Þegar ég skrifaði þessa grein hafði ég bara ensku bókina svo ég kann ekki öll nöfnin en held að ég hafi samt náð þeim flestum.

Ein af nýju persónunum sem við kynntumst í fönixreglunni var Mundugus Fletcher. Hann er glæpamaður og ef maður ætti að nota eitt orð til að lýsa honum þá er það svindlari. Í fyrsta skipti sem ég las bókina komst ég að svolitlu um hann sem ég veit ekki til að neinn annar hefur skrifað um á huga svo ég ætla að deila því með ykkur.

Við byrjum á því þegar einhver meðlimur fönixreglunnar segir Harry að Mundugus hafi séð hann á “the Hogs head” í dulargervi gamallar konu. Hann segir Harry einnig að Mundugus þurfi að leynast því hann hafi verði bannaður frá staðnum 16 árum áður. Svo í næst seinasta kaflanum þegar Dumbledore er að segja Harry frá spádómnum og hvernig Voldemort frétti af honum segir hann einnig “My – our – only stroke of good fortune was that the eaveshavedropper was detected only a short way into the propechy and thrown of the building”. Þannig að ef ég hef rétt fyrir mér hefur Mundugus verið drápari og þjónn Voldemorts en hefur greinilega unnið sér inn traust Dumbledores enda stendur líka að Dumbledore hafi veitt Mundugusi greiða einhverntímann.

Það verður skemmtilegt að komast að því hvenar Harry fattar þetta og hvernig þetta hefur áhrif á söguna.