Þetta er fyrsta fanfic-ið mitt, svo þetta er nú ekkert meistaraverk! :)



Jasmine vaknað upp með andfælum, við að skerandi hljóð vekjaraklukkunnar nísti gegnum merg og bein.
“Ansans!! Þessi vekjaraklukka er að gera mig brjálaða!!” muldraði Jasmine um leið og hún slökkti á henni.
Hún settist upp í rúminu og teygði úr sér. Við hlið hennar steinsvaf Tína, best vinkona hennar.
Jasmine og Tína höfðu verið vinkonur síðan þær hittust fyrst í Hogwarts hraðlestinni á leiðinni í Hogwart skóla, galdra og seyða, í fyrsta skipti. Þær voru 14 ára og á 4.ári. Jamine hafði flutt inn hjá Tínu eftir að foreldrar hennar skyldu og hvorugt þeirra vildi hana, henni var að vísu sama, því að Jasmine hafði aldrei þekkt foreldra sína á þann hátt og flestir krakkar gera. Þeir höfðu altaf verið á einhverjum ferðalögum og aldrei tekið Jasmine með sér. Þá bjó hún fyrst hjá frænku sinni en svo hjá Tínu.

“Tína, vaknaðu!! Viltu að við verðum of seinar í tíma hjá Snape!!” Spurði Jasmine, hún komst þó ekki hjá því að hlæja, þegar Tína henti af sér sænginni með úfið hárið og byrjaði að klæða sig á methraða.
“Guð minn góður!!” æpti hún í sífellu.”Ég verð of sein, í fyrst skipti á ævi minni sem ég verð sein, er það í tíma hjá Snape!!!!”
Tína hafði alltaf verið góður námsmaður og eftirlæti allra kennara fyrir utan Snape.
“Hahahaha, plataði þig! “ Gólaði Jasmine. “Þetta er eina leiðin til að vekja þig, svefnpurkan þín. Fýttu þér nú, ekki viltu að árans bróðir þinn klári allan morgunmatinn? “

Það voru aðeins 4 pönnukökur eftir af morgunmatnum þegar stelpurnar komu loks niður, bústinn strákur sat við annan borðendann og var að skrapa síðustu mylsnuna af disknum sínum.
“Fituklessa.” Muldraði Tína að bróður sínum, sem hét Arnie.
Í því kom mamma Tínu inn með 3 gulleit bréf í hendinni. Þetta voru Hogwarts bréfin.
“Loksins komu þau, ég var farin að halda að Dumbledore hafði gleymd okkur í ár.” Flissaði Nína, mamma Tínu og rétti þeim bréfin. Hún var bústin og rjóð í kinnum. Jasmine fannst hún vera æðisleg í móðurhlutverkinu.
“Mamma, eigum við ekki að fara í dag, í Skástræti. Annars verður allt uppselt”
“Jú, við gerum það strax eftir hádegi.” Sagði Nína og staflaði þvotti upp í snyrtilega hrúgu með einum snúning með sprotanum.

Eftir hádegið fóru Jasmine, Tína, Arnie og Nína í ferðaskikkjurnar sínar og stóðu fyrir framan eldstæðið í stofunni.
Þau hurfu svo eitt af öðru inn í stóra eldstæðinu umkringd skær grænum loga.

Þegar allur hópurinn hafði safnast saman gerðu þau áætlun.
Þau ætluðu fyrst í Gringottsbanka að sækja peninga og svo mundu þau skipta liði. Sem betur fer höfðu foreldrar Jasmine látið hana fá mikið af peningum, sem var dágóður slatti.
Eftir að hafa þeyst um neðanjarðargöng á skröltandi Gringotts-vögnum, stauluðust þau ringluð aftur út í dagsljósið aftur. Tína og Jasmine fóru saman í búðir en Nína og Arnie voru saman, þar sem hann var að byrja á fyrsta ári í Hogwart þurfti hann að kaupa meira en stelpurnar.

Nína og Jasmine fóru inn í Floris og Botts bókabúðina til að kaupa allar bækurnar sem þær þurftu. Svo fóru þær inn í apótekið, þar sem var alveg hræðileg fýla eins og alltaf. Samt fannst Jasmine alltaf svo spennandi að koma þangað. Hún vissi aldrei hvaða hluti hún mundi rekast á, kannski drekahjarta eða hippogriffagogga!
Þær enduðu í skikkjubúðinni, því að þær höfðu báðar vaxið svo hratt í sumar að skikkjurnar þeirra ná bara rétt niður fyrir hné!!

Arnie og Nína biðu eftir stelpunum á Leka seyðpottinum.
“Loksins komuð þið.” Sagði Arnie með munninn fullan af ís.
“Fyrirgefðu, við töfðumst í skikkjubúðinni, það var alveg ótrúlega mikið að gera! Eigum við að koma, við erum orðnar svo þreyttar.
“Já, komum. Þið þurfið að fara snemma á fætur á morgun ef þið viljið ná lestinni.” Svaraði Nína.

Þegar heim var komið hvíldu stelpurnar sig aðeins og byrjuðu svo að taka upp úr pokunum. Koffortin voru tilbúni við rúmin þeirra, svo þær gátu strax farið að pakka niður. Það tók þær langan tíma að ganga frá öllu, því þær höfðu svo mikið að tala um. Stelpurnar voru rosalega spenntar að byrja aftur í skólanum, sérstaklega að hitta alla krakkana aftur.
“Hver skildi kenna Vörn gegn myrku öflunum í ár?” spurði Jasmine og braut saman vetrarskikkjuna sína.
“Ég veit ekki, Dumbledore sagði ekkert í vor, vonandi verður hann betri en þessi Umbride!! Hún gerði seinustu önn hreinasta víti!” Svaraði Tína með reiðri röddu.
“Já, það er satt, við verðum víst bara að bíða og sjá, ekki satt?”
Þegar stelpurnar voru búnar að pakka fengu þær sér smá snarl og fóru í rúmið.

Daginn eftir var allt brjálað heima hjá þeim. Nína var á hlaupum út um allt og stelpurnar drösluðust með koffortin út í bíl. Loks komust þau af stað. Þegar klukkan var 10 mínútur í 11 gengu þau að brautarpalli 9 og 3/4 . Þau hölluðu sér að veggnum tvö í einu og sáu fljótt Hogwarts hraðlestina. Tína, Jasmine og Arnie kysstu Nínu bless sem stóð og horfði eftir þeim með tárin í augunum. Krakkarnir þrír komu sér fyrir í aftasta vagninum og fylgdust með Nínu minnka og minnka þar til hún hvar alveg.



Jæja vona að þetta komist í gegn og ef ég fæ góðar viðtöku reyni ég að skrifa framhald, oki? 
————————————————