Annar kaflinn í sögunni. Fyrsti kaflinn var frekar stuttur svo að þessi er frekar langur! Enda vissi ég ekkert hvernig ég átti að enda hinn!!! Jæja, skemmtið ykkur við lesturinn eða kúgist, mér er sama!!! ;)

2.KAFLI
Í SKÁSTRÆTI

Mildred, Katrín, Linda og Jeff gengu inn á lítinn bar. Leki seiðpotturinn hafði verið hreinni!
“Sæll Tom,” sagði Jeff og veifaði Tom. Hann brosti lítillega á móti.
“Hvernig getur kallinn talað með svona fáar tennur?” muldraði Katrín og horfði á tennurnar í Tom. Aðeins önnur framtönnin, nokkrir jaxlar, augntönn, og svo fáeinar í neðri gómnum! Mildred brosti, hún hafði alltaf verið með undarlega beinar tennur.
“Og engin fíflalæti í þetta sinn!” sagði Jeff og horfði á þær þegar þau voru komin í bakgarðinn. Síðast þegar þau voru í Skástræti höfðu þær valdið svolitlum usla….
“Rólegur. Við lofum!” sagði Mildred og sendi Jeff saklaust augnaráð. Þar sem hún átti að byrja í Hogwarts þetta ár ætlaði hún ekki að valda Jeff vandræðum……strax!

Það var frábært að koma í Skástræti!
“Núna þurfum við ekki að vera í kringum heimska mugga! Þetta er munur!” sagði Linda og dró djúpt að sér andann, en hóstaði lengi þegar þau gengu framhjá apótekinu!
“Oj! Sjáið hvað stendur þarna! Glæný drekalifur á tilboði! Og…OJ!!! Tröllahor!?!? Hvaða vitleysingar kaupa tröllahor?” sagði Katrín og benti á skilti sem hékk yfir tvem tunnum fyrir framan apótekið. Eins og alltaf var mikið að gera þarna. Mildred varð næstum undir einhverjum risastórum manni sem gekk um, þarna var fullt af þrjóskum (og skoskum) galdramönnum að prútta, nornir að máta uppmjóa hatta, tveir strákar hlaupandi á eftir rottu…….
“Óóóó, þarna er hann! Þarna er Gustaf!” sagði Katrín skyndilega og greip andann á lofti. Mildred ranghvolfdi í sér augunum.
“Katrín! Þetta er bara strákur!” sagði Mildred og sparkaði í Katrínu.
“Umm, Mildred, þú ættir að koma og fara að finna einhverja hluti sem þú átt að kaupa,” sagði Jeff til að afstýra styrjöld. Rétt hjá var búð sem virtist selja dýr.
“Mmm, það væri hægt að byrja hérna,” sagði Mildred sakleysislega og mjakaði sér að búðinni. Jeff stundi.
“Þú mundir hvort eð er fara hingað,” muldraði hann og fór á eftir henni. Katrín og Linda urðu eftir úti að gera eitthvað annað.
Um leið og Mildred kom inn heyrði hún ýmis hljóð. Stórir og litlir kettir hnipruðu sig saman og mjálmuðu, mishátt og misvel, allskonar fulgar skræktu og sungu og í enda búðarinnar voru uglur og leðurblökur. En fyrir aftan búðarborðið var eitthvað það stórkostlegasta sem Mildred hafði á ævi sinni séð: Fönix! Fjaðrirnar voru eldrauðar og glansandi og öðru hvoru vældi hann lítillega. Jeff sá eflaust hvert hún horfði því að hann sagði: “Láttu þér ekki detta í hug að þú fáir fönix! Það kemur ekki til greina, þeir eru einum of dýrir!” Mildred brosti, svo fór hún að labba um. Helst vildi hún uglu, leðurblöku eða kött. Önnur dýr komu ekki til greina! Kettirnir voru af öllum stærðum og gerðum. Síamskettir, angóru-kettir og jafnvel nokkur tígrisdýr, sem voru ekkert sérlega ódýr!
“Búin að finna eitthvað?” spurði Jeff og leit í kringum sig.
“Neibb. Þú mátt koma aftur eftir viku, þá verð ég búin að finna eitthvað…” sagði Mildred og brosti til leðurblöku sem hafði opnað annað augað til að sjá hverjir væru að trufla hana. Jeff fór að tala við búðarmanninn um Sirius Black, en Mildred hélt áfram að skoða.
“Ooooo. Þvílík dúlla!” hugsaði Mildred og horfði á agnarsmáa skopuglu sem flaug um lítið búrið og vældi.
“……ég er dauðhræddur við að senda börnin mín í skólann! En dóttir mín er að byrja á þessu ári í Hogwarts og ég vill ekki valda henni vonbrigðum með því að banna henni það!” sagði búðarmaðurinn og hristi höfuðið.
“Nú? Einhver öruggasti staður fyrir þau er í skólanum. Ég hef fulla trú á Dumbledore!” sagði Jeff og brosti uppörvandi. Mildred skoðaði ugluna vel og vandlega. Á litlum miða fyrir neðan stóðu upplýsingar um hana.

“Tveggja vikna skopugla. Kvenkyns. Getur ekki borið þungar birgðir nema stutta vegalengd. Fer hratt og hlýðir nafni.”

“Jamm. Þú ert sniðug,” muldraði Mildred og potaði í gogginn á henni.
“NÚNA búin?” spurði Jeff og kom til Mildredar.
“Jebb. Þessi. Kostar virkilega lítið miðað við aðrar uglur,” sagði Mildred og benti á skopugluna.

Eftir 5 mínútur komu fullorðinn maður og stelpa með lítið uglubúr og margra mánaða matarbirgðir.
“Hvað á ég að gefa þessari uglu þegar hún klárar matinn?” spurði Mildred á bakvið búrið.
“Þessi ugla étur ekki svo mikið. Þetta hlýtur að duga fram að jólum,” svaraði Jeff.
“Nei, hallóóó! Ert þú ekki Jeff Bernold?” var sagt skrækri röddu einhversstaðar fyrir framan Mildredi.
“Verðandi nágranni!” hvíslaði Jeff órólegur. “Þú skalt fara að finna systur þínar meðan ég tala við hana!” bætti hann við. Mildred fór fegin af stað. Þegar hún leit við sá hún gamla konu með skær-bleikan hatt og í eldrauðri skikkju tala við Jeff.
“Og þetta á að verða nágranni minn? Ég kunni betur við muggana, þeir skiptu sér ekkert að okkur!”
Þegar hún var búin að finna systur sínar fóru þær að finna bækurnar sem Mildred þurfti.
“Þetta er ekki svo mikið. Þú venst þessu!” sagði Linda þegar Mildred kvartaði yfir því hversu mikið nemendur í Hogwarts þurftu að kaupa.

Eftir hálftíma labb um Skástræti (Mildred ætlaði aldrei aftur inn í apótekið. Fýlan af glænýrri drekalifur, körtuhjarta og vígtönnum úr vampíru er ekkert sérlega lokkandi!), var aðeins einn hlutur eftir: töfrasprotinn. Jeff hafði slitið sig frá frú Gowil (nýja verðandi nágrannanum) og var nú að njóta þagnarinnar. (“Það er ekki eðlilegt að geta talað svona mikið um ekki neitt!”).
“Jæja, það er Ollivander núna, ekki satt?” sagði Katrín og benti á eldgamla búð. Mildredi til mikils ama hafði hún verið skælbrosandi síðan hún talaði við Gustaf!
“Jú. Þið megið alveg fara á Leka seiðpottinn, við komum rétt bráðum. Nema það verði erfitt að finna sprota handa Mildredi!” sagði Jeff við Katrínu og Lindu. Þær kinkuðu kolli og fóru í burtu.
Þessi búð virtist enn eldri að innan heldur en að utan, og loftið var fullt af aldagömlu ryki.
“Velkomin,” var sagt einhversstaðar inn á milli hillanna. Mildred hrökk við. Gamall maður með hvítt hár kom fram. Hann smellti fingrum og málband fór strax að mæla hana.
“Og ef ég veit rétt þá ert þú dóttir Mildredar heitinnar Bernolds,” sagði maðurinn meðan hann náði í marga og mjóa kassa.
“Sönnun fyrir því að þú ert lík henni,” hvíslaði Jeff og brosti. Mildred hafði heyrt það frá fæðingu að hún væri lík móður sinni, og eflaust ætti hún eftir að heyra meira í framtíðinni!
“Hérna. Reyndu….þennan,” sagði Ollivander og rétti Mildredi stuttan og mjóan sprota. Hún veifaði honum út í loftið.
“Nei, ekki hann…..þessi?” sagði hann og rétti henni annan. Ekkert. Jeff stundi. Mildred hafði alltaf verið undarleg. Eftir að hafa reynt svona 5 sprota í viðbót rétti Ollivander henni einn dökkrauðan sprota.
“Fönixfjöður….askur, 24 cm….” tuldraði hann þegar hún fékk hann. Hún geispaði og veifaði honum. Undarlegir neistar spruttu úr honum og Jeff stundi…..glaðlega í þetta sinn!
“Gjörðu svo vel, ungfrú Bernold,” sagði Ollivander og lét sprotan í kassa og rétti svo Mildredi.
“Jeff! Það kom upp neyðarástand, geturðu komið?” sagði skyndilega maður sem virtist hafa sprottið upp úr jörðinni.
“Hvað? Þá það. Mildred, þú ratar á Seiðpottinn. Segðu Katrínu og Lindu að ég hafi þurft að skreppa frá,” sagði Jeff. Augnabliki síðar var hann farinn.

Mildred fór eins hratt og hún komst með bækurnar, ugluna og allt dótið sem hún hafði þurft að kaupa.
“Eitt fjárans horn og ég er komin!” hugsaði hún og fór hraðar. PÚFF! Hún rakst á einhvern þegar hún beygði fyrir hornið!
“Afsakðu! Ég sá þig ekki!” sagði hún og fór að tína dótið upp. Þetta var gamall maður með sítt silfurlitað skegg. Hann tók upp gleraugun og brosti til hennar.
“Þetta er í lagi. Þú varst líka með það mikið að það er engin furða að þú hafir ekki séð mig,” sagði hann og týndi sínar eigin bækur upp. Þegar Mildred hafði tekið allt sitt dót flýtti hún sér á Leka seiðpottinn.

“Naumast að þetta tók tíma!” sagði Katrín og starði á Mildredi þegar hún kom inn.
“Hvar er Jeff?” spurði Linda og horfði útum allt.
“Neyðartilvik á Mungó,” sagði Mildred. Þær voru vanar því að eitthvað svoleiðis kæmi upp. Mildred fór nú að kíkja í allar bækurnar sem hún hafði keypt.
“Hvað í…?” muldraði hún og starði á þykka og brúna bók. Þessa átti hún ekki….
“Hvað er þetta?” spurði Linda áhugasöm og bankaði í þykka bókina.
“Vúbbs. Ég rakst á einhvern mann á leiðinni hingað og sennilega hef ég tekið eina bókina hans….” sagði Mildred. Hún flýtti sér út með bókina. Guð mátti vita hvert hann hafði farið! Mildred labbaði um í smá tíma þangað til að hún sá manninn aftur! Hún hljóp að honum og potaði í öxlina.
“Ó. Góðan daginn,” sagði hann og brosti.
“Já, ömm, sæll. Þegar ég rakst á þig áðan þá tók ég óvart eina af bókunum þínum. Gjörðu svo vel,” flýtti Mildred sér að segja og rétti honum bókina.
“Þakka þér fyrir!” sagði hann og tok við bókinni. Mildred kinkaði kolli og hljóp svo í burtu.

“Jæja, fannstu hann?” spurði Katrín og rétti Mildredi könnu með hunangsöli. Hún kinkaði kolli og drakk allt í einum teyg!!!


Ok, framhaldið komið. Giskið á hvern Milla rakst á….. ;)