1.kafli- Lucia-
“Ég fékk bréfið!!!! Ég fékk bréfið!!!!!!”
Lucia var að springa af gleði þegar hún hljóp með stórt bréf til mömmu sinnar. Þær bjuggu í Hogsmeade.
Lucia var ljóshærð og með grænbrún augu.
Hárið féll þykkt niður að mjöðmum en það virtist ekki eins sítt þegar fléttan var í hárinu. Lucia var svo rosalega glöð yfir að fá að byrja í Hogwarts. Hún byrjaði að skoða bréfið sem var svona:
Hogwart-skóli galdra og seiða

Skólastjóri: Albus Dumbledore
(Eftirmaður Merlins, Hæstráðandi seiðmaður Warlocks, Æðsti Mugwump, Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra ungfr. Lucia Moine.
Það er okkur sannkölluð ánægja að tilkynna þér að þér hafið hlotið skólavist í Hogwartsskóla. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Skólinn hefst 1. september. Við væntum uglu yðar fyrir 31. júli.

Bestu kveðjur,
Minerva McGonagall,
Aðstoðarskólastjóri.
Skólabúningur
Fyrst a árs nemar þurfa:
1 Þrjár einfaldar vinnuskikkjur (svartar)
2 Einn einfaldan toppmjóan hatt (svartan) til daglegra nota
3 Eitt par af hlífðarhönskum(drekaskinn eða annað álíka)
4 Eina vetrarskikkju (svarta með silfurfestingum)
Vinsamlega athugið að öll föt nemenda skuli vera merkt þeim

Bækur
Allir nemendur skuli eiga eintak af eftirfarandi bókum:
Almenna álagabókin(1.stig) eftir Miröndu Goshawk
Saga galdrana eftir Bathildu Bagshot
Galdrakenningar eftir Adalbert Waffling
Leiðarvísir í ummyndun fyrir byrjendur eftir Emeric Switch
Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir eftir Phyllidu Spore
Töfradrykkir og elexírar eftir Arsenius Jigger
Yfirskilvitleg dýr og eftirlætisstaðir þeirra eftir Newt Scamander
Hin myrku öfl: handbók í sjálfsvörn eftir Quentin Trimble

Annar útbúnaður
1 töfrasproti
1 suðupottur (tin, stærð 2)
1 sett af tilraunaglösum úr gleri eða kristal
1 sjónauki
1 látúnsvog
Nemendur mega einnig taka með sér uglu eða kött eða halakörtu
Foreldrar eru minntir á að fyrsta árs nemar mega ekki taka með sér eigin galdrakústa.

Mamma hennar skælbrosti og sagði henni að klæða sig í útiföt, því þær væru að fara í Skástræti.
Þegar þær voru komnar fóru þær fyrst að kaupa skikkju.
Þær komu inn í skikkjubúðina og kona kom að mæla Luciu. “ Nákvæmlega 164 sentímetrar.” Svo fóru þær að kaupa fleiri hluti sem þurfti til.
Á meðan Lucia fór að kaupa sprota fór mamma hennar að kaupa eitthvað.
“Góðan dag.” sagði mjúk rödd. Lucia hrökk upp og
sá gamlan og góðlegan mann. “ Ertu að velja sprota?”
Lucia svaraði játandi. Herra Ollivander mældi hana og fór svo að leita að sprota. “ Prófaðu þennan.”
Lucia sveiflaði sprotanum og fann hita streyma í fingurna.
Rauðir og hvítir neistar flugu úr sprotanum.
Þetta var sprotinn hennar, hlynur, einhyrningshár, tuttugu og sex sentímetrar, sveigjanlegur.
Eftir þetta fóru þær í uglubúð Eeylops og keyptu snæuglu sem var alveg hvít og Lucia ákvað að skíra hana Sofy. Þegar þær voru búnar að kaupa allt sem þurfti að kaupa fóru þær heim.
Þær voru komnar á lestarstöðina.
Mæðgurnar litu í kringum sig að gæta að muggum.
Svæðið var tómt svo þær fóru í gegnum vegginn.
Lucia knúsaði mömmu sína og fór inn í lestina.
“BLESS!!” Lestin lagði af stað og Lucia veifaði mömmu sinni í kveðjuskyni. Svo fór hún að finna sér klefa.
Að lokum fann hún klefa sem ekki var fullur.
Þar voru samt tveir krakkar fyrir. Strákur sem leit út fyrir að vera þremur árum eldri en hann var. Brúnhærður og með brúngrá augu. Stelpa sem var rauðhærð og brún augu pössuðu vel við freknurnar sem þöktu andlitið. “ Má ég sitja hérna?” spurði Lucia.
“Jájá.” Lucia settist á móti krökkunum.
“Hvað heitið þið?” spurði Lucia.
“Ég heiti Mandy Broclehurst og þetta er Terry Boot.”
Sagði rauðhærða stelpan og spurði: “En hvað heitir þú?”
“Ég heiti Lucia Moine.”
“ Vitið þið á hvaða heimavist þið lendið?” Lucia varð hissa á að strákurinn skyldi tala. Hún var farin að halda að hann væri mállaus.
“Ég lendi örugglega í Rawenclaw.” sagði Mandy.
“Ég veit ekkert hvar ég lendi.” sagði Lucia.
“Ég held ég lendi í Hufflepuff eða Rawenclaw.”
sagði Terry. Allt í einu kom inn svarthærð stelpa með ofsalega úfið hár og græn augu.
“Hæ. Er nokkuð laust sæti hérna?”
“ Já. Sestu hérna.” sagði Mandy.
“Hvað heitið þið?” sagði stelpan.
Eins og venjulega tók Mandy orðið.
“Ég heiti Mandy Broclehurst og þetta er Terry Boot.
Svo er þetta Lucia Moine.”
“Hæ. Ég heiti Susan Potter.” sagði stelpan.
“Ertu þá virkilega skyld Harry Potter?” spurð þau öll einum rómi.
“ Auðvitað. Hann er pabbi minn!”
Þau fóru í skólabúningana og fóru svo úr lestinni þegar hún stoppaði.
“Fyrsta árs nemar, fylgið mér!” sagði þybbinn náungi, stórvaxin, og svarthærður með sítt skegg sem var aðeins farið að grána.
Þau fóru yfir á bátum, Lucia fór í einum bát með Susan, Terry og Mandy.
Loks komu þau yfir og fóru í stóra höll sem var Hogwartsskóli.
Þau komu inn í risastóran sal sem virtist ekki hafa loft, bara endalaus himinn.
Upp á pallinum var kollur og á honum snjáður hattur.
Allt í einu hóf hatturinn að tala:

“Þér finnst ég víst ei fagur
en frómt ég segi þér
að hattar engir eru
andríkari mér.

Kúluhattar! Prjál og pjatt;
og pípuhattar með.
Ég flokka Hogwarts fræga lið
og finnst ég ekkert peð.

Ef ég kemst á einhvern haus
ég inn í hann mun sjá.
Set mig upp, ég segi þér
hver sess þér hæfa má.

Í Gryffindor þú gætir flust,
með görpum dvalist þar.
Þeir hraustir eru og hugrakkir
og hræðast ekki par.

Í Hufflepuff þú halda skalt
ef hugarró þú átt,
þolinmæði og þrautseigju,
þrek og seiglu og mátt.




Í Rawenclaw þú reynist vel
ef römm er viska þín.
Þeir vita sínu viti þar;
þar viskusólin skín.

Í Slytherin, ef slægur ert,
þú sleppur fullvel inn.
Þar segja menn að meðölin
móti endirinn.

Set mig upp, ei óttast neitt,
þér óhætt verður hér.
Ég held þér traustum höndum í(þótt hafi engar);
ég hattur visku er.”

Þegar hatturinn var þagnaður hóf kona sem hét víst McGonagall að tala.
“ Bernabon, Anne! Lágvaxin, ljóshærð stelpa hljóp taugaóstyrk upp og setti hattinn á sig.
Hann var lengi að ákveða sig en sagði loks “ Hufflepuff!”
Svo komu fullt af öðrum krökkum upp og fóru í sínar heimavistir.
“Brocklehurst, Mandy!” Mandy gekk hægt upp og setti hattinn á sig. Hún var varla búin að láta hann á höfuðið þegar hatturinn sagði: “ Rawenclaw!”
Mandy var fyrsti nýi nemandinn í Rawenclaw.
Terry fór líka í Rawenclaw. “Moine, Lucia!”
Lucia vildi helst lenda í sömu heimavist og Terry og Mandy. “Já, mjög mikil viska. Rawenclaw!!!”
Nothing will come from nothing, you know what they say!