jæja… hérna kemur næsti kafli:) Endilega segið alveg hreint út hvað ykkur finnst því að þá get ég bætt það í næsta kafla :)

3.Kafli
Örið og hauskúpan

“Afhverju varstu svona lengi?” spurði Ron þegar hann kom inn í herbergið þeirra.
“Lupin vildi tala við mig,” sagði Harry. “Ertu búinn að læra allt heima?”
“Bíddu, ekkert vera að reyna að skipta um umræðuefni hérna,” sagði Ron. “Hvað sagði Lupin við þig?”
Harry sagði ekki neitt heldur lagðist í rúmið.
“Harry þú getur ekki farið að leggjast í þunglyndi út af þessu,” bætti Ron við.
“Ég var að hugsa,” sagði Harry, “mannstu þegar við vorum í leyndardómsstofunni, þarna herbergið með heilinum?”
“Já?”
“Þetta herbergi var það sem geymir allar minningar í heiminum,” sagði Harry.
Ron horfði á hann.
“Ert þú að segja að minningar mínar séu geymdar í einhverju herbergi í ráðuneytinu?” spurði Ron.
Harry kinkaði kolli.
“Oj,” sagði Ron og hryllti sig.
Ginny kom inn í herbergið.
“Það er matur,” sagði hún.
Harry og Ron fóru niður í eldhús.
“Ó, gott kvöld Harry minn,” sagði Frú Weasley þegar hann kom inn. “Ég frétti að þér hafði verið mjög brugðið í morgun?”
“Já, honum var mjög brugðið en hann brást hárrétt við,” sagði Lupin sem við borðið og var að drekka te.
Harry brosti vandræðalegu brosi og fékk sér kótilettu og kartöflustöppu.
“Jæja, Harry, ertu búinn að fá út úr U.G.L.u prófunum?” spurði frú Weasley.
Harry kinkaði kolli með fullan munninn af kartöflustöppu.
“Hann stóð sig bara svo rosalega vel,” sagði Lupin og brosti.
“Hvað fékk hann?” spurði hr Weasley áhugasamur sem var í óða önn að reyna við talnalás á muggaferðtösku fram á gangi. Lupin leit á Harry.
“Harry fékk 16 U.G.Lur.”
Það var dauðaþögn.
“Vá, Harry, það er nú bara aldeilis mikið!” sagði frú Weasley. “Hann Ron fékk 12 U.G.L.ur.”
Harry roðnaði. Þetta var mjög mikill munur og hann sá að Ron var ekkert sérstaklega ánægður með þetta.
“Þeir hljóta að hafa hækkað mig eftir hvað þeir höfðu verið leiðinlegir við mig í Spámannstíðindum,” sagði Harry til að gera lítið úr þessu. Harry hitti naglan á höfuðið. Allir hljóðnuðu eða byrjuðu að gera eitthvað annað.
“Hvenær kemur Hermione hingað?” spurði Harry til þess að fá einhverja umræðu.
“Á morgun,” sagði Ginny. “Ég sagði þér það áðan, hvernig væri að hlusta?”
Það var ekki sagt meira yfirkvöldverðarborðinu.
Um kvöldið þegar Ron var farinn að sofa tók Harry fram pergament og fór að skrifa. Hann skrifaði allt sem hann mundi eftir Siriusi. Það var ekki fyrr en um þrjú leitið sem hann náði að sofna.
* * *
“Vakna!” sagði Hermione og barði púða í andlitið á Harry. “Svefnpurrka, hvernig væri að vakna fyrir hádegi?”
“Góð hugmynd,” sagði Harry. “En þú skalt ekki voga þér að vekja mig svona aftur. Ég gæti lagt bölvun á þig!”
Harry var glaður, það var eins og þungu fargi hafði verið lyft af honum.
“Frú Weasley vill að við hjálpum henni að taka aðeins til í betri stofunni. Það er eini staðurinn sem ekki er búið að taka almennilega til,” sagði Hermione. “Hvernig hefur þér eiginlega liðið?”
“Mér líður miklu betur núna,” sagði Harry.
“Gott,” sagði Hermione. “Farðu nú að klæða þig og koma fram, ég þarf að tala við þig.”
Harry klæddi sig í rólegheitunum og fór fram.
“Ó, Harry, bréfið þitt var að koma,” sagði frú Weasley þegar hún sá hann í eldhúsinu og rétti honum bréf frá Hogwarts. “Hvað viltu fá? Pulsur? Muffins? Pönnukökur? Ristabrauð? Skrömbluð egg? Svínakótilettur? Müsli? Jógúrt?”
“Pulsur væri fínt að fá,” sagði Harry annars hugar og byrjaði að opna bréfið.
Hann þurfti að kaupa nýja töfradrykkjabók: Töfradrykkir fyrir lengra komna og plöntur. Hann þurfti líka að kaupa nýja ummyndunar bók og líka nýja Varnar gegn myrkruöflunum bók: Hættulegustu bölvanirnar og myrkuskepnurnar.
“Harry, hvað fékkst þú í U.G.L.u prófunum?” spurði Hermione. “Ég meina, ég fékk bara 18/20!”
“Harry fékk 16 U.G.L.ur,” sagði frú Weasley.
“Harry, þú ert að grínast!” sagði Hermione. “Ó til hamingju!” Hún var næstum því búin að faðma hann en hún mætti augnaráði Harry’s sem lét hana hætta við. “Hvað er þetta í bréfinu þarna?” spurði hún.
Þetta var barmmerki. Hermione varð fyrr til og tók barmmerkið fram.
“Til hamingju Harry,” sagði Hermione sem hafði orðið fyrr að skoða það. “Þú ert orðinn nemendaformaður!”
“Ó nei, er þetta ekki þitt merki?” spurði Harry og tók við merkinu. “Þú ert að grínast!”
Harry hafði aldrei verið ánægðari. Með barmmerkinu stóð:

Mér finnst þú eiga þetta skili, A. Dumbledore.

Harry mætti augnarráði Rons sem boðaði ekki gott.
Eftir morgunmat fóru þau að hreinsa til í herberginu fræga.
“Jæja, Harry, hvað hefurðu gert í sumar?” spurði Hermione.
“Svo sem ekkert merkilegt.”
Ron þagði.
“Harry, hvernig hefur þér liðið?” spurði hún Harry hljóðlega.
“Mér hefur ekki liðið sem best en ég talaði við Lupin í gær, og ég get sagt þér að það var afskaplega fróðlegt og gott,” sagði Harry. “Ég verð að fá að tala við þig á eftir,” hvíslaði Harry að henni.
Þau voru næstum því allan daginn þarna að laga til. Þetta var stórt hebergi með mörgum skúffum, hillum og skotum. Þau fundu meira að segja rotnandi hönd í einni þeirra. Það var ekki fyrr en kvöldmaturinn var búinn sem Harry, Ron og Hermione náðu að vera ein saman inn í herbergi Harry og Rons.
“Lupin sagði mér hvað Leyndardómsstofnunin gerði eða hvað var í henni.”
“Hvað?” spurði Hermione æst.
“Minnið er það sem er göfugra og yndislegra en allt sem til er í heiminum.”
Hermione starði á Harry í smá stund.
“Auðvitað,” sagði hún hljóðlega. “Þetta er auðvitað minnið! Hvernig gat ég verið svona vitlaus!”
“Hvað?” spurði Ron.
“Þú skilur ekki!”
“Auðvitað ekki! Ég veit ekki einu sinni hvað þú ert að tala um!” sagði Ron móðgaður.
“Minnið er það hræðilegasta sem til er í heiminu, en af hverju?” þetta var meira spurning til Harry’s og Ron’s en til hennar sjálfra.
“Ég veit ekki,” sagði Ron fúll á svip.
“Ég hefði haldið að það væri ástin, en auðvitað er það hún líka,” sagði Hermione. “Það sem er hræðilegast og fallegast og yndislegast í heimi er ást, ótti og trú. Án þess að hafa minningar getur maður ekki elskað, óttast eða trúað. Minnið er allt sem maður hefur, ef maður hefur það ekki, þá er maður ekki neitt.”
Harry starði agndofa á hana í smá stund.
“Er það þess vegna sem Vitsugur sjúga sálina úr manni?” spurði Harry.
“Ég býst við því.”
“Það er líka eitt annað sem hann Harry vill segja þér,” sagði Ron sem var að reyna að koma sér inn í umræðuna.
“Hvað?” spurði Harry Ron.
“Þetta með Snape auðvitað og Lupin!”
“Ó,” sagði Harry. Hann hafði gleymt því. “Í gærmorgun þá leið yfir Lupin.”
“Er það! Er allt í lagi með hann, hann virtist ekkert vera…”
“Það er allt í lagi með hann,” sagði Harry. “Það var Snape sem var, hvað getur maður sagt, almennilegur. Svo fékk ég sting í örið og hann sting í merkið…”
Harry strauk yfir ennið þar sem hann sveið í örið. Mjög mikið.
“Harry, hvað er að!”
“Örið… Hann er að kalla á þá!”
“Öh… er þetta óvenjulega sárt?” spurði Hermione yfirveguð.
Harry kinkaði kolli. Hermione hljóp fram til þess að ná í einhvern.
“Ekki Hermione!” öskraði Harry á eftir henni.
“Harry! Harry! Hvað ertu að gera!” Ron horfði á Harry nánast engjast á gólfinu af sársauka. “Harry stattu upp og farðu með mér niður.”
Ron reis Harry upp og saman löbbuðu þeir að eldhúsinu en Lupin kom á móti þeim.
“Harry, er allt í lagi?”
“Já, já,” náði Harry að stynja upp.
“Harry, haltu þér vakandi,” sagði Lupin rólegur og leiddi hann að stofunni.
“Hvar er Snape?” spurði Harry.
“Hverju máli skiptir það! Það ert þú sem ert að þjást en ekki hann!” sagði Ron
“Ron, farðu að athuga með Snape! Ef ég er að drepast úr sársauka er ég það líka.”
Ron stóð í sömu sporunum og gerði ekki neitt.
“Æi!” Harry reif sig lausan og hljóp að herberginu hans Snape sem var handan hornsins og reif upp dyrnar. Snape lá þarna í rúminu með saman bitnar tennur og horfði á hann með sársaukasvip. Lupin og Ron fylgdu fast á eftir.
“Ron, sæktu einhvern,” sagði Lupin. “STRAX!”
Lupin fletti upp skikkjuerminni hans Snapes þar sem hauskúpan var svört, kolsvört. Snape lá þarna hjálpvana af sársauka og Harry stóð þarna og horfði á Lupin galdra fram ís og önnur tæki. Harry sveið í örinu og fannst eins og hann þyrfti að gera eitthvað. Bill kom og hr. og frú Weasley og Hermione. Þau vissu ekki hvað átti að gera.
“Hann er að brenna út!” sagði Lupin. “Ég vil að einhver sendi uglu til Dumbledores og Skröggs, strax.”
Tonks og Bill fóru út til þess að senda uglu til þeirra en hin stóðu í horni á herberginu og horfðu á Lupin hjúkra Snape. Það tók enginn eftir því hverni Harry rann niður vegginn. Meðvitundarlaus.

Hvernig er þeta?

Fantasia