Þessi áhugaspuni er í raun áskorun! Ég átti að skrifa eina væmna sögu, og vinkona mín mun gefa mér nammipoka uppá 350 krónur!!! Og ég ætla að fá þann nammipoka!!!!!!!!! Svo ætla ég að þakka MARSBUI því að ég hef alltaf haft tvær sögur í hausnum á mér, en vildi ekki láta þær gerast á sama tíma. Hann/hún hélt að hitt fanficið gerðist á sama tíma og þegar Lupin og co. voru í Hogwarts…en svo var ekki. En þessi gerist á þeim tíma!!!

1.kafli
Kapphlaup

Fenecca geispaði stórum. Það voru tveir dagar þar til skólinn byrjaði aftur, þá mundi hún byrja sitt 5.ár í Hogwartsskóla. Helvíti hlakkaði hana til!
“Vaknaðu svefnpurka!” æpti litli bróðir hennar í gegnum skráargatið.
“Æi, þegiðu…….” muldraði Fenecca ofan í koddan sinn. Hún var hræðileg svefnpurka.
“Ef þú vilt vita það, þá er bréfið frá Hogwarts komið!” kallaði Thomas aftur. Fenecca rauk upp og fram á gang.
“Hvar?” sagði hún snöggt og glennti upp augun. Thomas rétti henni lítið og gulleitt bréf. Enn og aftur voru þetta tvö bréf.
Það fyrra var bara eitthvað um U.G.L.urnar og “nú hefst þitt 5.ár” og blablabla……
En það seinna var með lista yfir alla hlutina sem þurfti. Nú var það glás af bókum og allskonar hlutum. Fenecca gekk annars hugar inn í herbergið sitt. Það var bankað á rúðuna.
“Penelope!” sagði hún og opnaði fyrir uglunni hennar Lilyar. Lily Evans og Jackie Toqué höfðu verið bestu vinkonur síðan á 2.ári!

Hæ Fenc!!!
Hvað segirðu gott núna? Það er virkilega gaman hjá mér núna, enda þá ætla ég að nota þetta sumar vel! U.G.L.urnar!!! Ég er ofboðslega kvíðin fyrir þetta, búin að lær í allt sumar! Hefurðu heyrt eitthvað frá strákunum eða Jackie? Í það minnsta hef ég ekki heyrt neitt frá þeim. ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ HUGSA!!!!! Þú ert að hugsa um það að ég hef getað fengið fullt af bréfum frá þeim, en hafi samt sem áður ekkert heyrt í þeim!!!!! Er það ekki rétt? Jú, ég vissi það…..ekki!!! Vonandi er Thomas ekki mjög pirrandi. Ég veit að hann er pirrandi kannski, en vonandi ekki jafn mikið og þegar ég var í heimsókn hjá þér um jólin!!!

KVEÐJA
Lily Evans!!!

Fenecca brosti. Hún var sjaldan kölluð fullu nafni hja vinum sínum. Yfirleitt bara Fecc, Fenc eða Fecka!!! Það var algengast að kalla hana Fenc.
“Er eitthvað merkilegt þarna?” spurði mamma hennar í gegnum dyrnar.
“Nei, bara þetta venjulega,” svaraði Fenc og opnaði til að rétta mömmu sinni bréfin frá skólanum. Hún renndi augunum yfir þau.
“Jæja, ætli við förum ekki í Skástræti í dag,” sagði mamma hennar og fór fram.
Fenecca leit í spegilinn. Það var ómögulegt að segja hvernig augun í henni væru á litin! Ef hún var reið, þá voru þau næstum græn. Ef hún var glöð voru þau nálagt því að vera blá. Ef hún var veik eða syfjuð, þá voru augun í henni hálf grá en ljósgul í kringum augasteininn! Hún skipti um umræðuefni í huganum.
Það yrði svo frábært að hitta Lily og Jackie aftur! Jackie var í raun frönsk, og hét Jacquline Toqué. En það var einum og langt, svo að hún var bara kölluð Jackie.
Þegar Fenecca fór að hugsa um uppruna Jackie, fór hún einnig að hugsa um uppruna sinn. Hún var spænsk! Lily var sú eina sem var ensk af þeim þrem. En Lily var “blóðníðingur” einsog fjárans fíflið hann Snape kallaði hana! Fenecca kreppti hnefana þegar hún mundi eftir Snape. Hann væri örugglega fínn ef hann væri ekki svona neikvæður……og ef hann gerði eitthvað við þetta fituga hár!!!
“Fenc! Mamma segir að þú eigir að koma! Við förum í Skástræti eftir hádegið!” kallaði Thomas í gegnum hurðina. Fenecca umlaði eitthvað til samþykkis.

Það var gaman að komast í Skástræti. Fenecca sá fullt af krökkum úr skólanum þarna.
“Fecc! Fenecca!” var hrópað einhversstaðar.
“Jackie!” kallaði Feneeca á móti og faðmaði bestu vinkonu sína.
“Er Lily hérna?” spurði Fenecca.
“Nei, hún kemur í kvöld og ætlar að gista á Leka seiðpottinum,” sagði Jackie. Þær voru svolítið líkar. Báðar dökkar með dökkt hár…..og brún augu!
“Veistu hvað? Það er kominn nýr kennari. Hann kennir þarna…dótið um dýrin!” sagði Jackie. Hún gat aldrei munað neitt!
“Og?” sagði Fenecca. Það var heldur ekki líkt Jackie að klára setningu.
“Hann heitir…..Kettelburn!” sagði Jackie eftir nokkra umhugsun. Fenecca kinkaði kolli. Það kom alltaf meira og meira af krökkum þarna.
“Hæ Remus!” kallaði Fenecca til stráks sem stóð álútur yfir þykkri bók.
“Ó. Hæ Fenecca!” kallaði hann á móti.
“Æi, Fenc. Lupin er svo skrítinn. Afhverju líkar þér við hann?” hvíslaði Jackie með ógeði þegar þær voru komnar aðeins í burtu.
“Hann er skemmtilegur. Mér er sama þótt að hann umgangist Sirius Black og James Potter! Sko, Remus getur hjálpað okkur að læra undir U.G.L.urnar! Og við þörfnumst þess!” sagði Fenecca og leit við. Jackie hnussaði. Hún og Lily HÖTUÐU James og Sirius. En þar sem Fenecca var prakkari í gegn, þá líkaði henni stundum hvernig þeir létu! Nema þegar James kastaði bölvun á Snape án ástæðu og montaði sig fyrir framan Peter Pettigrew og Lily!
“Ég meina…..við gætum ALDREI fengið hjálp frá Lupin. Hann er OF upptekinn af Black og Potter!” bætti Jackie við.
“Voru þið að tala um okkur?” var spurt fyrir aftan þær skyndilega. Fenecca og Jackie frusu í sporunum.
“Ööö…..hæ James!” stundi Jackie.
“Hæ strákar! Og við vorum að reyna muna nöfnin á sem flestum í skólanum…e-ekki tala um ykkur!” sagði Fenecca. Hún var vön að þurfa ljúga. Þegar hún var gripin á ganginum eina nóttina laug hún því að hafa þurft á klósettið vegna þess að hún væri hreint í SPRENG!
“Gott að vita það,” sagði Sirius hressilega. Hárið á honum hékk letilega niður einsog alltaf en með einhverjum furðulegum glæsibrag….
“Er Lily með ykkur?” spurði James og litaðist um.
“Nei,” svaraði Jackie stíf.
“Ho-James….sjáðu hver er þarna! Okkar gamli vinur, Severus Snape!” sagði Sirius og brosti illkvitnislega.
“Æi strákar! Látið hann vera!” sagði Fenecca fúl. Þeir hlustuðu ekki á hana, heldur gengu rakleitt áfram.
PAFF!
Fenecca hafði brugðið fætinum fyrir Sirius!
“FENECCA CROCK!” æpti hann og hljóp a eftir henni. Það kom sér vel að Fenecca var mjó og snögg, annars væri hún dauð!
“Reyndu það BARA!” kallaði Fenecca til Siriusar. Helsta bragð Feneccu var að þreyta fórnarlambið, ekki meiða það. Og nú virtist það ætla að ganga!
Hún hljóp eftir Hlykkjasundi og var þá komin í Uglustræti. Sirius elti hana ennþá! Til allrar hamingju gat Fenecca sloppið aftur í Skástræti, og þar týndi Sirius henni!

“Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma,” geispaði Jackie. Hún var vön því að Fenecca þurfti að “skreppa aðeins frá”!
“Jamm. En ég held að ég hafi séð Lily á Seiðpottinum. Við ættum að ná í hana á undan James!” sagði Fenecca og fór af stað.

Ég vona að þetta komist inn og fái ekki hryllilegar viðtökur….