Hæ, það er komið framhald af sögunni, annar kafli, eins og þið sjáið…

2. kafli -spoiler
“Æi, ég nenni ekki að segja frá þessu öllu saman, þið getið gert það!” sagði frú Weasley ólundarlega. Harry horfði spenntur á systkinin og Hermione. “Sko,” tók Ginny til máls. “Þú veist, Charlie, bróðir okkar, er í Rúmeniu að rannsaka dreka?” “jamm, ég á víst að vita það.” sagði Harry og beið eftir framhaldi. “ En núna ætlar hann að koma til Bretlands til að vinna fyrir Regluna!” Harry varð orðlaus, ef að honum blöskraði ekki hrapalega vissi hann nákvæmlega hvað þetta þýddi.”Áttu þá við að…” Hann ræskti sig og hélt áfram. “Eigiði þá við að… að við förum… að sækja hann?”
“Nákvæmlega.” sagði Fred og brosti í kampinn.
“Heiriði mig!” sagði frú Weasley ströng. “Þið getið alls ekki gert ykkur neinar vonir! Dumbledore…” en Harry hlustaði ekki á hana. “En hvenær…? hvernig…?”
“Við vorum að spá í að fara eftir rúma viku ef við fáum leifi, svo förum við bara á kústum, tökum samt muggaskip frá London til Belgiu, en vandamálið er bara hvernig við fáum kúst handa Hermione…” “En strákar, ég skil samt bara ekkert í þessu.” sagði Hermione “Hvernig förum við, og hvernig í ósköpunum á ég að læra að fljúga? Ég hef ekki stigið fæti á kúst frá því að við fórum í fyrsta flugtíman!” og Harry sá ekki betur en að hún væri þónokkuð skelkuð við tilhugsunina um flug eftir um það bil 5 ár sem hún hafði ekki snert kúst.
“Þetta verður ekkert mál, Hermione,” sagði Ginny hughreistandi og klappaði henni á handarbakið. “hvernig væri að við sýndum ykkur hvaða leið við förum?” sagði hún en gugnaði undan augnaráði frú Weasley. “Ef við förum!”
“Góð hugmynd, Fred, náðu í landafræðibókina.” sagði Ron og settist hliðin á Harry við borðið, það gerðu Hermione, Ginny og George líka.Eftir um það bil fimm mínútur kom Fred niður stigan með stóra landafræðibók í höndunum.
“Hérna er hún,” stamaði hann upp og slengdi nýþungri bókinni á borðið. “Vá, enginn smá skrudda” sagði Harry, “veit.” sagði George annars hugar og byrjaði að fletta í upp í bókinni. “Hérna er þetta.” hann staðnæmdist í bókinni og byrjaði að sína leiðina, meðan frú Weasley stóð og starði á þau með ströngu augnaráði.
“Við byrjum á að fara með muggaskipi til Belgiu, eins og Fred sagði. Þaðan förum við líklegast til Þískalands, svo til Austuríkis og Ungverjalands, og við hittum Charlie í Oradea í Rúmeniu. Þetta á ekki að taka eins langan tíma og það lítur út fyrir að taka, sko, fjóra, fimm daga aðra leiðina.” lauk hann máli sínu.
“En, fæ ég leyfi, ég er að meina, þarf ég ekki að vera undir eftir eftirliti eftir endurkmu Voldemorts?” sagði hann og horfði á alla hrilla sig nema Hermione, sem hafði loksis lært að nefna “hinn mirka herra” á nafn.
“Það er þess vegna sem Dumbledore þarf að gefa leifi fyrir þessu, ekki bara við, og við erum ekki búin að því!” bætti frú Weasley við, enn einusinni í ströngum tón.
“En var ég samt ekki undir eftirliti á Runnaflöt? Og núna?” þetta kom málinu ekki beinlínis við, en hann vildi samt fá að vita það.
“Auðvitað vitað var fylgst með þér, vinurinn,” sagði frú Weasley í blíðlega. “ Ég held mera að segja að Mundigus hafi verði fyrir aftan þig á leiðinni til Arabellu Figg.” Þetta kom Harry dálítið í opna skjöldu, honum fannst alltaf þegar talað var um að fylgst væri með honum, að allir héldu að hann væri ekkert annað en bjargarlaus smákrakki.
“Svo hefðiru náttúlega ekki mátt koma hingað ef ég væri ekki hérna, þannig er það nú…” hún var byrjuð að elda matinn með mikla hjálp frá sprotanum sem snérist í marga hringi og beindist að skúffu með hnífi, hann kom fljúgandi og skar gulrætur sem höfðu byrst á bretti, það var nýlent eftir fyrstafloks flugferð.
“En mamma, hverjar mundir þú halda að líkurnar væru á að þið og Dumbledore myndu leifa okkur að fara?” spurði Ron, svolítið í bænarróm. “Guð, ég veit það ekki! Við pabbi þinn eigum eftir að ræða þetta, og eins og ég sagði, ekki gera ykkur of miklar vonir!” rödd hennar var ákveðin.
“Jájá mamma,” sagði Fred sem var staðinn upp, og ránhvolfdi augunum. “Hver vill koma í Quiddich?” bætti hann síðan glaðlega við. Stákarnir voru sljóir að samþikkja en Hermione sagðist þurfa að klára einhverja ummindaritgerð fyrir McGonagall, og Ginny áhvað að fara með henni.
“Þú verður samt að koma á morgun, Hermione, við þurfum að kennað þér að sitja almennilega á kústi!” kallaði Rn stríðnislega á eftir henni. Hún bandaði bara ólundarlega frá sér hendinni og hét áfram með Ginny á hælunum.
Quiddichleikurinn endaði með 3-4 fyrir tvíburunum, eftir harða baráttu. Strákarnir komu svo inn í ylmandi kjötkássu rennsveittir og rjóðir í framan.

Um nóttina dreymdi Harry enn einusinni endurminningar frá því sem gerðist í Galdramálaráðuneitinu, sem varð til þess að hann vakti Ron með öskrum frá sjálfum sér. “Harry, hvað er að?” stamaði hann áhyggjufullur. “Á ég… á ég að sækja mömmu?” ”Nei,” muldraði Harry þar sem hann sat teinréttur á dýnunni í svitabaði og skammaðist sín upp í ystu æsar. “Nei, neinei, Ron, þetta er allt í lagi, bara martröð.” “Dreimdi þig þetta með Sirius? Harry , er allt í lagi?” “Já, allt í lagi, förum bara aftur að sofa.” sagði Harry og reyndi að þurka tárin burt sem voru að brjótast fram í augnkrókana svo lítið bæri á, auðvitað var ekki allt í lagi. Hann sneri sé á hina hliðana og sofnaði loks aftur eftir hálftíma.
Næsta dag stóð Ron við loforð sitt og strákarir neiddu Hermione útí garð og reindu að kenna henni undirstöðu atrinin á kústi.
Hún fékk Cleansweepinn hans Rons, þar sem hann var besti kústurinn á svæðinu fyrir utan Þrumufleyginn. En hann var líklegast til of hraðskreiður.
Þetta byrjaði ekki beinlínis vel, og kenslan varð stutt þennan dag, því þegar kústurinn var komin um fimm metra upp í loft greip Hermione dauðahaldi í Harry sem flaug við hliðina á henni.
“Harry, ég get þetta ekki!” sagði hún og skalf af hræðslu. “Hermione, sleftu, þú meiðir mig!” “Nei! Ég get það ekki!” Harry stundi og beiygði sig niðrá við. þegar þau voru að koma niður rétti Harry úr kústinum til að lenda, en Hermione var ekki nógu snögg, og datt killiflöt í grasið þegar kústurinn rakst í jörðina. “Ái!” stundi Hermione, Harry sem snéri auman handlegginn, vorkendi henni ekki mikið. “Ég meina það! Þetta var í fimm metra hæð, Hermione!” sagði hann önugur “Og? Ég er kannski ekki flogið eins og fugl eins og þú, þar sem þetta er meðfætt hjá þer!” “ Samt, við hefðum getað dottið bæði Hermione! Og þó að fimm metrar séu ekki mikil hæð fyrir þá sem kunna að fljúga er það samt hátt til að detta úr og þú þurftiru að verða svona drulluhrædd!? Það var ekkert að gerast!” Hermione opnaði reiðilega munninn til að svara í sömu minnt, en Ron greip frammí fyrir henni. “Hermione, slepptu þessu, ég nenni ekki að hanga hérna úti, komum bara inn. Okei?”
Þegar þau komu inn voru Weasleyhjóninn inní stofu.
“Krakkar mínir, komiði inn. Við Molly vorum aðeins að ræða saman,” sagði Herra Weasley vinalega, sem hafði heilsað Harry um morguninn.
Þau settust niður og Herra Weasley byrjaði að tala
“Sko, þetta með fyrirhugaðu ferð ykkar til Rúmeniu, við höfum komist að hálfgerðri niðurstöðu…”

Ég veit að þetta er stutt, en það verður að hafa það … viljiði framhald?