Já, ég er búin að breyta nafninu í Drekaaugað í staðinn fyrir græna kúlan. Finnst ykkur það ekki flottara??? Allavega, hér kemur næsti kafli…


2. kafli

Amanda lá vakandi í rúminu sínu. Klukkan var sex um morguninn. Brátt mundi morgunþögnin vera rofin af spenntum og stressuðum Hogwartsnemendum og fjölskyldum þeirra sem höfðu gist á Leka seiðpottinum og ætluðu að fara með Hogwartslestinni kl. 11. Amanda var ekkert að flýta sér, hún var búin að pakka öllu niður, en það sama var ekki hægt að segja um Lissý sem átti eftir að setja meiri hlutann af dótinu sínu niður – og hún steinsvaf ennþá.
Amanda var þungt hugsi. Hana hafði ekki dreymt drauminn aftur og var því hálffegin. Samt var hún óróleg – var þessi draumur þá ekki svo merkilegur eða var þetta bara hlé á milli? Amanda gat ekki komist að neinni niðurstöðu, þótt hún velti hugsunum sínum fram og til baka.
Vekjaraklukkan á náttborðinu hennar Lissýjar byrjaði að pípa, hátt og skerandi (svo að hún mundi alveg örugglega vakna) og Amanda fór að hugsa um ferðina til Hogwarts og það að skólinn væri að fara að byrja. Hún hlakkaði mikið til en kveið því samt að hitta ákveðnar manneskjur sem höfðu ekki verið allt of skemmtilegar við hana; Beatrice Finham og Ursulu Dean. Þær voru báðar í Slytherin og höfðu oft strítt Amöndu á pabba hennar, Gilderoy Lockhart. Beatrice og Ursula höfðu báðar haft Lockhart sem kennara í Vörnum gegn myrku öflunum fyrir fjórum árum, nú voru þær á 7. ári. Þær mundu vel hvernig hann hafði verið, montinn, sjálfselskur en skíthræddur við næstum allt. Og Amanda fékk að kenna á því hvernig pabbi hennar hafði verið. Ursula og Beatrice voru ekki einu manneskjurnar í Hogwarts sem stríddu henni en þeim hafði þó farið fækkandi eftir því sem árin liðu, sem betur fer, fannst Amöndu.
Það heyrðist þrusk og óánægjuhljóð frá rúminu hennar Lissýjar, hún hafði teygt sig í klukkuna og slökkt á henni. Svo heyrðist ægilegur geispi.
“Hvað er þetta manneskja, ætlaru að klára alll súrefnið hérna inni?” spurði Amanda og kastaði koddanum sínum í Lissý. “Þú verður að vakna. Þú veist að þú ert ekki búin að pakka niður og við verðum að vera komnar til King´s Cross klukkan hálf ellefu.”
“Já, já,” muldraði Lissý ofan í koddann sinn, “ég er vöknuð…ókey, ég skal koma framúr. Ahh….ég er alveg hræðilega þreytt, ég sofnaði ekki fyrr en um fjögurleytið í nótt. “
“Allavega, ég er farin niður í morgunmat. Ertu ekki að koma líka?” spurði Amanda.
“Jú, ég kem rétt strax. Ég ætla að kíkja inn til hinna fyrst, svo kem ég,” svaraði Lissý.

—–

Vinahópurinn kom til King´s Cross rétt fyrir klukkan ellefu. Þau fóru öll að brautarpalli 9 ¾ og hölluðu sér kæruleysislega upp að veggnum hjá 9 ¾ tvö og tvö í einu. Þegar þau voru komin hinum megin við vegginn sáu þau kunnuglega sjón; Hogwartshraðlesina og fjöldan allan af Hogwartsnemendum og foreldrum þeirra. Þau komu auga á nokkra taugaóstyrka fyrsta árs nema sem vissu varla hvert átti að fara, hóp af fimmta árs nemum og tvo sjöundaárs nema sem horfðu með saknaðaraugum á Hogwartshraðlestina, örugglega að hugsa um að þetta væri eitt af síðustu skiptunum sem þau færu með lestinni til náms í Hogwarts.
Vinahópurinn fann sér tóman klefa í lestinni og settist þar inn. Will tók upp Spámannstíðindi sem lágu á öðrum bekknum og blaðaði í því. Þetta var nýtt blað, hafði komið út þennan dag. Will stoppaði að fletta blaðinu og sagði:
“Naunau, sjáiði kallinn! Bara mynd af honum í Spámannstíðindunum.”
“Um hvað ertu eiginlega að tala?” spurði Mike
“Æ, já ég gleymdi að segja ykkur það en það var tekið viðtal við mömmu í gær út af steininum, eða hvað þetta er, sem var verið að flytja í vörslu Galdradýrgripadeildarinnar í Galdramálaráðuneytinu. Æ, þið munið að mamma vinnur þar, er það ekki? Já, og þá var tekin mynd af allri fjölskyldunni.
Hinir krakkarnir vildu sjá greinina og myndina sem fylgdi. Þarna voru foreldrar Wills, Bernard og Rosie Denson, Will sjálfur og Isabell systir hans sem var á 1. ári í Hogwarts. Þau voru öll vinkandi nema mamma Wills, hún hélt á litlu glerboxi og þar inn í var kúlan. Hjartað í Amöndu missti úr slag og henni svelgdist á súkkulaðifrosknum sem hún var að borða.
“Amanda er ekki allt í lagi með þig?” spurði Loise.
Amanda svaraði ekki. Hún var með allan hugann við það sem Rosie hélt á. Þetta var sama kúlan og úr draumnum hennar!
“Amanda?”
“Ha? jú, það er allt í lagi með mig. Mike, má ég aðeins sjá blaðið”
Mike, sem hafði verið að skoða myndina, rétti Amöndu blaðið, hissa á svipinn. Amanda las upphátt:
“Einn af mestu dýrgripum Galdraheimsins, Drekaaugað, flutt í vörslu Galdradýrgripadeildarinnar.
Í gær var Drekaaugað, einn mesti og verðmætasti dýrgripurinn í okkar heimi, fluttur í vörslu Galdradýrgripadeildarinnar (GaDDar) í Galdramálaráðuneytinu. Frú Rosie Denson, yfirmaður GaDDar, tók á móti Drekauganu.
-Drekaaugað verður geymt á afar öruggum og leynilegum stað í Galdramálaráðuneytinu. Við berum mikla ábyrgð………”og svo framvegis.
Amanda hætti að lesa upp. Lissý horfði eitt andartak undarlega á Amöndu. Svo leit hún aftur á greinina og bað Amöndu að halda áfram að lesa.
Amanda renndi augunum yfir greinina. Allt í einu stoppaði hún og las:
“Drekaaugað hefur verið týnt í mörg ár en nokkrir Muggar fundu það af einskærri tilviljun í fjöllunum í Búlgaríu. Enginn veit hvernig það komst þangað en áður hafði það verið í eigu Simons Bengley, sem nú er látinn. Hann átti enga ættingja svo það var ákveðið að láta hann til Galdramálastofnunarinnar.”
“Jahá, þetta er sko merkilegt,” sagði Helen
“Vá maður, þetta kostar nú eitthvað,” sagði Mike, “Ég þori að veðja að það eigi margir efir að reyna að stela þessu.”
“Nei, það verður nú ekki svo auðvelt að stela Drekaauganu. Öryggisgæslan verðu hert mjög og það fær enginn að koma nálægt því án þess að hafa eitthvert sérstakt leyfi,” sagði Will, montinn af því að vita þetta.
“Oh….þetta væri sko fallegt hálsmen,” sagði Loise dreymin.
Hin litu undrandi á hana.
“Bara grínast,” sagði hún og glotti. “En það er samt satt, að þetta hefði verið flott hálsmen…”
Amanda sá ekkert meira merkilegt sem stóð um Drekaaugað svo hún lagði Spámannstíðindin frá sér og hallaði sér aftur í sætinu.

—–

Loksins stöðvaðist lestin og allir krakkarnir þustu út úr henni. Enn og aftur var allt svo kunnuglegt; Hagrid að vísa skelfdum 1. árs nemum leiðina að bátunum og hestslausu vagnarnir að bíða eftir að nemendur settust inn í þá.
Vinirnir fóru allir saman í einn vagn og svo var ekið af stað til skólans. Þegar þau komu inn í skólann fékk Amanda þessa tilfinningu, góðu tilfinningu, yfir að vera komin til Hogwarts. Henni líkaði svo vel þarna og hafði eiginlega saknað þess að vera ekki í skólanum, þó að auðvitað væri frábært að vera í sumarfríi og slappa svolítið af.
Stóri salurinn var stórkostlegur eins og venjulega og maturinn frábær. Flokkunarathöfnin heppnaðist vel (það komu fjórtán nýjir krakkar í Gryffindor) og Dumbledore hélt sína venjulegu ræðu og bauð nýja kennara velkomna til starfa; prófessor Manns sem átti að kenna muggafræði og prófessor Zernia sem átti að kenna spádómafræði. Lófaklapp og ánægjuhróp komu frá salnum.
Lissý hnippti í Amöndu:” Heyrðu, hvar ætli prófessor Trelawney sé? Ætli það sé búið að reka hana?”
“Ég veit það ekki, ég tók allavega ekki eftir henni við kennaraborðið.”
“Vonandi er þessi kennari betri en prófessor Trelawney. Kannski hún kunni að spá í alvöru? Það væri fínt, svona til tilbreytingar. Já og kannski gæti hún sagt þér eitthvað um drauminn þinn og hvernig hann tengist Drekaauganu.”
Amanda leit snöggt á hana: “Afhverju heldurðu að kúlan sem mig hefur dreymt sé Drekaaugað?”
“Nú, þær líta eins út, er það ekki? Báðar skipta þær litum og ég er viss um að það séu ekki til margar svona kúlur. Þetta bara hlýtur að vera Drekaaugað.”
“Já kannski,” andvarpaði Amanda.
Veislunni lauk og hver nemandi fór á sína heimavist. Amanda, Lissý, Helen og Loise fóru sína venjulegu leið inn í svefnsalinn þeirra og fóru í rúmið. Þær skröfuðu saman langt fram á nótt en svo duttu þær út af, ein af annari. Fyrsta kvöldinu í Hogwarts þennan veturinn var lokið.




Hvað finnst ykkur???
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.