6. kafli
St. Mungos

Ekkert vera að lesa þetta ef þú ert ekki búinn að lesa hina kaflana…

Næst þegar Harry mundi eftir sér stóð hann fyrir utan stórt hús sem var að niðurníðslu komið. Hann hafði verið að hugsa um þetta sem Dumbledore hafði sagt. Það hafði ollið honum vangaveltum og Harry hafði ekki tekið eftir því þegar yrt var á hann eða þá þegar þau voru í lestinni.
“Harry vakna!” öskraði Ron nánast í eyrað á honum. “Ég meina, hvað er eiginlega að þér? Þú hefur ekkert verið að hlusta eða hvað?”
“Ha?” Harry horfði á hann eins og hann væri úr öðrum heimi en áttaði sig svo á því. “Æi, já, ég var að hugsa.”
“Mikið var,” heyrðist í Hermione. “Þú ættir að gera það oftar.” Hermione var enn í fýlu út í hann.
Lupin leiddi þau bakdyrameginn að þessu gamla ljóta húsi.
“Hvar er Skröggur?” spurði Harry sem var að átta sig.
“Hann er enn á þessum SAS fundi,” heyrðist í Ginny sem var fyrir aftan hann. “Hvar hefurðu verið?”
Þau löbbuðu þögul þar sem eftir var af þessari stuttu göngu og þegar þau komu inn í húsið tók frú Weasley á móti þeim.
“Ó, gott að sjá ykkur hér,” hún gat ekki leynt hræðslublikkinu í augum sínum með þessu uppgerða brosi sem hún setti upp. “Percy er upp…”
“Er allt í lagi með hann?” spurði Ginny.
Frú Weasley hristi hausinn hægt.
“Hann var kvaldur svona fimm sinnum í röð og…” frú Weasley settist á næsta stól og fór að hágráta. Lupin settist við hlið hennar og byrjaði að hugga hana. Athygli Harrys beindist aftur á móti að undarlegum manni í horninu. Hann hnippti í Ron og benti honum á undarlega manninn í horninu. Hann var með hvítt, skjannahvítt hár og var í djúpgrænni skikkju. Skórnir hans voru silfurlitaðir. Niður ennið, gegnum nefið og munninn var ein, ljót og stór ör.
Harry tók í Ron og dró hann að manninum. Það tók enginn eftir því, það voru allir svo uppteknir að hlusta á frásögn frú Weasley. Áður en Harry vissi af stóð hann í augnlit til augnlits við hvíthærða manninn. Harry tók eftir því að augun voru rauð. Þetta var albínói.
“Hver ert þú?” spurði Harry af miklum krafti.
Í stað þess að segja neitt þá lyfti hann upp skikkjuerminni og sýndi honum svart merki af hauskúpu. Hann horfði á Harry og Harry fannst augun vera að stingast í gegnum holdið á honum. Ron hljóp nánast í burtu.
“Hver ertu?” spurði Harry aftur. Hann tók eftir því að Ron var æstur að segja Lupin frá manninum.
Albínóinn sagði ekki neitt.
“Ég vil fá að vita hver þú ert!” Harry var orðinn hræddur. Hann seilaðist eftir sprotanum í buxnavasanum sínum.
“Ég veit hver þú ert,” sagði Albinóinn. “Harry Potter.”
Harry heyrði plobb fyrir aftan sig og gerði sér grein fyrir því að frú Weasley hafi verið að fara af sjúkrahúsinu. Lupin nálgaðist þá hægt og örugglega með sprotan við síðu.
“Ég vil fá að vita hver þú ert.”
Brosið var óhugnalegt og augun enn óhugnalegri.
“Hver er sá sem þú ert að tala við?” spurði Lupin vingjarnlega eins og Harry hafði verið að eignast nýjan vin. “Lupin,” bætti Lupin við og tók í höndina.
“Tom Marvolo Riddle,” sagði Albinóinn og brosti.
Harry horfði á hann eins og hann væri klikkaðu og leit síðan á Lupin sem virtist ekki taka eftir neinu.
“Tom,” sagði Harry lágt. “Eða Voldemort?”
Albinóinn brosti en brosið hvarf þegar Snape birtist fyrir framan nefið á honum.
“Er bara verið að hræða litla skólastráka, Candidus?” Snape talaði við hann eins og þeir höfðu verið fyrrverandi bestu vinir. “Síðast þegar ég vissi varstu lokaður inni á geðdeildinni.”
Candidus hló hrossahlátri.
“Hver er þetta?” spurði Harry Snape og Lupin virtist ætla að fara að spyrja eftir því sama.
“Þetta er Candidus Nievus, drápari, hvort sem hann var eða er,” Snape sagði þetta með miklum hroka. “Hann hefur greinilega sagt ykkur lygasögu.”
“Af hvejru varstu að segja þeim þetta?” Candidus lá við að hann færi að gráta. “Þeir voru skemmtilegir. Þeir skemmta mér!”
“Candidus Nievus!” hrópaði allt í einu einn græðarinn sem átti þar leið hjá. “Þú átt að vera lokaður inn í herberginu þínu!” Græðaranum virtist samt standa á sama.
“Ég vil ekki vera lokaður inn í herberginu mínu!” Candidus stappaði niður fætinum eins og krakki. “Ég vil leika við vini mína!”
Harry tók eftir því hve breyttur þessi Candidus var. Rétt áðan hafði hann verið óhugnalegur og vondur, núna var hann eins og lítill krakki.
“Ég skal fylgja honum upp,” sagði Snape og tók hönd hans. Snape bennti Lupin og Harry að koma með sér. “Candidus, þú veist eitthvað.”
Candidus hló.
“Ég veit ! Auðvitað veit ég eitthvað! Ég veit hver þú ert!” Candidus hló.
“Candidus, þegiðu,” Snape var orðinn frekar pirraður. “Þú segir mér hvað þú veist, annars veit ég hvað gera skal.”
“Ónei, ósvei, ekki, ekki, ekki…” Candidus sagði þetta með þvílíkum leikrænum tilburðum að Harry gat ekki varist að glotta aðeins en hann hætti strax þegar hann sá svipinn á Snape. “Þú mátt ei segja mér hve vondur hinn myrkri herra er orðinn. Ósvei, óvei!”
Snape hrinti honum að veggnum og sagði lágt við hann, svo lágt að aðeins Lupin og Harry heyrðu hvað hann var að segja:
“Ég veit að þú veist eitthvað um hann. Þú verður að segja það annars get ég gert þér þvílíkan grikk að þú munnt aldrei, ég meina aldre, líta á lífið með sömu augum aftur.”
Candidus hló hræddur.
“Ég veit ekki neitt.” Candidus virtist vera í eitt sekúndubrot eðlilegur. “Ég get ekki sagt neitt nema…”
Snape horfði á hann letilega og andvarpaði.
“Hvað þarf ég aðgera?”
Candidus hikaði og sagði svo, eins og fullkomlega eðlilegur maður:
“Þú verður að koma mér út af þessari byggingu. Ég vil ekki vera umkringdur þessu klikkaða fólki til eilífðar! Ég meina, sá sem er hliðina á mér er alltaf aðgefa mér eiginhandaráritanir…”
Harry brosti. Hann var þá í herberginu við hliðina á Lockhart. Snape brosti því að hann vissi greinilega um hvern Candidus var að tala um.
“Þá held ég að það sé best að láta þig í sama herbergi og hann Lockhart vinur minn,” sagði Snape. Honum var skemmt.
“Nei! Nei! Nei! Þú verður að sleppa mér út! Þú verður, annars… dey ég!” þetta síðasta sagði Candidus með mjög dramatískum tilþrifum.
“Snape, hvað er eiginlega að honum?” spurði Lupin varnfrænislega. “Ekki ætlar þú að taka hann með? Er allt í lagi með hann?”
“Ja… ég held að ég neyðist til þess,” sagði Snape og horfði á hann með vissri fyrirlitngu. “Hann hefur að geyma upplýsingar, sem væri gott að fá.” Snape tók í Candidus og leiddi hann út úr sjúkrahúsinu.
“Hvar eru þau?” spurði Harry loks eftir smá þögn
“Á fjórðu hæð,” sagði Lupin og gekk í átt að stiganum.

Takk fyrir mig…
Fantasia