14. kafli. Að duga eða drepast…

Vináttutryggðar galdurinn gekk stór-slysalaust, við Tiger
unnum saman að galdrinum eins og kennarinn hafði áður lýst
honum og þegar við gengum út úr stofunni var einungis óljóst
ör sem bar vitni um galdurinn, ef örið var skoðað vandlega
mátti greina þar stafi þar sem stóð “Sama hvað gerist, sama
hvernig fer, þá munum við ætíð vera bestu vinir”.

Næsti tími var vörn gegn myrku öflunum, flest allir voru að tala
um hver nýji kennarinn í því fagi væri, það var víst einhver
bölvun sem fylgdi starfinu, síðast liðin 6 ár hafði enginn
kennari verið lengur en ár í starfinu… En hver var það í ár hver
svo sem það var þá hafði hann ekki setið við kennara borðið
því annars myndu allir vita hver hann væri.

Þegar við komum að stofunni var hún opin, öll ljósin voru
slökkt og inni í myrkvaðri kenslustofunni heyrðist öðru hvoru
urr sem virtist skelfa alla viðstadda nema mig, mér fanst
nefnilega eitthvað vingjarnlegt við þetta urr, það furrfaðist á
einhvern hátt vera lokað inni.
,,Komiði, ef þetta er hættulegt þá hlítur það að vera í búri!”
sagði ég að lokum.
,,Hvernig geturðu verið viss?” spurði Parvarti, augljóslega ekki
sannfærð.
,,Sjáðu nú til ef svo undarlega bæri að, að þarna inni leyndist,
laust grimmt óargadýr, þá er það skít hrætt við okkur!
,,Ha?” sögðu flestir hálf efins um geðheilsu mína.
,,Tja, hurðin er opin, og ef það væri grimmt og óhrætt, þá væri
það sko, búið að éta okkur…”

Tiger sprakk úr hlátri og allur hópurinn kom inn, og fyrir innan
var búr með 6 mismunandi loð dýrum, sem ég gerði ráð fyrir
að væru…

Í þessu kom kennarinn, og það var…
,,Lupin!” fögnuðu Griffindorar meðan Slytherin púuðu.
,,Góðan daginn krakkar, getur einhver sagt til um hvaða dýr
þetta eru?” spurði Lupin.
,,Það er nú auðvelt, Varúlfur, því svo skemmtilega vill til að
þetta eru einn af hverri tegund Smit-Hálfúlfs!”

Ég hafði varla sleppt orðinu þegar allir nema ég og Tiger
hörfuðu frá búrinu.
,,Hárrétt Taní, 10 stig. En oppniði bækurnar á bls. 37 og lesið
um einkenni Smit-Hálfúlfs.”

Þegar flestir voru að verða búnir að lesa var ég löngu búin,
enda vissi ég þetta allt, en hvernig?

Ég sá eitthvað útundan mér og leit upp en þar var enginn, en
um leið og ég leit undan sá ég að þarna var “eitthvað” eða öllu
heldur “einhver” ég skinjaði það fremur en sá, en þar með
misti ég sjónar á verunni.

“KLIKK”

Búrið var opið, úlfarnir stukku út um allt, nú var að duga eða
drepast…

(Sjónarhorn Tiger´s)

,,Fopfp, fifnn fíf fúrf!” öskraði Dartan á Smitberana, að því er
virtist á þeirra máli, af táknmáli Dartaníju þýddi það að þeir
ættu að fara inn í búr…
,,Fví fá?” svaraði einn þeirra (hví þá).
,,Far fú fil farfans fanfað fem fú frá fomst famfað fem fú fumt
faftfur fúfa fo fé feifi furfn fifn felfl!” þuldi Dartan upp og úlfarnir
veinuðu og snéru inn í búrið.
,,Þessi Vargur er greinilega ekki eins gáfaður og af er látið,
fyrst hann lætur svo auðveldlega af stjórn…” sagði Draco í
hæðnistón með þeim afleiðingum að Smit-Vargurinn snéri við
og réðst á Draco. Hann var þegar stokkinn þegar Taní brást
við, hún var svo snögg að áður en Smit-Vargurinn var lendtur
var hún komin með handlegginn upp í úlfinn, svo hann gat
ekki bitið Draco…

(Sjónarhorn Dartaníju)
Sársaukinn var óbærilegur, ég get ekki hreift handlegginn
vitundar ögn, í huga mínum heyrðist rödd sem furrfaði: ,,Að
duga eða drepast, einmitt eitur Hálfúlfsinns er banvænt í
miklu magni, en Hálfúlfur drepur aldrei annan Hálfúlf,
viljandi…

Ég var þegar farin að finna dofann breiðast um líkama minn,
en sá svo mér til mikillar undrunnar að Smit-Vargurinn veinaði
og beit stykki úr löppinni á sér, og skelti alblóðugri löppinni í
sárið á hendinni minni, sársaukinn var svo mikill að ég
umbreittist.
,,Eitrið var ekki ættlað þér, fyrirgefðu mér, ég er Releyn og
mundu Hálfúlfur drepur aldrei annan Hálfúlf, viljandi… Þú
munt jafna þig á viku…”

Þar með missti ég meðvitund.

Ég vaknaði og sá um leið að ég var ekki í sjúkraálmu
Hogwartskóla heldur einhvers staðar, annar staðar… Tiger,
Tieo og fleiri voru þarna…
,,Hvar er ég og hvar er Releyn?”
,,Releyn? Hver er það? Við erum á…”
-