LOKSINS kemur 11. kafli. Ég veit að sumir hafa verið að bíða en, biðin er loksins á enda. Jæja, ég held að þarna leinast einhverjar stafsetningavillur en ég vona að þið látið af því verða að lesa þetta, þið látið ekki nokkrar stafsetningavillur trufla ykkur.
Njótið VEL!!!!!!!!!!!!

11.kafli. Tilflutningar

Hermione fannst eins og kippt væri í hana af öllum krafti. Það fór kuldi um hana eins og hún væri í brjálaðri snjókomu. Hún sá ekkert nema svart. Henni fannst eins og hún hringsnerist endalaust og myndi bráðum kasta upp.
Allt í einu féll hún til jarða. Hermione lenti harkalega og leið út af. Eftir um fimm mínútur rankaði hún við sér og leit í kringum sig. Hún sá ekkert nema eyðimörk. Samt ekki með svo miklum sandi en hún sá samt einga borg, engann bæ, ekkert þorp, ekki einu sinni lítið hús. Þetta var ekkert nema sandur, smá gróður sem var samsettur úr nokkrum kaktusum og fleiru og eitthvað hálendi. Hermione fann hvernig sólin skein, það var mjög heitt og Hermione var orðin þyrst. Hún var ekki með vatn eða neitt. Hermione ákvað að líta fir einn sandhólinn. Þegar hún leit yfir var hún mjög fegin. Beint fyrir neðan sandhólinn var vegur. Hún leit aðeins til hægri og sá bensínstöð. Hún vissi vel hvað það var því hún hafði oft séð það í muggaheiminum. Hermione ætlaði að fara af stað en fattaði svo að hún vissi ekki hvort hún var ósýnileg eða ekki. Hún fór aftur á bak við sandhólinn og leit niður á fæturnar sínar. Þeir voru ósýnilegir, hún athugaði líka hvort einhver skuggi kæmi eftir hana en það kom enginn. Hún vissi því vel að hún var ósýnileg svo hún labbaði af stað til bensínstöðvarinnar.
Þegar hún var komin leit hún upp á auglýsingaskiltið yfir bensínstöðinni. Á því stóð “Besta bensínið í Mexíkó,,.
Hermione brosti með sjálfri sér. Þetta hafði gengið. Hún hafði komist á rétta staðinn. Núna þyrfti hún bara að sækja Draco.
Hermione fór bakvið bensínstöðina.
“Trez…,, Hermione stoppaði.
Hún vissi ekki hvað hún ætti að segja. Átti hún að segja leyniherbergi? Það gátu verið milljón leyniherbergi í Hogwarts. Hermione hugsaði hvað hún ætti að segja. Að lokum ákvað hún að segja Gryffindorturn því að hann var ekki svo langt frá leyniherberginu.
“Trezdar Hogwarts skóli, Gryffindorturn,,.
Aftur fannst Hermione eins og kippt væri í sig af öllum kröftum. Henni varð kalt og óglatt og allt var dimmt.
Hún féll til jarðar en lenti betur en í fyrsta skiptið. Hún stóð upp og gekk rakleiðis í átt að leyniherberginu.
“Erexteri,, sagði Hermione þegar hún kom inn í leyniherbergið.
“Afhverju varstu svona le,, ætlaði Draco að spurja en þegar hann sá svipinn á Hermione hætti hann við.
“Ég komst til Mexíkó,, sagði hún “En þegar ég lenti leið ég út af,,.
“Ok, sástu plöntuna?,,
“Nei,,
“Ok, við förum þá saman núna, þá verðum við fljótari að leita,, sagði Draco og Hermione kingaði kolli.
Þau tóku sprotana á loft.
“Trezdar Coahuila,, sögðu þau bæði í einu.
Hermione fann aftur fyrir óþægindunum. Henni fannst samt ekki eins og ferðin tæki eins langan tíma. Hún lenti í þriðja sinn en núna gat hún lent standandi. Það var að minsta kosti betra en að skella með hausinn í eitthvað. Draco lenti líka standandi. Hermione sá hann ekki gera það því að hann var ósýnilegur eins og hún en hún heirði að hann hafði ekki lent harkalega og furðaði sig á því af hverju hann hafði ekki dottið en vildi ekki fara að spyrja.
“Jæja, hefjum þá leitina,, sagði hún.
Þau leituðu og leituðu í nokkra klukkutíma en fundu ekki neitt nema kaktusa og einhverjar aðrar plöntur.
“Ég meina það, þetta á að vera eyðimörk og ekki hægt að finna eina plöntu sem vex hérna,, sagði Draco og sast niður í sandinn.
“Já, mér finnt þetta svolítið skrýtið,, samsinnti Hermione.
Þau leituðu aftur um stundarkorn en fundu samt ekki neitt. Þau ákváðu að ganga aðeins lengra í burtu með fram veginum. Þegar þau voru kominn svolítið langt frá bensínstöðinni stoppaði Draco. Hermione sá að sporin sem komu eftir hann hættu og hún stoppaði líka.
“Hvað?,, spurði hún.
“Heiruru ekki?,,
“Heira hvað?,,
“Hlustaðu,,
Hermione lagði við hlustir. Hún heirði í öldruðum manni. Hann kallaði eitthvað “Til sölu,, og svo eitthvað sem Hermione gat ekki greint.
“Hvaða máli skiptir þetta? Við erum að leita af qecdi,, sagði Hermione pirruð.
“En Hermione, við erum búin að finna það,, svaraði Draco.
Hann umbreytti sér og Hermione sá kattaspor sem héldu áfram eftir veginum. Hún umbreytti sér líka. Hún flaug á eftir kattasporunum. Henni kom upp í huga að Draco væri alveg sama þó að einhver Mexíkó búi sæi kattaspor í eyðimörk, en það hlaut að vera að ekki sæust kettir daglega í Coahuila. Hermione lét þessar vangaveltur falla niður og hélt áfram eftir kattsporunum þangað til þau stoppuðu hjá gömlum manni.
Hermione settist á jörðina og umbreytti sér en Draco var enþá köttur. Katta sporin fóru nær manninum sem kallaði enþá. Hermione stóð nær honum heldur en áðan og heirði því hvað það var sem var til sölu.
“Til sölu, qecdi-plöntur, aðeins fimm dollari stikkið,,.
Qecdi-plöntur hlutu að vera mjög dýrmædar plöntur þar sem þær kostuðu svolítið mikið, þær hlutu að kosta miklu meira en fimm dollari venjulega.
Hermione hætti að hugsa og sá kattasporin læðast að manninum og krækja í eina qecdi plöntu þegar maðurinn sá ekki til. Kötturinn hljóp svo fram hjá Hermione og hún elti kattasporin.
Þegar kattasporin enduðu voru þau hjá bensínstöðinni og breyttust þar í mannafótspor.
“Draco, ekki stelurðu frá þessum fátæka manni?,, sagði hún móð og beitti reiði í röddinni.
“Hvað átti ég að gera annað, ekki er ég með dollara á mér,, svaraði hann.
Hermione áttaði sig á því að maðurinn hefði náttúrulega ekki getað tekið við knútum eða öðrum galdrapeningum svo hún sagði ekkert til að mótmæla.
“Eigum við þá að fara?,, spurði Draco.
“Já, við erum alveg búin hér,, svaraði Hermione.
“Trezdar Hogwarts skóli, Gryffindorturn,, sagði hún.
Tilfinningin sem fylgdi galdrinum greip Hermione samstundis og henni varð óglatt. Hún snerist í marga hringi en lenti að lokum fyrir framan Gryffindor heimavistina. Hún hljóp strax í áttina að leyniherberginu.
“Erexteri,, sagði hún um leið og hún kom inn í leyniherbergið.
Draco var kominn og hann hafði sett plöntuna upp í hilluna þar sem hin hráefnin voru.
“Nú erum við allavegana búin að finna galdur sem við getum notað,, sagði Hermione.
Draco kinkaði kolli til amþykis.
“Hvert förum við núna?,, spurði Hermione.
Klukkan var bara orðin tvö og þau höfu nægan tíma til að fara til fleiri landa.
“Ætli við förum ekki bara næst til Grænlands,, svaraði Draco.
Hermione hugsaði strax og hann sagði “Grænlands,, nístandi kulda eins og í dílissunni.
“Getum við ekki skipt liði? Eða þú veist,, sagði Hermione.
“Jú,, svaraði Draco “Ég skal fara til Grænlands ef að þú vilt,,.
“Ja, það væri vel þegið,, sagði Hermione “Hvert get ég farið? Til dæmis,,.
Draco leit yfir efnin og hugsaði sig um.
“Þú getur farið til Ítalíu og í Lombardiu og fundið Fegent,, svaraði Draco
“Er kalt þar?,, spurði Hermione.
“Draco glotti og hristi höfuðið.
“Þá vil ég fara þangað,,.
“Ok,, sagði Draco.
“Trezdar Ítalía, Lombardia,,.
Hermione varð ekki eins óglatt og í fyrstu og fannst hringirnir sem hún snerist í vera miklu þægilegri. Hún lenti eftir smástund og var stödd einhversstaðar, ekki nálægt þorpi eða borg.
Hermione gekk áfram en vissi ekki alveg hvert hún átti að fara.
“Ég verð að leita vel og vandlega,, hugsaði hún upphátt.
Hún leitaði af Fegent en Draco hafði talað um að það væri einhversskonar efni sem væri oft sett út í vatn eða eitthvað til að drekka úr.
Hermione leitaði og leitaði en fann ekkert. Hún var búin að vera þarna í svona þrjá klukkutíma fannst henni (samt bara í tuttugu mínútur) en var ekki enþá búin að finna neitt. Hún labbaði alltaf lengra og lengra en sá ekki neitt svona efni. Hermione hugsaði með sér að þetta efni findist í búðum.
“Ég er náttúrulega ósýnileg, eða?,,.
Hermione gáði hvort hún sæi skuggann. Hún sá hann. Hún hafði gleymt erexteri.
“Heirðu þú!,, hrópaði einhver rödd.
Hermione snéri sig við og sá mann með ferðatösku koma hlaupandi til hennar. Hermione tók í sprotann.
“Erexteri,, sagði hún og varð strax ósýnileg.
Hún sá fyrst að maðurinn snar stansaði. Svo leið yfir hann.
“Ó, gerðu það!,, sagði Hermione.
Hún hlaup til mannsins og gáði í ferðatöskuna sem hann var með. Hún rótaði smástund í henni.
“YES,, hrópaði hún upp yfir sig.
Hún tók upp blálitaða, litla flösku, á henni stóð “Fegent bragðbæti efni,,.
Hermione fór að hugsa um afhverju muggar notuðu galdraefni eða galdrafólk notuðu mugga efni. Hún hugsaði samt ekki lengi um það. Því hún ætlaði að fara aftur til baka. Hún var með úr á sér og klukkan var bara orðin þrjú.
“Trezdar Hogwarts skóli, Gryffindorturn,,.
Hermione lenti með glæsibrag á fótunum og hljóp að leyniherberginu. Á leiðinni hugsaði hún með sér að hún væri en meiri takmarkinu en áður.