Hér er kominn næsti kafli. Ég er farin að reyna láta atburðarásina vera hraðari til að þið fáið ekki allveg ógeð á Dropanum en það gengur eikkað illa :/

Hér er allavega framahaldið.

Hingað vorum við komin:

Hann sleppti honum svo hann flögraði á sama stað í herberginu, dró upp sprotann sinn og hvíslaði fyrir munni sér “aradona argómedi taraúre” allt í einu sáu þau myndirnar koma útúr vélinni og hanga þarna í lausu lofti. Dumbledor horfði á mjög hugsi á svip. Þegar hann byrjaði að klóra sér í skegginu fékk Harry nóg.

“Af hverju lætur hún svona? Þetta á ekki að vera svona, ég meina eitthvað hlýtur að vera að! Við sáum hann líka og er brugðið en ekki SVONA brugðið!”

“Þetta er í lagi, ég ætla ekki að segja ykkur frá þessu nema að einum nemanda viðstöddum og með leyfi hans, og ef mér skjátlast ekki þá stendur hann hér fyrir utan akkurat núna. Þau sneru sér öll mátulega við til að horfa á þennan nemandi ganga inn. Það var sá síðasti sem þau áttu vona á og öll í kór sögðu þau nafnið hans undurlágt.

“Neville!”




13.kafli

“Neville, hvað ert þú að gera hér?” Harry gat ekki stillt sig um að spurja.

“Dumbledore fannst ég ætti að fá að vera viðstaddur fyrst það á að fara að tala um foreldra mína og móðursystur.”

“Ha, ég skil ekki”

“Ertu frændi Morgönu?” Það var Saskia sem áttaði sig.

“En bíddu” Harry var alveg ruglaður “ef þú ert frændi Morgönu, og við erum að fara tala um móðursystur þína, þá hlýtur Morgana að vera systir mömmu þinnar.”

“Já, það er viturlegast að álikta það Harry minn” Dumbledore var mjög glettinn á svip.

“Vá þetta gerir mann ruglaðan.”

“En, það útskýrir samt ekki af hverju hún lét svona.”

“Já það er besta að koma að því” Dumbledore var aftur orðinn alvarlegur.

“Þið hafið eflaust getið ykkur til þess að “þau” eru mamma mín og pabbi.” Harry fékk sting fyrir hjartað, hann hafði aldrei séð Neville svona, svona alvarlegan, svona sorgmæddan….svona þroskaðan!

“Já við höfðum það” Martin svaraði.

Það var Dumbledore sem hélt áfram, “þegar Frank og Alice” hann hikaði og leitaði að réttu orðunum, “liðu það sem þau þurftu að líða, var ein manneskja sem gat ekki sætt sig við það og sór að finna hvað sem gat læknað þau. Morgana Alexandra Dobb, yngri systir Alice. Hún hafði alltaf litið upp til systur sinnar, dýrkað hana og dáð. En svo skeði áfallið, ímynd systur hennar var eyðilögð. Hún var niðurbrotin, en svo tók hún sig saman og sór að bjarga systur sinni eins og hún kallaði það. Svo kom það, hún sat kvöld eftir kvöld yfir bókum um hvað eina og á endanum fann hún það…hún hafði tekið ranga bók og lenti allt í einu á bók um þjóðsagnaverur. Hún ætlaði að leggja hana frá sér, en eins og svo margir aðrir heillaðist hún af kápunni. Hver stenst mynd af Rondóla í stuði, reyndar er þetta eina myndin sem náðst hefur af honum þangað til núna.” Hann benti á myndirnar sem enn “héngu” í loftinu.

“Hefurðu vitað að hann væri hér í skóginum allan tímann?” Þau voru öll mjög undrandi.

“Nei. Ég sagði aldrei að sá sem þið sáuð hefði verið Rondóla. Það er sá sem sást fyrir 100 árum, þegar þessi mynd var tekin.”

Hann tók upp fallega rauða bók og horfði á myndina framan á kápunni áður en hann sneri henni við svo þau gætu séð. Framan á myndinni var svartur einhyrningur með fallega silfraða sokka og stórt horn. Hann var prjónandi og í bakgrunn sást fallegt skógarrjóður.

“Höldum áfram með söguna, Morgana ákvað það að taka sér stundarpásu frá leitinni og skoða þessa bók. Hún heillaðist strax, allar þessar þjóðsagnaverur. Svo kom að kaflanum um Svörtu Einhyrningana. Hún las og hún las, og þá kom það. Að tárin hefðu þann mátt að geta læknað hvað sem var, hvað sem var.”

“Hún ákvað að finna tár til að frelsa pabba og mömmu.” Harry hafði gleymt því að Neville var líka þarna.

“Svo kom það, stóra tækifærið. Félagið ákvað að leita þau uppi.” Saskia var meir að tala við sjálfa sig og fattaði ekki fyrr en bróðir hennar sparkaði harkalega í hana að þau voru ekki ein í herberginu.

“Já svo kom tækifærið.” Dumbledor horfði á þau til skiptis. “Ég held hún hafi leitað svo lengi án árangurs að það að finna hann, sjá að þetta væri mögulegt hafi verið og mikið áfall.”

“Ég ætla niður til Morgönu. Hún vill áreiðanlega deila þessu með mér. Hún gerir það alltaf. Segir alltaf þegar hún hittir mig “nú fer þetta að koma Neville ég er aðeins nær að finna hvernig ég frelsa þau!” og hún þarfnast þess að sjá mig þegar hún er í svona ástandi.” Neville var byrjaður að snökta.

“Já, og þið krakkar skuluð fara í rúmið. Neville ég fylgi þér niður, ég ætla að tala aðeins við hana frænku þína.” Dumbledore stóð á fætur og gekk til dyra.

Krakkarnir voru fljótir uppá heimavist. Þegar þau komu þangað biðu Ron og Hermione eftir þeim. “Harry! Martin! Saskia!” Það var Ron sem kom auga á þau fyrr. Hann var óvenju fölur í andlitinu. Harry mundi skyndilega hversu hræddur hann var við skóginn. Hann hlaut að hafa verið að deyja úr hræðslu um þau.

“Hey, Harry sjáðu hvað var að koma!” Ron veifaði glaðlega bréfi framan í hann. “Mamma var að biðja um að þú og Herm yrðu hjá okkur um jólin.”

Ron varð skyndilega alvarglegur. “Þú kemur er það ekki?”

“Auðvitað kem ég! Hvað heldurðu maður.”

Þau fóru uppí svefnsal. Hermione og Saskia í sinn og strákarnir í sinn. Neville var ókominn.

Þessar 2 vikur til jólafrís liðu fljótt. Fyrstu vikuna höfðu Saskia og Martin verið mjög niðurdregin yfir að þurfa vera ein um jólin en svo skyndilega hafði komið bréf að heiman með þeim fréttum að faðir þeirra yrði heima og því ættu þau að koma heim með Hogwarts-hraðlestinni.

Loks rann dagurinn upp. Þau stóðu í röðinni og biðu eftir því að komast útí vagnana sem fluttu þau á brautarpallana. Saskia ljómaði eins og sól að vera fara að hitta pabba sinn aftur en brosið dofnaði aðeins þegar þau komu út. Það dofnaði á nokkrum í hópnum og Harry vissi á hverjum án þess að líta á þau. Samt brá honum að sjá að Saskia og Martin horfðu líka á þá. Þegar þau komu inn í lestina og voru sest í vagn öll saman, hann, Hermione, Ron, Saskia, Martin og Neville gat hann ekki stillt sig lengur.

“Hvern sáuð þið? Ég meina, ég sá mömmu og pabba,” hann hikaði “og Sirius. Og Hermione og Ron sáu Sirius líka. Neville hefur líka horft á dauðann. Hann var viðstaddur þegar Sirius var myrtur en það var samt ekki í fyrsta sinn.”

“Við horfðum á fylgismenn Voldemort myrða gömlu fóstruna okkar. Þeir áttu að leita okkur uppi og þóttust vera sölumenn, hún kom auga á hauskúpuna á hendinni á þeim. Það sást á henni og þeir myrtu hana. Sem betur fer fyrir okkur höfðum við verið í feluleik þegar þeir komu og vorum þess vegna bak við sófa. Þeir vissu ekki af okkur og héldu að Rose væri húshjálpin hjá mömmu og pabba. Viku seinna kom Voldemort og ætlaði að myrða mömmu og pabba. Hún vissi hann myndi myrða okkur ef hann kæmist að því að við værum til og lokkaði hann því burt meðan frú. Losbourk kom okkur burt. Það var nýja fóstran og við urðum alltaf að ávarpa hana formlega.”

Það var allger þögn í klefanum, fljótt komust þau samt í betra skap og vissu ekki fyrr en þau voru komin á brautarpall 9 ¾. Þegar þau komu útúr lestinni beið herra Weasley eftir þeim. Þau kvöddu Saskiu og Martin og hröðuðu sér til hans. Þau sáu strax að eitthvað beið þeirra heima og veltu fyrir sér og ræddu hvað það gæti verið, hr. Weasley fékkst ekki til að segja neitt. Þegar þau komu heim tók Molly ekki á móti þeim eins og venjulega heldur dillandi hlátur sem þau höfðu haldið þau mundi ekki heyra aftur.

Fleur Delacour!

Ron hraðaði sér inn í stofu fyrstur af öllum.

Sú manneskja sem hann hafði síst af öllu átt von á að sjá sat í stofusófanum við hlið mömmu hans sem var í óða önn við að prjóna sokka. “Fleur!”

Hún leit upp og leit á þau með þessum stóru augum sem höfðu heillað svo marga þann tíma sem hún dvaldi í Hogwartsskóla 2 árum áður.

“Halló, Ron.” Hún leit á frú Weasley greinilega til að sjá hvort hún hefði sagt þetta rétt. Þegar hún sá a’ svo var leit hún aftur á Ron og rétti fram höndina. “Velkomin heim.”