Ég óttast að þessir kaflar fari að verða alltaf lengri og lengri! En er ekki alltaf verið að kvarta yfir því að þeir séu of stuttir…?



3.kafli-í Hogwartsskóla!!!

Fjögur stór koffort lenntu á fallegu parket-gólfi í litlu tveggja hæða húsi tvem götum fyrir neðan Skátræti. Einu manneskjurnar af Bernold-ættinni voru komnar í hús númer 9 í Uglustræti.
“Þið skuluð passa ykkur. Fiona brjálaða Gowil býr á móti okkur og henni finnst einstaklega gaman að tala og faðma fólk!” sagði Jeff og lokaði útidyrunum. Stuttu seinna var bankað á hurðina. Jeff leit út um stofugluggann.
“Æi nei! Ekki HÚN núna!” muldraði hann og fór að dyrunum.
“Ég þori að veðja að þetta er þessi frú Gowil!” hvíslaði Mildred að systrum sínum. Og það var rétt, þegar Jeff opnaði (að vissu leiti gegn vilja sínum) þá kom inn norn með skærbleikan hatt og í appelsínugulri skikkju!
“ÞETTA er ógeðslegt!” sagði Linda og hryllti sig.
“Sæll aftur Jeff! Heyrðu, er ein af litlu frænkum þínum ekki að byrja í Hogwarts á þessu ári? Jú ég vissi það! Því að sko dóttir mín, hún Patricia, er einnig að byrja á þessu ári. Væri ekki sniðugt að þær myndu hittast? Ég get náð í hana bara á stundinni. Á ég að gera það? Ég geri það,” bunaði hún út úr sér á 90 km hraða. Jeff hafði varla náð að segja “Sæl” og nú hugsaði hann með hryllingi hvernig dóttir hennar yrði!
“Mildred, þú ættir að fara!” hvíslaði Jeff og togaði Mildredi úr stofunni. “Megum við ekki koma með? Ég þarf líka að fara út að labba með Nönnu og þannig….” sagði Katrín og brosti. Jeff stundi og opnaði fyrir þeim öllum.

“Ég er fegin að hafa ekki hitt hana!” sagði Mildred og leit við. Frú Gowil var aftur komin ad dyrunum hjá þeim.
“Og hvert eigum við að flýja?” spurði Linda og leit í kringum sig.
“Hvað um Skástræti? Við þekkjum vel til þar,” sagði Mildred. Kannski mundi hún hitta einhverja úr Hogwarts!
“Æi, jú. Við höfum hvort eð er ekkert annað að gera,” sagði Katrín og tók Nönnu upp.
“Eða vilt þú ekki fara í Skástræti Nanna?” sagði hún við rottuna.
“Að skýra rottu NÖNNU!” muldraði Linda og hristi höfuðið.

Klukkan var um 3 þegar þau voru komin á Skástræti, einmitt á háannatíma!
“Ég ætla í Flourish og Blotts,” sagði Linda og fór frá Mildredi og Katrínu.
“Hvert ætlar þú Milla?” spurði Katrín og litaðist um…sennilega eftir Gustaf!
“Í einhverja Quidditch búð,” sagði Mildred.
“Þú veist að 1.árs nemum er bannað að koma með sína eigin kústa, er það ekki Milla?” sagði Katrín.
“Það bannar mér samt ekki að fara í eina búð!” svaraði Mildred og fór í Quidditchgæðavörur.

Það var allt fullt af fólki í búðinni. Mildred litaðist um. Innar í búðinni var eitthvað til sýnis…..hún tróð sér áfram þangað til hún sá hvað allir voru að horf á: glænýjan kúst! Ef augun blekktu ekki Mildredi þá hét hann Þrumufleygurinn og var einhver hraðskreiðasti kústur sem var til!
“Vááá!” skaust upp úr Mildredi. Hún gat ekki lesið það sem stóð fyrir neðan, svo að hún ákvað að fara eitthvað annað í búðinni þar til einhverjir væru farnir.
“Átsj! Gættu að þér fífl!” var skrækt skyndilega. Mildred hafði stigið ofan á einhverja stelpu. Hún var undarleg. Augun næstum gul, hárið ljóst og þráðbeint og hún sjálf mjó og hávaxin.
“Ok, fyrirgefðu, ég sá þig ekki!” svaraði Mildred fúl. Af hverju kippti þessu stelpa sér svona við það að það væri stigið ofan á hana. Það hafði verið stigið 5 sinnum á Mildredi bara þarna í búðinni!

Eftir korter fór Mildred út. Það fyrsta sem hún gerði var að rekast á einhvern!
“Æiii, fyrirgefðu!” sagði hún og togaði einhverja stelpu upp. Hún var með skollitað hár og fallega blá augu. Sennilega var hún á aldur við Mildredi, eftir stærðinni að dæma.
“Úff, þetta er í lagi, ég er frekar klaufsk,” svaraði stelpan.
“Úúúú. Það hlýtur að vera gaman,” sagði Mildred kaldhæðnislega.
“Alveg svakalega! Ég heiti Patricia Gowil, en þú?” sagði stelpan. Mildredi svelgdist á munnvatninu.
“GOWIL!” sagði hún frekar hátt. Patricia kinkaði kolli.
“Nú….jæja, ég er Mildred Bernold og er nágranni þinn!” bætti Mildred við.

Eftir að hafa gengið með Patriciu (vinir hennar kölluðu hana það eða Triciu), í hálftíma komst Mildred að því að hún var alls ekki eins og mamma hennar. Faðir hennar var líka mjög rólegur og hún var líkari honum. Aftur á móti var Alex, 15 ára bróðir hennar, með alveg jafn mikla málræpu og móðir þeirra!
“Sem kemur honum aldrei í nyt, því að hann skrifar líka allt í löngu máli!” hafði Patricia bætt við. Daginn eftir áttu þær að fara í skólann, svo að þær þurftu að fara heim til sín að pakka.

“MILDRED BERNOLD!” æpti Linda þegar Mildred opnaði dyrnar. Mildred hrökk við.
“HVAR ERTU BÚIN AÐ VERA! VIÐ LEITUÐUM AÐ ÞÉR UM ALLT!” hrópaði Katrín með systur sinni.
“Ég var bara að labba um með dóttur frú Gowil. Og hún er ekki með málræpu!” svaraði Mildred.

Eftir á mundi Mildred ekkert hvað hafði gerst um morguninn. Hún hafði jú vaknað, borðað og farið einhvernveginn á brautarpall 9 ¾ en hún gat ekkert annað munað!
“Bless þá! Stelpur, hafið auga með Midredi! Það er aldrei að vita upp á hverju hún tekur!” sagði Jeff og faðmaði þær allar. Svo hafði hún farið í gegnum vegg (“Ég er vissum að mig hefur verið að dreyma!”) og hitt Patriciu þar.
“VAKNA!” kallaði Patricia í gegnum eyrað á Mildredi.
“Hu?” muldraði hún á móti. Þær stigu upp í lestina. Þar hitti Patricia einhvern strák sem virtist vera vinur hennar.
“Hæ Mikael. Veistu um Ronsaníu?” spurði Patricia heilsaði strák sem var með svart hár niður að öxlum.
“Í öftustu vögnunum, meira veit ég ekki!” svaraði Mikael.
“Komdu,” sagði Patricia og teymdi Mildredi í aftasta vagninn.
“Hver var þetta?” spurði Mildred.
“Mikael McLean. Hann er jafn gamall og við,” svaraði Patricia annarshugar. Í aftasta vagninum og aftasta klefanum var maður sofandi.
“Ekki hér!” hvíslaði Mildred til að vekja ekki manninn. Hann sneri höfðinu að glugganum. Næsti klefi var næstum laus; einhver stelpa sat bara þar.
“Ronsanía!” sagði Patricia hátt og faðmaði hana. Hún var með brúnt og stutt hár og hafði augljóslega verið á hlýjum stað síðasta sumar; hún var VIRKILEGA brún!
“Pat! Ég ætlaði alltaf að senda þér bréf, en þá gerðist alltaf eitthvað, svo að ég gleymdi að senda það! Fyyyrirgefðu!” sagði Ronsanía.
“Ooo, þetta er í lagi,” sagði Patricia.
“Hver er þetta?” spurði Ronsanía og kinkaði kolli til Mildredar.
“Mildred Bernold. Hún er ekki hættuleg!” sagði Pat og brosti.
“Bléééésuð! Ég er Ronsanía Peniceil!” sagði Ronsanía og tók í höndina á Mildredi. Þær fundu að lestin fór af stað.
“Jamm. En veistu þú mátt alveg sleppa mér…..” sagði Mildred og horfði út í loftið.
“Já, gott að vita það. En mér finnst bara svo gaman að gera eitthvað svona merkilegt, eitthvað sem bætir mannkynið. Til dæmis að taka í höndina á fólki, það kennir því að vísu ekki neitt…..en ég skemmti mér, og það bætir mannkynið!” sagði Ronsanía. Mildred fór að flauta. Eftir smá stund kippti hún hendinni í burtu. Ronsanía fór í hlátursskrampa!

Það gerðist ekkert merkilegt á leiðinni. Einhver kona kom með matarvagn, þær sofnuðu, átu nammi, hlóu, hlóu aðeins meira og átu aðeins meira nammi. Þá fóru þær í skikkjurnar og hættu að éta nammið, enda var það allt búið, svo að það þýddi ekkert að reyna fá sér meira.
Þegar þær komu út úr lestinni blasti risastór…..maður við þeim! Mildred náði rétt upp undir mitti á honum!
“Hana, komið! Ekket hangs, komið ykkur á lappir!” sagði hann dimmri röddu. Þau fóru í litla báta og ÞÁ blasti við þeim risastór kastali!
“Vááá!” heyrðist úr flestum bátunum.
“Linda og Katrín voru ekki að grínast! Þetta ER stórkostlegt!” stundi Mildred og horfði á kastalann. Þegar þau komu aftur upp á landið heyrðu þau að allir voru að tala um einhverjar vitsugur í lestinni…..
“Haldið þið að við höfum misst af einhverju meðan við sofnuðum? Um hvað eru allir að tala?” hvíslaði Patricia og leit í kringum sig.
“Hæ! Hey Pat, kom vitsugan í klefann ykkar?” spurði Mikael Mclean og kom til þeirra. Nú sá Mildred að hann var bara með aðra augntönnina og augun voru skærgræn.
“Eh, nei….við sofnuðum!” sagði hún skömmustuleg. Mikael ranghvolfdi í sér augunum.
“Nú jæja…….bara spyrja,” sagði hann og fór til einhverra annara stráka.
“Á hvaða heimavist haldið þið að þið lendið?” spurði Ronsanía og glennti upp augun. Hún átti örugglega eftir að verða heimsmeistari í því að vera fyndin og glöð!
“Báðar systur mínar eru í Ravenclaw, svo að ég held að ég lendi þar,” sagði Mildred.
“Ekkert endilega. Systkin lenda ekki alltaf í sömu heimavist,” sagði Patricia.
“Ég lendi vonandi í Gryffindor,” sagði Ronsanía og brosti.
“Mér er nú eiginlega sama hvar ég lendi, bara vera í Hogwartsskólanum!” sagði Patricia. Þær þögnuðu þegar stórar dyr voru opnaðar og kona stóð fyrir framan þær. Hún var í rauðbrúnni skikkju og með svartan hatt.
“Prófessor McGonagall!” hvíslaði Mildred að Patriciu.
“Takk Hagrid,” sagði hún. Risinn fór inn.
“Fylgið mér,” sagði prófessor McGonagall og fór á undan þeim inn. Þau fylgdu henni hljóðlaust.
“Bráðlega verður ykkur flokkað á heimavistir. Þær eru fjórar, og heita Gryffindor, Ravenclaw, Huffelpuff og Slytherin. Hver og einn nemandi í þessum skóla er á einhverjum af þessum heimavistum. Þegar búið er að flokka ykkur í heimavistir og skóladagarnir byrjaðir getið þið unnið stig fyrir heimavistina ykkar með því að vera dugleg í tímum, en misst stig með því að gera kennurum hér eitthvað til ama. Sú heimavist sem mun vera með flest stig í lok ársins vinnur sjálfan heimavistarbikarinn. Þótt að þið farið í mismunandi hús þá mæli ég með því að þið haldið vinskapi á milli ykkar,” sagði hún. Þögn.
“Komið,” sagði hún og opnaði aðrar stórar dyr. Mildred horfði inn í risastóran sal þar sem fullt af nemendum sat við fjögur borð. Beint á móti þeim var hinsvegar kennaraborðið. Mildred stöðvaði augun við manninn sem sat við miðju borðsins: ÞETTA VAR SÁ SAMI OG HÚN HAFÐI REKIST Á Í SKÁSTRÆTI!!!
“Áfram!” hvíslaði Ronsanía og ýtti Mildredi áfram. Á einum stað við borðið sat sami maður ig hafði verið sofandi í lestinni. Hann virtist frekar gamall, rétt einsog Jeff. Mildred hætti að hugsa um þetta þegar McGonagall lét lítinn koll fyrir framan þau og þar næst slitinn hatt. Sekúndu seinna opnaðist rifa á hattinn og hann fór með eitthvað kvæði….sem ljóðahatarinn Mildred nennti ekki að muna!
“Nú kalla ég ykkur upp, þið komið, og látið Flokkunarhattinn flokka ykkur í heimavistir,” sagði prófessor McGonagall.
“Albert Wilson!”
Lítill strákur labbaði og settist á stólinn. Eftir smá stund kallaði hatturinn hátt HUFFELPUFF!
Næsti nemandi, Anita Filbe, fór einnig í Huffelpuff en næst kom Arabella Baffeyl, sem fór í Gryffindor.
“Eigum við að hanga allan tímann hérna meðan það er verið að flokka!?” muldraði Ronsanía. Nokkrir nemendur voru kallaðir upp í viðbót, þar af fjórir í Gryffindor, og þá var kallað:
“Mildred Rún Bernold!”


Ok, ætli 4.kafli komi ekki ef ég verð ekki að læra fyrir próf!!! Vonandi takið þið líka vel á móti þessum…… :)