætur niður í litla bita.
“Þögn!” hvæsti Snape. Róbert klemmdi munninn og skellti gulrótunum útí.
Eftir að hafa gert seyði sem átti að gera það að verkum að gler yrði óbrjótanlegt (seyðið átti að vera gegnsætt og gufan silfruð, seyðið hjá Mildredi var ljósgrátt og gufan næstum gegnsæ), fengu þau að fara.
“Ok, Anný. ÞÚ ert proffi í töfradrykkjum!” sagði Ronsanía. Henni hafði gengið frekar illa, en Anný hafði næstum tekist að gera seyðið!
“Þú getur ekki sagt það eftir einn tíma!” sagði Anný, en líkaði þetta samt vel.
“Ég get nú sagt hvað sem er!” svaraði Ronsanía og brosti.
“Segðu þá “já” á frönsku,” sagði Pat.
“Qui, ekkert mál!”
Stjörnufræðin var einu sinni í viku, og aldrei á sama degi! Það voru allir fyrsta árs nemar í einu þegar það var stjörnufræði, það þurfti nú einu sinni að nýta veðrið!
“Ég er að hugsa um að fara á bókasafnið,” sagði Anný.
“Mildred, er þetta ekki Benica?” sagði Ronsanía og benti á gluggan.
“Fíflið……..,” tuldraði Mildred og opnaði fyrir Benicu. Hún hélt á litlu bréfi. Mildred þekkti skriftina hans Jeffs, og opnaði.

Halló!
Vonandi er allt í lagi ennþá. Þ.e.a.s. þú ert varla komin í vandræði fyrsta skóladaginn, eða? Lentirðu með systrum þínum á heimavist? Vonandi, þú þarft eflaust leiðsögn um skólann.
Frú Gowil er að gera mig brjálaðann, en það er annatími á St.Mungó, þannig að ég er í góðum málum…….svo lengi sem hún verður ekki fyrir neinum slysum af einhverjum áhöldum……..
Bið að heilsa
Jeff Bernold!

Mildred hló og stakk bréfinu aftur ofan í umslagið. Jeff vann á fyrstu hæð St.Mungó, áhaldaslysadeildinni, í herbergjum 20-46, deild 2.
Mildred var búin að læra þetta utan að, hún þekkti líka St.Mungó einsog lófana á sér!
“Frá hverjum er þetta?” spurði Ginný og gægðist yfir öxlina á Mildredi.
“Jeff. Hann er háfgerður guðfaðir minn og systra minna,” sagði Mildred og lét bréfið ofan í töskuna.
“Hei, hvað er þetta?” spurði Ginný aftur og benti á virkilega þykka bók. Mildred tók hana upp.
“Hvað í……? Ekki AFTUR!” sagði Mildred. Hún hafði AFTUR tekið bók í misgripum. Á litlu bókamerki fremst í bókinni var nafnið R.J.Lupin skrifað á með fallegum stöfum.
“Aftur…?” sagði Ginný hissa.
“Ég segi það seinna, nú þarf ég að skila þessu áður en okkur verður bannað að fara úr setustofunni!” muldraði Mildredo g flýtti sér út. Hún skoðaði kápuna núna. Hún var þykk og leðurkennd…..
“Rúnagaldrar, tilheyra þeir fortíðinni? Eftir Mildredi Bernold!” hugsaði Mildred þegar hún las nafnið sem stóð með silfruðum stöfum á kápunni. Hún hafði aldrei vitað til þess að mamma hennar hafði skrifað bók…….
Eftir tíu mínútur bankaði hún á hurðina á skrifstofu prófessors Lupins.
“Kom inn!” var kallað. Mildred opnaði hurðina.
“Eh, prófessor……mmm, ég tók eina af þínum bókum í misgripum í morgun….hélt að þú vildir kannski fá hana aftur….” stamaði Mildred.
“Takk. Sennilega er þetta í annað sinn sem þú færð hana,” sagði Lupin. Mildred skildi ekki hvað hann átti við………
“Prófessor Dumbledore var með hana í láni fyrir nokkrum dögum. Þá rakst hann á einhverja stelpu og týndi henni,” sagði Lupin brosandi. Mildred sá núna að þessi bók var alveg eins og sú sem hún hafði tekið í Skástræti.
“Frábært!” muldraði hún.
“Ertu búin að lesa nafnið á rithöfundinum?” spurði Lupin og lét bókina í skáp. Mildred kinkaði kolli.
“Ég þekkti hana……sennilega hataði hún mig vegna þess að ég umgekkst James og Sirius……fín stelpa, þótt að hún væri úrskurðuð skrítin af flestum í skólanum….rúnagaldrar hafa ekki verið stundaðir á öllu Bretlandi síðan í fornöld……” sagði Lupin, mitt á milli þess við sjálfan sig og Mildredi. Hún starði á hann. Hafði Lupin þekkt móður hennar?
“Ó,” sagði Mildred hljómlaust. Hún bakkaði að dyrunum.
“Já. En þú þarft eflaust að fara. Góða nótt og takk fyrir að skila bókinni!” sagði Lupin léttilega. Mildred kinkaði kolli og fór. Þegar hún var komin á ganginn hljóp hún áfram.
“Hæ Mildred!” var sagt fyrir aftan hana. Það var Anný.
“Hæ. Ertu á leið í Gryffindorturninn?” spurði Mildred. Anný kinkaði kolli.
Skildi óheppni fylgja Mildredi……….
“Þið megið ekki vera á göngunum núna! 20 mínusstig!" sagði Snape!

Var ekki einhver að biðja um laaaaaangan áhugaspuna hjá mér? Heh, vonandi líkar ykkur þessi!!! :)